Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 7
„Ég held að verklegi þátturinn sé eitthvað sem fólk nær tökum á, hann veldur kannski kvíða í fyrstu en sá þáttur gleymist fljótlega þegar færn- inni er náð. Samskiptavandamálin við barns- mæðurnar reynast þeim erfiðust að leysa og virðast vera það sem þeim finnst mikilvægast að fá aðstoð við.“ Hver voru viðbrögð fjölskyldna feðranna? „Fjölskyldur þeirra tóku þessu yf- irleitt vel og studdu þá að mörgu leyti. Þó fer ekki fram sambærileg umræða við þá og við barnsmæður þeirra, þá á ég við umræðu um með- gönguna, fæðinguna og síðar um þroska barnsins. Þarna erum við aft- ur komin að þögninni sem hindrar feðurna ef til vill einna mest í að vaxa inn í foreldrahlutverkið.“ Væri ráð að stofna samtök fjar- staddra feðra á Íslandi? „Það eru nú þegar til samtök ábyrgra feðra sem eru að berjast fyr- ir réttindum einstæðra feðra. Ég tel að þau séu að vinna gott og ötult starf og þar sé vettvangur fyrir þessa feð- ur til að vinna að sínum réttindamál- um.“ Teldir þú að gera ætti rannsókn um sama mál frá sjónarhóli mæðr- anna? „Mér fyndist mjög athyglisvert og spennandi að gera slíka rannsókn því barnsmæðurnar eru án efa að upplifa allt aðra hluti og þeirra veröld er að öllum líkindum mjög ólík veröld hinna fjarstöddu feðra. Það er að mínum dómi mikilvægt að þessir að- ilar fái innsýn í heim hvors annars og skilning á hvor annars veröld og veruleika.“ Hvernig valdir þú þýðið og vannst rannsókina? „Úrtakið fékk ég eftir ábendingum frá ýmsum aðilum og með því að spyrjast fyrir um hvort fólk þekkti einhvern fjarstaddan föður. Ég fékk leyfi til þess að hringja í þessa ein- staklinga eftir að viðkomandi hafði haft samband við þá. Sex samþykktu þátttöku en tveir höfnuðu boðinu. Auglýsingar skiluðu engum árangri. Ég hafði tvisvar sinnum samband við alla feðurna nema einn. Í fyrstu tók ég um klukkutíma langt hljóðrit- að samtal við hvern þátttakanda. Seinna talaði ég við suma þeirra aft- ur en við aðra hafði ég samskipti í tölvupósti. Ég sendi þeim grunnúr- vinnslu gagna til þess að fá álit þeirra á hvort ég væri að túlka rétt það sem þeir sögðu og þurfti aðeins að gera lítilsháttar breytingar.“ Er eitthvað sem betur hefði mátt fara í rannsókninni? „Ég hefði í fyrsta lagi þurft að fá fleiri í úrtak, það var mjög einsleitt sem er veikleiki í rannsókninni. Ég hefði gjarnan einnig viljað skoða upplifun þeirra feðra sem ekki kjósa að axla föðurábyrgð sína en ég fékk ekki aðgengi að þeim. Auk þess hefði mig langað til að gera vettvangsat- hugun í leiðinni, skoða feðurna í sam- skiptum við börn sín, en þetta er svo persónulegt málefni og erfitt að fá aðgengi til að skoða fólk inni á þeirra heimilum. Ég veigraði mér við því að biðja um þann aðgang.“ Hverju vonast þú til að rannsóknin skili? „Þar sem rannsókn þessi er grunn- rannsókn er þess óskandi að hún ryðji brautina og fleiri fylgi í kjölfar hennar. Ég vona einnig að þessi rannsókn opni umræðu úti í samfélaginu um hlutskipti fjarstaddra feðra. Það eru margir sleggjudómar á kreiki gagn- vart þeim og mest virðist rætt um þá sem ekki standa sig. Síðast en ekki síst vonast ég til þess að rannsóknin veki heilbrigðisstarfsmenn til um- hugsunar um það hvernig beri að veita fjarstöddum feðrum þjónustu líkt og öðrum foreldrum. Án efa mætti stuðla að því að fleiri fjarstaddir feður tilheyrðu þeim hópi sem þrá að sinna börnum sínum. Ég tel að það þurfi að huga að ýmsum lögum og reglugerðum sem hamla þessum mönnum í að axla ábyrgð sína.