Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ARNALDUR Indriðason átti sex af sjö söluhæstu skáldverkunum á landinu í júnímánuði, íslenskum sem þýddum, samkvæmt bóksölulista sem birtur er í Morgunblaðinu í dag. Hlýtur það að teljast dágóður árang- ur, ekki síst í ljósi þess að Arnaldur hefur ekki gefið út fleiri bækur en þessar sex. Fjórar af bókum Arnalds eru á meðal hinna tíu söluhæstu sé mið tekið af öllum seldum bókum á land- inu en tvær þeirra tróna efst á sölu- listanum, Röddin í fyrsta sæti og Synir duftsins í öðru. Allar bæk- ur Arnalds á sölulista  Bóksala/21 AUKINN áhugi er á að skoða þann möguleika að koma á fót birgðastöð eða umskipunarhöfn hér á landi, í tengslum við væntanlega opnun svo- nefndrar norðaustursiglingaleiðar milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Þeir einstaklingar sem sýnt hafa þessu máli mestan áhuga hér á landi telja að nýlegar upplýsingar um hlýnun andrúmsloftsins ýti undir að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að innan fimm ára verði norðaustursiglingaleiðin opin skip- um sem ekki eru sérstaklega styrkt til siglinga í ís a.m.k. tvo mánuði á sumrin. Þessi siglingaleið milli Evr- ópu og Asíu er mun styttri en sú leið sem nú er oftast farin um Miðjarð- arhaf, Súezskurðinn og Indlandshaf. Getur munað allt að 40–50% hvað vegalengdirnar styttast við þetta. Þeir Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, Þór Jakobsson veðurfræðingur og Ólafur Egilsson sendiherra hafa sýnt norðaustursigl- ingaleiðinni og þeim möguleikum sem hún býður upp á fyrir Ísland mikinn áhuga. Telja þeir ávinninginn af opnun þessarar siglingaleiðar geta orðið töluverðan.  Tækifæri/B4 Norðaustursiglingaleiðin Áhugi á umskip- unarhöfn á Íslandi BEINAR veiðar á skötusel í net eru nú að aukast á ný, en þær lögðust að mestu niður þegar skötuselurinn var settur í kvóta árið 2001. Skötu- selsstofninn er nú í góðum vexti og hefur gengd hans við landið aukizt í kjölfar hækkandi sjávarhita. Hér er hann við nyrztu mörk útbreiðslu- svæðis síns, en hann veiðist allt suð- ur í Miðjarðarhaf. Hafrannsóknastofnun telur að stofninn sé á uppleið, enda kom stór árgangur inn í veiðina 1999, en slíkt hafði ekki gerzt frá upphafi stofnmælinga árið 1985. Þá hefur orðið vart við annan stóran árgang frá árinu 2000, en hann byrjaði að koma inn í veiðina á þessu ári og því síðasta. Minnkandi sókn vegna aflamarks Árið 2000 hófst bein sókn í skötu- sel með stórriðnum netum, en áður veiddist hann nær eingöngu sem meðafli í troll, einkum humartroll. Netaaflinn, sem fram til þess hafði verið óverulegur, varð 764 tonn og heildaraflinn varð meiri en nokkru sinni fyrr eða 1.503 tonn. Á árinu 2001 minnkaði heildaraflinn hins vegar og varð 1.350 tonn sem nær eingöngu má rekja til minni neta- afla. Sama var uppi á teningnum árið 2002 er heildarafli minnkaði niður í 966 tonn og netaafli varð að- eins um 240 tonn. Athuganir Hafrannsóknastofn- unar benda til þess að landaður afli skötusels árið 2002 endurspegli ekki aflabrögð heldur minnkandi sókn í tegundina. Frá því aflamark var sett á skötusel í upphafi fisk- veiðiárs 2001/2 hefur bein sókn í þessa tegund að miklu leyti horfið þar til nú. 2.000 tonna kvóti „Hafrannsóknastofnunin telur að ekki hafi reynt að neinu ráði á veiðiþol stofnsins og leggur því til að aflinn fari ekki yfir 1.500 tonn á fiskveiðiárinu 2003/2004,“ segir meðal annars í mati stofnunarinnar á vexti og viðgangi stofnsins. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið leyfilegan skötuselsafla á næsta fiskveiðiári 2.000 tonn. Nú eru óveidd um 500 tonn af leyfileg- um afla þessa fiskveiðiárs eða um þriðjungur kvótans, en tæpir tveir mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu. Meðal þeirra sem nú eru að hefja skötuselsveiðar í net eru feðgarnir Kristinn og Kristinn Arnberg í Grindavík. Þeir telja rangt að hafa skötuselinn í kvóta. Slíkt sé al- gjörlega ónauðsynlegt, þar sem kvótinn hafi ekki náðst síðustu árin. Því beri að gefa veiðarnar frjálsar. Skötuselsstofninn í góðum vexti Um þriðjungur