Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 5
 Ian Anthony skemmtir sér vel á leikskólanum í þjálfun hjá Þórunni Þorleifsdóttur. tir Jónu sem lét hana hafa bækling hverfu þar sem lýsingin passaði við Hefur verið barátta segir að Ian sé þó laus við ýmislegt t einkenni einhverf börn eins og t.d. ælni, vansæld eða erfiðleika við að á nýja staði. „Hann er alltaf glaður ur og hann kemur með okkur í knir og er frekar nýjungagjarn en ð erum rosalega heppin.“ hafði áður farið á námskeið í CH-aðferðinni sem mest hefur ver- ð í þjálfun einhverfra hér á landi til. En hún var mjög ánægð með að ang að þróunarverkefninu á sínum ar sem henni leist mun betur á at- álfunina fyrir Ian Anthony. þjálfi Ians er Hrefna Björk Ped- og hefur hún þróað ýmis konar fni fyrir Ian. „Hún hefur verið með frá upphafi og er alveg frábær. r farið að leita til hennar eftir náms- til að fá að fylgjast með,“ segir Hún segist ánægð með þá þjónustu ölskyldan hefur fengið eftir að Ian ny greindist á sínum tíma. „En auð- efur þetta líka verið barátta.“ Upplifði sjokkástand nu bréfi sem Jóna skrifaði þáver- orgarstjóra árið 2001 lýsti hún yfir ngi við kjarabaráttu þroskaþjálfa og rá reynslu sinni. Hvernig verkfall þjálfa varð til þess að Ian fór aftur, rsu mikilvægt starf þroskaþjálf- r. Og hvernig hún þurfti að berjast ví að koma honum inn á leikskóla og glega við kerfinu til að það fengist þjálfi fyrir Ian. Jóna og Nicholas arist áfram og nú eru tveir þroska- á leikskólanum hans Ians til að hann, fyrir og eftir hádegi. rfsfólkið á Rauðaborg hefur verið t í alla staði, allir svo áhugasamir skólastjórinn, Ásta Birna Stefáns- er svo sannarlega búin að leggja mörkum,“ segir Jóna. finu lýsir Jóna einnig hvernig upp- lifunin var þegar Ian var greindur og for- eldrunum var tilkynnt niðurstaðan: „Al- varleg einhverfa“. Orðin skullu á mér eins og hvirfilvindur og ég veit núna að ég upp- lifði „sjokkástand“. Á því andartaki gerði ég mér grein fyrir því að það er alveg sama hversu vel þú heldur að þú sért bú- inn að brynja þig, ekkert getur undirbúið þig undir að heyra að barnið þitt sé fatlað, muni þurfa á hjálp að halda alla sína ævi. Öðlist aldrei það líf sem okkur hinum finnst svo eftirsóknarvert, sjálfstætt líf þar sem við getum tekið okkar eigin ákvarðanir og staðið og fallið með þeim.“ Hefur tröllatrú á atferlisþjálfun Ian er mikið með þjálfaranum sínum á leikskólanum og hefur gaman af þjálfun- inni. Atferlisþjálfunin miðar að því að þjálfa börnin í samskiptum og að fara eftir reglum. Myndir eru mikið notaðar og barnið situr við með þjálfaranum. Hluti af þjálfuninni er oft að fá börnin til að sitja kyrr og er í raun forsenda þess að þjálfun geti farið fram, að mati Jónu. Hún segir að þessi aðferð hafi sætt gagnrýni vegna þess að fólki þykir hún minna á hundaþjálfun. „Það er nefnilega stungið upp í munninn á börnunum fyrir góða frammistöðu og það er gert mjög markvisst á meðan verið er að læra eitthvað nýtt. Þeim er einnig klappað og hrósað fyrir góða frammistöðu en væl þeirra og nöldur er ekki hlustað á. Það er því ekkert auðvelt að fylgjast með þjálfun barnsins síns, alla vega ekki svona til að byrja með.