Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 3
orðinn rosalega þreyttur og þeir voru að taka seint.“ Á móti Ragnari Pétri lék Albena Stavreva, sem hann segir að sé „soldið fræg leikkona í Búlgaríu“. Mest var hann látinn tala á ensku, en einnig sænsku sem hann lærði þegar hann bjó í Gautaborg í hálft annað ár. Ensku- kunnáttuna segist hann hins vegar hafa frá Finnlandi, þar sem hann bjó einnig og talar sérlega vel um. „Það er mjög skemmtilegt land og Helskinki er skemmtileg borg. En tungumálið þeirra er reyndar soldið bull. Ég lærði smávegis, en er búinn að gleyma því núna. Svo á ég marga góða vini þar. Og það er öruggt land, eiginlega hægt að labba um eins og maður vill án þess að það sé hættulegt.“ – Hefurðu kannski aldrei búið á Íslandi? „Jú, jú, ég kláraði 2. bekk hér. Og mér finnst alveg gaman að koma hingað, en bara í frí. Ég hef ekki viljað búa hér aftur síðan ég flutti til útlanda. Ég myndi til dæmis ekki nenna að vera í skóla hérna.“ – Þú vilt bara vera á flakkinu? „Já, það er skemmtilegra. Það er líka ágætt í Búlgaríu. Við erum bara fjórtán í bekknum mínum og eiginlega allir vinir. Mér finnst skemmtilegast í stærðfræði en ég er að spekúlera í því að verða lög- fræðingur.“ – Værirðu til í að leika í fleiri myndum? „Já, það væri bara gaman,“ segir Ragnar Pétur. Þegar móðir hans kemur að sækja drenginn bætir hún við að aðstandendur myndarinnar hafi verið sérlega ánægðir með hversu agaður Ragnar Pétur væri. „Það hefur hann lært í skólunum úti. Og þeir sögðu við okkur: „Ef þessi drengur hefur áhuga og heldur áfram í leiklistinni, gæti hann orð- ið næsti Leonardo Di Caprio!“ Það fannst okkur öllum mjög fyndið,“ segir móðir Ragnars. Sjálfur kveð- ur hann með handabandi og þakk- ar fyrir spjallið. Tökuliðið undirbýr lokaatriði myndarinnar á flugvellinum í Sofia. Vinirnir Daniel (Ragnar Pétur) og Ana (Albena Stavreva) jafna sig eftir „næstum-því-bílslys“ í myndinni Enginn ættarsvipur. Gervitárin voru dálítið pirrandi sith@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 B 3 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun ÚTSALA 20-50% afsláttur HR Látum einungis ánægjuna síast í gegn GOLDEN BEAUTY SUN DEFENSE Helena Rubinstein sérfræðingur í sólarvörum kynnir ný sólvarnarkrem. DRAUMKENND FEGURÐ www.helenarubinstein.com Nauðsynlegir ferðafélagar á sumrin eru sólvarnarkrem ef verið er í sólinni, en ef hún sýnir sig ekki, eða þú vilt strax verða brún, sjálfbrúnandi krem án sólar. Þegar þú kaupir 2 krem úr sólarlínunum fyrir andlit eða líkama fylgir þessi stóra litríka taska með í kaupbæti* og ef þú bætir við þriðju vörunni færð þú að auki snyrtibuddu í stíl. Útsölustaðir: Ársól Efstalandi 26 Grímsbæ, Gullbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Mist Spönginni, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn Laugavegi 80, Andorra Strandgötu 32 Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Hygea Smáralind, Fína Háholti 14 Mosfellsbæ. Landið: Jara Hafnarstræti 104 Akureyri, Bjarg Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 14 Húsavík, Konur & Menn Hafnarstræti 9 Ísafirði, Myrra Austurvegi 4 Selfossi, Miðbær Miðstræti 14 Vestmannaeyjum. * M eð an bi rg ði re nd as t sterk og lundin létt. Í honum býr gnótt af suður-amerískri sveiflu, bæði í hreyfingum og skapi. Hann er spaugsamur, skopskynið nokkuð kaldhæðið og hann segir að kannski sé það eitthvað sem einkenni eyja- skeggja. „Íslendingar virðast að minnsta kosti hafa svipað skopskyn og fólkið heima á eyjunni minni í Karíbahafinu og það er ein af ástæð- um þess að ég kann vel við mig á Ís- landi,“ segir Roshan sem einnig hef- ur búið í Bandríkjunum en þar þurfti hann alltaf að passa sig á að móðga engan. „Kaninn er svo hör- undsár og það er stórvarasamt að gantast með pólitíkina hjá þeim.