Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B ÍSLENSKA hagkerfið færist niður um tvö sæti frá því í fyrra á lista yfir ríki sem búa við mest frjálsræði í efnahagsmálum og birt- ur var nýverið í skýrslu sem Fraser-stofn- unin í Kanada gefur út. Ísland fær ein- kunnina 7,6 af 10. Á síðasta ári fékk Ísland 7,7 í einkunn á listanum og hafði þá náð að stökkva úr 18. sæti með einkunnina 7,3 árið 1995. Einkunnin sem liggur til grundvallar mati á frjálsræði hagkerfisins er byggð á 38 þátt- um en tölurnar sem notaðar eru í nýútkomna skýrslu eru frá árinu 2001. Fimm yfirflokkar eru taldir helstu mælikvarðar á frjálsræði í efnahagsmálum: hófleg umsvif ríkisins, laga- umhverfi og trygging séreignaréttar, að- gangur að traustum gjaldmiðli, frelsi í við- skiptum við önnur lönd og skynsamleg setning reglugerða í viðskiptum og á vinnu- markaði. Hæstu einkunnir Íslands eru þær sem lúta að lagaumhverfi og öryggi gjaldmiðilsins en í þessum flokkum fær íslenska hagkerfið 8,9 og 9,0 í einkunn. Einkunn fyrir reglugerðir á vinnumarkaði og í viðskiptum er 7,5 en fyrir frelsi í viðskiptum við önnur lönd fær Ísland fremur lága einkunn, 6,8. Sá undirflokkur sem helst dregur þá einkunn niður eru höml- ur á fjármagnsflutningum milli Íslands og annarra landa en þar skorar Ísland einungis 3,8 af 10. Aukin umsvif hins opinbera Einn flokkur sker sig helst úr þeim fimm sem notaðir eru til að reikna út einkunnina en það eru umsvif hins opinbera. Þar hlýtur Ísland einkunnina 6,0. Þess má geta að þegar Fraser-stofnunin gerði fyrstu skýrsluna af þessu tagi, árið 1970, var einkunn Íslands 7,3 í þessum flokki sem bendir til þess að umsvif ríkisins hafi verið minni þá en á árinu 2001. Mestu munar í þessum einkunnum um sam- neyslu sem hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin. Að mati Gústafs Adolfs Skúlasonar hjá Samtökum atvinnulífsins er það lofsvert framtak að skýrsla sem einblínir á frjálsræði í efnahagsmálum skuli nú gefin út árlega. „Ísland er að fá nánast sömu einkunn og árið áður en fellur samt úr 11.–12. í 13.–15. sæti í samanburðinum, sem er auðvitað tilefni til að skoða hvað veldur. Rétt er þó að hafa í huga að samanburðurinn gildir fyrir árið 2001 og að ýmsar breytingar kunna að hafa orðið síð- an þá. Sem dæmi má nefna skattabreyting- arnar sem tóku gildi í ársbyrjun 2002 og munu án efa verða taldar Íslandi til tekna í næstu samantekt,“ segir Gústaf Adolf. Einkavæðing hækkar einkunn Hagfræðistofnun, sem er ein af 54 sam- starfsstofnunum Fraser-stofnunarinnar við gerð skýrslunnar, bendir á í tilkynningu sem send var út vegna útkomu skýrslunnar að einkavæðing ríkisbanka sé einn þeirra þátta sem ekki komi fram í einkunninni. „Líklegt er að Ísland muni hækka nokkuð á næsta ári þar sem bankakerfið hvarf að fullu úr ríkis- eign árið 2002,“ segir í tilkynningunni. Hag- fræðistofnun telur ekki hægt að rekja lækk- un heildareinkunnar milli ára til ákveðins þáttar heldur hafi margar litlar breytingar orðið. Meira kvartað nú en í fyrra „Að sumu leyti er þarna á ferðinni einfaldur tölulegur samanburður en aðrar breytur er erfiðara að mæla, t.d. reglubyrði. Upplýs- ingar um hana eru byggðar á svörum fyrir- tækja við könnun World Economic Forum og þar virðist vera að finna eina helstu ástæð- una fyrir að Ísland lækkar lítillega í