Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir hefur þegið boð um að taka þátt í ráðstefnu stjórnmála- manna og stjórnmála- leiðtoga jafnaðarmanna- flokka. Það er Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem býður til ráðstefnunnar. Ráðstefnan ber heitið Framsæknir stjórnar- hættir, en undir þeirri yfirskrift hafa forystu- menn jafnaðarmanna- flokka beggja vegna Atl- antsála komið reglulega saman frá árinu 1999 til að ræða brýnustu verkefni samtím- ans, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Samfylkingunni. Ráðstefnan er haldin í London um helgina og mun m.a. taka til umræðu endurnýjun velferðarríkisins, örygg- ismál og samskipti þjóða, siðbót í við- skiptalífi, hagstjórn á tímum hnatt- væðingar, flóttamannavandann, áhættu í vísinda- og tækniþróun, lýðræði og mannréttindi. Meðal þátttakenda á ráðstefn- unni verða ráðherrar og forystumenn breska Verkamannaflokksins og systurflokka á Norð- urlöndum, í Evrópu, Bandaríkjunum, Suð- ur-Ameríku og víðar. „Með ferð Ingibjarg- ar Sólrúnar verður Samfylkingin virkur þátttakandi í þessu al- þjóðlega samstarfi for- ystumanna jafnaðar- manna en hún markar einnig upphafið að vinnu Framtíðar- hóps Samfylkingarinnar sem skipað- ur var á flokksstjórnarfundi 19. júní og Ingibjörg Sólrún er formaður fyr- ir,“ segir í fréttatilkynningu. Auk Ingibjargar sækir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur ráðstefn- una, en hún á einnig sæti í Framtíð- arhópi Samfylkingarinnar. Sækir ráðstefnu jafnaðar- mannaflokka Ingibjörg Sólrún Gísladóttir SÓLHEIMAR í Grímsnesi eru eitt elsta sjálfbæra bæjarfélagið í heimi og eitt af sex viður- kenndum sjálfbærum bæjar- félögum í Evrópu. Eru þeir einnig taldir eitt besta dæmið um sjálfbært samfélag í heim- inum í dag. Þetta kemur fram í grein um Sólheima í bandaríska tímaritinu Communities eftir Albert Bates, lögfræðing á sviði mannréttinda- og umhverfismála, og formann ENA, samtaka um sjálfbæra þróun í Bandaríkjunum. Einkum er Bates hrifinn af nýtingu jarð- hita, en jarðhitinn var einmitt ein af ástæðunum fyrir því að stofnandi Sólheima, Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir, valdi þennan stað fyrir 73 árum síðan. Vistvæn menning gengur út á að umgangast jörðina eins og við séum með hana í láni frá börn- unum okkar, segir Agnar Guð- laugsson á Sólheimum. Frá upp- hafi hefur stefnan hjá Sólheimum verið að vera í takt við umhverfið. „Við erum með blandað samfélag, við vinnum með fötluðum. Svo vinnum við að því að vera með allt lífrænt sem er hérna á svæðinu. Við reynum að nýta jörðina og skila henni aftur eins og við tókum við henni,“ segir Agnar. Hann segir umtalið í grein Bates og víðar af hinu góða: „Þetta styrkir okkur í því að við séum að gera rétt og vinna á réttum sviðum.“ Umfjöllun um Sólheima í virtu bandarísku umhverfistímariti Eitt besta dæmið um sjálfbært bæj- arfélag í heiminum SAMTALS hafa 5,8 milljónir öku- tæki farið í gegnum Hvalfjarð- argöngin á þeim fimm árum sem þau hafa verið starfandi. Það jafn- gildir að meðaltali um 3.200 öku- tækjum á dag, eða rúmlega tveim- ur bílum á hverri mínútu sem göngin hafa verið opin, samkvæmt upplýsingum frá Speli, eigands og rekstraraðila ganganna. Fimm ár voru í gær liðin frá því göngin voru tekin í notkun, en þau voru opnuð formlega 11. júlí 1998. Gert var ráð fyrir um 1.500 bílum á sólarhring í fyrstu áætlunum svo umferðin hefur verið meira en tvöfalt meiri en áætlað var. Sturla Böðvarsson samgöngu- málaráðherra tók í gær í notkun nýtt fjarskiptakerfi ganganna, svokallað TETRA-kerfi. Kerfið er það sama og notað er af lögreglu, slökkviliði og sjúkraliði á suðvest- urhorni landsins. Kerfið á að tryggja traust og skilvirkt fjar- skiptasamband lögreglu, slökkvi- liðs, sjúkraliðs og starfsmanna Spalar ef hættuástand skapast í göngunum. Kerfið kostar hátt í 20 milljónir króna. Ný viðbragðsáætlun í haust Um þessar mundir er unnið að lokayfirferð og frágangi nýrrar viðbragðsáætlunar fyrir göngin. Fjölmargir koma að