“ Hægt verður að nálgast ritgerð Sigríðar til aflestrar í Þjóðarbókhlöð- unni í haust. mariaolafs@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 B 7 AÐ MORGNI dags ífebrúar fyrir rúm-um sex árum vakn- aði Steinar Kristjánsson fárveikur með stokkbólgna liði og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Bólgurnar ágerðust og þessu fylgdu miklar þrautir. Steinari hafði varla orðið misdæg- urt fyrir þennan ör- lagaríka morgun. Hann var 37 ára að aldri og bú- inn að koma sér vel fyrir í lífinu, sem er hans lán í dag ásamt því að hann á samhenta og góða fjöl- skyldu. Eftir margar læknaheimsóknir, inn- lagnir og viðamiklar rann- sóknir var sjúkdómurinn greindur: Gigtarsjúkdóm- ur. Steinar hafði verið í sjálfstæðum rekstri í 16 ár. Hann varð að hætta rekstri fyrir tveimur árum vegna veikindanna og ákvað í samráði við eig- inkonu sína og börn að halda til náms í uppstoppun dýra, taxidermy á ensku. Skólinn var í Wisconsin í Bandaríkjunum. Með fyrirtækið í kjallaranum heima Steinar hefur alla tíð haft áhuga á öllu sem viðkemur veiði og veiðidýrum svo það lá beint við, að hans mati, að leggja fyrir sig þetta fag. Árið 2003 var hann útskrifaður með diplóma í uppstoppun spen- dýra, fiska, fugla og hausa á veiðidýrum. Nú hefur hann stofn- að sitt eigið fyrirtæki, Upp- stoppun Steinars, í kjallaranum í einbýlishúsinu sínu við Kvistaland í Fossvoginum. Sérgreinin er 360° uppstoppun á fiskum. Við fagið getur hann unnið þegar honum hentar á sínum heimavelli og við góðar aðstæður sem hann hefur komið sér upp í Kvistalandinu. „Það myndi enginn ráða svona sjúkling í vinnu og ég býð heldur ekki upp á það. Ég varð því að finna mér sjálfur eitthvað að gera. Ég hef verið með veiðidellu frá því ég var smákrakki og hafði hugsað um þetta í mörg ár. Svo ákvað ég að drífa mig í námið og sé ekki eftir því,“ segir Steinar. Í læri hjá margföldum heimsmeisturum Dan Reinhardt, sem rekur skól- ann í Wisconsin, er fimmfaldur heimsmeistari í uppstoppun fiska og annar kennari við skólann, Steve Henthorn, þrefaldur heims- meistari í uppstoppun spendýra og fugla. Reinhardt er einkum kunnur fyrir svokallaða 360° upp- stoppun fiska sem felur í sér að búið er til náttúrulegt umhverfi í kringum fiskinn og hann stopp- aður upp allan hringinn þannig að hvergi sést í sauma. „Þetta er mun meiri vinna og frágangur en jafnframt skemmti- legra og skilar fallegri upp- stoppun en þetta hefðbundna sem menn þekkja uppi á vegg á mörg- um heimilum. Það komast átta manns inn í þennan skóla á hverju skólaári og þeir koma víðs vegar að úr Bandaríkjunum. Ég held ég hafi komist inn í skólann ein- göngu vegna þess að þeir voru svo forvitnir um Ísland og höfðu varla heyrt minnst á staðinn áð- ur.“ Uppstoppunariðnaðurinn veltir 40 milljörðum dollara á ári Steinar segir að uppstoppunar- iðnaðurinn í Bandaríkjunum velti um 40 milljörðum dollara á ári. Tækni og vinnsluaðferðum hafi fleygt fram á síðustu árum og skólinn fylgist grannt með allri framþróun á þessu sviði. 