Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 C 3 NÚR VERINU Jónsvör 3 símar 424 6650/894 2845 Færeyskar handfærarúllur dregin, henni hefur verið skeytt saman á ný og lögð aftur, aðeins utar en áður, því það eru fleiri um hituna á þessum slóðum og menn verða að taka tillit hver til annars við veiðarnar. Menn leggja ekki viljandi hver yfir annan. Gott hann beit ekki neðar Það fiskast ágætlega og að loknum þessum drætti er aflinn orðinn um 300 kíló af fallegum sel og asskoti væn skata. Allt gengur bærilega þrátt fyrir leiðindaveður og strauminn og feðg- arnir vinna vel saman þó að nokkur orðaskipti á hvassari nótunum eigi sér stað. Það kemur reyndar í ljós í þess- um drætti hvað skötuselurinn getur, þótt hann sé kominn upp á yfirborðið. Hásetinn er eitthvað að bauka við einn, reyndar ekki stóran, sem gerir sér lítið fyrir og bítur sig fastan í sjóstakkinn á maga Kristins. Hann þarf að hafa sig allan við til að losa kykvendið og stakk- urinn er götóttur eftir. „Það var eins og gott að hann beit ekki neðar.“ Hinar trossurnar verða að bíða Nú eru aðstæður orðnar heldur leið- inlegar, skaksturinn eykst og straum- urinn helzt svo það er orðið ómögulegt að eiga við þetta. „Skátinn“ ákveður að draga ekki netin sín og feðgarnir telja nóg komið að sinni. Trossan á Sandvík- inni verður að bíða og sömuleiðis sú við Hópsnesið. Það gerir ekkert til þó að þær liggi lengur því skötuselurinn lifir lengi í netunum og kemur venjulega lifandi upp þó að þau hafi legið í nokkr- ar nætur. Það spáir líka betur á morg- un. Það er því keyrt heim á leið, á móti vindi og straumi og báturinn gengur ekki nema 5 mílur, sem bend- ir til þess að straumurinn á móti geti verið 4 til 5 mílur. Það er bölvaður skakstur og pus á leiðinni, sem til allr- ar lukku er stutt, en einu sinni tekur báturinn svo mikla dýfu að skötusel- urinn í lestinni og skatan ferðast á milli kara og það munar engu að há- setinn helli kaffinu sínu niður, en það þarf mikið til þess. Það er fljótlegt að landa, aflinn um 300 kíló af sel og ein skata og nokkrir enskir ferðamenn koma nið- ur á bryggju til að skoða fiskana. Þeim er sagt hvað þeir heita og allir eru ánægðir. Þegar komið er í land gefst tími til að spjalla yfir kaffi og kleinum og það er hægt að bera penna að blaði. Þeir feðgar eru ekki ánægðir með að skötu- selurinn skuli hafa verið settur í kvóta fyrir nokkrum árum. „Það er alveg út í hött að takmarka veiðar á skötuseln- um. Þetta er flökkustofn sem er hér á nyrstu mörkum útbreiðslusvæðis síns og er hér nú vegna mikilli hlýinda í sjónum. Við eigum auðvitað að nýta okkur það og taka eins mikið og við getum. Það er líka staðreynd að kvót- inn hefur ekki náðst undanfarin ár og því enn meiri ástæða til að gefa veiðar í hann frjálsar. Sama á við ufsann og ýs- una. Þriðja ástæðan er svo sú að þetta er góð leið fyrir kvótalausu bátana til að klára sig. Það er hægt að hafa mjög gott upp úr þessari veiði, en helvíti hart að þurfa að leigja kvóta á 105 til 110 krónur af einhverjum sem sjá sér ekki hag í að nýta sér sínar eigin veiði- heimildir og geta hagnazt af því,“ segir Kristinn eldri. Fyrirkomulagið hjá þeim feðgum er þannig að ákveðinn aðili sér um að út- vega heim veiðiheimildir og að selja fiskinn, sem fer allur í gáma út til Frakklands. Verðið á kíló er allt að 300 krónur, þannig að skilaverð til útgerð- arinnar er allt að 150 krónur á kíló. „Þetta gengur alveg upp með svona 500 kílóum á dag. Við erum núna komnir með um 1.300 kíló í tveimur dráttum og erum með 8 trossur í sjó núna en verðum með 12,“ segir Krist- inn yngri. En hvað segja feðgarnir um kvóta- kerfið? „Við verðum líklega að sætta okkur við það að kerfið verði til frambúðar og því verði ekki breytt nema að litlu leyti. Við verðum því að vinna með því, en það er ýmislegt sem þarf að laga. Mér finnst til dæmis allt tal um að tak- marka framsal aflaheimilda meira en nú er gert að fara í þveröfuga átt. Það á að gefa framsalið alveg frjálst og það þarf að skapa grundvöll fyrir þessa kvótalausu og kvótalitlu báta. Það eru bara tvær leiðir, annaðhvort er að skapa þeim grundvöll eða úrelda þá. Verði veiðiskyldan aukin í 75% eins og LÍÚ og sjómannafélögin vilja er ein- faldlega verið að drepa þessa báta. Með frjálsu framsali verður kvóta- framboðið meira og leiguverðið skap- legra. Það er ekkert vit í því að menn þurfi að vera að leigja þorskveiðiheim- ildir fyrir þrjá fjórðu af því sem fást fyrir fiskinn. Vilji menn ekki eða geta ekki veitt upp í eigin heimildir eiga aðrir að fá aðgang að þeim á skaplegu verði,“ segir Kristinn eldri. Þarf þak á leiguverðið „Það þarf einmitt að taka á þessu leiguverði. Setja þak á það. Það mætti hugsa sér til dæmis 80 króna hámark á þorskinn. Það væri hægt að lifa við það og þá yrðu þeir sem heimildirnar eiga að meta það hvað þeir vilja. Það er al- veg fáránlegt að menn skuli geta hagn- azt eins mikið á því að gera ekkert eins og staðan er í dag. Það verður að taka á þessum málum,“ segir Kristinn yngri. Kaffið er drukkið og kleinurnar étn- ar. Þeir feðgar hafa mikið til síns máls. Það þarf að ná sátt um fiskveiðistjórn- unina. era frjálst Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason að fékk hásetinn að reyna þegar kykvendið læsti sig fast í stakkinn hjá honum. Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason að þessu sinni. Vel gekk að draga netin til að byrja með en þyngdist þegar á leið og tvær trossur voru látnar bíða. hjgi@mbl.is SAMTAK ehf., afhenti í síðast lið- inni viku Útgerðinni Guðbjarti ehf. 15 brúttótonna bát af gerðinni Vik- ingur 1135. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Guðbjartur SH 45. Báturinn er í krókaaflamarkskerf- inu og verður gerður út á línuveið- ar. Eigandi útgerðarinnar er Jó- hann Guðbjartsson. Mikill mannfjöldi var saman kominn á bryggjunni á Rifi til þess að fagna komu Guðbjartar og sigldi gamli Guðbjartur á móti þeim nýja. Að sögn Jóhanns Guðbjartssonar er hann ánægður með bátinn, gang- hraði bátsins er um 26 mílur, en hann getur hæglega farið hraðar með stærri skrúfu. Aðalvél bátsins er af gerðinni Catepillar 3196, 660 hestöfl. Sigl- ingatæki og skipstjórnartölva með þrívídd eru frá Radíómiðun. Í lest er rúm fyrir 11.660 lítra og eitt 380 lítra fiskikar. Spilbúnaður er frá Electra ehf. Báturinn er innrétt- aður fyrir fjóra, í lúkar er full- komin eldunaraðstaða með raf- magnseldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Í brú er borðsalur fyrir fjóra. Innangengt er í gegnum upp- hitaða stakkageymslu bakborðs- megin. Allri vinnuaðstöðu á dekki er vel fyrir komið og fer mesta vinnan fram undir þaki í skjóli fyrir veðri og vindum. Ganghraði bátsins er rúmar 26 sjómílur á einungis 80% af vélaraflinu sem til boða er, því er álag lítið og mjög lítil olíu- notkun. Skipstjóri bátsins er Egg- ert Bjarnason og háseti Vífill Þór Marinósson. Annar háseti mun bæt- ast í hópinn áður en langt um líður. Nýr Guðbjartur SH 45 til Hellissands Morgunblaðið/Alfons Finnsson NÝR og endurbættur vefur Síldarvinnslunnar hf. hefur verið opnaður á vefslóðinni www.svn.is. Í tilkynningu á hinni nýju heima- síðu segir m.a. að á hinum nýja vef sé leitast við að gera fjöl- þættri starfsemi Síldarvinnslunn- ar hf. skil en starfsemi fyrirtæk- isins hefur tekið miklum breytingum á undanförnum mán- uðum. Á heimasíðunni fær hver starfsstöð sinn eigin undirvef þar sem starfseminni í landi er lýst, birtar myndir og ýmsar upplýs- ingar. Útgerðinni eru gerð skil og birtar upplýsingar um skipin, birt er yfirlit yfir dóttur- og hlutdeild- arfélög, síma- og netfangaskrá er á vefnum, starfsmannastefna Síldarvinnslunnar hf. er birt og hægt er að sækja um starf í gegn- um vefinn á rafrænan hátt. Sem fyrr verða fréttir af starf- semi Síldarvinnslunnar hf. birtar með reglulegum hætti og er þeim skipt upp í almennar fréttir, skipafréttir og starfsmannafrétt- ir. Hægt er að skrá sig á póstlista og gerast áskrifaðdi af fréttum frá Síldarvinnslunni hf. Athygli ehf. hafði umsjón með gerð vefj- arins en vefsmíðin fór fram hjá Ljósmiðlun ehf. Ný heimasíða SVN RAÐAUGLÝSINGAR TIL SÖLU Til sölu varanlegar aflaheimildir - Sandkoli 120 tonn. - Skrápflúra 30 tonn. - Dragnótaleyfi í Faxaflóa. Selst allt saman. Hafið samband í s. 555 4300. Kvóta- og Skipasalan ehf. www.kvoti.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.