Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íslenski safnadagurinn Kynning á fjöl- breyttu starfi ÍSLENSKI safnadag-urinn verður haldinní fimmta sinn næst- komandi sunnudag, 13. júlí. Hugmyndina að baki deginum má rekja til al- þjóðasafnadagsins, sem alþjóðlegu safnasamtökin ICOM, standa að og hald- inn er í maí ár hvert. „Íslenski safnadagur- inn er íslenska útgáfan af alþjóðasafnadeginum, sem haldinn var 18. maí um heim allan en sá dag- ur hentar illa íslenskum söfnum, sérstaklega minni söfnum og byggða- og minjasöfnum á lands- byggðinni sem eru yfir- leitt lokuð í maí,“ segir Gerður Róbertsdóttir, deildarstjóri sýninga- og fræðsludeildar Minjasafns Reykjavíkur. „Fyrsti undirbún- ingshópurinn ákvað því að flytja dagsetninguna yfir á annan sunnudag í júlí, sem hentar bet- ur íslenskum söfnum.“ – Hvert er markmiðið með safnadegi? „Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli Íslendinga, sem eru okkar mikilvægustu gestir, á því fjölbreytta og mikla starfi, sem fer fram á söfnunum út um allt land. Það er aðaltilgangur- inn.“ – Hvernig standa söfnin að safnadeginum? „Söfnin eru hvött til að bjóða upp á sérstaka dagskrá og uppá- komur í tilefni dagsins og er þá fyrst og fremst verið að hvetja heimafólk til að heimsækja sitt safn og eins aðra þá sem eiga leið hjá á ferð um landshlutann til að heimsækja söfnin í ná- grenninu. Það er aðalatriðið.“ – Hvernig hefur safnadegin- um verið tekið? „Þátttakan undanfarin ár hef- ur verið mjög góð og fjölmargir sótt söfnin heim.“ – Taka mörg söfn þátt í deg- inum? „Mig minnir að fyrir tveimur árum hafi um 50 söfn verið með. Það eru gríðarlega mörg söfn starfandi um allt land; minja- söfn, byggðasöfn, listasöfn, nátt- úrugripasöfn og sýningasetur þó svo þar sé ekki um að ræða hefð- bundin söfn og svo má ekki gleyma öllum söfnunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að þetta er gríðarlegur fjöldi.“ – Verður eitthvert ákveðið sýningarþema þennan dag? „Við höfum ekki verið með þema hér á Íslandi eins og gert er víða erlendis á safnadegi. Hér hafa söfnin verið með almenna kynningu. Hvert safn ræður hvað það leggur áherslu á þenn- an dag og þá út frá sínu sérsviði. Sumir vekja athygli á sérsýn- ingum en aðrir kynna sitt innra starf, rannsóknir og alla að- stöðu. Byggðasafn Árnesinga fékk til dæmis íslensku safn- averðlaunin í fyrra fyrir nýtt þjónustuhús, en það er mikið baráttumál hjá öllum söfnum að bæta geymsluaðstöð- una. Söfn eru alltaf að sýna það sem snýr að almenningi en svo er það öll bakvinnan, sem fáir vita af. Þess vegna er brýnt að kynna það starf sem fram fer á söfnum svo sem að safna, að forverja og að varðveita safngripi við sem best skilyrði. Þessi atriði brenna mikið á söfnunum og aðstaðan til varð- veislu mætti víða vera betri. Það hefur oft gengið erfiðlega að fá yfirvöld til að skilja hvað það er mikilvægt að varðveita hluti þegar hugsað er til framtíðar. Hvar og hvað á að geyma og hver skilyrðin eru til þess, til dæmis rakastig og hitastig.