Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 186. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Mestur heimsmaður Sveinn Einarsson fjallar um leik- skáldið Odd Björnsson | Lesbók 4 Umferð í hámarki Rótgróin veitinga- og greiðasala á Selfossi | Árborg 18 Strandhögg Eiríks rauða Ný breiðskífa færeysku rokksveitarinnar Týs | Fólk 42 myndu styðja þá hugmynd að NATO-lið yrði sent til Íraks. „Ítalska stjórnin telur, að það væri skref í rétta átt,“ sagði Frattini. Ítalir hafa samþykkt að senda 3.000 manna lið til Íraks, en Frakkar hafa sagt að þeir muni því aðeins senda liðsauka að umboð fáist frá SÞ. Í gærkvöldi greindi Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, frá því að Þjóðverjar myndu ekki geta orðið við beiðni Bandaríkjamanna um liðsauka. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti einróma í gær að hvetja George W. Bush forseta til að íhuga að falast eftir því að Atlants- hafsbandalagið (NATO) og Samein- uðu þjóðirnar (SÞ) sendi lið til Íraks, en fyrrverandi yfirmaður bandaríska hersins þar, Tommy Franks, segir að Bandaríkjamenn kunni að þurfa að vera þar í allt að fjögur ár. Colin Po- well utanríkisráðherra viðurkennir að hann sé ekki viss um hversu vel bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna og Breta taki í að senda mannskap til Íraks. Samþykkti öldungadeildin að Bush „ætti að íhuga að fara formlega og tafarlaust fram á það að NATO kalli til lið sem sent verði til Íraks, með svipuðum hætti og bandalagið hefur gert í Afganistan, Bosníu og Kosovo“. Franco Frattini, utanríkisráð- herra Ítalíu, sagði í gær að Ítalir Vilja NATO til Íraks Bagdad, Róm, Berlín. AFP. BANDARÍSKA varnarliðsmannin- um, sem ríkissaksóknari hefur ákært fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið Íslending hnífi í Hafnarstræti í vor, var fylgt af íslenskum lögreglumönnum til Keflavíkurflugvallar seint í gær- kvöldi samkvæmt ákvörðun ríkis- saksóknara og fangelsismálastofn- unar. Bandaríkjamenn hafa sem kunn- ugt er sóst eftir því að gæsla yfir hinum ákærða yrði á þeirra hendi og samþykkti ríkissaksóknari að sakborningurinn yrði afhentur Varnarliðinu þá og því aðeins ef yfirlýsing fengist af hálfu Varn- arliðsins um að framkvæma gæslu- varðhaldið sem sakborningurinn sætir samkvæmt úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur. Ef yfirlýsing fengist ekki þess efnis við mörk varnarsvæðisins, yrði sakborning- urinn færður aftur á Litla-Hraun. Um var að ræða tilraun af hálfu ríkissaksóknara til að koma til móts við kröfur bandarískra yf- irvalda og ná sáttum í deilumál- inu, að sögn Braga Steinarssonar vararíkissaksóknara. Varnarliðs- maðurinn fluttur til Keflavíkur- flugvallar MUNAÐARLAUS börn í Úganda, er misst hafa for- eldra sína úr alnæmi, faðma George W. Bush Banda- ríkjaforseta er hann kom ásamt Láru konu sinni í heimsókn á heilsugæslustöð fyrir HIV-smitaða í Entebbe í gær. Sungu börnin banda- rískt ættjarðarlag fyrir for- setann. Úganda var fjórði viðkomustaðurinn í Afr- íkuför Bush, en í gærkvöldi hélt hann til Nígeríu, sem verður síðasta Afríkuríkið sem hann heimsækir að þessu sinni. Þar tók á móti honum Olusegun Obasanjo forseti, en gífurlega um- fangsmikil öryggisgæsla var í Abuja, höfuðborg Níg- eríu, þar sem 2.000 manna aukalögreglulið hafði verið kallað út. Reuters Bush í Úganda Lofaði góðan/14 SALA á fiski á erlendum mörkuðum hefur verið hæg á undanförnum misserum, einkum á