Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NATO SENDI LIÐSAUKA Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma í gær að skora á George W. Bush forseta að íhuga að falast eftir því að Atlantshafsbanda- lagið og Sameinuðu þjóðirnar sendi Bandaríkjamönnum og Bretum liðs- auka til Íraks. CIA gerði ekki athugasemd George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að áður en hann flutti stefnuræðu sína í janúar hefðu yfirmenn leyniþjónustunnar, CIA, lesið hana yfir og ekki gert við hana athugasemdir, þ.á m. þá staðhæf- ingu forsetans að Írakar hefðu reynt að verða sér úti um úran, sem hægt væri að nota í kjarnavopn, í Afríku. Símasölubann Talið er að allt að 60 milljónir sím- notenda í Bandaríkjunum muni nýta sér nýjar reglur og biðjast undan því að fá upphringingar frá síma- sölufólki. Samkvæmt reglunum má sekta fyrirtæki sem hunsa vilja sím- notendanna um sem svarar allt að 840 þúsund krónum. Útilokar ekki lagabreytingar Árni Magnússon félagsmálaráð- herra útilokar ekki breytingar á lög- um um fæðingar- og foreldraorlof í kjölfar niðurstöðu úrskurð- arnefndar fæðingar- og for- eldraorlofsmála frá í gær. Nefndin komst að því að umrædd lög feli ekki í sér rétt foreldra til orlofs- launa, heldur einungis réttinn til or- lofstöku. Hæg sala á fiski Sala á fiski á erlendum mörk- uðum hefur verið hæg á und- anförnum misserum, einkum á þetta við um ýsu og ufsa, en einnig karfa. Forstjórar SÍF og SH kenna um efnahagssamdrætti í Evrópu og aukinni samkeppni á mörkuðum. Verð á ýsu hefur lækkað um 13% á hálfu öðru ári mælt í SDR. Heyskapur gengur erfiðlega Heyskapur hefur gengið mjög erfiðlega á Suður- og Vesturlandi síðustu tvær vikurnar. Runólfur Sigursveinsson, ráðunautur hjá Búnaðarmiðstöð Suðurlands, segir þetta mun erfiðara heyskaparsumar en undanfarin sumur. L a u g a r d a g u r 12. j ú l í ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Viðskipti 12 Minningar 28/33 Erlent 14/15 Skák 35 Höfuðborgin 16 Brids 35 Akureyri 17 Myndasögur 34 Árborg 18 Bréf 34 Suðurnes 19 Staksteinar 36 Landið 19 Dagbók 36/37 Listir 21 Leikhús 42 Neytendur 20 Fólk 42/45 Heilsa 20 Bíó 43/45 Úr Vesturheimi 22 Ljósvakamiðlar 47 Forystugrein 24 Veður 47 MIKIÐ er um tilraunir erlendra aðila til að svindla á íslenskum fyrirtækj- um og geta þessar tilraunir verið sér- staklega hvimleiðar fyrir lítil fyrir- tæki og einyrkja. Aðferðir sem svindlararnir nota breytast hratt. Nýleg útfærsla er bréf frá fyrirtæki, sem býður verð- bréfaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki, án tilskilinna leyfa og lofar skjótum gróða. Margir þekkja hin svokölluðu Níg- eríubréf, þar sem menn fá bréf frá einhverjum sem segist hafa stolið miklu af peningum, en þurfi að leggja þá inn á bankareikning erlendis til að „þvo“ peningana, og fá þar með bankanúmer viðkomandi. Í dag er þó jafnvel algengara að fyrirtæki fái sendar tilkynningar um að þau hafi unnið í erlendu happdrætti, eða að neyslukannanir sem fylltar eru sam- viskusamlega út reynist í raun vera samningar um auglýsingabirtingu. Högni Einarsson, lögreglufulltrúi hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segist vita um þó nokkur tilvik þar sem íslensk fyrirtæki eða einstak- lingar létu gabbast: „Svo kæmi mér ekkert á óvart þó að það væri minni- hluti fólks sem lætur gabbast svona sem gefur sig fram við lögregluna, án þess að ég hafi neitt fyrir mér í því annað en mína tilfinningu.“ „Almennt leiða menn þessar svindltilraunir hjá sér,“ segir Sigríð- ur Andersen, lögfræðingur hjá Versl- unarráði Íslands „Þetta er bara hvimleitt, það er orðið svo mikið af þessu, með tilkomu Netsins er þetta alltaf að aukast, auk þess að verða fjölbreyttara.“ Hún segir varla lengra en tvö ár síðan svona gabb- tilraunir takmörkuðust að mestu leyti við svokölluð Nígeríubréf, en nú hafi þetta aukist til muna og sé orðið mjög fjölbreytt. Það versta við þessi bréf virðist vera óhemju mikill fjöldi þeirra, segir Sigríður, það fer mikill tími í að lesa þau fyrir þá sem samviskusamlega lesa öll bréf og allan tölvupóst. Hún segir að ekki virðist sem ein tegund fyrirtækja lendi oftar í tilraunum til svindls. „Fólk í fjármálageiranum kippir sér oftast mun minna upp við þetta en einyrkjar eða fámenn fyr- irtæki sem eru kannski ekki í miklum samskiptum við útlönd. Þetta er kannski verst fyrir þau, þessi litlu fyrirtæki. Þeir sem koma hingað upp í Verslunarráð Íslands eru yfirleitt frá þessum minni fyrirtækjum.“ Högni segir að svindltilraunirnar séu mismunandi og svindlararnir beiti mismunandi aðferðum eftir því við hvern þeir eru að tala. „Þetta eru bara atvinnumenn í svindli.