Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 41 SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins eru allar líkur á því að ís- lenski landsliðsmaðurinn í körfu- knattleik, Damon Johnson, leiki í spænsku deildinni á næstu leiktíð. Nokkur lið úr efstu deild þar í landi hafa sett sig í samband við leikmanninn og eru flest þeirra í efstu deild en einnig hefur Aracena sem Damon lék með í vor í 3. deildinni gert honum tilboð en liðið leikur í 2. deild á næstu leiktíð. Damon lék um tveggja ára skeið á Spáni með liðunum Los Barrios og Badajoz Caja Rural en möguleikar hans á að komast að hjá liðum í efstu deild eru mun meiri í dag eftir að hann fékk íslenskt ríkisfang. Damon Johnson til Spánar á ný? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Damon Johnson BRYNJAR Björn Gunnarsson mun æfa með Barnsley í dag en Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri liðs- ins, hefur áhuga á að fá hann til liðs við félagið eins og Brynjar staðfesti í samtali við Morgunblaðið í fyrra- dag. Brynjar hefur verið hjá Stoke City síðustu fjögur ár en samningur hans við liðið rann út í lok síðasta tímabils. Stoke hefur boðið Brynj- ari nýjan samning en hann hefur ekki ákveðið hvort hann leiki áfram með félaginu eða gangi til liðs við Barnsley sem einnig hefur borið ví- urnar í hann. Brynjar gerði Stoke gagntilboð sem hann segist ekki hafa fengið svar við ennþá. Æfing- ar hófust hjá Stoke í síðustu viku og segist Tony Pulis, knattspyrnu- stjóri félagsins, sakna Brynjars. Brynjar æfir með Barnsley Morgunblaðið/Kristinn Brynjar Björn Gunnarsson AUSTURRÍSKIR fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að lands- liðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason væri í sigtinu hjá forráða- mönnum austurríska úrvalsdeildar- liðsins Sturm Graz og þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að skoska úrvalsdeildarliðið Hearts hafi sýnt áhuga á að fá Árna Gaut til liðs við sig. Árni Gautur ákvað sem kunnugt er að hafna nýjum samningi við norska meistaraliðið Rosenborg í vor en samningur hans við félagið rennur út um áramótin. Í kjölfarið var Árni settur út í kuld- ann og hefur mátt sætta sig við að verma varamannabekkinn og fylgj- ast með Espen Johnsen, landsliðs- markverði Norðmanna, á milli stanganna hjá Rosenborg. Ekki þykir líklegt að Sturm Graz eða Hearts séu tilbúin að greiða upp samning Árna Gauts, en sú upphæð yrði í kringum 55 milljónir króna, heldur koma þau til með að bíða til áramóta þegar samningur hans rennur út. Morgunblaðið/Kristinn Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður er undir smásjá félaga í Skotlandi og Austurríki. Sturm Graz og Hearts hafa sýnt Árna Gauti áhuga ÞREFALDIR meistarar sl. leiktíðar í körfuknattleik karla, Keflvíkingar, verða með í Evrópubikarkeppni sem sett verður á laggirnar í haust þar sem 64 lið verða með. Keflavík land- aði sem kunnugt er Íslandsmeistara- titlinum í vor en áður hafði liðið unn- ið bikarkeppni KKÍ og einnig fyrirtækjabikarkeppni KKÍ. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í gær að verkefnið væri spennandi fyrir Keflavík enda langt um liðið frá því að íslenskt fé- lagslið hefði tekið þátt á þessum vettfangi. „Við lékum ásamt Njarð- víkingum undir merkjum ÍBR árið 2000 en að þessu sinni er um að ræða bikarkeppni á vegum FIBA þar sem 64 lið taka þátt en það verður dregið í riðla 20. júlí nk. í München í Þýska- landi og þá vitum við betur hver staðan er,“ sagði Sigurður. Ekki er vitað hvort Keflvíkingar þurfa að fara í gegnum forkeppni áður en kemur að riðlakeppninni en fjögur lið verða í hverjum riðli og verður leikin tvöföld umferð í riðlunum. „Ég á von á því að við verðum í vesturriðli en það þýðir að við fáum mótherja frá Bretlandseyjum, Belgíu, Hol- landi eða öðrum löndum frá þessum svæðum. Það er góð lausn fyrir okk- ur og því þurfum við ekki að fara þvert yfir Evrópu í útileikina.“ Sig- urður sagði ennfremur að liðið myndi tefla fram einum bandarísk- um leikmanni á næstu leiktíð en leit- in að þeim leikmanni væri enn ekki á enda. „Það er til nóg af leikmönnum og ég hef engar áhyggjur af því að fá ekki leikmann sem hentar okkur á góðum kjörum.“ Keflavík tekur þátt í bikarkeppni Evrópu HOLLENSKI sóknarmaðurinn Jimmy Floyd Hasselbaink er á leið í burtu frá Chelsea samkvæmt fjöl- miðlum á Englandi. