Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Hólatorg Fallegt einbýlishús sem er kjallari, 2 hæðir og mann- gengt geymsluris á kyrrlát- um stað í góðu göngufæri við miðborgina. Húsið skipt- ist þannig: Á aðalhæð húss- ins er forstofa, hol, 3 sam- liggjandi glæsilegar stofur með fallegum bogadregnum gluggum og eldhús með ný- legum tækjum. Á efri hæð, um fallegan viðarstiga, er rúmgott hol með skápum og svölum til vesturs, 2 rúmgóð barnaherbergi, stórt hjónaherbergi með fataherbergi inn af og suðursvölum auk stórs baðherbergis. Manngengt, einangrað og klætt geymsluris er yfir húsinu. Í kjallara hússins, sem bæði er innangengt í og með sérinngangi, er forstofa, baðherb. með sturtuklefa, eldhús með upprunal. fallegum innréttingum og borðaðstöðu, 2 rúmgóð herbergi og 3 geymslur, þ.a. ein sem nýst gæti sem herbergi. Mikil lofthæð er í húsinu og gifslistar og rósettur í flestum loftum. Falleg ræktuð lóð. GANGANDI vegfarandi, kona á fimmtugsaldri, varð fyrir bifreið á gangbraut yfir Glerárgötu til móts við Grænugötu um miðjan dag í gær. Var konan á leið austur yfir gang- brautina er slysið varð, en þannig háttar til að tvær akreinar eru í hvora átt og umferðareyja á milli. Svo virðist að sögn lögreglu að bílar hafi verið stöðvaðir fyrir konunni við gangbrautina á hægri akreininni til suðurs, en bifreiðin sem lenti á kon- unni var á vinstri akrein og virðist ökumaður ekki hafa tekið eftir kon- unni þar sem hún gekk yfir götuna. Lenti hún á framrúðu bílsins og kastaðist síðan af honum. Konan var flutt á slysadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri en hún var með meðvitund eftir slysið. Lögreglan á Akureyri óskar eftir að ökumaður blárrar rútu sem ók um Glerárgötu þegar slysið varð hafi samband við lögreglu. Morgunblaðið/Margrét Þóra Ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir gangbraut. Ekið á gangandi vegfaranda UM 60 manna hópur bandarískra ferðamanna átti viðdvöl á Akureyri í vikunni, en þeir komu til bæjarins á Boing 757 þotu sem er í eigu körfu- boltaliðsins Dallas Mavericks. Liðið notar þotuna til að koma sér á milli borga á leiktímabilinu en leigir hana svo út á meðan hlé er gert í körfu- boltanum. Hópurinn, sem samanstóð af eldra fólki hafði viðdvöl á Akur- eyri einn dag, kom að morgni og fór að kvöldi suður til Keflavíkur þar sem gist var áður en haldið var heim á leið aftur. Morgunblaðið/Margrét Þóra Flugvél sem er í eigu Dallas Mavericks hafði viðdvöl á Akureyrarflugvelli. Um borð voru 60 manna hópur eldri borgara frá Bandaríkjunum. Komu með þotu Dallas-liðsins DAGANA 11.–23. júlí verða þrettán ungmenni frá átta Evrópulöndum og Kanada saman komin í búðum sem Lionsklúbbarnir við Eyjafjörð starf- rækja í grunnskólanum að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Unglingarnir dveljast í viku á íslenskum heimilum áður en búðirnar hefjast og nokkrir íslenskir unglingar fara utan í sumar til samsvarandi dvalar. Slíkar búðir eru haldnar víða um heim sem hluti af alþjóðlegum unglingaskiptum Lions- hreyfingarinnar í anda fyrsta mark- miðs Lionsklúbba sem er: Að vekja og efla anda skilnings og trausts með- al þjóða. „Þátttakendur eru á aldrinum 17– 20 ára. Dagskráin er fjölbreytt og miðar að því að unglingarnir kynnist íslenskri náttúru og atvinnulífi lands- manna og menningu. Áhersla er einn- ig lögð á að þau kynnist fólki á sínu reki. Það verður meðal annars farið í þriggja daga gönguferð frá Leir- hnjúk að