Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íslensku keppendurnir átta semtaka þátt í mótinu og hafa unnið sér rétt til þess með því að ná settum lágmörkum eru Lára Hrund Bjarg- ardóttir, Anja Ríkey Jakobsdóttir og Heiðar Ingi Mar- inósson úr Sundfélagi Hafnarfjarð- ar, Íris Edda Heimisdóttir, Jón Oddur Sigurðsson og Örn Arnarson úr Sundfélagi Reykjanesbæjar (ÍRB), Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir úr ÍA og Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi. Mótið hefst í Barcelona á laugar- daginn kemur og því lýkur ekki fyrr en sunnudaginn 27. júlí. Sundfólkið hefur keppni sunnudaginn 20. júlí en fram að þeim tíma verður keppt í dýfingum, sundknattleik og öðrum sundgreinum. Íslenska sundfólkið keppir í 23 greinum, en þau geta keppt í fleiri greinum en þeim sem þau náðu settu lágmarki í. Þannig náði Lára Hrund lágmarki í 200 metra fjórsundi á dögunum en hún mun einnig keppa í 100, 200 og 400 metra skriðsundi. „Við vorum að hugsa um að breyta þessu þannig að krakkarnir kepptu bara í þeirri eða þeim greinum sem það næði lágmökunum í en hættum við. Þess í stað geta þau keppt í fleiri greinum sem fremi sem þau standa nokkuð framarlega í viðkomandi grein og eigi raunhæfa möguleika á að gera eitthvað,“ sagði Steindór. Sundfólkið er þessa dagana að „keyra sig niður“ fyrir mótið eins og það heitir og það gengur vel. „Mér sýnist allir um það bil að verða til- búnir,“ segir landsliðsþjálfarinn. Spurður um væntingar til íslenska sundfólksins á mótinu segir hann: „Fyrst og fremst er auðvitað stefnt að því að sundfólkið bæti tíma sína í þeim greinum sem það keppir í. Ef við komum einhverjum í toppinn þá er það auðvitað frábært. Örn er í hópu fjögurra til sex bestu í heim- inum í þeim greinum sem hann keppir í og sæti á hverju móti fyrir sig ákvarðast af hinu svokallaða dagsformi hverju sinni. Hann hefur bætt sig verulega í skriðsundi og ég á von á að hann standi sig vel í því. Ég hefði líka gaman að því að sjá hvað Jakob Jóhann gerir. Ég vill fá hann í milliriðla í það minnsta,“ sagði Steindór. – Nú er þetta í raun fyrsta próf- raunin fyrir Örn eftir að hann skipti um þjálfara og gekk til liðs við ykkur í ÍRB. Ertu ekki að reyna að ýta að- eins við honum? „Jú, jú, auðvitað reynir maður að pressa hann aðeins til að hann nái enn lengra, en við hefðum viljað hafa undirbúninginn aðeins betri, en vegna meiðsla hjá honum hefur það ekki verið hægt,“ sagði Steindór. Sundkeppni verður ekki í Ólymp- íulauginni góðu sem gerð var fyrir tíu árum heldur verður keppt í mik- illi byggingu, Palau Sant Jordi, þar sem komið verður fyrir innilaug á meðan á mótinu stendur. Um 12.000 áhorfendur komast í sæti umhverfis laugina. „Þetta er það allra besta sem völ er á í dag, alveg frábær aðstaða,“ segir landsliðsþjálfari Íslands, Steindór Gunnarsson. Steindór Gunnarsson, landsliðsþjálfari með átta sundmenn á HM í Barcelona Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jakob Jóhann Sveinsson, Íslandsmethafi í bringusundi, úr Ægi, er einn þeirra sundmanna sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í Barcelona. Jakob komst í undanúrslit á síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór í Japan fyrir tveimur árum. Frábært ef einhver kemst á toppinn „ÞAÐ væri auðvitað frábært að komast nærri toppnum í einhverjum greinum,“ segir Steindór Gunnarsson, landsliðsþjálfari í sundi, en hann heldur, ásamt átta íslenskum sundmönnum, til Barcelona á Spáni á mánudaginn. Sundfólkið tekur þar þátt í tíunda heims- meistaramótinu í 50 metra laug og sagði landsliðsþjálfarinn að fyrst og fremst væri stefnt að því að íslensku sundmennirnir bættu árangur sinn. Skúli Unnar Sveinsson skrifar  ÁRNI Ingi Pjetursson, knatt- spyrnumaður, hefur gengið til liðs við Val. Árni kemur til Valsmanna frá ÍR-ingum en hann hefur einnig leikið með KR og Fram, samtals 24 leiki í efstu deild og hefur skorað 3 mörk í þeim leikjum.  STEINGRÍMUR Jóhannesson, framherji ÍBV-liðsins í knattspyrnu, er að braggast en Steingrímur varð fyrir höfuðmeiðslum í leik á móti FH á dögunum með þeim afleiðingum að sprunga myndaðist í höfuðkúpu fyrir aftan eyra og hljóðhimna í eyra hans sprakk. Steingrímur er byrjaður að skokka en verður líklega ekki klár í slaginn fyrr en líður á mánuðinn.  