“ – Hvað verður í boði hjá Ár- bæjarsafni þennan dag? „Við ætlum að helga daginn sögu Reykjavíkur. Við erum með tvær sýningar í gangi núna, sem varpa ljósi á sögu Reykja- víkur. Guðjón Friðriksson ætlar að koma og vera með leiðsögn um aðra sýninguna. Einnig verð- ur kynning á bókum en það hef- ur verið mjög blómleg bókaút- gáfa í tengslum við sögu Reykjavíkur undanfarin ár, sem við viljum vekja athygli á og höf- um við fengið bókaforlög til að aðstoða okkur við það. Illugi Jökulsson, Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson munu lesa upp og kynna sína umfjöllun um Reykjavík. Við verðum einnig með sögu- göngu í miðbænum en það er einn þáttur, sem við erum að efla. Að þessu sinni verður geng- ið um Þingholtin undir leiðsögn Páls V. Bjarnasonar arkitekts. Lagt verður af stað frá grasflöt- inni framan við Menntaskólann í Reykjavík klukkan 14 og er gert ráð fyrir að gangan standi í tæp- ar tvær klukkustundir en tíminn ræðst nokkuð af fjölda þátttak- enda. Þessar göngur hafa alltaf verið gífurlega vinsælar. Minjasafn Reykjavíkur hefur einnig umsjón með rekstri í Við- ey og í tilefni safn- adagsins verðum við með sérstaka dagskrá í Viðey, sem hefst kl. 13:30. Þar ætlum við að bjóða upp á dag- skrá fyrir alla fjölskylduna með leiðsögn um eyjuna og fræðslu um sögu hennar. Minjasafn Eg- ils Ólafssonar á Hnjóti fagnar 20 ára afmæli á safnadaginn og er því með sérstaka dagskrá. Byggðasafnið Hvoll á Dalvík sýnir gamlar og nýjar aðferðir við spónasmíði og sérstök hátíð- ardagskrá verður í Glaumbæ í Skagafirði.“ Gerður Róbertsdóttir  Gerður Róbertsdóttir er fædd á Akureyri 1961. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands og uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla. Gerður stundaði nám í listasögu við Kaupmannahafnarháskóla. Hún starfaði við kennslu í Árbæj- arskóla en er nú deildarstjóri sýninga- og fræðsludeildar Minjasafns Reykjavíkur. Gerður er gift Óðni Jónssyni frétta- manni og eiga þau tvær dætur, Bryndísi og Hrefnu. Heimamenn mikilvægustu gestirnir JÓNATAN Þórmundsson prófessor segir alþjóðasamninga ekki ganga framar íslenskum lögum. Lagagildi varnarsamningsins taki ekki til þeirrar óbirtu og ólögfestu bókunar, sem utanríkisráðuneytið vitnaði til í bréfi til forsætisráðuneytisins. Hann segir að þótt það hafi verið sameiginlegur skilningur samnings- aðila á sínum tíma, að Íslendingar ættu að jafnaði að afsala sér lögsögu í málum er varða varnarliðsmenn, hafi slík þrenging litla þýðingu í máli varnarliðsmanns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps. Er hon- um gefið að sök að hafa stungið Ís- lending með hnífi í miðbæ Reykja- víkur í byrjun júní sl. Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því, að fenginni ósk banda- rískra hervalda, að íslensk stjórn- völd afsali sér lögsögu í málinu. Rík- issaksóknari ætlar ekki að verða við þeirri beiðni. Deilt um ákvörðunarvald Árni Páll Árnason, lögfræðingur og fyrrum fulltrúi Íslands í fasta- nefnd Atlantshafsbandalagsins, sagði í Morgunblaðinu í gær að ís- lensk stjórnvöld hafi vald til að refsa fyrir brot framin á Íslandi. Hins vegar segi jafnframt í 11. grein hegningarlaganna að það vald tak- markist af reglum þjóðarréttar. Skuldbinding Íslendinga gagnvart Bandaríkjamönnum með varnar- samningnum sé því bundin þjóðar- rétti. Það eigi því að vera í höndum stjórnvalds, þ.e. utanríkisráðuneyt- isins, hvort íslendingar framselji varnarliðsmanninn. „Það er fráleitt að alþjóðasamn- ingar víki til hliðar íslenskum réttar- fars- og refsilögum. Meginreglan er alveg hin gagnstæða; íslensk lög ganga framar alþjóðasamningum nema slíkir samningar hafi verið lögfestir,“ segir Jónatan. Þetta byggist meðal annars á því sem í lögfræði er kallað tvíeðlis- eða tvenndarkenning. Alþjóðasamning- ar verða þá ekki lög sjálkrafa. Til þess þarf að veita þeim lagagildi með sama hætti og frumvörp verða að lögum, þ.e. á Alþingi. Rétthæð alþjóðasamninga