Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 13 KRAKKAPLÁSTUR Sandey Sundaborg 9, 104 Reykjavík, sími 533 3931, fax 588 9833 sandey@simnet.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - N O I 21 60 3 0 1/ 20 03 Bitið í turn Þér standa fimm freistandi tegundir til boða í sígildum 100g og 200g umbúðum. Hvernig sem þú velur að bíta í uppáhalds Síríus rjómasúkkulaðið þitt skaltu njóta þess og hafa það gott í sumar. Síríus rjómasúkkulaði er ferðafélagi Íslendinga númer eitt. ÖKUÞÓR varð þremur gang- andi vegfarendum að bana þeg- ar hann ók bíl sínum upp á gangstétt og síðan út af brú yf- ir verslunargötu í svissnesku borginni Lausanne í fyrradag. Ökumaðurinn slasaðist og lög- reglan sagði í gær að talið væri að hann hefði ætlað að fyrirfara sér. Níu manns slösuðust vegna glannalegs aksturs mannsins, þar af sex alvarlega. Blaðamönn- um sleppt í Laos TVEIR blaðamenn, franskur og belgískur, og bandarískur túlkur þeirra voru leystir úr haldi í Laos í gær eftir að hafa verið dæmdir í fangelsi 30. júní fyrir að „hindra störf lögregl- unnar og vera með ólöglegt sprengiefni í fórum sínum“. Mennirnir voru handteknir 4. júní þegar þeir voru afla frétta um uppreisn Hmong-þjóðar- brotsins í norðaustanverðu landinu og eftir að hafa orðið fyrir skotárás öryggissveita. Helmingur barnanna of þungur HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í New York-borg birtu í gær nið- urstöðu rannsóknar, sem náði til 3.000 skólabarna, þar sem fram kom að nær helmingur þeirra er of feitur og fjórð- ungurinn þjáist af offitu. 31% barna sem eiga ættir að rekja til Rómönsku- Ameríku reyndust þjást af of- fitu, 23% barna af afrískum uppruna, 16% hvítra barna og 14% barna af asískum uppruna. Dæmdur fyr- ir guðlast DÓMSTÓLL í Pakistan hefur dæmt fertugan blaðamann í lífstíðarfangelsi fyrir að birta lesendabréf þar sem farið var niðrandi orðum um Múhameð spámann. Blaðamaðurinn, Munawar Mohsin, var sagður bera ábyrgð á birtingu bréfsins og einnig dæmdur til að greiða andvirði 70.000 króna í sekt. Öfgamenn úr röðum múslíma réðust inn á skrifstofu blaðsins eftir birtingu bréfsins. Alnæmis- smitaðir mót- mælendur handteknir Mannréttindahreyfingar sögðu í gær að kínversk yfirvöld hefðu handtekið marga alnæm- issmitaða þorpsbúa sem hefðu efnt til mótmæla til að krefjast aukinnar aðstoðar stjórnvalda. Hreyfingarnar sögðu að flestir hefðu verið handteknir í Hen- an-héraði þar sem margir bændur hafa smitast af al- næmi. STUTT Glæfra- akstur kostaði þrjá lífið DANSKIR hermenn í Írak kvarta sáran undan kæfandi hitanum og lé- legum búnaði en þá fannst þeim mæl- irinn vera fullur er þeir fundu snjó- plóg og garðsláttuvélar í nýjustu sendingunni að heiman. Dönsku hermennirnir eru 380 og eru með búðir í Qurna, sem er 75 km frá borginni Basra í suðurhluta lands- ins. Þegar þeir opnuðu síðustu send- inguna frá herstjórninni heima, ætl- uðu þeir varla að trúa sínum eigin augum. Í henni voru meðal annars snjóplógur, garðsláttuvélar og salt á ísilagðar götur. Var þetta eftir öðru að þeirra dómi því þeir segjast hafa fengið skotheld vesti í röngum stærð- um og brynvarða bíla með engri loft- kælingu. Raunar stóð til að rífa bílana fyrir elli sakir en þess í stað voru þeir sendir til Íraks. Tjöldin fengu þeir með skilum en ekki stangirnar til að halda þeim uppi. Kom þetta fram í Extra Bladet í gær og í viðtali við það reyndi Svend Aage Jensby, varnarmálaráðherra Danmerkur, ekki að leyna óánægju sinni með þessa frammistöðu heryfir- valda. Sagði hann að ekki yrðu fleiri snjóplógar sendir til Íraks í bráð. Danskir hermenn í Írak óánægðir með útbúnaðinn Fengu snjóplóg og garðsláttuvélar Kaupmannahöfn. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.