Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GLÍMA ANDA OG EFNIS Saga írönsku tvíburasystrannaLadan og Laleh Bijani hefursnert strengi í hjarta milljóna manna síðustu daga, enda fylgdist nán- ast öll heimsbyggðin með því hvernig örlög þeirra voru að lokum ráðin á sjúkrahúsi í Singapúr. Nú þegar þær eru báðar liðnar hafa sjónir manna beinst að ýmsum siðferðislegum spurn- ingum varðandi þá miklu læknisaðgerð er þær gengust undir, rétt eins gerst hefur í öðrum tilfellum þar sem lækna- vísindin teygja sig út fyrir þau mörk er að öllu jöfnu setja valdi manna yfir lífi og dauða skorður. Í tilfelli Bijani-systranna var ljóst frá upphafi að það var einlægur ásetningur þeirra að taka þá áhættu sem aðgerð- inni fylgdi. Það er auðvitað ekki eins- dæmi að þeir sem fæðast með fæðing- argalla, eru fatlaðir eða glíma við erfið veikindi þurfi að taka slíka ákvörðun. Til dæmis hafa margir þeirra sem þegið hafa líffæri þurft að horfast í augu við það að aðgerð gæti orðið þeim að ald- urtila, en samt sem áður metið það svo að möguleikar þeirra á betra lífi að henni lokinni væru áhættunnar virði. Þeir sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni sinni á aðgerðina á Bijani- systrum segja það fyrstu skyldu lækna að gæta hagsmuna sjúklinga sinna og út frá því sjónarmiði hafi aðgerðin verið mistök. Andmælendur þeirra benda á að systurnar hafi álitið það sína helstu hagsmuni að vera skildar í sundur, og læknarnir hafi gert sitt besta til að það mætti takast. Læknar, á borð við þá er framkvæmdu aðgerðina á systrunum og vinna sem framverðir innan síns vís- indasviðs, þurfa því að taka erfiðar ákvarðanir í tilfellum á borð við þessi og þar sem þær lúta að lífslíkum annarra en þeirra sjálfra eru þær oft jafnvel enn umdeildari en ákvarðanir sjúklinganna sjálfra. Hugrekki til að takast á við þessa vandasömu aðgerð var því ekki einskorðað við þær systur, heldur einn- ig það alþjóðlega læknateymi er tók höndum saman til þess að möguleikar þeirra á að lifa af væru sem bestir. Þannig sagði Benjamin Carson, sér- fræðingur við John Hopkins-sjúkrahús- ið í Baltimore í Bandaríkjunum, frá þeirri erfiðu innri baráttu sem hann háði áður en hann tók ákvörðun um að vinna við aðgerðina, um leið og hann lýsti þeirri niðurstöðu sinni að „jafnvel þótt tekið væri tillit til þess að líkur [systranna á að lifa af] væru óhagstæð- ar, hefði þetta verið verðugt verkefni frá sjónarmiði mannúðar“. Á undanförnum árum hefur iðulega verið tekist á um siðfræðilegar hliðar læknisfræðinnar, svo sem varðandi líknardráp, fóstureyðingar og stofn- frumurannsóknir, enda varða þær allar viðkvæmar hliðar mannlegrar tilvistar og þau takmörk er hugsanlega þarf að setja inngripum manna í lífsferlið. Þótt enn greini menn mjög á um þessi mál- efni hefur sú skoðun rutt sér til rúms í auknum mæli að enginn geti vefengt rétt annarra til að ráða yfir lífi sínu sjálfir, svo lengi sem þeir eru andlega í stakk búnir til að taka yfirvegaða ákvörðun um framvindu þess. Samúðin sem Bijani-systurnar vöktu með almenningi um heim allan er þó tæpast sprottin út frá siðfræðilegum vangaveltum. Það var fyrst og fremst óbilandi hugrekki þeirra og staðfesta í þeirri óvenjulegu og erfiðu aðstöðu sem þær voru í sem fangaði athygli fólks. Og ef sú ákvörðun sem þær Ladan og Lal- eh tóku um framtíð sína er einvörðungu metin út frá vilja þeirra sjálfra, er hún áhrifamikil sönnun þess hvernig andinn getur borið sigur úr býtum í glímu sinni við efnið. AUMINGJA FERÐAMENNIRNIR… Það eru flestir hættir að kippa sérupp við fréttir í erlendum fjölmiðl- um um hátt verðlag á Íslandi. Þeir sem starfa í ferðaþjónustu þreytast ekki á að benda á verðlagið sem vandamál en að öðru leyti virðist litið á það sem náttúrulögmál. Verðlag á Íslandi kom þannig til tals í viðtali við svæðisstjóra Flugleiða í Bretlandi, Stephen A. Brown, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Þar sagði hann m.a.: „Við reynum að