Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 1 . J Ú L Í 2 0 0 3 B L A Ð B  SKIPTIR LITUM EFTIR ÁRSTÍÐUM /2  LEITAÐ AÐ LJÓSHÆRÐUM DRENG /3  ÉG VIL EKKI HORFA Í AUGUN Á FÓLKI /4  ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR /5  FJARSTADDIR FEÐUR /6  ÚR PRENTI Í 360°C FISKA /7  MARGT er þaðsem æskandundar sérvið og gamlir leikir öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. Ófáir eiga minningar frá harki upp við húsvegg og enn í dag leika krakk- ar sér að því að harka með krónupeninga. En nú hafa marglitir Drakkókarlar (Dracco) rutt sér til rúms í harkinu og þá gilda sömu gömlu regl- urnar – þótt tilbrigði þróist vissulega innan ólíkra hópa. Leikendur kasta hver sín- um Drakkókarli upp að vegg og hann verður að skella á veggnum og velta til baka. Sá sem á karlinn sem nemur staðar næst veggnum slær eign sinni á alla karla í því kasti. Þannig er hægt að vinna Drakkókarla af öðrum og safna þeim. Þeir bekkjarbræður og vinir, Alexander Örn Júlíusson og Sigurður Stefán Flygenring, eiga hvor um sig þónokkuð safn af Drakkókörlum og Sig- urður á auk þess nokkra Jojo’s-karla sem hann keypti sér á ferðalagi í Frakklandi í fyrrasumar. Þeim finnst gaman að harka og segja að einnig sé hægt að spila með þessum körlum á annan hátt. „Þá er körlunum kastað upp í loft og maður fær mismun- andi stig eftir því hvernig þeir lenda. Erfiðast er að fá þá til að lenda standandi en ef það tekst þá fær maður tíu stig. Ef þeir lenda á bakinu eða hliðinni þá fær maður fimm stig en ekkert stig ef þeir lenda á maganum.“ Á Drakkókarlana eru ennfremur letraðar misháar tölur, sem gerir þá misjafnlega verðmæta og leikinn þar með meira spennandi hjá þeim sem taka þá breytu með í reikninginn. Þeir félagar voru ný- komnir frá Vest- mannaeyjum þar sem þeir voru að keppa á fótboltamóti drengja og sögðust hafa nýtt tímann á milli leikja til að spila fótboltaspil með skrúftöppum af gosflöskum sem þeir segja mjög vinsælt. „Þessi leikur gengur út á það að skora mark og vinna þannig stig. Sá sem er fyrstur til að vinna sér inn fimm stig, hann vinnur.“ Þremur töppum á hvolfi er stillt upp í röð og sá sem spilar hverju sinni á að skjóta miðjutappanum fram með þumalfingri. Hinir, einn eða fleiri, búa til mörk með vísifingri og litlaputta og leikmaðurinn á að skjóta töppunum til skiptis í átt að einhverju markinu og reyna að skora. Á leið tappanna að markinu má aðeins skjóta tappa á milli hinna tappanna tveggja, ekki má skjóta aftur á bak og tapp- arnir mega ekki snerta hver annan, þannig að það getur verið þónokkur kúnst að fá stig. Sigurður og Alexander segjast spila þessa leiki bæði úti og inni, ýmist tveir eða fleiri. Þeir segja gott að grípa til þeirra inni við til þess að láta sér ekki leiðast þegar sumarveðrið verður of blautt til útiveru. HARK fellur seint úr gildi Morgunblaðið/Arnaldur Drakkókarl- arnir eru frekar ólögulegir og kúnst- ugir á svip. Alexander býr sig undir að skjóta tappa á milli tveggja annarra og ætlunin er að hitta í markið sem Sigurður hefur búið til með fingrunum. Einbeiting Alexanders leynir sér ekki þegar litríkum Drakkókarli er kastað enda skiptir öllu máli að karl- inn nái að snerta vegginn en fari þó ekki langt til baka. Sigurður fylgist grannt með karlinum fljúgandi og bíður spenntur eftir úrslitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.