og íslenskra refsilaga „Varnarsamningurinn var einn fyrsti alþjóðasamningurinn sem fékk slíkt lagagildi árið 1951,“ segir Jónatan og bendir á að sjálfur laga- textinn sé mjög stuttur og honum fylgi tvö fylgiskjöl. Í því fyrra er sjálfur varnarsamningurinn og í því síðara er viðbótarsamningur um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna hér á landi. Fylgiskjöl þessi hafa fullt lagagildi. Hann segir að ef ríki hefur stað- fest alþjóðasamning sé það skuld- bundið að fara eftir honum. Uppfylli ríkið ekki skyldur sínar kunni það að sæta þjóðréttarlegum viðurlögum. „Þar með er ekki sagt að það gangi framar landslögum. Þvert á móti.“ Ákvæði 11. gr. hegningarlaga leið- ir alls ekki til þess, að íslensk refsi- lög verði fortakslaust að víkja fyrir alþjóðasamningum eins og gefið hef- ur verið í skyn. Þetta er aðeins al- mennur fyrirvari eða áminning um að taka tillit til þjóðréttarreglna í samskiptum ríkja um refsilögsögu- mál. Sem dæmi má taka friðhelgi er- lends sendiherra hér á landi. Aðspurður segir Jónatan að laga- gildi varnarsamningsins taki ekki til þeirrar óbirtu og ólögfestu bókunar, sem utanríkisráðuneytið hefur vitn- að til. Þó að það hafi verið sameig- inlegur skilningur samningsaðila á sínum tíma, að Íslendingar ættu að jafnaði að afsala sér lögsögu í málum er varða varnarliðsmenn, hefur slík þrenging litla þýðingu í þessu máli. Framsal lögsögu ekki einhlít framkvæmd Jónatan segir það líka rangt í mál- flutningi um þetta mál, að það sé al- gild framkvæmd að framselja lög- sögu til bandarískra hervalda. Hann bendir á mál frá 1988, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, þar sem ríkissaksóknari óskaði eftir umsögn utanríkisráðuneytisins hvort fram- selja ætti tvo varnarliðsmenn til bandarískra hervalda. Þeir voru ákærðir fyrir kynferðismök við barn yngra en 14 ára. Hvorki varnar- málaskrifstofa utanríkisráðuneytis- ins né ríkissaksóknari féllust á það. Hann segir núverandi tilvik vera í raun fyrsta tilvikið þar sem varn- armálaskrifstofan fellst á að fram- selja lögsöguna í meiriháttar máli. Ríkissaksóknari hafi hins vegar hafnað þessari beiðni og því verði þessi árekstur. Harkalegri samskipti „Það reyndi lítið á svona ágrein- ing áður fyrr, ég get sjálfur borið um það, að samstarfið var mjög gott,“ segir Jónatan sem var sak- sóknari árið 1967 og flutti mál gegn fjórum varnarliðsmönnum af Kefla- víkurvelli fyrir sakadómi Keflavík- urflugvallar. Voru þeir allir dæmdir til refsingar og þrír þeirra afplánuðu í íslensku fangelsi. Hann segir að svo virðist sem miklu meiri harka og stífni einkenni afstöðu bandarískra hervalda en áð- ur var. Ekki sé neitt tilefni til að saka ríkissaksóknara um óbilgirni eins og gert hafi verið. Hann sé ein- ungis að reyna að framfylgja ís- lenskum lögum. Lagaprófessor segir bókun við varnar- samninginn ekki hafa lagagildi Íslensk lög ganga fram- ar alþjóðasamningum MIKIL umferð var úr bænum í blíðviðrinu í gær. Að sögn lögregl- unnar í Reykjavík var umferð jöfn og góð og gekk vandræðalaust fyrir sig. Umferðarstraumurinn var nokkuð jafn úr borginni og bæði hjá lögreglunni á Selfossi og í Borgarnesi fengust þær upplýs- ingar að margir hefðu verið á ferðinni allan gærdaginn. Á mynd- inni má sjá bílaumferð við Hval- fjarðargöngin í gærkvöldi en margir nýttu sér að ókeypis var í göngin í tilefni fimm ára afmælis þeirra. Morgunblaðið/Sverrir Mikil umferð úr bænum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.