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, vill losna við Hasselbaink og er tilbúinn til að borga Hollendingnum um 400 milljónir íslenskra króna ef hann yfir- gefur félagið fyrir næsta tímabil. Hasselbaink er 31 árs og er hæst launaðasti leikmaður Chelsea. Hann fær um 8,5 milljónir íslenskra króna á viku en hann fékk launahækkun fyrir þetta tímabil. Hann hefur verið í þrjú ár hjá Chelsea en hann hafði það í samningi sínum að launin hans myndu hækka þegar hann hæfi þriðja tímabilið hjá félaginu. Eriksson fundaði með Abramovich Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, er uggandi um sinn hag hjá liðinu eftir að ljósmyndir voru birtar af fundi Abramovich og Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englend- inga, í dagblöðum í Englandi í gær. Eriksson hefur hins vegar vísað á bug orðrómi um að honum sé ætlað að taka við hlutverki Ranieri hjá Chelsea og segir fundinn ekki hafa snúist um viðskipti. Ranieri virðist ekki sömu skoðun- ar, en knattspyrnustjórinn hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna yfirtöku Abramovic hjá félaginu. Hann segir í samtali við Daily Mirror ekki hafa séð ljósmyndirnar og viti ekki af hverju þeir hittust, Abramovich og Eriksson. „Hvað sem því líður þá líkar mér ekki fréttin eða aðrar sem eru af sama meiði. Slíkar fréttir gera stöðu mína ótryggari en ella og það er ekki gott fyrir félagið. Ég ætla að ræða við Abramovich sem allra fyrst. Það eru mörg mál sem þarf að koma á hreint,“ er haft eftir Ranieri. Chelsea vill losna við Hassel- baink  TVÆR breskar stúlkur eru nú til reynslu hjá KR-ingum samkvæmt fréttabréfi félagsins. Þetta eru miðjumaðurinn Nina Wellsman og varnarmaðurinn Amanda Smith en báðar leika þær með Brentford, sem vann sig upp í úrvalsdeildina í vor.  RAGNA Lóa Stefánsdóttir æfði með KR í vikunni en hún er skráð í Ipswich og getur því ekki leikið með KR-ingum, alltént ekki um sinn.  WOLVES keypti í gær portú- galska miðjumanninn Silas frá Uniao Leiria fyrir um 180 milljónir ís- lenskra króna. Silas er 25 ára gamall og hefur leikið einn landsleik fyrir Portúgal en hann er þriðji leikmað- urinn sem Wolves kaupir í vikunni.  PETER Handyside, fyrrverandi fyrirliði Stoke City, er kominn til Barnsley og mun æfa með liðinu í von um að fá samning en Handyside er ekki samningsbundinn neinu liði. „Ég þekki Peter vel og hann var fyr- irliði hjá Stoke þegar við komumst upp í 1. deild. Ég vildi gjarnan hafa Peter sem leikmann hjá Barnsley en við skulum bíða og sjá hvað gerist,“ sagði Guðjón Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Barnsley.  REAL Madrid hefur keypt varnar- manninn Gabriel Milito frá Indep- endiente. Milito er 22 ára gamall Argentínumaður og kostar Madrid um 260 milljónir íslenskra króna.  FLORENTINO Perez, forseti Real Madrid, sagði í gær að félagið myndi ekki kaupa fleiri leikmenn í sumar. Það er því ljóst að Brasilíumaðurinn Ronaldinho fer ekki til Madrídarliðs- ins fyrir næsta tímabil.  TREVOR Sinclair, leikmaður West Ham, mun líklega ganga til liðs við Middlesbrough í vikunni. Sinclair er þrítugur enskur landsliðsmaður og er metinn á um 250 milljónir ís- lenskra króna.  GYLFI Þór Orrason mun dæma leik Wolfsburg frá Þýskalandi og búlgarska liðsins Marek í 2. umferð Intertoto-keppninnar, en leikurinn fer fram í Wolfsburg laugardaginn 12. júlí næstkomandi. Aðstoðardóm- arar verða þeir Einar Guðmundsson og Gunnar Gylfason.  VARNARMAÐURINN, Rafael Marquez, hefur gengið til liðs við Barcelona í spænsku knattspyrn- unni. Marques er 24 ára gamall en hann hefur spilað síðustu ár með Monakó. Barcelona þarf að greiða franska liðinu um 440 milljónir ís- lenskra króna fyrir Marquez.  ÁSTRALINN Brett Emerton mun að öllum líkindum skrifa undir samn- ing við Blackburn á næstu dögum. Emerton er 24 ára gamall miðjumað- ur og hefur leikið með Feyenoord síðustu leiktímabil. Talið er að Black- burn muni þurfa að borga um 360– 400 milljónir íslenskra króna fyrir Emerton.  CRISTIAN Chivu, sem lék með Ajax á síðustu leiktíð, hefur ákveðið að ganga til liðs við Roma á Ítalíu. Roma þarf að punga út jafnvirði um 1.550 milljónum íslenskra króna fyrir Chivu sem er 22 ára gamall rúm- enskur varnarmaður en hann var fyr- irliði Ajax.  LUCAS Neill, leikmaður Black- burn, hefur framlengt saminginn sinn við félagið um fjögur ár. Neill lék mjög vel með Blackburn á síðasta keppnistímabili en hann kom til liðs- ins frá Millwall árið 2001.  FORRÁÐAMENN Portland Trail- blazers hafa leyst Damon Stoud- amire undan samningi hans við fé- lagið um stundarsakir en hann var handtekinn á dögunum á flugstöð þar sem hann reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum. Eigendur Portland hafa krafist þess að Stoudamire leiti sér aðstoðar hjá fagmönnum en fé- lagið hefur átt erfitt uppdráttar und- anfarin misseri þar sem margir leik- menn liðsins hafa verið staðnir að því að nota fíkniefni. Stoudamire þarf að greiða um 18 milljónir ísl. kr. í sekt til félagsins vegna atviksins. FÓLK Frestað í Eyjum FRESTA varð viðureign Stjörnunnar og ÍBV sem fram átti að fara í efstu deild kvenna í gærkvöldi á Stjörnuvelli. Ástæðan var sú að ófært var á milli Eyja og lands eftir hádegi í gær en fært var í gærmorgun. Leik- urinn fer fram í kvöld verði flugfært.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.