Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 18
AUSTURLAND 18 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðahappdrætti á Færeyskum dögum í Ólafsvík 2003 Uppl. hjá Finni Gærdbo og Pétri S. Jóhannssyni í s. 892 7243 & 436 1524 & 893 4718. Eftirtalin númer komu upp í ferðahappdrættinu á Færeyskum dögum í Ólafsvík en aðeins var dregið úr seldum miðum. Miði nr. 708 – Ferð fyrir tvo til Færeyja með Flugfélagi Íslands. Miði nr. 461 – Ferð fyrir tvo til Færeyja með Atlantic Airways. Miði nr. 81 – Kr. 25.000 upp í ferð með ms. Norrænu. FJARÐABYGGÐ hefur lagt fram drög að tillögu að matsáætlun um fyrirhugaðar snjóflóðavarnir á Tröllagiljasvæðinu á Norðfirði. Varnirnar eiga að verja byggðina og veita viðunandi öryggi gegn snjóflóðum úr Ytra- og Innra- Tröllagili, Miðstrandarskarði og Klofagili. Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrirhug- aðar varnir við Tröllagil byggðust á 600 m löngum þvergarði, 450 m leiðigarði, 23 keilum og upptöku- stoðvirki sem er 1.850 m, gert úr netum. „Þetta er mun stærri fram- kvæmd en snjóflóðavarnirnar sem reistar voru við Drangagil,“ sagði Guðmundur. Framkvæmdin mun kosta um ellefu hundruð milljónir og er fjármögnuð af Ofanflóðasjóði. Hefja á framkvæmdir árið 2004 og ljúka þeim 2006. „Við gerum ráð fyrir að matsskýrsla verði formlega send Skipulagsstofnun í október nk. og stofnunin sendi frá sér úrskurð í janúar á næsta ári.“ Guðmundur segir að svæðið sem tekið verður undir mannvirkin sé ekki umdeilt að öðru leyti en því að það sé nokkuð nálægt íbúðarhúsum. „Landslagsarkitektar munu útfæra þetta á sama hátt og mannvirkið við Drangagil og því gerum við okkur vonir um að þetta muni falla vel að landslagi.“ Samkvæmt lögum frá Alþingi á að verja alla byggð sem er á rauð- um svæðum, eða kaupa upp húsin fyrir árið 2010. Fjarðabyggð verður með þessum framkvæmdum búin að verja mestan hluta byggðarinn- ar, og verður það sem upp á vantar mun umfangs- og kostnaðarminna. Verkið verður boðið út, en Arn- arfell sá um byggingu snjóflóða- varna við Drangagil, utan að franskt fyrirtæki byggði upptök- ustoðvirki. Ellefu hundruð milljóna króna mann- virki verða reist á Tröllagiljasvæðinu Haldið áfram að verja byggð- ina á Norðfirði Egilsstaðir UM HELGINA var skipað upp á höfnunum á Reyðarfirði og Eski- firði Caterpillar-vinnuvélum frá Heklu hf., sem eiga að fara á virkj- unarsvæðið við Kárahnjúka. Ítalski umboðsaðilinn fyrir Caterpillar, CGT, gerði í vor samning við Heklu um að verktakafyrirtækið Impregilo keypti af fyrirtækinu 63 Caterpillar-vinnuvélar og námu- trukka fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Ólafur Jónsson, forstöðumaður þjónustudeildar á vélasviði Heklu, sagði í samtali við Morgunblaðið að það sem væri komið úr skipum á Austurlandi væru tveir grjót- flutningatrukkar, fimm jarðýtur, tveir vegheflar og stór beltagrafa sem flutt er í mörgum pörtum vegna stærðar. „Ég held að óhætt sé að fullyrða að þetta sé stærsta grafa sem hefur sést á Íslandi. Þær verða tvær svona og hingað er önnur þeirra komin,“ sagði Ólafur. Beltagrafa af þessari stærð vegur rúmlega 180 tonn og getur mokað allt að 20 tonnum í einu. Námu- trukkarnir í sendingunni eru óhlaðnir rúmlega 40 tonn á þyngd og rúma tæplega 60 tonn á palli. Snorri Árnason, sölustjóri véla- sviðs Heklu, er á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka sem staðarhaldari fyrirtækisins. Hann segir fimm manna sérfræðihóp frá Englandi væntanlegan til að setja saman beltagröfuna sem áður var minnst á og að það sé ærið verkefni sem unnið verði á virkjunarstað. „Síðan er líka á Eskifirði stór hjólaskófla sem var flutt í pörtum og á eftir að koma saman,“ segir Snorri. „Á jarðýtur og aðrar hjólaskóflur vantar bara tönn eða skóflu og engin óskapar vinna að koma þeim saman. Trukkarnir stóru eru í heilu lagi nema gangbretti og grindverk sem eftir er að setja á þá.