Sæluhúsmúla um Gæsafjöll og Þeistareyki. Síðar á tímabilinu verður farin skoðunarferð um lands- hlutann. Fyrirtæki á Akureyri og Dalvík verða heimsótt, farið á sjó og á hestbak og auðvitað í fjós. Léttir dag- ar með ungu fólki á svæðinu verða inn á milli, söfn skoðuð o.fl. Stofnanir og fyrirtæki hafa stutt Lionsklúbbana með ráðum og dáð til að draga úr kostnaði og er sú aðstoð mikils metin og þökkuð,“ segir í fréttatilkynningu. Unglingabúðirnar verða formlega settar með kvöldverði í Íslandsbæn- um í Vín föstudaginn 11. júlí og hefst opnunarhátíðin kl. 18. Fjölumdæmis- stjóri Lions á Íslandi og unglinga- skiptastjóri hreyfingarinnar verða viðstaddir opnunina. Lionsklúbbarnir sem sjá um ung- lingabúðir Lions í ár eru Lkl. Akur- eyrar, Hængur og Ösp, allir á Akur- eyri, Lkl. Dalvíkur og Sunna einnig á Dalvík, Vitaðsgjafi í Eyjafjarðarsveit og Hrærekur á Árskógsströnd. Alþjóðlegar ung- lingabúðir Lions- hreyfingarinnar STÖÐUG umferð skipa hefur verið að Krossanesbryggju síðustu vikur, „og við höfum verið með verksmiðj- una nokkuð stíft í gangi frá því í byrjun maí,“ sagði Hilmar Steinars- son verksmiðjustjóri og var ánægður með góðan gang. Tvö skip voru lönduðu loðnu hjá Krossanesi í gær, Antares var með um 900 tonn og Grindvíkingur með 1.100 tonn eða samtals um 2.000 tonn. Um tvo sólarhringa tekur að bræða loðnuna en vinnslugeta verk- smiðjunnar er um 1.000 tonn á sólar- hring. „Svo er bara gott útlit, við sjáum fram á að aflinn berist nokkuð stíft að landi nú næstu daga,“ sagði Hilmar og bætti við loðnan væri góð. Frá því loðnuveiði hófst 20. júní síð- astliðinn hefur Krossanes tekið á móti um 12 þúsund tonnum af loðnu og í maí nam aflinn um 8 þúsund tonnum af síld. „Það er alltaf gaman þegar vel gengur,“ sagði Hilmar. Góður gangur í Krossanesi merki inn á módelin en slíkt er nú alltaf gert í tölvu,“ sagði Svan- björn. „Það er ómetanlegt fyrir okkur að geta sýnt þetta safn hér, þetta er okkur gífurlega mikils virði.“ Rúnar Bárður átti einnig myndir af öllum flugvélum sem FÉLAGAR sem standa að Flug- safninu á Akureyri tóku sig til í vikunni og máluðu merki gamla Flugfélags Íslands og Loftleiða á framhluta DC-6 flugvélar sem er nokkurs konar tákn fyrir flugsafn- ið. Svanbjörn Sigurðsson, fram- kvæmdasjóri Flugsafnsins á Akur- eyri, sagði að tilefnið væri að þessi tvö félög hefðu sameinast í eitt; Flugleiðir fyrir um 30 árum. „Við gerðum þetta svona í tilefni af væntanlegu þrítugsafmæli Flug- leiða,“ sagði Svanbjörn. Þá nefndi hann að gamla Flugfélag Íslands hefði áður heitið Flugfélag Akur- eyrar en það var stofnað árið 1937. Hann sagði að hluti af starfsemi Flugsafns Akureyrar væri að varðveita og kynna flugsögu Ís- lands. Svanbjörn sagði að bæði fé- lögin, Flugfélag Íslands og Loftleiðir hefðu DC-6 flugvélar á meðan þau voru og hétu en merki þeirra prýða nú áðurnefnda framhluta slíkrar vélar sem nú er í eigu flug- safnsins. Safninu gífurlega mikils virði Nú fyrir skömmu barst safninu góð gjöf er foreldrar Rúnars Bárð- ar Ólafssonar afhentu því til varð- veislu flugvélamódelsafn hans. Rúnar Bárður lést af slysförum 14. nóvember 1998, en hann var mikill áhugamaður um flugvélar og hafði búið til fjölda flugvélamódela, m.a. allar flugvélar í eigu íslenskra flugfélaga, vélakost Landhelgis- gæslunnar og eldri flugvélar eins og sjóflugvélar og katalínur. „Þetta eru listilega vel gerð módel og hann hefur t.d. málað sjálfur öll skráðar hafa verið á Íslandi og sögu