Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 B 3 NVIÐSKIPTI ER efnahagsbati á næsta leiti eins og leiðtogar G-8 hópsins, helstu iðnríkja heims, gáfu fyrir- heit um á fundinum í Evian í Frakklandi í síðasta mánuði? Ýmis teikn eru vissulega á lofti um efna- hagsbata, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Olíuverð fer lækkandi eftir að hafa stigið þegar stríðið í Írak geisaði og útlit er fyrir meiri verð- lækkun. Fjárfestum víða um heim vex nú ásmegin eftir skjálftana vegna Brasilíu-Enron-Íraks. Áhættuþóknanirnar lækka, þannig að gengi hlutabréfa hækkar og ávöxtun langtímaskuldabréfa minnkar. Þar að auki hafa vandkvæðin vegna offjárfestingar og fjár- magnssamsöfnunar í hátækniæðinu á síðasta áratug verið leyst að mestu. Fjárfestingarnar hafa verið litlar í þrjú ár í röð og nú líða að- eins fáir geirar atvinnulífsins fyrir óhóflegu fjármagnssamsöfnunina. Fyrirtæki eru tilbúin að fjárfesta á ný. Allt er þetta af hinu góða. Því miður eiga þó Evrópa og Banda- ríkin ekki fleira sameiginlegt í efnahagsmálum sem stendur. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa beitt sér til fulls í peninga- og fjár- málum en ráðamennirnir í Evrópu hafa haldið að sér höndum. Í Bandaríkjunum stóð Alan Greenspan seðlabankastjóri vel í stykkinu á árunum 2001 og 2002 og lækkaði vextina svo um munaði. Þegar stefnan í peningamálum kom ekki lengur að miklu gagni tók stjórn George W. Bush forseta við keflinu – og með ánægju. Fjárlagaafgangurinn var 1,4% af vergri landsframleiðslu í Banda- ríkjunum árið 2000 en nú er svo komið að spáð er 4,6% fjárlaga- halla á þessu ári. Breytingin nemur sex prósentustigum og þar af má rekja fimm til stefnubreytinga stjórnvalda fremur en veiks efna- hags. Þetta kann að virðast til marks um ábyrgðarleysi í fjármál- um (og ásamt framtíðarskatta- lækkunum sem hafa þegar verið ákveðnar er þetta vissulega ábyrgðarleysi) en til skamms tíma litið er það líklegt til að stuðla að stóraukinni eftirspurn. Evrópski seðlabankinn hefur verið miklu varfærnari. Að vísu ber að hafa í huga að hann hefur þurft að ávinna sér traust sem ný stofn- un en afleiðingin er minni og hæg- ari vaxtalækkanir. Stöðugleikasáttmáli EMU, Efna- hags- og myntbandalagsins, hefur heft fjármálastefnuna í Evrópu. Fjárlagaafgangurinn á evru-svæð- inu var 0,1% árið 2000 og spáð er 2,4% halla á þessu ári, en sú þróun er nær öll rakin til veiks efnahags, ekki til breytinga á fjármálastefn- unni. Ríkisstjórnir aðildarlandanna fikta við mörkin, svindla örlítið og fá snuprur frá framkvæmdastjórn- inni í Brussel. Þótt bjartsýnustu spár gangi eft- ir nægir þetta ekki til að tryggja þá skammtímaþenslu sem Evrópu- ríkin þurfa. Til þess þurfa ríkis- stjórnirnar að auka fjárlagahallann tímabundið og bæta um leið lang- tímahorfurnar með róttækum um- bótum á lífeyriskerfinu. Stjórnvöld í nokkrum ríkjanna – einkum Frakklandi og Þýskalandi – eru að reyna það síðarnefnda. Þau þyrftu að vera fúsari til að gera það fyrr- nefnda. Líkt og segja má um ólíkar efna- hagsráðstafanir stjórnvalda í Bandaríkjunum og Evrópu stefna gjaldmiðlar þeirra í ólíkar áttir þar sem heimurinn er að ganga í gegn- um miklar breytingar í gengismál- um. Gengi dollarans sígur en evran stígur óðum í verði. Djúp kaldhæðni er á bak við gengislækkun dollarans. Gengissig- ið er það verð sem Bandaríkin þurfa að greiða fyrir gamlar syndir – þ.e. mikinn viðskiptahalla sem erlendir fjárfestar vilja ekki fjár- magna, að minnsta kosti ekki þeg- ar hann nemur 4% eða meira af vergri landsframleiðslu. Kaldhæðn- in