“ Hann segir þó auðvelt að þekkja þessar til- raunir til svindls þegar menn þekkja til: „Ef það er verið að bjóða fólki eitt- hvað sem það á ekki von á fyrir ekki neitt, það er aldrei beðið um neitt til að byrja með, þá er það sennilega ekki í lagi. Það á bara alls ekki að svara þessum bréfum. Það eru hrein- ar línur að það er ekki hægt að vinna í lottói án þess að eiga miða.“ Sigríður tekur í sama streng og leggur áherslu á að þeir sem fái póst af þessu tagi leiði hann hjá sér og greiði ekki neitt né gefi upp banka- númer nema þekkja til viðtakenda peninganna. Mikið um tilraunir til að svindla á íslenskum aðilum Hvimleitt fyrir lítil fyrirtæki og einyrkja ATVINNULEIKHÓPUM hefur fjölgað verulega á undanförnum áratug. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar voru sjö atvinnuleikhópar starfandi hér á landi árið 1991 en þeim hafði fjölgað í 23 tíu árum síð- ar, á leikárinu 2001–2. Þá hefur uppfærslum leikverka á vegum at- vinnuleikhópa fjölgað á sama tíma- bili úr átta árið 1991 í 43 á leikárinu 2001–2. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkomnu riti Hagstofu Íslands, Fjölmiðlun og menning, þar sem birtar eru tölulegar upplýsingar um fjölmiðla- og menningar- starfsemi landsmanna. Þar kemur einnig fram að áhuga- leikfélögum hefur á hinn bóginn fækkað nokkuð á þessu tímabili þótt ekki hafi dregið úr fjölda upp- færslna á vegum þessara leik- félaga. Voru 60 áhugaleikfélög skráð hér á landi fyrir áratug, þ.e. á leikárinu 1991–92 en þau töldust 40 á leikárinu 2000/1 og 45 2001/2. Fjöldi leikuppfærslna áhugaleik- félaga hefur sveiflast nokkuð á milli ára. Árið 1991/92 voru upp- færslurnar 89. Á árunum 1997/98 voru þær 77 en alls voru 96 upp- færslur á vegum áhugaleikfélaga á leikárinu 2001/2. Sýningum áhugaleikfélaga hefur einnig fjölgað á seinustu árum þrátt fyrir nokkra fækkun leik- félaga. Þannig var fjöldi sýninga alls 622 á leikárinu 1991/92 en á leikárinu 2001/2 var sýningafjöld- inn 724. Árið 1991 voru sýning- argestir á sýningum áhugaleik- félaga tæplega 47 þúsund en á leikárinu 2001/2 sóttu rúmlega 44 þúsund gestir leiksýningar áhuga- leikfélaga. Íslensk verk voru í miklum meiri- hluta uppfærslna bæði áhugaleik- félaga og atvinnuleikhópa. Á árinu 1996 færðu atvinnuleikhópar upp 17 íslensk verk og sex erlend verk. 2001/2 voru íslensku verkin 31 en erlend verk voru níu talsins. Fyrir áratug færðu áhugaleik- félög upp 60 íslensk verk og 29 er- lend verk. Á leikárinu 2001/2 var fjöldi íslenskra verka 68 en erlend leikverk voru 28. Atvinnuleikhópum fjölgar ÞESSAR glæsilegu ungu stúlkur létu fara vel um sig í sólbaði í Laugardalslauginni í gær en veður var gott í höfuðborginni og klukkan sex mældist hiti um 15 gráður. Margir borgarbúar nýttu sér tækifærið í blíðunni og brugðu sér í laugarnar. Á Suðurlandi var einnig blíðskaparveður og sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni varð hit- inn á landinu mestur rúmlega 17 gráður á Hellu, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri. Í sólbaði í Laugardalnum Morgunblaðið/Árni Sæberg ÖLLUM sex starfsmönnum Rauða- krosshússins, neyðarathvarfs fyrir börn og unglinga, hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. nóv- ember nk. Að sögn Þóris Guð- mundssonar, upplýsingafulltrúa Rauða krossins á Íslandi, er ástæð- an skipulagsbreytingar sem taka gildi 1. nóvember. Stefnt er að því að auglýsa aftur tvær til þrjár stöður lausar til um- sóknar og er þeim sem sagt var upp boðið að sækja um þau störf. „Skipulagsbreytingarnar hafa í för með sér að það verður dregið úr ráðgjafarhlutverki Rauðakrosshúss- ins en næturathvarfið fyrir börn og unglinga verður þar áfram,“ segir Þórir. Óvíst er þó enn sem komið er hvort starfsemi Rauðakrosshússins verði áfram við Tjarnargötu 35 í Reykjavík, þar sem hún hefur verið undanfarin ár, en viðræður um það standa yfir milli Rauða krossins og borgaryfirvalda, sem eiga húseign- ina Tjarnargötu 35. Þórir segir ennfremur að skipu- lagsbreytingarnar feli það í sér að Vinalínan, sem rekin er af Reykja- víkurdeild Rauða krossins og Hjálparlínan, sem hefur verið rekin í Rauðakrosshúsinu, verði samein- aðar. „Markmiðið er að símaþjón- usta fyrir fólk í vanda verði öll á sama stað.“ Að sögn Þóris hafa útgjöld vegna Rauðakrosshússins, Hjálparlínunn- ar og Vinalínunnar verið um 38 milljónir á ári en eftir að fyrirhug- aðar breytingar hafa tekið gildi er gert ráð fyrir að þessi útgjöld fari niður í 19 milljónir á ári. „Það er sparnaður upp á 19 milljónir kr.,“ segir Þórir. Rauða- krosshúsið áfram með nætur- athvarf Starfsmönnum Rauða- krosshússins sagt upp störfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.