4–5 kennarar starfa við skólann. Nám- ið er mjög strangt, kennt alla daga nema sunnudaga frá sjö að morgni og langt fram eftir kvöldi og segir Steinar að það hafi kost- að skildinginn, en hann lítur á það sem fjárfestingu. „Nú ræð ég mínum tíma sjálfur og get unnið heima þegar mér hentar. Ég hef komið mér upp góðri aðstöðu og frá því ég kom úr náminu hef ég stoppað upp margs konar dýr, en mest fiska. Það er mikill munur að geta mætt brosandi í vinnuna og hafa gaman af því sem ég er að gera. Vinnan tengist áhugamálinu en ég fæ líka að heyra margar veiðisögurnar og gjarnan í nokkrum útfærslum, en það er auðvitað bara gaman að því.“ Einnig vinnur Steinar teppi úr feldum veiðidýra og er með sér- staka sútunarvél á verkstæði sínu. „Ég kann að súta upp á gamla mátann en núna er ég kominn með sútunarvél sem styttir vinnsluferlið mikið og eru skinnin sútuð undir þrýstingi.“ 500 kg svartabjörn felldur Eins og nærri má geta hefur Steinar veitt mikið í gegnum tíð- ina. Fyrir utan þetta hefðbundna, gæsir, rjúpur og fiska, stundaði hann annars konar veiðar með- fram náminu í Wisconsin. Hann skaut meðal annars 500 kg þung- an svartabjörn við landamærin að Kanada. „Ég fór ég með leiðsögumanni út í skóg í dögun. Síðan var lagt út fyrir björninn úldið kjöt og ég kom mér fyrir á palli upp í háu tré. Ég beið hátt í fjóra tíma þar til björninn rann á lyktina. Þegar hann birtist fyrir neðan mig sá ég hann hnusa mikið út í loftið og svo reif hann í sig kjötið. Þá hleypti ég af og hitti hann í hjartastað.“ Hausinn á birninum stoppaði Steinar upp og hann skreytir nú stofuvegginn heima hjá honum ásamt haus af hirti, white tail buck, sem hann skaut einnig í Bandaríkjunum þar sem mikið er af þeim. „Hjartarveiðarnar eru svipaðar og hreindýraveiðar. Það þarf að liggja fyrir þeim og passa sig á vindáttinni. En þarna eru allt aðrar aðstæður, miklir skógar en ekki sléttur og eyðimerkur eins og hérna heima og af þeim sökum eru þær kannski auðveld- ari en hreindýraveiðarnar.“ Á nefndum slóðum er einnig hægt að veiða fasana, villisvín og ýmsa aðra bráð, en einnig fjalla- ljón sem Steinar gerði ítrekaðar tilraunir til að komast í án árang- urs. Hins vegar komst hann í gedduveiði á ísilögðum Mikluvötn- um, Great Lakes. Veiðiskapurinn fór fram í 30 gráða frosti og drógu veiðimennirnir lítinn veiði- kofa á eftir sér á sleða á jeppa svo þeir hefðu skjól til að orna sér þegar stund gafst milli stríða. „Það er ekki nema 2–3 metra dýpt þarna og við sáum vel fiskana og botninn. Ég fékk nokkra smáfiska áður en geddan beit á. Þetta var 18 punda fiskur, rammur að afli. Í fyrstu var þetta mikill barningur en hún þreyttist tiltölulega fljótt. Ég stoppaði svo fiskinn upp í skólanum.“ Steinar er bjartsýnn um að geta haft gott lifibrauð af nýja starf- inu. „Veiðimarkaðurinn er alltaf að stækka á Íslandi. Hrein- dýrahausar eru nokkuð vinsælir núna og ég vona að 360° fiskarnir veki athygli – þeir eru mjög frá- brugðnir því hefðbundna.“ Úr prentinu í 360° fiska Steinar Kristjánsson var á kafi í rekstri sinna fyrirtækja þegar sjúkdómur herjaði skyndilega á hann. Í samtali við Guðjón Guðmundsson lýsir Steinar hvernig hann skipti um starfsvettvang og lét æsku- drauminn rætast. Morgunblaðið/Golli Með hausa af svartabirni og hirti sem hann felldi og stoppaði upp sjálfur. Feit og falleg bleikja eins og lifandi. Regnbogasilungur í 360° uppstoppun með tauminn ennþá í skoltinum. Steinar við 360° uppstoppun á karfa fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. gugu@mbl.is B-Complex H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Öflugur og öruggur FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.