“ Jóna segist hafa trölla- trú á þessari aðferð og telur að hægt væri að þjálfa t.d. ofvirk börn eða börn með hvers konar þroskafrávik með henni líka. Núna er Ian Anthony að læra sagnir. Honum eru sýndar myndir og á að svara hvað verið er að gera á myndunum. Þegar byrjað var að þjálfa þetta atriði var hann með nokkrar myndir fyrir framan sig og honum var sagt að benda á ákveðna sögn. Nú hefur honum farið svo fram að hann getur sjálfur sagt sögnina. Hver sögn telst lærð þegar barnið getur alltaf bent á rétt spjald þrátt fyrir a.m.k. tíu truflanir á milli, að sögn Jónu. „Þetta er endurtekn- ing, endurtekning og aftur endurtekning. Það þarf gífurlega þolinmæði bæði hjá barni og þjálfara til að komast í gegnum þetta,“ segir hún. Þegar Ian er ekki í þjálfun er hann inni á deild með hinum börnunum. Hann sýnir börnunum sífellt meiri áhuga og er aðeins farinn að eiga frumkvæði að því að ganga inn í leiki, að sögn Jónu. Það þarf að kenna einhverfum börnum að leika sér og það hefur tekist vel með Ian, að mati móður hans. Hann er farinn að dunda sér heima og finnst gaman að leika sér, þótt áráttu- kennd hegðun sé líka til staðar. Hana er þó æskilegt að brjóta upp, að sögn Jónu. Fundir eru haldnir reglulega á leikskól- anum, með Ian og foreldrum hans, leik- skólakennara, þjálfurum og fulltrúa Greiningarstöðvar og Leikskóla Reykja- víkur. Þar er farið yfir hvað er verið að gera, hvernig það er gert, hvað má fara betur og hvernig gengur. Lengst af voru fundirnir vikulega en eru nú mánaðarlega. Oft erfiðara að setja fötluðum börnum skýr mörk „Ég veit ekki hvar við værum stödd núna ef ekki væri fyrir þessa þjálfun. Ian hefur mikið skap og veit hvað hann vill. Það er ómetanlegt að fá svona leiðbein- ingar, því allt er þetta hluti af uppeldinu. Hann veit að nei þýðir nei og hikar við að óhlýðnast. Það er vegna þjálfunarinnar,“ segir Jóna. Hún telur að foreldrar fatlaðra barna eigi oft erfiðara með að setja þeim skýr mörk og það geti bitnað á heilbrigð- um systkinum þeirra. Það er æskilegt að foreldrar þjálfi börn sín markvisst heima líka og Jóna og Nicholas gerðu það til að byrja með. „En í sannleika sagt gerði það mig bara svo þunglynda að ég hætti því, en það tók langan tíma fyrir mig að viðurkenna það. Þjálfunin kemst samt sem áður inn í dag- legt líf hjá okkur þar sem við leggjum áherslu á samskiptin. Við látum hann ekki fá neitt nema hann hafi sýnt einhver við- brögð eða svarað okkur. En við erum líka heppin með það að Ian hefur yfirfært mjög vel heim það sem hann hefur lært hjá þjálfaranum í leikskólanum, en því er ekki að heilsa hjá öllum einhverfum börn- um.“ „En ég get ekki grátið með þér“ Önnur tilvitnun í hugleiðingu mæðgin- anna hljóðar svo: „…Ég get hlegið með þér. Ég er ekki endilega að hlæja að því sama og þú, en við getum engu að síður hlegið saman. En ég get ekki grátið með þér. Ég hef ekki samúð með fólki, skil ekki tár þess. Mamma er oft með tár í augunum og ég finn að það er gott, því hún tekur mig í fangið, horfir í augun á mér og segir „elsku litli einhverfi strákurinn minn, mik- ið ertu fallegur“. Svo brosir hún gegnum tárin og mér líður svo vel.“ Ian á að byrja í skóla á næsta ári en það er óvíst hvað verður. „Ég held að það þurfi mikið að gerast á einu ári til þess að hann fari inn í almennan skóla með stuðning, en það er ekki útilokað. Við viljum leggja áherslu á að honum líði vel, ég vil ekki að hann fari inn í almennan skóla ef honum líður illa, þá vil ég frekar að hann fari í til dæmis Öskjuhlíðarskóla og fái að vera hann sjálfur.