Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 44
HESTAR 44 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Pantaðu Fríþjónustu Morgunblaðsins í síma 569 1122, askrift@mbl.is eða á Þjónustan gildir fyrir fjóra daga að lágmarki og hana þarf að panta fyrir kl.16 daginn áður. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 02 1 0 5/ 20 03 Fáðu Morgunblaðið sent Við sendum blaðið innpakkað og merkt á sumardvalarstaði innanlands. Morgunblaðið bíður þín Við söfnum blaðinu fyrir þig á meðan þú ert í fríi og sendum til þín þegar þú kemur heim aftur. Fríþjónusta Ertu að fa ra í frí? Viltu vinna flugmiða? Á mbl.is geta áskrifendur Morgunblaðsins tekið þátt í léttum spurningaleik um Fríþjónustuna. Heppnir þátttakendur eiga möguleika á að vinna flug fyrir tvo til Prag eða Budapest með Heimsferðum. Taktu þátt! Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI ALMENNT má ætla að menn geti verið sammála þeirri skoðun Ágústs að hrossarækt í Austurlandsfjórð- ungi sé í nokkuð góðu jafnvægi, svip- að því sem síðustu fjórðungsmót hafa gefið til kynna. Hrossin sem eru þar í ræktun eru fá en þaðan virðast alltaf koma góðir toppar og því með réttu hægt að segja að áherslan sé lögð á að hafa magnið hóflegt en gæðin þess meiri. Ekki hafa verið af- kvæmasýnd hross í austlendinga- fjórðungi síðan Máni frá Ketilsstöð- um var sýndur þar 1984 og telur Ágúst það í sjálfu sér ekki skipta miklu. Mikið framboð sé af góðum stóðhestum um allt land og austlend- ingar verið bærilega settir í þeim efnum og því sé aðalmálið að huga vel að þeim hryssum sem notaðar séu í fjórðungnum. Áríðandi er að til staðar séu góðar hryssur en nokkrar slíkar komu fram á mótinu. Ekki föl fyrir nokkurn pening Er þar fyrst að nefna afburðagóða hryssu frá Stóra-Sandfelli sem Sæ- dís er nefnd. Er hún án efa eftir- minnilegasta hross mótsins og til þessa hæst dæmda fimm vetra hryssa ársins. Er hér á ferðinni ein- stakt hross þar sem veilur er engar að finna. Lægsta einkunn hennar er 7,5 fyrir bak og lend en hæst fær hún 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir háls og herðar, tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag. Þá spillir liturinn ekki, rauðblesótt, glófext með góðum prúðleika, sannkallaður gullgripur. Fram kom í máli Ágústs þegar hann lýsti dómum hryssunnar að eigendur hefðu látið þau orð falla að hún væri ekki föl fyrir nokkurn pening og klappaði brekkan fyrir þessum skila- boðum sem Ágúst flutti. Í öðru sæti á eftir Sædísi kom ein „aðflutt“ hryssa, Gullveig, úr ræktun Brynjars á Feti undan Ásaþóri frá Feti og Ófeigsdóttur. Þótt ekki nái hún neinni níu er hún með afar jafn- ar einkunnir, flestar 8,0 til 8,5 og fær gott fyrir bæði sköpulag og hæfi- leika. En fleiri hryssur komu þarna fram og má þar nefna átta vetra hryssu, Skvettu frá Krækishólum, sem hlaut meðal annars 9,5 fyrir skeið og var tvímælalaust besti vekr- ingur fjórðungsmótins. Þessi hryssa sem kom ekki í heiminn í fjórðungn- um er komin undan topphestum landsmóta sem ekki hafa náð miklum frama sem ræktunarhestar. Faðir- inn er Jór frá Kjartansstöðum en móðurfaðir er Leistur frá Álftagerði. Skvetta sýnir einnig prýðisgott tölt, fær þar 8,5 og 9,0 fyrir vilja og geðs- lag. Einnig var Gyðja frá Glúmsstöð- um býsna góð með 8,41 fyrir hæfi- leika og í öðru sæti á eftir Skvettu. Það eru svona hryssur sem ættu að hafa alla burði til að auka hróður og frægð austlenskrar hrossaræktar. Þunnskipaður flokkur stóðhesta Sýning stóðhesta var ekki sérlega rishá að þessu sinni, aðeins einn sex vetra hestur sýndur, Örvar-Oddur frá Ketilsstöðum, undan hinni frægu Hugmynd frá Ketilsstöðum og Oddi frá Selfossi. Er þar á ferðinni hestur með jafnar og góðar tölur og gerir allt vel en nær þó ekki að heilla fólk sérstaklega. Enginn fimm vetra hestur kom fram en tveir hálfbræður frá Ketilssöðum stóðu efstir fjögurra vetra hesta. Báðir prýðilegir töltarar og enn betri á brokki, en annar þeirra, Tjörvi, sem efstur stóð fær 7,0 fyrir skeið. Báðir eru þeir undan Gusti frá Hóli sem virðist vera að skila austlendingum mjög góðum hrossum og gráum lit eins og Ágúst benti á þegar hann lýsti dómum. Komu sex hross undan honum fram á kynbótasýningu og annað eins í gæðingakeppni mótsins. Þá virðist Hugi frá Hafsteinsstöðum einnig skila nokkuð góðum hrossum í fjórð- unginn en báðir þessir hestar eru að hluta í eigu austlendinga. Sem sagt, allt í þokkalegu góðu lagi austan Vatnajökuls. Kynbótahross á fjórðungsmótinu á Stekkhóli Hrossarækt í góðu jafnvægi eystra Gullveig frá Feti er góð sending í hornfirska hrossarækt með gott fyrir bæði sköpulag og hæfileika. Knapi er Daníel Jónsson. Morgunblaðið/Vakri Hestagullið Sædís frá Stóra-Sandfelli tvímælalaust besta hross mótsins. Knapi er Hans F. Kjerúlf. Skvetta frá Krækishólum er verðugur fulltrúi alhliða gæðingsins í hópi kynbótahrossa á fjórðungsmótinu. Knapi er Agnar S. Stefánsson. Fjórðungsmótin hafa löngum verið mælistika á stöðu hrossa- ræktar í viðkomandi landsfjórð- ungi og nú geta menn lagt mat á Austurlandið að loknu fjórð- ungsmótinu á Stekkhóli. Valdi- mar Kristinsson rýndi í niður- stöðu kynbótadómanna og ræddi við Ágúst Sigurðsson hrossa- ræktarráðunaut sem dæmdi ásamt Þorvaldi Kristjánssyni. Annar er að sanna sig RÖÐ hesta í 100 og 250 metra skeiði skolaðist til í úrslitum í hesta- þætti á mánudag. Þar er Fjölnir Þor- geirsson sagður á Lukku-Blesa en hið rétta er að hann var á hesti sem heitir Annar Sannar Sig. Þá varð hann í þriðja sæti í 250 metra skeiði á áðurnefndum Lukku-Blesa. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessari missögn. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.