af skötuselskvóta þessa árs er enn óveiddur ,0F// ,0G// ,0H// ,0/// I// F// G// H// / *%&"#8"28 "8#+9 +: (! +3;<; 5665  H///,JJ/ ,JJK  Ætti að/C2 NAFNÁVÖXTUN lífeyrisreikninga banka og sparisjóða var á bilinu 8,83%–9,21% á fyrrihluta ársins. Hæsta ávöxtunin var hjá sparisjóðunum og nb.is eða 9,21%, en við- skiptabankarnir voru með 8,83%–8,87% ávöxtun á lífeyrisreikningum. Mismunandi skilmálar eru á reikningum innlánsstofnana, en ef litið er framhjá skilmálunum og horft á aðra reikninga en lífeyrisreikninga, þá var ávöxtunin hæst á verðtryggðum markaðsreikningi nb.is, 9,15%. Lífeyrisreikningar Hæst ávöxtun hjá sparisjóðunum  Mjög ólík/B2 ÁRNI M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra segir um- hugsunarefni hvort hægt sé að halda áfram úthlutun byggðakvóta á sama hátt og verið hefur. Umboðsmaður Alþingis hefur gert alvarleg- ar athugasemdir við hvernig sjávarútvegsráðuneytið hef- ur staðið að úthlutun kvót- ans. „Mér sýnist niðurstaða umboðsmanns hreinlega vera að það sé mjög vafa- samt að það sé hægt að vinna svona matskenndar úthlut- anir. Það verði að setja miklu hlutlægari reglur í kringum þetta. Þetta setur að mínu mati stórt spurning- armerki við byggðakvótaúthlutanir eins og þær hafa verið stundaðar,“ segir Árni. Tekið verður tillit til athugasemdanna Árni segir að tekið verði tillit til at- hugasemda umboðsmanns. „Við tökum ábendingum umboðsmanns vel. Það er aldrei svo að hlutirnir geti ekki farið bet- ur og við munum taka ábendingarnar til greina og leiðrétta í samræmi við þær.“ Árni segir að skipta megi athugasemdum umboðs- manns í tvo hluta. Að hluta snúist þær um formreglur við úthlutun. „Annars vegar snýr þetta að formsatriðum sem þurfa að vera rétt. Við munum leiðrétta þau og sjá til þess að það verði allt sam- an rétt og sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur.“ Hinn hluti gagnrýni um- boðsmanns byggist á því hvort það sé í raun forsvar- anlegt að úthluta byggða- kvóta samkvæmt mati ráð- herra. „Hins vegar eru þetta athugasemdir sem snúa að ýmsum skil- yrðum sem sett hafa verið í kringum þetta. Mér sýnist það vera mjög vafa- samt að það sé yfirleitt hægt að vinna svona úthlutanir, sem eru byggðar á mjög miklu mati ráðherra, innan þess ramma sem stjórnsýslu- og upplýsinga- lögin setja okkur. Þá er ég líka að taka mið af athugasemdum við fyrri úthlut- anir, eins og við úthlutanir Byggðastofn- unar,“ segir Árni M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra. Sjávarútvegsráðherra segir úthlutun byggðakvótans umhugsunarefni Samræmist vart stjórn- sýslulögum  Verulega skortir/4 Árni M. Mathiesen MIKLAR framkvæmdir standa yfir í anddyri Alþingishússins. Eikarinnréttingar frá því um 1970 hafa verið rifnar út og er nú unnið þar hörðum höndum. Einnig er unnið að fram- kvæmdum undir Kringlunni í húsinu. Að sögn Sigurðar Einars- sonar, arkitekts og yfirhönnuð- ar hjá Batteríinu arkitektum, sem hannaði nýjan þjónustu- skála við þingið og sér nú um endurbæturnar, er allt kapp lagt á að gera þennan inngang sem upprunalegastan, en hann verður framvegis eingöngu notaður við sérstök tækifæri eins og þingsetningar og heim- sóknir erlendra gesta. „Við höfum unnið nýjar teikningar eftir upprunalegum teikningum Ferdinands Mehl- dals, arkitekts hússins. Á sínum tíma var ekki mikill íburður á jarðhæðinni og var gólfið upp- haflega lagt brúnum gólfdúk. Í samráði við húsafriðunarnefnd hefur verið ákveðið að leggja marmaragólf á forsalinn. Það hæfir húsinu mun betur og er hannað í anda stíls Mehldals arkitekts,“ segir Sigurður. „Einnig hefur komið í ljós að bekkir voru í forsalnum í upp- hafi og verða þeir endursmíð- aðir eftir teikningum sem við fundum.“ Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdum ljúki síðsumars og allt verði frágengið fyrir þing- setningu í haust. Morgunblaðið/Golli Steinar úr útveggjum, sem losnuðu þegar nýi þjónustuskálinn var tengdur við húsið, eru nú notaðir við endurbygginguna. Forsalur Alþingis færð- ur í upprunalegt horf ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.