minnast ekki á verðlagið, einkum og sér í lagi á áfengi. London er langt frá því að teljast ódýr borg og því kemur Reykjavík ekki svo illa út í samanburði þar sem ekki þarf að skilja eftir þjórfé. Maturinn hérna er líka frábær hvað gæði hráefnisins varðar. Verð á áfengi er hins vegar stórt vandamál. Hingað kemur fjöldi fólks í hvataferðir og á ráðstefnur og fullrúar fyrirtækjanna sem hingað koma að kanna aðstæður fá hreinlega aðsvif þegar barinn er gerð- ur upp. Ég get nefnt dæmi um fyrir- tæki sem hætti við 50 manna vinnuferð hingað því það taldi sig ekki hafa ráð á því að veita starfsfólki frítt áfengi. Þess í stað var fólkið sent til Dublin. Ef ferðaþjónusta á að þróast frekar hér- lendis þarf að taka á þessum þáttum.“ Áfengi var hins vegar undanskilið í könnun á kostnaði ferðamanna í fjöl- mörgum ríkjum sem sænska dagblaðið Aftonbladet gerði í vikunni og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Niðurstað- an var engu að síður sú að Ísland reyndist þriðja dýrasta landið fyrir ferðamenn í heiminum, einungis í Jap- an og Noregi var verðlagið hærra. Fréttir sem þessar verða vart til að glæða áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi. Það er hins vegar ekki síður ástæða til að benda á að það eru ekki einungis ferðamenn sem hingað koma í skamman tíma sem þurfa að greiða hátt verð fyrir margvíslega vöru og þjónustu. Íslendingar sjálfir greiða sama verð. Það má heldur ekki gleyma því að hið háa verðlag er að mörgu leyti sjálf- skaparvíti. Vissulega má rekja það að einhverju leyti til smæðar markaðar- ins og fjarlægðar frá öðrum mörkuð- um. Það er hins vegar einungis lítill hluti skýringarinnar. Hversu hátt hlutfall af hinu háa verði má skýra með margskonar opinberum álögum? Toll- um, vörugjöldum og hærri virðisauka- skattsprósentu en tíðkast víðast hvar annars staðar? Getur verið að í ein- hverjum tilvikum kunni skortur á sam- keppni að vera hluti af skýringunni? Það er löngu orðið tímabært að þetta mál verði brotið til mergjar og reynt að finna leiðir til að laga verðlag á Íslandi að því sem gengur og gerist annars staðar. Það er ein helsta forsenda þess að Ísland sé samkeppnisfært í framtíð- inni, ekki í samkeppninni um ferða- menn heldur unga og vel menntaða Ís- lendinga sem eiga þess kost að starfa víða um heim. Við eigum að vinna bug á því þjóðarböli sem verðlagið er, ekki bara vegna ferðamannanna, heldur vegna Íslendinga sjálfra. MÁL bandaríska varn-arliðsmannsins, semákærður er fyrir til-raun til manndráps með því að hafa veist að manni í Hafnarstræti og stungið með hnífi, hefur vakið upp ýmsar spurningar um lögsögumörk ís- lenskra og bandarískra stjórn- valda varðandi brot sem varn- arliðsmenn fremja. Ágreiningur virðist ekki uppi um það hvort íslensk stjórnvöld hafi lögsögu í málinu og byggist það á 2. grein viðauka við varnarsamninginn. Bandarísk stjórnvöld hafa hins vegar óskað eftir að fá manninn framseldan og snýst málið því um það hvaða aðili sé valdbær til að framselja lögsögu í málinu. Hvort utan- ríkisráðuneytið hafi heimild til þess að framselja lögsöguna eða hvort ríkissak- sóknari, sem æðsti handhafi ákæru- valds, geti tekið ákvörðun um fram- sal, en embætti rík- issaksóknara heyrir undir dómsmála- ráðuneytið. Málið fellur und- ir forrétt ís- lenskra stjórn- valda Kveðið er á um lögsögumörk þjóð- anna í áðurnefndum viðauka er fylgir varnarsamningnum og var lögfestur árið 1951. Í 2. grein eru fyrst talin upp þau tilvik sem hervöld Bandaríkjanna, eins og það er kallað, hafa eingöngu lög- sögu í, síðan hvenær íslensk stjórnvöld fara með lögsögu og loks hvaða reglur gilda þegar báðar þjóð- irnar fara með lögsögu, þar sem önnur þjóðin hefur svokallaðan forrétt umfram hina. Hervöld Bandaríkjanna hafa forrétt í málum er beinast gegn eignum Bandaríkjanna og gegn mönn- um í liði Bandaríkjanna, auk brota sem drýgð eru í sambandi við framkvæmd starfans. Síðan segir að íslensk stjórnvöld hafi