Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður ElísSigurjónsson fæddist í Neskaup- stað 25. apríl 1945. Hann varð bráð- kvaddur á Heilsu- stofnun Náttúru- lækningafélags Íslands í Hvera- gerði 1. júlí síðast- liðinn. Sigurður var yngstur sex barna hjónanna Sigurjóns Jónssonar múrara- meistara, f. 3. sept- ember 1901, d. 29. mars 1984, og Vil- borgar Pálsdóttur húsfreyju, f. 1. september 1907, d. 31. októ- ber 1999. Systkini Sigurðar eru Guðrún, f. 30. maí 1925, gift Stefáni Þorleifssyni, Margrét, f. 20. október 1927, maki hennar var Jóhann Vigfússon, d. 7. sept- ember 1996, Geir, f. 19. júlí 1930, kvæntur Bergsveinu Gísla- dóttur, Páll, f. 3. maí 1935, maki Lovísa Guðmundsdóttir, þau skildu, og Sigurjóna, f. 13. ágúst 1940, gift Einari Karlssyni. ember 1985, og Jón Friðgeir, f. 6. júní 1990. Sigurður flutti ársgamall með foreldrum sínum til Hafnarfjarð- ar og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg 1962 og hóf nám í húsasmíði hjá Birni heitnum Ólafssyni, bygg- ingameistara í Hafnarfirði. Sig- urður lauk sveinsprófi og prófi frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 1966 og prófi frá Meistaraskól- anum ári síðar. Skömmu eftir að hann lauk námi stofnaði hann ásamt Júlíusi Júlíussyni bygg- ingameistara verktakafyrirtækið Sigurð og Júlíus hf. Sigurður var jafnframt einn stofnenda verktakafyrirtækisins Byggða- verks hf. árið 1980 og var lengi forstjóri þess og stjórnarformað- ur til ársins 1996. Sigurður sat um árabil í stjórn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði og var formaður þess í sjö ár. Þá sat hann í stjórn Verktakasam- bands Íslands og í stjórn Lífeyr- issjóðs byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði. Hann var lengi virk- ur í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar og formaður þar í tvígang. Sig- urður var félagi í Frímúraregl- unni. Útför Sigurðar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 Sigurður var tví- kvæntur. Hann kvæntist 1966 Jó- hönnu Ragnheiði Engilbertsdóttur, f. 22. febrúar 1945. Þau skildu árið 1980. Börn þeirra eru: 1) Engilbert, yfirlæknir á Landspítala, f. 8. júlí 1964, kvæntur Hörpu Rúnarsdóttur tölfræðingi. Börn þeirra eru Dagný, f. 4. ágúst 1989, Eyrún, f. 1. júlí 1993, og Sindri, f. 14. desem- ber 1995. 2) Sigurjón, fram- kvæmdastjóri hjá Hraunholti, f. 1. október 1966. Dóttir Sigurjóns er Þóra, f. 22. ágúst 1983. 3) Rannveig Borg, lögfræðingur hjá BNP Paribas-bankanum í París, f. 13. apríl 1972, unnusti hennar er Olivier Gaston-Braud, lögfræðingur. Sigurður kvæntist 1983 Mar- gréti Jónsdóttur, ferðafræðingi, f. 7. mars 1957. Synir þeirra eru: 1) Sigurður Magnús, f. 30. nóv- Kæri bróðir. Ég kveð þig, kæri bróðir, með söknuði og kökk í hálsi mér því nú er stundin komin. Þú er kvaddur til annarra æðri starfa sem máttarvöldin hafa valið þér og góður Guð þig geymir í opn- um örmum sér, Siggi minn, og þú sem áttir svo miklu ólokið. En skjótt skipast veður í lofti og það er nú bara svo að það ræður enginn sínum næturstað. Það sann- aðist best hinn 1. júlí sl. þegar þú kvaddir þennan heim svo snöggt, sem maður er nú ekki búinn að átta sig á og mun það taka langan tíma að komast yfir þá sorg. Kæri bróðir, ég veit að þér líður vel og að foreldrar okkar og aðrir ættingjar og vinir, sem á undan eru farnir, hafa tekið vel á móti þér. Ég bið góðan Guð að vaka yfir og styrkja eiginkonu þína, börn og barnabörn og gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. Einnig bið ég góðan Guð að vaka yfir og styrkja besta vin hans og félaga, samstarfsmann og meðeig- anda í gegnum árin, hann Júlíus Júlíusson, sem alltaf hefur staðið við hlið hans eins og klettur í einu og öllu. Kæri Júlli, ég þakka þér allt sem þú varst honum bróður mínum og fjölskyldu hans. Þú átt mikla virð- ingu og heiður fyrir það og kæri vinur, ég