felst í því að gengisaðlögun doll- arans er augljóslega af hinu góða fyrir Bandaríkin, hinu slæma fyrir Evrópu. Í Bandaríkjunum leiðir gengis- lækkun dollarans til aukins útflutn- ings og meiri eftirspurnar og stuðl- ar því að efnahagsbata. Gengis- lækkunin veldur einnig ívið meiri verðbólgu, en eins og staðan er núna er það af hinu góða. Í Evrópu leiðir gengishækkun evrunnar hins vegar til verri sam- keppnisstöðu og frekari efnahags- samdráttar. Afleiðingarnar eru alls ekki smávægilegar því að að sam- kvæmt besta mati leiðir 10% geng- ishækkun evrunnar til þess að eft- irspurnin og framleiðslan minnkar um 0,6% af vergri landsframleiðslu á evru-svæðinu. Gengi evrunnar hefur nú hækk- að um tæp 30% frá því það var lægst fyrir tveimur árum og full ástæða er til að ætla að það eigi eftir að hækka enn meira. Evran er eini stóri gjaldmiðillinn sem get- ur hækkað gagnvart dollarnum. (Gengishækkun jensins væri það versta sem gæti komið fyrir Jap- an.) Það sem við höfum séð til þessa nægir ekki til að viðskipta- hallinn í Bandaríkjunum verði inn- an skynsamlegra marka. Með samdrætti og gengishækk- un evrunnar kemur verðhjöðnunin sem Evrópuríkin hafa verið að daðra við. Gengishækkun evrunnar gæti vel verið sá þáttur sem hrinti af stað verðhjöðnun. Eins og sjá má af samdrættinum í Japan, sem hefur nú staðið í áratug, hætta venjuleg hagstjórnarúrræði að hafa tilætluð áhrif þegar verð- hjöðnun og samdráttur ná fótfestu. Evrópa vill ekki lenda í þeirri stöðu. Leiðtogar G-8 hópsins höfðu því að nokkru leyti rétt fyrir sér. Erf- itt er að sjá hvað getur komið í veg fyrir mikinn efnahagsbata í Banda- ríkjunum í ljósi lækkandi olíuverðs, stefnunnar í peninga- og fjármál- um og gengislækkunar dollarans. Þetta þýðir þó ekki endilega að efnahagsbati verði í Evrópu. Í Evrópu leiða sjálfskapaðar hömlur í fjármálum, varfærni í peningamálum og gengishækkun evrunnar til augljósrar hættu á verðhjöðnun og langvarandi sam- drætti. Þetta er þó ekki óhjá- kvæmilegt því að undirstöður efna- hagslífsins í Evrópu eru að mörgu leyti traustar og einföld hugarfars- breyting getur leitt til efnahags- bata. En nú er kominn tími til að semja skýrar og nákvæmar við- lagaáætlanir. Því miður get ég þó ekki séð að þær séu í undirbúningi. Lán Bandaríkjanna, ólán Evrópu © The Project Syndicate. Eftir Olivier Blanchard Olivier Blanchard er forseti hag- fræðideildar MIT í Boston í Bandaríkj- unum. Í Evrópu leiða sjálfskapaðar hömlur í fjármálum, varfærni í peningamálum og gengishækkun evrunnar til aug- ljósrar hættu á verð- hjöðnun og langvar- andi samdrætti Reuters Atvinnulausir bíða fyrir utan vinnumálaskrifstofu í Berlín í Þýskalandi. Greinarhöfundur telur ekki ástæðu til að ætla að bjart sé framundan í evrópskum efnahagsmálum. Aukin sala í endurbætt- um verslun- um Iceland REKSTUR bresku verslunar- keðjunnar Iceland heldur áfram að batna. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu Big Food Group, eig- anda Iceland, í gær. Salan á fyrstu 13 vikum yfirstandandi rekstrarárs, til 27. júní síðastliðinn, var að jafnaði rúmlega 13% betri í þeim verslunum sem hafa verið endurbættar. Í heild- ina var salan þó um 0,5% minni en á sama tímabili í fyrra. Segir í tilkynningunni að samtals hafi 23 af verslunum Iceland verið endurbættar á tímabilinu og þar með hafi allt í allt 62 verslanir verið tekn- ar í gegn. Gert sé ráð fyrir að um 100 verslanir til viðbótar verði endur- bættar á árinu, en heildarfjöldi þeirra er rúmlega 700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.