lögsögu í öllum málum vegna annarra brota. Mál varnarliðs- mannsins heyrir því undir for- rétt íslenskra stjórnvalda. Í lög- unum segir jafnframt að sá aðili sem forrétt hafi skuli taka til vinsamlegrar athugunar beiðni hins aðilans um að horfið sé frá lögsögu þegar sá aðili telur það mjög miklu máli skipta. Hins vegar segir hvergi í lögum hver taki ákvörðun um að falla frá lögsögu og um það er nú deilt. Málið virðist nokkuð snúið. Annars vegar er um framsal lögsögu milli ríkja að ræða og hins vegar handhöfn ákæru- valdsins. Framsal lögsögu lýtur að þjóðaréttinum en handhöfn ákæruvaldsins lýtur að íslensk- um lögum. Hér lýstur því sam- an þjóðarétti og íslenskum rétti. En þegar mál kemur fyrir ís- lenskan dómstól getur hann ekki farið eftir öðru en því sem hann telur vera íslensk lög. Varnarsamningurinn varð að íslenskum lögum 1951 en hann er líka þjóðréttarsamningur. Í honum felst þjóðréttarleg skuldbinding milli tveggja ríkja. Samkvæmt 11. grein almennra hegningarlaga ber að virða þjóð- réttarlegar skuldbindingar Íslend- inga við framkvæmd refsimála. Í lögum um meðferð opinberra mála frá árinu 1991 er síðan kveðið skýrt á um sjálfstæði ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari tekur ákvörðun um það hvenær ákært sé og hve- nær ekki. Forsætisráðuneytið mun ekki kveða upp úrskurð Það er forsætisráðherra sem úr- skurðar hver teljist valdbær, en ekki hefur verið óskað eftir því. Í 17. grein auglýsingar um Stjórnar- ráð Íslands segir: „Nú leikur vafi á, hvaða ráðuneyti skuli með mál fara, og sker forsætisráðherra þá úr.“ Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttamenn á þriðjudag að ráðuneytið muni ekki kveða upp úrskurð um verksvið ráðuneyta í deilum um hver skuli fara með lögsögu yfir varnarliðs- manninum. Ekki hafi verið beðið um slíkan úrskurð í bréfi ráðuneyt- isstjóra utanríkisráðuneytisins til forsætisráðuneytisins sl. mánudag. Aðspurður sagði hann að utanríkis- ráðuneytið hefði yfirleitt ákvörðun- arvald í slíkum málum. Hann minnti ennfremur á að ríkissak- sóknari fjallaði um málið og hann tæki ekki við fyrirmælum frá ráðu- neytum eða embættismönnum held- ur ætti eingöngu að fara eftir lög- um. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði við Morgunblaðið í gær að það væri mikilvægt að samskipti íslenskra lögregluyfirvalda við sambærileg yfirvöld varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli væru góð og málefnaleg til að tryggj borgara landanna bæði i utan varnarsvæðisins. Re ferðir varnarliðsmanna varnarsvæðum hefðu ver aðar og þar með ykjust því, að það kæmi til k lenskra lögregluyfirvald vart varnarliðsmönnum. burður, sem hér um hnífstunga í miðborg Re ur, er alvarlegur og eðlile lensk lögregla undir fory sóknara geri sitt ýtrast upplýsa málið. Valdsvið ara er skýrt og ótvírætt o ekki skert nema með lö undrast, að þetta mál haf að verða milliríkjamál á velli varnarsamningsins o ekki í neinum tengslum ræður um framtíð og innt arsamningsins,“ sagði han „Við fylgjumst vitasku vel með þessu máli og miklu sambandi við íslen völd til að tryggja rét höndlun þess. Við munu áfram að vinna með ísle anríkisráðuneytinu,“ seg Mees, upplýsingafulltrúi ríska sendiráðsins. Han jafnframt við að það sé sk Bandaríkjamanna að u ráðuneytið sé æðsta yfirv um lögreglu- og dómsmá varða varnarsamning ríkj árinu 1951. Framkvæmd varnar ingsins öll á einni h Sveinn Andri Sveinsson verjandi varnarliðsmanns ir að varnarliðið hafi bein Hnífstungumál bandaríska varnarliðsmannsins ve Ólík túlkun á sali lögsögu Bandarískir varnarliðsmenn á æfingu. Hnífstungumál varnarliðsmannsin Keflavíkurflugvelli er á góðri leið m að verða milliríkjadeila milli Ísland Bandaríkjanna um túlkun á varna samningnum og er orðin deila mill lenskra ráðuneyta um lögsögumör málum af þessu tagi. Fanney Ró Þorsteinsdóttir komst að því að m er margsnúið og álitaefnin fjölmö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.