þetta við um ýsu og ufsa, en einnig karfa. Forstjórar SÍF og SH kenna um efnahagssamdrætti í Evr- ópu og aukinni samkeppni á mörkuðum. Verð á ýsu hefur lækkað um 13% á hálfu öðru ári mælt í SDR. Lækkun er enn meiri í íslenskum krónum. Adólf Guðmundsson, útgerðarmaður á Seyð- isfirði, segist finna vel fyrir breyttum aðstæðum á erlendum mörkuðum. „Ýsan hefur verið mjög þung í sölu. Það hefur verið birgðasöfnun í þessari hefðbundnu vöru, fimm pundum og blokk. Menn hafa ekki treyst sér að taka mikinn ufsa nema upp í fasta samninga. Síðan er sala á karfa farin að þyngjast líka.“ Adólf sagði að í tengslum við kvótaaukninguna í sumar hefðu menn verið fljótir að reikna út verð- mætaaukninguna en það væri ekki nóg að veiða fisk, það þyrfti líka að selja hann. „Markaðirnir eru mjög rólegir,“ sagði Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF. Hann sagði að sala á ýsu og ufsa hefði verið hæg. Verð á ýsu hefði lækkað. Enn sem komið væri hefðu menn komist hjá verðlækkun á þorski. Gunnar Örn sagði að framleiðslan væri minni yfir sumarmánuðina og því væri almennt ekki um birgðasöfnun að ræða. „Menn hafa orðið varir við lækkanir. Meginskýringin er sú að það hefur ver- ið almennur samdráttur í neyslu á meginlandinu, sérstaklega Þýskalandi, Frakklandi og Spáni. Það er annaðhvort efnahagssamdráttur eða stöðnun í efnahagslífi þessara landa. Sama staða er í Bandaríkjunum.“ Gunnar Örn sagði margt geta haft áhrif á þró- unina á næstunni. Búið væri að auka þorskkvót- ann sem þýddi aukið framboð á mörkuðum. Óljóst væri hvert yrði framboð á þorski úr Barentshafi. Það hefði einnig einhver áhrif að verð á laxi væri í sögulegu lágmarki. Mikið framboð væri líka af tvífrystum fiski frá Kína á útsöluverði. „Staðreyndin er sú að fiskur er dýr vara og þegar er samdráttur í samfélaginu leitar fólk í ódýrari vöru. Það er það sem er að gerast núna.“ Gunnar Örn sagði að menn verði að taka mið af aðstæðum á mörkuðum þegar þeir reikni verð- mæti aukins kvóta. „Staðreyndin er sú að þessi aukning á ýsukvóta í fyrravetur skilaði engri aukningu í þjóðarbúið vegna þess að verð á ýs- unni hrundi vegna offramboðs.“ Ufsinn fallinn af stalli Gunnar Svavarsson, forstjóri SH, hefur sömu sögu að segja. Hann segir að þegar horft væri á ýsuna yrði að taka tillit til þess að neyslan á henni væri mjög svæðisbundin. Neyslan væri á austur- strönd Bandaríkjanna og Bretlandi. Neysla á ufsa væri almennari. „Í Þýskalandi, þar sem ufsinn var í vissum metum, má segja að hann sé fallinn af þeim stalli. Þjóðverjar eru mjög gjarnir á að kaupa inn með tilliti til þess hvar verðið liggur. Okkar ufsi er kominn í sama flokk og alaskaufs- inn, sem er ein stærsta hvítfisktegund í heim- inum. Verðið hefur fallið og það ástand er senni- lega viðvarandi.“ Ýsa og ufsi þung í sölu á erlendum fiskmörkuðum                           GEORGE Tenet, framkvæmdastjóri bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, við- urkenndi í gær að stofnunin hefði gert mistök með því að láta óátalið að George W. Bush forseti segði í stefnuræðu sinni í janúar sl. að Írakar væru að reyna að verða sér úti um úran í kjarnorkuvopn í Afríku. Bush brást í gær við gagnrýni á þessa fullyrðingu með því að segja að yfirmenn CIA hefðu lesið ræðuna yfir áður en hún var flutt og ekki gert neinar athugasemdir við hana. CIA viðurkennir mistök Washington. AP. CIA samþykkti/14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.