Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 1
10. júlí 2003 Róið á skötusel með Gullfaxa II GK frá Grindavík. Jafnvægi á túnfiskmörk- uðum og þorskeldi veldur áhyggjum. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu BOTNFISKAFLI okkar Íslendinga fór að mestum hluta til vinnslu innan lands á síðasta ári. Ríflega 27.000 tonn af 450.000 fóru óunnin úr landi. 146.000 voru unnin úti á sjó, en 153.300 tonn voru unnin í heimahöfn, eða að- eins 34%. Það er mjög misjafnt eftir landsvæð- um hvernig aflanum er ráðstafað. Austfirðing- ar vinna hæst hlutfall afla síns í heimahöfn, 52%, en Norðurland vestra minnst, 27%. Hæst hlutfall afla Vestfirðinga fer til vinnslu innan lands, 90%, þar af 46% í heimahöfn. Grálúðan fryst Tvær fiskistegundir skera sig úr. Nær allri grálúðu og úthafskarfa er landað unnum. Af flatfiskafla er aðeins 4.500 tonn unnin í heimahöfn, eða 13%. 19.500 tonn eru unnin úti á sjó, nær allt grálúða og 2.500 tonn fóru óunn- in úr landi. Uppsjávaraflinn er nær allur til vinnslu inn- an lands, en aðeins helmingur hans í heima- höfn. Botnfiskafli skipa á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári varð 70.000 tonn. Mjög hátt hlutfall aflans var unnið úti á sjó, eða 40.000 tonn sem er tæplega 60%. Til vinnslu innan lands fóru 28.000 tonn, 40%, en af því voru aðeins 19.000 tonn unnin í heimahöfn, eða 27%. Ríflega 20% þorskaflans voru unnin í heimahöfn. Suðurnesjamenn voru einnig með 70.000 tonna botnfiskafla á síðasta ári. Mun hærra hlutfall þess afla var unnið í heimahöfn, en á höfuðborgarsvæðinu. Alls fóru 53.000 tonn til vinnslu innan lands, eða 78% og 30.500 tonn af því voru unnin í heimahöfn, eða 44%. 21% aflans var svo unnið úti á sjó eða ríflega 14.400 tonn. Mestur hluti þorskaflans eða 20.000 tonn, eða 59% var unninn í heimahöfn. 90% unnin innanlands Á Vesturlandi varð botnfiskaflinn 66.500 tonn í fyrra. 49.000 tonn eða 74% fóru til vinnslu inn- an lands, þar af 19.600 tonn, eða 29% í heima- höfn. Þá voru tæp 13.000 tonn eða 20% unnin úti á sjó. Aðeins fjórðungur þorskaflans var unninn í heimahöfn. Vestfirðingar drógu 42.000 tonn af botnfiski úr sjó á síðasta ári. Um 90% þess afla voru unn- in innan lands, eða 37.800 tonn. Af því komu 19.500 tonn til vinnslu í heimahöfn eða 46%. Aðeins 8%, eða 3.500 tonn voru unnin úti á sjó. Af þorskaflanum var tæplega helmingur eða 13.300 tonn unnin í heimahöfn. Á Norðurlandi vestra veiddust 20.500 tonn af botnfiski. 39% eða 7.900 tonn fóru til vinnslu innan lands, þar af voru 5.700 tonn eða 27% unnin í heimahöfn. Langmest af bolfiskinum var unnið úti á sjó, eða 12.700 tonn, 61%. Af þorski komu tæp 5.000 tonn til vinnslu í heimahöfn, eða ríflega helmingur. Skip skráð á Norðurlandi eystra öfluðu mests botnfisks í fyrra, tæplega 85.000 tonna. Þar af kom tæpur helmingur eða 40.400 tonn til vinnslu innan lands og af því 24.500 tonn eða 20% til vinnslu í heimahöfn. 41.400 tonn voru unnin úti á sjó, eða rétt tæpur helmingur. 40% þorskins voru unnin í heimahöfn. Hátt hlutfall óunnið utan Austfirðingar voru með 43.600 tonn af bolfiski í fyrra. 35.000 tonn eða 80% voru innin innan lands og 22.600 tonn eða 52% í heimahöfn. 6.000 tonn voru unnin úti á sjó, eða 14%. 63% þorskins voru unnin í heimahöfn. Sunnlendingar voru með 52.500 tonn af bol- fiski í fyrra. 24.700 tonn eða 47% voru unnin innan lands, eða 47%. Af heildinni voru 11.800 tonn unnin í heimahöfn eða 23%. 15.300 tonn- um var landað unnum eða 29%. Athygli vekur að fjórðungur bolfiskafla Sunnlendinga var fluttur óunninn úr landi. 40% þorsksins voru unnin í heimahöfn.                            !" #  $% "" "% &#        '  "(("#    )*$  )"" )( )+ (++ Þriðjungur botnfisks unninn í heimahöfn FRYSTITOGARINN Freri kom inn í síðustu viku eftir blandaðan túr þar sem byrjað var í mokfiskiríi á úthafs- karfamiðunum á Hryggnum og endað á grálúðuveiðum úti af Vestfjörðum. Yfirvélstjórinn á Frera, Kristján S. Birgisson, tók meðfylgjandi mynd af stærsta holi túrsins, sem var hvorki meira né minna en um sextíu tonn. Morgunblaðið/Kristján S. Birgisson 60 tonna karfahol á Reykjaneshrygg HUMARVERTÍÐIN hefur gengið vel hjá bátum frá Hornafirði þó að veður hafi sett strik í reikninginn í síðasta mánuði. Landaður afli er um 120 tonn. Verðið hefur verið nokkuð stöðugt í erlendri mynt en gengi krónunnar setur strik í reikninginn. Lúlli á Hvanney, eða Björn Lúðvík Jónsson eins og hann heitir fullu nafni, skipstjórinn á Hvanney SF 51 frá Höfn í Hornafirði sem Skinney- Þinganes gerir út, sagði í viðtali við blaðamann Versins á dögunum að þeir væru í rannsóknartúr. – Hvernig rannsóknartúr? „Við erum með fiskifræðing frá útibúi Hafró á Höfn að kanna ástand- ið á miðunum úti fyrir Suðaustur- landi.