“ Jóna segir að álagið á fjölskylduna hafi líklega verið meira en þau gera sér grein fyrir. „Vinnuveitendur hafa sýnt okkur mikinn skilning og liðlegheit. Fjarvistir frá vinnu hafa minnkað eftir að fundunum fækkaði og þetta er að verða þannig að það er ekkert meira vesen í kringum Ian en hvert annað barn,“ segir Jóna brosandi að lokum. atexti1 tag with 8 point dummy steingerdur@mbl.is að sögn Guðnýjar er vitað að börnin sem nutu at- ferlisþjálfunarinnar tóku marktækt meiri fram- förum en samanburðarhópar sem fengu annars konar þjálfun. Fleiri börn með einhverfu en þau þrjú sem taka þátt í þróunarverkefninu eru í leikskólum í Reykja- vík. Þónokkur þeirra eru þjálfuð með þessari að- ferð en eru fyrir utan þróunarverkefnið sjálft. Þau þrjú sem eru innan þróunarverkefnisins völdust til- viljanakennt, að sögn Guðnýjar, en fyrir lágu óskir foreldra þeirra um atferlisþjálfun hjá Leikskólum Reykjavíkur. „Reykjavíkurborg hafði í raun ekki miklar forsendur til að sinna atferlisþjálfun af því að það vantaði þekkingu,“ segir Guðný. „Þess vegna fórum við af stað með þróunarverkefnið, til þess að byggja upp þekkingu og til þess að það sé hægt að bjóða fleirum þessa þjálfun í framtíðinni.“ Börnin þrjú sem taka þátt í þróunarverkefninu voru öll á leikskólaaldri þegar þjálfunin hófst en eitt þeirra á að byrja í skóla í haust. Sum börn sem verið hafa í atferlisþjálfun í leikskóla, hafa fengið áframhaldandi þjálfun í grunnskóla, þar sem þekk- ing hefur verið til staðar, en enn skortir á hana inn- an grunnskólanna, að sögn Guðnýjar, en hún legg- ur áherslu á að viljinn sé fyrir hendi. Þeir þroskaþjálfar eða sálfræðingar hér á landi sem hafa öðlast þekkingu á heildstæðri atferl- isþjálfun hafa menntað sig erlendis eða fengið þekkingu sína í tengslum við fjölþjóðlegu rann- sóknina eða þróunarverkefnið sem hér um ræðir. Kynning á heildstæðri atferlisþjálfun er hluti af námskrá við þroskaþjálfaskor Kennaraháskóla Ís- lands, segir Guðný, en hún segir að meira þurfi til svo þekking byggist upp hjá verðandi þroskaþjálf- um. Heildstæð atferlisþjálfun gefur betri raun ef markviss þjálfun hefst snemma á ævinni, að sögn Guðnýjar. Hún segir enn fremur að það gefi góða raun að nýta aðferðir þessarar þjálfunar alla ævi hins einhverfa. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 B 5 SUMARIÐ er tími ferða- langa og sjaldan eða aldrei hefur fólk verið á jafn- miklum faraldsfæti inn- anlands og síðustu miss- eri. Íslendingar sækja landið sitt heim í vax- andi mæli og fjöldi erlendra ferða- manna eykst með ári hverju. Þeir hjóla í rokinu yfir fjöll og firnindi, þeir tjalda í mosató, þeir festa kaup á lopapeysum, kveikja varðeld og liggja úti í bjartri sumarnóttinni. Fyrir þá sem huga að langferð um landið er að ýmsu að hyggja. Útbún- aður verður allur að vera í lagi, jafnt öryggis- sem viðlegubúnaður. Þá má ekki gleyma veðurspánni, staðgóðu nesti, skjólgóðum fötum, sólkremi, sundfötum og filmu í myndavélina. Sífellt fleiri nota Netið til aðstoðar við skipulagninguna og hér eru nokkrir tenglar sem komið gætu að gagni: www.icetourist.is Vefur Ferðamálaráðs Íslands. Þar er til dæmis að finna tíu lögmál ferðamannsins, fróðleiksmola um allt frá þúfum til dalalæðu, lista yfir þá sem bjóða skipulagðar gönguferðir, að ógleymdum upplýsingum um náttúruverndarsvæði á landinu. Þá er og listi yfir upplýsingamiðstöðvar ferðamanna, sem