Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 4, 7 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Bi.14. with english subtitles Sýnd kl. 6. Ensk. texti Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B i. 12 Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. ÓHT Rás 2 KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. The Radio Dept. – Lesser Matters Þessi sveit er á mála hjá Labrad- or í Svíþjóð og hefur verið að gára öldurnar talsvert að undan- förnu í heimaland- inu. Tónlistin er hressandi og mel- ódískt nýbylgjurokk, marinerað í bakflæði og kallar fram sveitir eins og Jesus & Mary Chain og Galaxie 500. Lucinda Williams – Ramblin’ Þessi frumburð- ur Lucindu Willi- ams var tekinn upp 1978 og er nú fáanlegur á Smithsonian Folkwaysmerkinu. Williams þykir í dag standa í fremstu röð bandarískra þjóðlaga- listamanna en hér má heyra hana votta áhrifavöldunum virðingu; blúsurum eins og Memphis Minnie og Robert Johnson, sveitatónlist- arkónginum Hank Williams og hefðbundnum gospel- og þjóðlög- um. Orquesta America del 55 – Orq- uesta America del 55 Þeir sem halda að Ruben Gonzal- es hafi fyrst verið þrykkt á plast af Ry Cooder, er hann vann að Buena Vista Social Club plötunum ættu að athuga þennan grip. Hér leikur hann ásamt „charanga“-sveitinni Orq- uesta America del 55 og eru hljóð- ritanirnar frá sjötta áratugnum. Sveitin þótti í fremstu röð á meðan hún var starfandi (var leyst upp árið 1960) en hljóðritanir verið illfáanlegar – þar til nú. Susi Hyldgaard – Homesweethome Susi Hyldgaard er ein virtasti djass- listamaður Dan- merkur. Á þessari nýjustu plötu sinni er farið um víðan völl; snert á klassík, nútímadjassi og jafnvel farið yfir í tilrauna- og raftónlist. Öllu þessu er haldið saman af þéttu bandi Hyldgaard (Johannes Lundberg, Lisbeth Diers og Gunnar Halle) með ein- stakri sýn hennar á hljóðaheim djassins. Legends of Acid Jazz – Hammond Heroes Þessi plata kemur úr safnplöturöð Prestige sem tek- ur á frumsýru- djasshetjum og sálardjasskemp- um eins og Richard „Groove“ Holmes, Jack McDuff og Red Holloway. Á þessum diski er safn- að upptökum frá tímabilinu 1958– 1967 og gefur innsýn inn í rætur þess sem átti síðar eftir að um- verpast í sýrudjassinn. Arnar Eggert Thoroddsen Erlend tónlist INGI Ingason lét drauminn rætast og opnaði litla búð fyrir stuttu sem selur hljómplötur og hljómtæki. Búðin, Rafgrein sf., lætur ekki mik- ið yfir sér þar sem hún stendur við hlið ísbúðarinnar vinsælu í Álf- heimum. En þegar inn er komið má sjá margt ríkulegt fyrir áhugamenn um tónlist. Ingi selur þar hljómtæki frá merkjum eins og Thorens, Amphion og Quad og er auk þess með umboð fyrir jafn ólíkar útgáfur og hið tiltölulega nýlega Labrador (rokk og popp), Irma (dans- og lyftutónlist), Simax og Nimbus (sí- gild tónlist), Smithsonian Folkways (þjóðlagatónlist) og Stax (sálar- tónlist). Auk þess flytur Ingi inn blús, djass og heimstónlist frá ýms- um merkjum, m.a. fágæta diska frá Kúbu. Ingi er safnari og á bakvið búðar- borðið glittir í gull tónlistarsafnar- ans – gamla góða vínylinn. Með tíð og tíma er og hugsanlegt að Ingi muni versla með þá kostagripi. En af hverju að opna búð svona upp úr þurru? „Þetta hefur verið draumur hjá mér lengi. Ég hef safnað hljóm- plötum og geisladiskum frá því ég man eftir mér og þetta er bara orðið allt of mikið. Mig langaði að prufa að standa hinum megin við borðið.“ Ingi er rafvirki að mennt og æv- intýrið byrjaði með því að hann fékk umboð fyrir hátalara. „Svo þegar Japis fór á hausinn fór ég að kanna hvort það væru fleiri laus umboð. Þannig náði ég í djassdiskana t.d.“ Búðina rekur hann í raun sem áhugamál en hann er í fullu starfi sem rafvirki. „Ég sendi í póstkröfu og er með heimasíðu. Það er svona upp og of- an að gera og ég geri mér grein fyr- ir því að þetta er fjarri því einhver gullnáma,“ segir Ingi með hægð. „En maður er svona að læra þetta. Það er og verður alltaf eitthvert pláss fyrir svona starfsemi og stundum kemur t.d. inn fólk sem kvartar undan þjónustuleysi í stærri verslunum. En því er nú – eðli málsins vegna – ekki fyrir að fara hér!“ Morgunblaðið/Árni Torfason Ingi Ingason, eigandi Rafgreinar. arnart@mbl.is Rafgrein er opin virka daga milli kl. 16 og 18 og á laugardögum milli kl. 15 og 17. www.simnet.is/rafgrein/ Rafgrein – öðruvísi plötubúð Britney Spears segist ekki leng- ur vera jómfrú, að því er fram kemur í viðtali við tímaritið W. Hún segist ein- ungis hafa sæng- að með Justin Timberlake, en það hafi átt sér stað eftir að parið hafi hitt hvort annað í tvö ár. „Ég hélt að hann væri sá rétti, en skjátl- aðist,“ segir Spears, en hún hefur gefið hefur í skyn í gegnum árin að hún sé jómfrú og hafi ekki í hyggju að stunda kynlíf fyrr en að brúð- kaupi loknu. Hún segir nú að tími sé til kominn að gleyma Timberlake og kynnast öðrum karlmanni. Spears, sem er 21 árs, hefur að undanförnu sést með írska leikaranum Colin Farrell og viðurkennir að hafa kysst hann. „Já ég kyssti hann,“ segir Spears og sparar ekki hástemmd lýsingarorð í garð leikarans í samtali við W. "Hann er slæmur strákur, en það ristir samt ekki djúpt," segir Spears um Farrell …Allverulega á að hafa kulnað milli Justins Tim- berlake og Cameron Diaz en þau höfðu eitthvað verið að rugla saman reytum. Cameron mun hafa orðið öskuill þegar hún komst að því að einn af dönsurum litla sykurmolans Timb- erlake dansaði fyrir hann eggjandi einkadans þegar hann hvíldi lúin bein eftir tónleika með Christinu Aguilera. Cameron er sögð nokkuð fastheldin í ástarmálum og hafa fyrri ástarsambönd hennar enst í nokkuð langan tíma á Hollywood-mæli- kvarða á meðan Justin hefur átt í mörgum stuttum ástarævintýrum síðan upp úr slitnaði milli hans og Britney Spears. … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.