þeirra, um rekstur, notkun og afdrif. Svanbjörn sagði að Flug- safninu á Akureyri yrði væntan- lega síðar falin varðveisla mynda- safnsins. Flugsafnið var opnað sumarið 2000 en þar er rakin saga flugmála Íslendinga til vorra daga. Þar er að finna flugvélar af mörgum gerð- um, m.a. elstu sjúkraflugvélina og þá hanga svifflugur í lofti auk tor- kennilegra flugtækja. Eitt þeirra er Grunau 9, fyrsta loftfar Akur- eyringa sem smíðað var 1937, en í því hófu margir af þekktustu flug- mönnum landsins feril sinn. Flugsafnið er opið þrisvar í viku yfir sumarmánuðina, á fimmtudög- um, föstudögum og laugardögum frá kl. 14 til 17. Flugsafnið fékk að gjöf módel af flugvélum sem Rúnar Bárður Ólafsson hafði búið til. Morgunblaðið/Margrét Þóra Svanbjörn, framkvæmdastjóri Flugsafnsins á Akureyri við DC-6 vél. Öðru megin á vélinni er gamla Loftleiðamerkið en á þeirri hlið sem við sjáum er merki gamla Flugfélags Íslands. Félögin voru sameinuð í Flugleiðir fyrir rétt um 30 árum en flugsafnið minnist tímamótanna með þessum hætti. Fékk fjölda flug- vélamódela að gjöf Flugsafnið á Akureyri minnist 30 ára afmælis Flugleiða Kristniboðsmót á vegum Kristni- boðssambandsins verður haldið á Löngumýri í Skagafirði dagana 11.– 13. júlí. Mótið byrjar á föstudags- kvöldið með samkomu þar sem Jó- hann Þorsteinsson talar. Að morgni laugardags verður biblíulestur í umsjá Skúla Svavarssonar kristni- boða. Síðdegis verður kristniboðs- samkoma sem Guðlaugur Gunnars- son og Leifur Sigurðsson kristniboðar sjá um. Um kvöldið verður vitnisburðarsamkoma þar sem fólk segir frá trúarreynslu sinni. Kl. 11 á sunnudagsmorgnum verður messa í Miklabæjarkirkju, Jónas Þórisson kristniboði predikar og sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur Skagfirðinga, þjónar fyrir altari. Lokasamvera kristniboðsmótsins verður kl. 14 og talar þá Haraldur Jóhannsson. Skráning á mótið er á Löngumýri í síma 453-8116. Á NÆSTUNNI Hljómsveitin Mór leikur á Heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 10. júlí, kl. 21.30. Í henni eru Þórhildur Örvarsdóttir söngkona, Kristján Edelstein gítar, Halldór Gunnlaugur Hauksson trommur og Stefán Ingólfsson bassi. Á efnisskránni verða íslensk þjóðlög í nýjum og ferskum útsetningum að því er segir í frétt um Tuborgdjass- inn svonefnda. Í DAG LEIKSKÓLANUM Árholti verður í sumar breytt í skólavistun fyrir fötl- uð börn, en sú starfsemi var áður í Skólastíg. Jakob Björnsson, formaður stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar, sagði að húsnæði í Skólastíg hefði ekki hentað starfseminni lengur, þar væri ekki nægilegt rými en nokkur fjölgun hefði orðið í þeim hópi sem nýtir þjónustuna. Hann sagði að skólanefnd hefði óskað eftir því að fá Árholt til umráða undir skólavist- unina, en leikskólanum verður lokað nú síðsumars. Jakob sagði að hús- næðið í Árholti yrði notað til bráða- birgða en ekki væri rými fyrir um- rædda starfsemi í grunnskólum bæjarins. Ekki hefði heldur verið gert ráð fyrir henni í nýbyggingu við Brekkuskóla, en hann vænti þess að þegar hafist yrði handa við byggingu grunnskóla í Naustahverfi myndi skólavistun faltaðra verða fundinn þar staður. Jakob sagði að hresst hefði verið upp á húsnæði Árholts fyrir skömmu og því þyrfti lítið að gera til að koma starfseminni þar fyrir, en þó þyrfti að laga og bæta aðgengi að skólanum og eitt og annað smávægilegt. Skólavistun fatlaðra í Árholt ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.