Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR skipta litum þegar þeir reiðast, en vísinda- maðurinn hrokafulli, Bruce Banner, lætur sér það ekki nægja. Í stað þess að roðna lítið eitt eins og flestir, verður Bruce grænn að lit og breytist í risa. Þessi undarlegu viðbrögð Banners við áreiti eru af- leiðing misheppnaðrar tilraunar, sem hann ásamt fé- lögum sínum, undirgekkst fyrir tilstuðlan hersins. Hinn ógnarstóri risi, sem Banner breytist í, er rammur að afli og fer fljótlega að ganga undir nafn- inu Hulk hjá almenningi. Hulk skilur hvarvetna eftir sig slóð eyðileggingar og ekki líður á löngu þar til herinn skerst í leikinn. Fyrrverandi kærasta Bann- ers, Betty Ross, er hugsanlega sú eina sem getur bjargað honum. Hún er jafnframt dóttir hershöfðingj- ans, Ross „Þrumufleygs“, sem fer fyrir hernum og gerir hvað hann getur til þess að handsama risann. Það gæti þó verið of seint fyrir Betty að bjarga bæði Banner og Hulk. Hulk hefur ekki alltaf orðið grænn af reiði. Á ferli sínum sem teiknimyndahetja hefur hann gengist und- ir ýmsar breytingar og á tímabili var hann grár að lit. Hann hefur þó ávallt verið tengdur við vísindamann- inn Bruce Banner. Annar höfundur Hulks, Stan Lee, hreifst mjög af kvikmyndinni um Frankenstein. Honum þótti einnig mikið koma til myndarinnar um Dr. Jekyl og Mr. Hyde og vildi sameina þessar tvær (þrjár) persónur og skapa persónu sem gæti breyst úr venjulegum manni í ófreskju. Hulk varð því fyrsta ofurhetjan sem einnig var ófreskja. Hulk birtist fyrst árið 1962 og þá í sex myndasög- um hjá Marvel Comics. Höfundur hasarblaðahetj- unnar, og nú kvikmyndahetjunnar, ásamt Stan Lee, er Jack Kirby. Þeir eru jafnframt stofnendur, aðal listamenn og hugmyndasmiðir Marvel Comics. Það virðist vera býsna vinsælt um þessar mundir að gera myndir eftir sögum frá Marvel Comics, en nýlega hafa komið út myndir um Spiderman, X-men og Daredevil. Ekki er allt vænt sem vel er grænt. Græna hættan Sambíóin Reykjavík, Sambíóin Akureyri, Sambíóin Keflavík, Háskólabíó og Laugarásbíó frumsýna kvikmyndina Hulk. Leikstjórn: Ang Lee. Aðalhlutverk: Eric Bana, Jennifer Conn- elly, Sam Elliott, Josh Lucas og Nick Nolte. LEIKJATÖLVUTÆKNINNI fleyg- ir stöðugt fram og í gær kom á markað hér á landi enn eitt bylt- ingarkennda tólið. Um er að ræða myndavél frá framleiðendum PlayStation2 leikjatölvunnar sem heitir EYETOY og gerir leik- mönnum kleift að taka bók- staflega þátt í leikjunum, ljóslif- andi, í eigin persónu. Líkamshreyfingar í stað stýripinna Virkar myndavélin þannig að hún er tengd í PlayStation2- tölvuna og komið fyrir ofan á sjón- varpstækinu eða fyrir neðan það. Er þá leikmaður kominn í mynd á sjónvarpsskjánum og tilbúinn í slaginn. Framleiddir hafa verið leikir sérstaklega fyrir myndavél- ina þar sem stýripinnar eða aðrar fjarstýringar eru orðin óþörf því leikmaðurinn er sjálfur í aðal- hlutverki og beitir hreyfingum eigin líkama til þess að keppa að markmiðum sínum í leiknum en myndavélin nemur hreyfingar þess sem er í mynd. Þannig þarf leikmaður ekki lengur að taka sér hlutverk annarra í leikjum