“ – Og hvert farið þið? „Við förum vestur undir Skaftárós, förum yfir austursvæðið sem við köll- um svo og austur undir Hvalnes eða Lónsdýpi. Við förum yfir allar bleyð- urnar [bleyður: fiskimið, einkum sand- eða leirblettur á hraunbotni], alveg frá því grynnsta og út.“ Lúlli segir að tíðarfarið sé búið að vera óskaplega leiðinlegt undanfarið og það hafi spillt fyrir veiðinni. „Júní- mánuður var hundleiðinlegur, eilíf austan- og norðaustanátt, það er gott fyrir ykkur þarna í bænum, en það er mjög leiðinlegt hér, þoka og rigning,“ segir kallinn og andvarpar, „allt ann- að en sól.“ – Hvernig er veðrið núna? „Sól og blíða en í gær var kaldafýla, fimm, sex vindstig, en núna er það eins og það getur best verið.“ – Segðu mér, eruð þið búnir með kvótann? „Nei, við eigum sennilega eitthvað smávegis eftir.“ Að loknu sumarfríi fari þeir á humar aftur. „Við erum á humar allt árið, við gerum ekki neitt annað.“ „Það hefur bara gengið vel,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Skinneyjar-Þinganess á. „Við hættum í vikulokin vegna sumarfría, stoppum í fimm vikur og förum á síld í byrjun september.“ Hann segir að fjórir bátar hafi veitt fyrir þá hátt í 120 tonn og er það miðað við hala. Að- alsteinn segir að ágætlega hafi gengið að selja aflann, heili humarinn fari á Suður-Evrópumarkað en að halarnir fari mest á Ameríkumarkað, mest til Kanada en einnig til Bandaríkjanna. Einnig fari drjúgt á innanlandsmark- að af hölum. Humarvertíðin hefur gengið vel Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson GENGIÐ hefur verið frá samn- ingi um stjórn veiða úr loðnustofn- inum milli Íslands, Grænlands og Noregs. Ísland sagði á haustdögum upp samningi landanna frá 1998 vegna deilna um veiðar úr norsk- íslenzka síldarstofninum. Í samningnum felst að hlutdeild landanna helst óbreytt frá fyrri samningi, þannig hefur Ísland 81%, Grænland 11% og Noregur 8% af leyfilegum heildarafla. Ákvörðun heildarafla er sem fyrr í höndum ís- lenzkra stjórnvalda, enda verði hún byggð á ráðgjöf fiskifræðinga eins og kostur er. Jafnframt var gengið frá tvíhliða samningum milli Ís- lands og Grænlands annars vegar og Íslands og Noregs hins vegar um gagnkvæmar heimildir til aðgangs til veiða innan lögsagna landanna. Samningurinn gildir til eins árs og framlengist sjálfkrafa um ár í senn nema honum sé sagt upp með a.m.k. sex mánaða fyrirvara. Útgefinn loðnukvóti til íslenzkra skipa á vertíðinni nú er til bráða- birgða ríflega 360.000 tonn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva er aflinn nú orð- inn ríflega 53.000 tonn. Samningur um loðnu endurnýjaður MEÐALVERÐ fisks á íslensku fiskmörk- uðunum er í lág- marki um þessar mundir en það var tæp 101 króna kílóið vikuna 28. júní til 4. júlí sl. Verð á þorski lækk- aði mikið sem vegur þungt í meðal- verðinu því að jafnaði er mest selt af þorski á mörkuðunum. Á tímabilinu voru seld tæplega 1.960 tonn af fiski á fiskmörk- uðunum og var meðalverðið 100,78 kr./kg. Mest var selt af þorski eða 789 tonn. Meðalverð slægðs þorsks var146,91 kr./kg en 122 krónur fengust fyrir kílóið af honum ósl- ægðum. Af ýsu voru seld 225 tonn. Meðalverð slægðrar ýsu var 140,14 krónur kílóið en fyrir kílóið af óslægðri ýsu fengust 174,90 kr. sem er ágætishækkun miðað við meðal- tal síðustu fjögurra vikna þar á undan. Magn ufsa var 355 tonn, meðalverð 29,59 kr./kg slægður en 23,99 kr./kg óslægður. Talsvert seldist af stein- bít, um 150 tonn, og var meðalverðið 91,80 kr./kg á slægðum steinbít en 72,19 kr./kg á óslægðum. Þá voru rúm 134 tonn af óslægðum gullkarfa boðin upp og var meðalverðið 40,99 kr./kg. Meðalverð á fisk- mörkuðum í lágmarki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.