eru 40–50 um land- ið allt. Leiðréttur er sá misskilningur að þær séu eingöngu ætlaðar erlend- um túrhestum, þær nýtast ekki síður Íslendingum á ferð: „Starfsfólk upp- lýsingamiðstöðvanna býr yfir sér- þekkingu um viðkomandi svæði og engir eru betur fallnir til að leiðbeina ferðafólki. Á upplýsingamiðstöðvum er t.d. kjörið að fræðast um áhuga- verða staði í nágrenninu, möguleika á gistingu, afþreyingu eða hvaðeina sem ferðafólk þarf að vita. Á ferða- lagi geta komið upp ýmis vandamál sem leysa þarf úr t.d varðandi bílinn, viðleguútbúnað eða möguleika á ým- iss konar þjónustu. Hvar er hægt að kaupa eða leigja viðleguútbúnað? Hvar er hægt að kaupa bensín? Hve- nær eru sundlaugar eða söfn opin o.s.frv.“ www.ust.is Vefur Umhverfisstofnunar geymir m.a. umfjöllun um aðgengi og útivist í náttúru Íslands, þ.á m. réttindi og skyldur ferðamanna og reglur um hjólreiðar, berjatínslu, akstur og veiðar. Þá liggja þar „frammi“ nátt- úruminjaskrá, drög að nátt- úruverndaráætlun, lög um friðlýs- ingar og fleira sem kann að vekja áhuga útivistarfólks. www.itferdir.is Hér er m.a. greint frá skipulögð- um gönguferðum innanlands í sum- ar, en einnig erlendis. Þá er starf- semi Göngugarpa ÍT kynnt, en þeir hittast alla sunnudagsmorgna og fara í styttri fjallgöngur í grennd við höfuðborgina. Í þann hóp eru allir velkomnir og þátttaka ókeypis, en meðal áfangastaða á næstunni eru Hengillinn, Reykjadalur og Mósk- arðshnjúkar. www.umfi.is og www.ganga.is Hér er greint frá landsverkefni UMFÍ, Göngum um Ísland, sem er hafið að nýju með stuðningi heil- brigðisráðuneytisins. Verkefnið mið- ar að því að fá landsmenn til að fara í gönguferðir, njóta íslenskrar nátt- úrufegurðar og kyrrðar og byggja um leið upp betra líkamsform. Leiða- bók með 238 merktum gönguleiðum um land allt er gefin út í 45.000 ein- tökum og fæst gefins á upplýsinga- miðstöðum UMFÍ, sundlaugum og Esso-bensínstöðvum víða um land. Í verkefninu Göngum um Ísland er lögð áhersla á stuttar, stikaðar og að- gengilegar gönguleiðir. Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verkefninu. Settir eru upp póstkassar með gestabókum á 22 fjöll víðs vegar um landið, en þau eiga það sameig- inlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. www.utivist.is Vefur Útivistar heldur utan um ferðaáætlanir félagsins í sumar og vetur. Þar er einnig að finna gaum- lista fyrir þá sem pakka niður í fjall- göngur, langar og stuttar, að ógleymdum góðum leiðarlýsingum valinna leiða. www.fi.is Ferðafélag Íslands heldur úti fjöl- breyttum vef. Þar eru lýsingar á nokkrum helstu gönguleiðum á há- lendi Íslands, tenglar í fjölda ferða- félaga, og auðvitað ferðaáætlun FÍ 2003. www.vegagerdin.is Á vef Vegagerðarinnar er hnapp- urinn Ferðaupplýsingar þar sem greint er m.a. frá færð á vegum, veðri og umferð. Ennfremur má nálgast kort yfir ástand fjallvega sem uppfært er vikulega yfir sum- artímann. www.vedur.is Vefur Veðurstofu Íslands býður nú upp á nýjan hnapp: Ferðaveðrið. www.camping.is Íslenski tjaldsvæðavefurinn veitir yfirlit yfir tjaldstæði um allt land. www.lmi.is Vefur Landmælinga Íslands veitir m.a. upplýsingar um þau ferðakort og Íslandskort sem völ er á. Morgunblaðið/Þorkell Ferðalög RAKIN RÁÐ Ævintýriá gönguför Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga. Ertu á leið í fríið? FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.