Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn Kára Þor- mar, organista. Kaffi og með því eft- ir sönginn. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Erla Berglind Jónsdóttir, sópr- an og Douglas A. Brotchie, orgel. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og ber þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skrá í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stund- inni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Von- arhöfn, safnaðarheimili Strand- bergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn/foreldramorg- unn í safnaðarheimilinu. Samveru- stund foreldra með börnum sínum. Kaffi og spjall. Kl. 14,30 helgistund á Heilbrigðisstofnun Vestmanna- eyja, dagstofu 2. hæð. Heimsókn- argestir velkomnir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. All- ir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður á vægu verði í Safnaðarheim- ili eftir stundina. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart Alfa og omega upphaf og endir alls sem er, þó svo dauðinn banki uppá, sál, andi, líkami. Fæðing, líf, dauði. Þitt nýja ferðalag. Þitt nýja líf. Þú ert þarna sem og hérna, yndislega rósin mín. (Höf. óþ.) GUÐMUNDA LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Guðmunda Lauf-ey Guðmunds- dóttir fæddist á Ak- ureyri 12. júlí 1941. Hún lést á gjör- gæsludeild FSA 26. apríl 2001 og var út- för hennar gerð frá Akureyrarkirkju 3. maí 2001. Aldrei, aldrei gleym- ist minningin um þig. Að sjálfsögðu var för þín í glampandi sól- skini. Hvað annað? Enda báðar sólskins- börn af Guðs náð. Sama dag fékk ég minn fyrsta happdrættis- vinning. Tilviljun? Nei, engin tilviljun er til. Allt er ákvarðað af Guði. Þú kallaðir mig daglega „litla rassgatið þitt“. Í þeim orðum þín- um fólust hlý faðmlög, líkt því að þú vaggaðir mér í faðminum þínum trausta. ,,Krabbakonan“ mín. Afar oft sagð- irðu: „Engillinn minn elskulegi.“ Þau orð vermdu sál og hjarta mitt, þú lagðir mikla ástúð í þá setningu. Munda, hjartans vinan mín. Við er- um ávallt saman. Þetta skiljum við vinkonurnar vel. Löng samvera á jörðu er órafjarri því sem náin tengsl sálnanna sem skilja hvor aðra með og án orða segja til um. Við þurftum ekki á því að halda. Tíminn er af- stæður, líkt og Drottinn Kristur mælti sjálfur og ritað er í bók bók- anna, Biblíunni. Einn dagur er sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Orð, óbrigðul, eilíf, stöðug. Ég dró „korn“ úr Biblíunni, guðspjall Matte- usar, 21. kafla, 22. vers, þar mælir Kristur: „Allt sem þú biður um í bæn þinni, muntu öðlast ef þú trúir.“ Okkar einkenni og samband voru þessi. Bjartsýni, hlátur, spaugsemi og líf í núinu. Hnitmiðuð uppátæki okkar voru ótrúleg og til að nefna eitthvað er skemmtilegast að segja: „Manstu Króksferðina?“ Eitt af svo ótal öðrum skondnum, vægast sagt. Öllu mögulegu deildum við saman sem mannverur megna. Jæja, spaug- arinn minn, hér færðu eitt af tónlist- arlögunum okkar frá hinum spaug- aranum, rúsínan mín. Hoppa kátur út um dyrnar við blasir himinninn, himinblár er bláminn, himneskur jökullinn. Óbyggðirnar kalla og ég verð að gegna þeim, ég veit ekki hvort eða hvernig eða hvenær ég kem heim. Bergmál óbyggðanna svo bjart í huga mér, leiður á öllu og öllum hundleiður á sjálfum mér. Óbyggðirnar kalla og ég verð að gegna þeim, ég veit ekki hvort eða hvernig eða hvenær ég kemst heim. (Magnús Eiríksson.) Rúsínan í pylsuendanum er þessi: Sólveig Hulda mín fermdist 26.4., mánaðardaginn sem var valinn fyrir tveimur árum til ferðalags. Skondið? Nei, það er engin tilviljun til. Heyr- umst, rósin mín. Þín eilíflega vinkona, í stuði með Guði eins og alltaf. Kveðja frá Stef- áni Rúnari og Sólveigu Huldu sem segja: „Takk fyrir allt, Munda.“ Hanna Rúna Jóhannsdóttir. Ég vil skrifa nokkur kveðjuorð til elskulegr- ar systur minnar. Ég þakka þér fyrir þær samverustundir sem við áttum. Við náðum svo vel saman og gátum talað um lífið og tilveruna, hvernig hún birtist okkur hverju JÓNÍNA ÓSKARSDÓTTIR ✝ Jónína Óskars-dóttir fæddist í Hveragerði 1. nóv- ember 1947. Hún andaðist á Landspít- alanum hinn 4. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey frá Kot- strandarkirkju 14. júní. sinni. Þessar stundir hefðu mátt verða fleiri, en huggun í harmi er sú að nú ert þú laus við all- ar þjáningar. Guð blessi góða systur og hafðu þökk fyrir allt. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stop- ult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Ég votta eiginmanni og börnum og aðstandendum og aldraðri móður minni samúð mína. Sigurður Ingi Óskarsson. Hún var hvunndags- hetja, varð ung ekkja, frumbýlingur með fjögur ung börn en lítið bú við fjör- HULDA GUÐBJÖRNSDÓTTIR ✝ Hulda Guð-björnsdóttir fæddist á Máskeldu í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu hinn 16. janúar 1920. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 23. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 7. júlí. brot aldabundinna bú- skaparhátta. Þó tvísýnt væri hélt hún hópnum sínum saman og kom til manns. Og þótt hún nyti nokkurs stuðnings sinna nánustu þá var hljóðlátt afrekið henn- ar, dugurinn og eljan. Ég votta minningu systur minnar virðingu með hluttekningar- kveðju til barna hennar og annarra afkomenda og aðstandenda. Jón G. Guðbjörnsson. Ástkær móðir okkar og dóttir mín, KRISTÍN EMMA FINNBOGADÓTTIR frá Þorsteinsstöðum, Hveramörk 17a, Hveragerði, verður jarðsungin frá Mælifellskirkju, Skaga- firði, föstudaginn 11. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á reikning númer 161-05-70752. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjón Eðvarð Guðbjörnsson, Fimmborg Elsa Guðbjörnsdóttir, Heimir Logi Guðbjörnsson, Fríða Emma Eðvarðsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför okkar ástkæru SÆUNNAR PÉTURSDÓTTUR, áður Ferjubakka 4. Guð blessi ykkur öll. Sæunn Halldórsdóttir og dætur hinnar látnu. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNBORGAR JÓNU JÓHANNSDÓTTUR, Hjallabraut 6, Hafnarfirði. Magnús Þór Þórisson, Berglind Ólafsdóttir, Helgi Þór Guðbjartsson, Jóhann Sigurður Ólafsson, Erlendur Jón Ólafsson, María Steindórsdóttir, Matthías Már Magnússon, Þórunn Edwald, Rakel, María Dís, Agnes Ýr og Þórdís. Innilegar þakkir til ykkar allra sem auðsýnduð okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HRÓLFS VALDIMARSSONAR. Ingibjörg Valdimarsdóttir, Hans Valdimarsson, Gunnar Valdimarsson, Þorgerður Hermannsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÓSUMUNDU P. FRIÐRIKSDÓTTUR frá Súðavík, og við jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁKA EGGERTSSONAR frá Súðavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir góða umönnun. Börkur Ákason, Kristín Jónsdóttir, Ásta Ákadóttir, Sigurður Þórðarson, Steinunn Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.