ÞÝSKUR blaðamaður er staddur hér á landi til að fylgjast með leikj- um í Landsbankadeildinni. Hann heldur af landi brott á morgun og verður þá búinn að sjá marga leiki. Hann hyggst skrifa greinar í þýsk tímarit og dagblöð um íslenska knattspyrnu, en Ísland og Þýska- landi mætast í haust í undankeppni EM.  GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Barnsley í knatt- spyrnu, hefur fengið þá Noel Blake, og Tony Gallimore til liðs við félagið.  MANCHESTER United hefur hækkað tilboð sitt í brasilíska sókn- armanninn Ronaldinho. United bauð PSG á dögunum 14,5 milljónir punda í leikmanninn sem samsvarar 1,8 milljörðum króna en að sögn franska íþróttablaðsins L’Equipe hafa forráðamenn ensku meistar- anna nú boðið 17 milljónir punda eða um 2,2 milljarða króna.  KVENNALIÐ Breiðabliks í knatt- spyrnu á von á góðum liðsstyrk því í dag kemur til landsins júgóslavnesk- ur markvörður, Jelena Petrovic að nafni, og verður hún til reynslu hjá Blikum næstu tvær vikurnar. Petrovic er 20 ára gömul og hefur leikið nokkra leiki með landsliði Júgóslavíu.  FÓTFRÁASTA par heims, Banda- ríkjamennirnir, Marion Jones og Tim Montgomery, hafa ráðið sér nýjan þjálfara, en þau urðu að segja skilið við fyrri þjálfara, Charlie Francis vegna fortíðar hans. Francis þjálfaði Kanadamanninn Ben John- son þegar hann var uppvís að notkun ólöglegra lyfja á Ólympíuleikunum í Seoul 1988.  NÝI þjálfari þeirra skötuhjúa heit- ir Dan Pfaff, sem þjálfað hefur verið University of Texas undnfarin sjö ár, en Einar Karl Hjartarson, Ís- landsmeistari í hástökki var undir handarjaðri Pfaffs ytra vetur 2001 - 2002. Montgomery hefur strax æf- ingar hjá Pfaff. Jones byrjar í sept- ember þegar hún hefur lokið barns- burðarleyfi en hún fæddi í heiminn son fyrir hálfum mánuði. FÓLK GUÐNI Bergsson, fyrrverandi fyr- irliði íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, tilkynnti landsliðsþjálf- urunum Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni í gær að hann muni ekki leika framar með landsliðinu. Ásgeir og Logi höfðu gert sér vonir um að Guðni tæki þátt í landsleikj- unum gegn Færeyingum og Þjóð- verjum í undankeppni EM. Morgunblaðið náði tali af Guðna Bergssyni í gær og sagði Guðni að eftir vandlega umhugsun hefði hann ákveðið að láta þetta gott heita með landsliðinu. „Eftir vandlega umhugsun var ég ekki tilbúinn að taka fram skóna aftur. Ásgeir, Logi og ég vissum að ef ég ætlaði að leika landsleikina í haust yrði ég að halda mér í góðu formi og leika með Val í Íslands- mótinu í sumar. Ég var einfaldlega ekki tilbúinn að byrja aftur að leika á Íslandi, þó að vissulega hafi það freistað mín að klára tímabilið með Val og taka þátt í landsleikjunum gegn Færeyjum og Þýskalandi,“ sagði Guðni Bergsson. Guðni sagði að Ásgeir og Logi hefðu sett ákveðna pressu á sig að taka þátt í verkefnum landsliðsins. „Ásgeir og Logi reyndu að fá mig til að gefa kost á mér í landsleikina og mér þótti vænt um það. Einnig báðu fjölmargir einstaklingar mig um að halda áfram með landsliðinu og mér hefur þótt vænt um þann áhuga sem fólk hefur sýnt mér. Þessi áhugi fólks gerði mér enn erf- iðara fyrir að ákveða að hætta en ég tel að ég hafi tekið rétta ákvörð- un með því að leggja skóna á hill- una.“ Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið að vissu- lega hefðu hann og Ásgeir vonað að Guðni myndi leika áfram með landsliðinu. „Ég og Ásgeir von- uðum að Guðni myndi gefa kost á sér áfram í landsliðið þar sem við teljum að Guðni hefði styrkt liðið mikið, bæði sem leikmaður og pers- óna. Guðni hafði hinsvegar gert okkur grein fyrir því þegar við tók- um við að hann ætlaði að hætta eft- ir landsleikinn gegn Litháen og við virðum ákvörðun hans. Nú getum við ekki annað en þakkað Guðna fyrir hans frábæra framlag til ís- lenskrar knattspyrnu,“ sagði Logi Ólafsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðni Bergsson lék 80 landsleiki fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Hann var fyrirliði Íslands í 30 landsleikjum. Guðni hættur með landsliðinu Morgunblaðið/Einar Falur Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.