heldur getur sjálfur verið aðalhetjan. Eins og gefur að skilja kallar myndavélin og leikir henni tengd- ir á mikla líkamlegri virkni leik- manna. Þeir sitja ekki lengur stjarfir fyrir framan skjáinn og hreyfa ekkert nema fingurna heldur kalla leikirnir á að þeir hreyfi leggi og lið og það hraust- lega. Fjölskylduvænt Er það sannfæring framleið- enda að þessi nýjung sé jákvætt innlegg í tölvuleikjamenninguna í ljósi umræðu um hversu miklum tíma börn og unglingar eyða fram- an við skjáinn í hreyfingarleysi þegar þau eru í tölvuleikjum. Ann- að sem talsmenn PlayStation2 hafa lagt ríka áherslu á í tengslum við markaðssetningu á myndavél- inni er að með henni verði höfðað meira til yngstu PlayStation2- notendanna. Leikirnir 12 sem fylgja myndavélinni eru taldir henta 3 ára og eldri enda eiga þeir að vera miklum mun einfaldari og meinlausari en hingað til hefur tíðkast. Með því er verið að reyna að höfða frekar en áður hefur ver- ið gert til fjölskyldunnar, að hún geti loksins sameinast í tölvuleik. Skalla bolta, þrífa glugga og dansa í takt Til að gefa dæmi um hvernig nýja fyrirbærið virkar með litlu leikjunum 12 þá gengur einn þeirra út á að halda boltum á lofti. Þátttakandinn er í mynd fyrir miðju sjónvarpi og heldur bolt- anum á lofti með því að slá til hans eða skalla með líkamanum. Annar leikur gengur út á að þrífa rúðu eins hratt og vel og hægt er og til þess beitir leikmaður handahreyf- ingum sem myndavélin skynjar eins og verið sé að þrífa rúðurnar í alvörunni. Í enn öðrum leiknum reynir á danshæfileika leikmanna og hversu færir þeir eru í að dansa í takt. Lýsa þeir í höfuð- stöðvum PlayStation2 yfir að þar sé kominn partíleikur allra partí- leikja. Ný leikjatölvumyndavél komin á markað Leikmaður notar eigin hreyfingar Krakkar hafa aldrei haft eins gaman af að þrífa og þegar þau gera það í leikjatölvunni. Einn leikurinn sem fylgir EYETOY-myndavélinni gengur út á að halda á lofti bolta með höfði, höndum og öxlum. EYETOY-myndavélin er á stærð við tölvumús. EYETOY myndavélin og leikirnir 12 komu í verslanir hérlendis í gær en leiðbeinandi verð á pakkanum er 6.699 kr. Sýnd kl. 6. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8, og 10. YFIR 14.000 GESTIR! HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20. kl. 3.40 og 10. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! YFIR 14.000 GESTIR! Sýnd kl. 3.40. Borgarnesi 13. júlí Opna Coca-Cola mótið er punktakeppni tveir saman í liði. Betra skor á holu gildir. Hæst eru gefnir 20 punktar í forgjöf. Hægt er að skrá sig í síma 437 1663 og á golf.is. (Einstaklingar geta skráð sig og ef þeim er raðað niður í lið með öðrum.) Opna mótið 1. Úttekt í Nevada Bob 2. Úttekt í Nevada Bob 3. Úttekt í Nevada Bob 4. Máltíð á Óðinsvé 5. Máltíð á Óðinsvé 6. Máltíð á Óðinsvé Nándarverðlaun á 1/10 Nándarverðlaun á 3/12 Cokebrautin Allir fá bolta og bursta í teiggjöf Síðast komust færri að en vildu Komið og sjáið stærstu kókdós í Evrópu Mótsgjald er 3.000 kr á mann Golfklúbbur Borgarness -með eina golfhótelið á landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.