“ Ég er eins og sauðkindin Gálgahúmor er ekki það eina sem Roshan kann vel við hér á landi ísa, hann kann líka vel við kuldann og þolir hann reyndar miklu betur en hita. „Mér finnst gott að vinna úti í frosti og þá vaknar upp í mér indíán- inn og ég verð eins og rauðskinni á litinn. Í miklum hita verð ég aftur á móti blásvartur eins og þeir sem búa syðst í Afríku. Mér líður mjög illa í hita, sérstaklega nóttina eftir slíkan dag því það er eins og hitinn safnist fyrir í húðinni yfir daginn og það veldur mikilli vanlíðan yfir nóttina. Ég blóta oft sólinni hérna í norðrinu því hún er svo sterk. Ég segi stund- um að ég sé eins og sauðkindin sem breytir um hárafar eftir árstíðum, er í ull yfir veturinn en missir hana svo yfir sumarið. Hjá mér er það húðin sem breytist, ég verð rauður indíáni á veturna en blámaður á sumrin,“ segir Roshan og hugsar sig aðeins betur um. „Eða kannski ætti ég frekar að líkja mér við litföróttan hest því ég er líka með það sem kall- að er hestablóð, ég er svo viðkvæm- ur fyrir eiturefnum. Þegar ég málaði baðherbergið heima hjá mér um daginn, þá varð ég veikur í heila viku eftir það, þó svo að ég hafi haft alla glugga opna upp á gátt.“ Engin veit sína ævina fyrr en öll er Fjölskylda Roshans heldur ekki mikilli tryggð við heimahagana og aðeins ein systir hans og einn bróðir búa enn á Trinidad og Tobago. Hin systkinin hafa öll flust til annarra landa, flest til Norður-Ameríku. Foreldrar hans búa nú í New York. Enginn úr fjölskyldunni hefur þó horfið svo langt til norðurs eins og Roshan en ævintýraþráin dró hann upphaflega hingað til lands. „Ég hef þörf fyrir að skipta reglulega um umhverfi og mér hefur ævinlega þótt áhugavert að kynnast ólíkum menningarheimum. Ég kom fyrst til Íslands fyrir sjö árum, eftir að hafa búið í Seattle í Bandríkjunum í tólf ár. Ég dvaldi hér nokkur sumur til að byrja með og vann við hleðslur hjá Guðjóni en ég fór alltaf út til Bandaríkjanna að hausti og var þar yfir veturinn. Árið 1998 fór ég ásamt íslensku kærustunni minni henni Þuríði og heimsótti æskustöðvar mínar og nágrannalandið Venes- úela. Í mars 1999 fór ég svo einu sinni enn til Bandaríkjanna og ætl- aði ekki að koma aftur til Íslands. En ég var nú samt kominn hingað tveimur mánuðum seinna,“ segir Roshan sem ekki gat sagt skilið við íslensku ástina sína. „Nú erum við Þuríður búin að eignast tvö börn og ég finn að ég er farinn að skjóta rót- um hér,“ segir Roshan sem festi ný- lega kaup á íbúð ásamt heitkonu sinni og unir hag sínum vel. Hann er ákveðinn í að koma sér vel áfram og dreif sig því í vélaverkfræði í Há- skóla Íslands og á nú aðeins einn vetur eftir í náminu. Hann segir námsvalið ekki hafa verið erfitt því hann hafi ævinlega verið heillaður af vélum alveg frá því hann dundaði sem strákur með pabba sínum á vélaverkstæði heima á Trinidad og Tobago. Roshan þeytir skífum öðru hvoru á Café Kulture og gleður gestaeyru með tónum. Annars segist hann ekki skipuleggja líf sitt mörg ár fram í tímann en gælir þó við þá hugmynd að einhverntíma geti hann sannfært Þuríði um að litla fjölskyldan flytji kannski til Seattle, þó ekki væri nema til nokkurra ára, því hirðing- inn í honum vill færa sig reglulega um set. Harður í horn að taka. Roshan tekst á við grágrýtið forna. Indíáninn, márinn og Indverjinn kann vel við sig á köldu Íslandi. Stundum þarf að grípa til tækja til að vinna á grjótinu. khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.