veit að missir þinn er einnig mikill, ekki síður en okkar. Elsku Margrét, þú átt mikinn heiður skilinn fyrir framkomu þína og háttvísi sem þú sýndir honum og öðrum alla tíð. Ég bið Guð að styrkja börnin hans, tengdafólk og aðra ættingja og vini í sorginni. Guð geymi þig, Siggi minn, þinn bróðir, Páll. Mig langar til að minnast Sig- urðs mágs míns í nokkrum orðum. Ég var unglingur þegar ég hitti fyrst Sigga, en þá voru hann og Margrét systir mín farin að draga sig saman. Maður skynjaði strax kraftinn og orkuna sem einkenndi þennan mann. Siggi var fyrirferð- armikill til orðs og æðis hvar sem hann kom, enda öllum mjög eftir- minnilegur sem honum kynntust. Hann hugsaði stórt og notaði stór orð. Margt sem venjulegu fólki óx í augum, fannst Sigga vera smámál. Tengdafólk hans gleymir seint fyrstu heimsókn Sigga vestur til Bolungarvíkur. Þar sýndi hann sín- ar bestu hliðar og stal senunni hvar sem hann kom með kröftugri og líf- legri framkomu. Þetta var um há- vetur og þegar hann þurfti síðan að komast suður á mikilvægan fund var ekki flogið vestur í einhverja daga. Loks þegar færi gafst til að fljúga var Óshlíðin lokuð vegna snjóflóða og ljóst að enginn myndi komast þaðan í flug nema sjóleið- ina. Siggi hugsaði sig um smá- stund, veður síðan í símann, hringir í Guðfinn heitinn frænda minn og spyr hvort Guðfinnur geti ekki lát- ið einhvern togarann skutla sér í flug! Andlitið datt af tengdafólkinu og var Bolvíkingum lengi tíðrætt um þennan stórhuga mann sem fannst þetta ekki meira mál en að taka leigubíl. Þegar umsvifin voru sem mest í verktakabransanum leið honum vel. Mikið að gera, stór verk, fullt af mannskap og hann fann allri sinni orku jákvæðan farveg. Þá var mjög gaman þegar hann tók mig með að skoða verkframkvæmdirn- ar. Á eftir fengum við okkur ís, fór- um á rúntinn og hlustuðum á mús- ik – oftar en ekki Elvis Presley. Það var nefnilega aldrei neinn ágreiningur um músikina ef við vorum tveir einir, því báðir höfðum mjög gaman af músik sjötta ára- tugarins og gömlum og góðum ís- lenskum lögum. Siggi hafði nefni- lega mjög gaman af músik – þó sönghæfileikarnir hafi ekki verið mjög fyrirferðarmikilir – enda eru græjur í öllum hornum á heimilinu og í sumarbústaðnum. Hann hafði einnig gaman af bíl- um, vildi hafa þá stóra og kraft- mikla. Ef honum líkaði ekki við ein- hvern bílinn skipti hann umsvifalaust um, jafnvel þó það hefðu bara verið vandræði með að læra á geislaspilarann eða hann var orðinn ósáttur við litinn. Siggi not- aði gjarnan hugtakið „þota“ þegar hann var að lýsa fyrir mér nýjasta bílnum hverju sinni, enda vissi hann alltaf hvað vélin væri stór í hverjum bíl. Við ferðuðumst tveir saman til Þýskalands og Bandaríkjanna og voru það mjög ánægjulegar ferðir. Siggi var alls staðar öllum hnútum kunnugur og var búinn að kjafta sig inn á fólk á ótrúlegustu stöðum og átti fyrir vikið víða hauk í horni í þessum löndum. Þegar kom að börnunum fór það ekki framhjá neinum hvað hann var hreykinn af þeim. Þau Eng- ilbert, Sigurjón, Rannveig, Sigurð- ur Magnús og Jón Friðgeir áttu pabba sem þótti vænt um börnin sín og talaði um þau af stolti og að- dáun. Við í tengdafjölskyldu Sigga biðjum góðan Guð að styrkja Mar- gréti og og börnin hans á þessum erfiðu tímum. Þessi minnisstæði og litríki persónuleiki hefur nú öðlast ró. Á nýjum stað á hann mikið af góðu fólki sem tekur vel á móti honum. Hjá okkur hinum mun minningin um Sigga lifa. Ásgeir Þór Jónsson. Þegar síminn hringdi og ég heyrði rödd Margrétar, svilkonu minnar, hélt ég fyrst að hún væri að boða komu fjölskyldunnar til okkar sem svo lengi hafði staðið til, en annað kom fljótt í ljós. Mað- urinn hennar hann Sigurður Elís hafði þá um daginn kvatt þennan heim. Víð slíka fregn verður manni tregt tungu að hræra. Hann, sem hún Guðrún konan mín kallaði stundum litla bróður, enda