heildar- einkunn. Fyrirtækin eru að kvarta meira en áður undan þeim tíma sem fer í að sinna því sem hér er kallað „eftirlitsiðnaðurinn“ og undan skrifræði við stofnun nýrra fyrir- tækja. Þá er einkunn Íslands m.a. að lækka vegna vaxandi hlutfalls samneyslunnar af þjóðar- frameiðslu og vegna umfangsmikilla milli- færslu- og niðurgreiðslukerfa, m.a. í land- búnaði,“ segir Gústaf Adolf hjá SA inntur eftir því hverja hann telji ástæðu breyting- arinnar. Ekki lengur efst Norðurlanda Ekkert Norðurlandanna var ofar en Ísland á listanum sem birtur var í skýrslu síðasta árs en Ísland deildi þá 11. sætinu með Finnlandi. Með lægri einkunn færist Ísland niður fyrir Finnland og deilir nú 13. sætinu með Dan- mörku. Önnur Norðurlönd komast ekki inn á listann yfir efstu tuttugu ríkin. Reglubyrði og sam- neysla lækka einkunn Ísland færist úr 11. sæti í 13. sæti í skýrslu Fraser-stofnunarinnar um hagkerfi með mest frjálsræði. Einkavæðing og skattbreytingar síðasta árs koma inn í skýrsluna á næsta ári                 ! " ! " # $ % $ % $ % &  ' ( )*+  ,-- . */ 0 * +1 2* 34    "  "  " # $ # $ 5 % 5 % &        VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS STJÓRNIR Strengs og Landsteina hafa skrifað undir samkomulag um fyrirhug- aðan samruna félaganna. Stefnt er að því að samþykki allra aðila liggi fyrir í lok ágúst og að félögin verði sameinuð í október. Í tilkynningu segir að sameinað fyrirtæki Strengs og Landsteina verði leiðandi þjón- ustufyrirtæki í upplýsingatækni hér á landi fyrir viðskiptavini á sviði fjármála, þjónustu og verslunar með yfir 1.000 viðskiptavini. Ársvelta sameinaðs fyrirtækis er áætluð um 1.200 milljónir króna. Nafn hins sameinaða fyrirtækis verður Landsteinar – Strengur. Forstjóri verður Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Strengs, og Ingvar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Landsteina, verður stað- gengill hans. Ingvar mun einnig stýra vöru- stjórnun. Sókn á erlenda markaði Jón Ingi segir að áður en til samruna félag- anna kemur muni þau fara í gegnum hefð- bundna áreiðanleikakönnun auk þess sem leita eigi eftir samþykki hluthafa. Hann segir að með samruna félaganna sé verið að horfa til framtíðar. Mikil tækifæri felist í samrunanum, einkum í sókn erlendis. Auk þess séu kröfur til fyrirtækjanna að breyt- ast og færast meira yfir í viðskiptasýn og ráðgjöf. Ingvar Kristinsson segir að megintil- gangurinn með samruna Strengs og Land- steina sé annars vegar að búa til kröftuga einingu fyrir innanlandsmarkað, og hins vegar að geta tekið þátt í þeirri öru þróun sem eigi sér stað í upplýsingatækni erlend- is. Bæði fyrirtækin hafi náð góðum árangri á erlendum markaði. Þróunin sé ör og stærri og öflugri einingar þurfi til að taka þátt í henni. Í tilkynningu kemur fram að Land- steinar og Strengur hafi um nokkurt árabil þróað, markaðssett og selt viðskiptalausnir fyrir verslanir er byggjast á Navision og Axapta frá Microsoft Business Solution. S A M R U N I Aukin tæki- færi til sókn- ar erlendis Stefnt er að samruna Strengs og Landsteina í október S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Freddy og Fannie Húsnæðislánakerfi í Bandaríkjunum skoðuð 6 Apple.is Beiðni um umskráningu lénsins hafnað 8 TÆKIFÆRI Í SIGLINGUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.