“ Vélarnar koma frá framleiðslu- stöðum í Bandaríkjunum og Evr- ópu og eru fleiri vélar væntanlegar úr skipi n.k. föstudag og mánudag. Reiknað er með að allar vélarnar sem samningur CGT og Heklu hljóðar upp á verði komnar á virkj- unarstað í haust. Í heild eru þetta 23 námutrukkar, 15 jarðýtur, 8 hjólaskóflur, 7 beltagröfur, 4 veg- heflar og 6 smærri tæki. Við Kára- hnjúka verður mikill vara- hlutalager fyrir Caterpillar-vélarnar og þjónustar vélasvið Heklu tækin á verkstað. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Um þessar mundir er verið að skipa upp á höfnunum á Reyðarfirði og Eskifirði risastórum vinnuvélum sem Imp- regilo hefur keypt af Heklu hf. fyrir 1,4 milljarða króna. Stærstu vinnuvélar landsins á leið inn að Kárahnjúkavirkjun Kárahnjúkar Mjög miklu af lausu efni eða um 20 þúsund rúmmetrum þurfti að ryðja úr vegi áður en hægt var að hefja undirbúning sprenginga, en þær sprengingar sem nú eru á loka- stigi, eru um 13 þúsund rúmmetrar. FORVINNA við jarðgangagerð Fá- skrúðsfjarðarmegin er á lokastigi. Verktakafyrirtækið Myllan á Egils- stöðum hefur annast verkið. Verktakafyrirtækið Ístak, sem annast gerð ganganna, ráðgerir að hefja vinnu seinni hluta vikunnar og er reiknað með að fyrsta spreng- ing verði að göngunum um miðjan júlí. Verkið er því á undan áætlun. Morgunblaðið/Albert Kemp Fyrsta sprenging Fáskrúðs- fjarðarmegin um miðjan júlí Fáskrúðsfjörður ÁSVALDUR Sigurðsson, eigandi verslunarinnar Nesbakka í Nes- kaupstað, hefur fengið úthlutað 2.240 fm lóð á Reyðarfirði og hyggst reisa þar um 450 fm mat- vöruverslun. „Það er verið að kanna bygg- ingu á húsnæði undir matvöru- verslun á Reyðarfirði,“ sagði Ás- valdur í samtali við Morgunblaðið. „Núna er verið að reikna upp kostnað við bygginguna og ég veit ekki nákvæmlega hvenær þær upplýsingar liggja fyrir. Ef af verður, reiknum við með að fara í framkvæmdir haustið 2004 eða vorið 2005. Lóðin er við Búðareyri 35, á ágætum stað innst í bænum þar sem íbúðarhverfin eru öll fyrir ofan.“ Ásvaldur vonast til að hafa burði til að ráðast í verkefnið. „Ég veit að þarna verður reist mat- vöruverslun, hver sem gerir það. Það er bara spurning um hver er fyrstur.“ Ásvaldur hefur ásamt fjöl- skyldu sinni átt og rekið Nes- bakka í tæp átta ár. Hann segir að verslunin gangi vel en að ekki sé enn merkjanleg aukning vegna undirbúnings virkjunar- og stóriðjufram- kvæmda í fjórðungnum. Kaupfélag Héraðsbúa og Spar- kaup reka nú eina matvöruversl- un á Reyðarfirði. Gunnlaugur Aðalbjarnarson kaupfélagsstjóri KHB segir lengi hafa verið í umræðunni að stækka verslunina og efla, og það verði væntanlega gert í samhengi við stækkun bæjarins. „Við fylgjum markaðnum,“ segir Gunnlaugur, „og það er ljóst að núverandi hús- næði Sparkaupa á Reyðarfirði er þegar orðið of lítið fyrir nútíma- verslun.“ Morgunblaðið/Kristín Blöndal Ásvaldur Sigurðsson á og rekur verslunina Nesbakka í Neskaupstað. Hann hefur hug á að reisa matvöruverslun á Reyðarfirði og hefur fengið úthlutað 2.240 fm lóð á besta stað í bænum. Nesbakki í Neskaupstað færir út kvíarnar Ætlar að reisa nýja 450 fm mat- vöruverslun á Reyðarfirði Neskaupstaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.