jafn gamall eldri dóttur okkar. Og við sem höfðum heimsótt þau fyrir nokkrum vikum öll svo glöð og hamingjusöm. Sigurður þá eins og alltaf með mikil og djörf framtíð- arplön þó ég skynjaði að hann væri þó aðeins farinn að íhuga að vera ekki með jafnmörg járn í eldinum og verið hefur í um það bil þrjá áratugi. Þótt starfsævi Sigurðar yrði ekki löng þá vitna verkin um mikilvirkan og djarfan athafna- mann. Það hefur verið gaman að fylgj- ast með þroskaferli hans, en vegna okkar fjölskyldutengsla hef ég fylgst með honum frá barnæsku. Sem unglingur var hann stundum á heimili okkar Guðrúnar. Kraftmik- ill strákur, en dálítið villtur um tíma. Þó strax ákeðinn í að bjarga sér og standa á eigin fótum. Þar sem hann var yngsta barn foreldra sinna, Vilborgar Pálsdóttur og Sig- urjóns Jónssonar varð hann eins og oft er með þau yngstu eftirlæti for- eldranna og naut mikils frjálsræðis í uppeldinu. Hann fór snemma að heiman. Kom hér austur til Nes- kaupstaðar. Vann í síld. Réði sig í skiprúm á ýmsa báta hér og var þess á milli á okkar heimili eins og einn af fjölskyldunni. Síðan lá leið hans í Iðnskólann í Hafnarfirði þar sem hann lagði stund á húsasmíði og lauk síðar prófi sem bygginga- meistari frá sama skóla. Á táningsaldrinum lágu leiðir Smára, tengdasonar okkar og Sig- urðar saman og urðu þeir góðir vinir. Þeir brölluðu ýmislegt ekki síst í skellinöðru- og bílabransan- um. Voru fljótir í förum um landið og trúlega ekki alltaf á löglegum hraða. Þessi kunningsskapur þeirra varð svo sá örlagavaldur í lífi Smára að hann kynntist dóttur okkar Elínbjörgu og varð hennar eiginmaður. Í þessari stuttu minningargrein um Sigurð Elís verður ekki fjallað um afreksverk hans í byggingar- iðnaðinum. Þau urðu mörg og sum stór í sniðum. Stundum þegar við heimsóttum hann var farið í bíltúr um Reykjavík og nágrannabyggð- irnar og benti hann okkur þá oft á hinar ýmsu byggingar bæði stórar og smáar sem sem þeir félagar Sig- urður og Júlíus höfðu reist svo og Byggðaverk. Svo sannarlega vitnuðu verk þeirra félaga um stórhug og djörf- ung og ekki síst skilning þeirra á þeim tækifærunum sem á hverjum tíma voru framundan í athafnalíf- inu. Byggðaverk tilheyrir nú sögunni. Aftur á móti er byggingafyrirtækið Sígurður og Júlíus hf. ennþá í stór- framkvæmdum. Hvað verður um framtíð þess get ég engu um spáð, en eitt er víst að Júlíus hefur nú misst traustan og góðan félaga og vin. Veturinn 1986 dvöldum við Guð- rún í Englandi í tvo mánuði. Þau hjónin Sigurður og Margrét voru þá bæði við nám í Englandi, Mar- grét í London en Sigurður í Borne- mouth. Okkar leið lá þangað en Sigurður bauð okkur að dvelja með sér í íbúðinni sem hann leigði þar. Þetta var ákaflega skemmtilegur tími. Um helgar var jafnan farið til London. Stórborgin skoðuð þótt við kæmumst ekki nema yfir lítinn hluta hennar og á kvöldin var svo oftast farið í leikhús. Enn þann dag í dag undrast ég og dáist að ratvísi Sigurðar. Ef hann hafði einhvern tíma farið á sömu slóðir var öruggt að um þær rataði hann aftur. Á þessum sama vetri var svo í páskafríinu farið með þeim Sigurði og Margréti á skíði til Austurríkis og er það ógleymanleg ferð. Um vorið þegar skólinn var búinn buðu þau okkur svo með sér í ferð til Wales og Írlands bæði til þess að skoða þessi fallegu en ólíku lönd og svo til þess að spila golf. Rækt- arsemi og höfðingsskapur þeirra við okkur verður seint fullþakk- aður. Fjórum árum seinna fórum við svo með Sigurði og Sigga Magga til Þýskalands. Þá urðum við Siggi Maggi góðir vinir þótt aldursmun- urinn væri 70 ár, fórum tveir sam- an í göngutúra út í skóg á hverjum degi þar sem á göngslóðunum voru staðsettar allskonar íþróttaþrautir sem við reyndum alltaf við, svona eins og aldur og geta leyfðu. Sigurður Elís naut þeirrar ham- ingju sem er dýrmætust allra, en það var að fagna miklu barnaláni. Hann var tvígiftur og í bæði skipt- in góðum og glæsilegum konum. Fyrri eiginkona hans var Jóhanna Engilbertsdóttir, en þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru Engilbert, Sigurjón og Rannveig Borg. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Margrét Jónsdóttir og eru böm þeirra Sigurður, Magnús og Jón Friðgeir. Að kveðja þennan heim 58 ára gamall er ekki tímabært, en sinni síðustu för ræður enginn. Við Guð- rún kveðjum bróður og mág og góðan vin með söknuði og sendum öllum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Stefán Þorleifsson. Í dag kveð ég minn kæra vin Sigurð, en við kynntumst fyrst er við byrjuðum að starfa saman hjá Birni Ólafssyni, byggingameistara í Hafnarfirði, árið 1964. Siggi var kraftmikill og áræðinn ungur mað- ur og árið 1967 stofnuðum við byggingafyrirtækið Sigurð og Júl- íus hf., sem við höfum rekið sam- eiginlega allt til dagsins í dag. Einnig stofnuðum við fyrirtækið Byggðarverk hf. ásamt öðrum. Við störfuðum alla tíð mjög náið saman og fór vel á með okkur, þrátt fyrir ólíka persónuleika og má segja að við höfum bætt hvor annan upp. Að lokum langar mig að þakka vini mínum trausta vin- áttu í gegnum árin. Sendi Margréti, börnunum öllum og allri fjölskyldunni mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Júlíus Júlíusson. Sigurður er látinn. Um áratuga skeið var Sigurður félagsmaður í Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Hann var 17 ár í stjórn félagsins, þar af formaður í 7 ár. Einnig gegndi Sigurður fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir hönd félagsins, hann var ávallt í fararbroddi og óspar á tíma í fé- lagsmálunum. Í formannstíð sinni stóð Sigurð- ur fyrir öflugu uppbyggingarstarfi innan félagsins jafnframt því sem vegur og virðing íslensks iðnaðar var honum mikið kappsmál. Sig- urður var ræðumaður góður og á fundum félagsins steig hann gjarn- an í pontu og var ófeiminn við að koma skoðunum sínum á framfæri. Öðru fremur var Sigurður athafna- maður og skildi hann aldrei við góða hugmynd öðruvísi en sem fullbúið verk. Fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins var Sigurður sæmdur gullmerki þess á 30 ára afmæli Meistarafélags iðnaðarmanna 1998. Meistarafélag iðnaðarmanna þakkar samfylgdina og vottar Mar- gréti Jónsdóttur eiginkonu Sigurð- ar og aðstandendum samúð sína. Fyrir hönd Meistarafélags iðn- aðarmanna í Hafnarfirði, Guðlaugur Adolfsson formaður. Kveðja frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hef- ur átt því láni að fagna að vera skipaður góðum félögum, sem hafa borið merki hans hátt. Allt skal hafa sinn tíma, þetta er- um við félagarnir í klúbbnum minntir á við fráfall félaga okkar, Sigurðar Elísar Sigurjónssonar. Sigurður gekk til liðs við klúbb- inn 27. janúar 1972, hann var tvisv- ar formaður klúbbsins árin 1979– 1980 og 2000–2001, auk þess starf- aði hann í flestum nefndum innan klúbbsins. Sigurður var fulltrúi klúbbsins á Lionsþingum og fund- um hreyfingarinnar. Sigurður var góður félagi og honum þótti vænt um klúbbinn og félagana. Hann var fullur gáska og eldmóðs á fundum, fljótur að sjá aðalatriðin í hverju máli og fylgdi sannfæringu sinni þar til málin voru í höfn. Við félagarnir í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar mátum Sigurð að verðleikum og hann var einróma kjörinn Melvin Johns-félagi klúbbs- ins sl. vor, sem er æðsta viður- kenning, sem Lionsklúbbur getur veitt félögum sínum, með ríflegu framlagi til Alþjóðahjálparsjóðs Lions í nafni viðkomandi félaga, en nafnbótin er kennd við Melvin Johns, upphafsmann Lionshreyf- ingarinnar. Sigurður var gæfumaður, hann eignaðist fimm börn og var kvænt- ur Margréti Jónsdóttur, sem tók þátt í störfum klúbbsins með hon- um. Ég og félagar mínir í Lions- SIGURÐUR ELÍS SIGURJÓNSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.