áætluninni, meðal annars fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, Almannavarna, Bruna- málastofnunar, Vegagerðarinnar, björgunarsveita og Spalar. Stefnt er að því að láta reyna á nýja áætl- un, sem og viðbúnaðarkerfið allt, með almannavarnaæfingu í göng- unum í haust. Gert er ráð fyrir að slíkar al- mannavarnaæfingar verði haldnar fimmta hvert ár í göngunum. Aðr- ar æfingar, svo sem fjarskipta-, út- kalls- og slökkviæfingar verða haldnar á eins til tveggja ára fresti. Morgunblaðið/Jim Smart Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, afhentu Jóhannesi Karli Eng- ilbertssyni, slökkviliðsstjóra á Akranesi, talstöðvar að gjöf í tilefni fimm ára afmælisins. 3.200 ökutæki á dag um göngin Fimm ár liðin frá opnun Hvalfjarðarganga Húsasafn Þjóð- minjasafns kynnt ÍSLENSKI safnadagurinn er á morgun, sunnudaginn 13. júlí. Í til- efni hans verða sérstaklega kynnt hús í vörslu Þjóðminjasafnsins. Í Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands eru á fimmta tug húsa víðs vegar um land; torfhús, timburhús og steinhús. Á safnadaginn verður afhjúpað upplýsingaskilti við Nýjabæ á Hól- um í Hjaltadal. Klukkan 14.00–16.00 flytur Þór Hjaltalín minjavörður erindi um Nýjabæ á Hólum og veitir leiðsögn um bæjarhúsin. Fornleifauppgröft- ur stendur yfir á Hólastað. Forn- leifafræðingur veitir gestum leið- sögn um rannsóknasvæðið. og hefja fráhvarfsflug og biðfljúga meðan él sem var að nálgast flugvöll- inn gengi yfir.“ Ísing og krapi hafi verið á flugbrautinni en flugmenn- irnir ekki verið á varðbergi gagnvart þeim áhrifum sem aukning krapa myndi hafa á lendingarbrun vélar- innar. Í JAR-reglum er kveðið á um að lendingarvegalengd á blautum og spilltum flugbrautum skuli vera 15% lengri en vegalengd á þurrum braut- um. Þrátt fyrir þetta ákvæði séu engir útreikningar í handbók flug- ÞVÍ er beint til Flugmálastjórnar að hún sjái til þess að útreikningar í handbók Flugfélags Íslands fyrir Metró-flugvélar séu í samræmi við svonefndar JAR-reglur, geri áætlan- ir um reglulegar prófanir og kvörðun á bremsuskilyrðamælum og geri samanburðarmælingar á mismun- andi tækjabúnaði til bremsumælinga og skrifi leiðbeinandi efni um tak- markanir búnaðarins. Þetta eru til- lögur í öryggisátt sem Rannsóknar- nefnd flugslysa (RNF) setur fram í skýrslu um rannsókn á því þegar Metro-flugvél Flugfélags Íslands hlekktist á í lendingu á Hornarfjarð- arflugvelli í desember 2001. Flugvélin TF-JME, sem var í áætlunarflugi frá Reykjavík til Hornafjarðar, rann út af flugbraut- inni eftir lendingu. „Krapi var á flug- brautinni og lágir snjóruðningar við brautarjaðra. Flugvélin snerist til hægri er hún rann í gegnum snjó- ruðning við eystri brautarjaðarinn og staðnæmdist á öryggissvæðinu austan við flugbrautina. Farþega og áhöfn sakaði ekki en loftskrúfur flugvélarinnar skemmdust og eitt brautarljós brotnaði,“ segir í skýrsl- unni. Þá kemur fram að ástand á yfir- borði brautarinnar hafi verið verra þegar vélin lenti en fram hafi komið í veðurskeyti og í ástandslýsingu sem flugmenn fengu í fjarskiptum. Að mati nefndarinnar „hefði átt að koma til álita að hætta við lendingu áður en flugvélin snerti flugbrautina félagsins sem sýndir séu á töflu svo flugmenn geti á fljótlegan hátt metið aðstæður. Þá hafi Flugmálastjórn engar áætlanir gert um reglulegar prófanir á Tapley-mælum sem mæla bremsuskilyrði, þrátt fyrir að fram- leiðandinn fari fram á prófanir á tveggja ára fresti. Einnig kemur fram að mælarnir voru á sínum tíma prófaðir á samþjöppuðum snjó og á ís en ekki í krapa, blautum snjó eða vatni. Auk þess hafi litlar rannsóknir farið fram á því hvaða búnaður henti best við slíkar mælingar hér á landi. Morgunblaðið/Sigurður Mar Hefðu átt að íhuga fráhvarfsflug Þrjár tillögur í öryggisátt í skýrslu RNF Skrúfurnar skemmdust og eitt flugbrautarljós brotnaði þegar Metro-vélin rann út af flugbrautinni. ÁSTÆÐA þess að reykur myndað- ist í farþegarými Flugleiðaþotu á leið frá Portúgal reyndist að hitari við öryggisdyr ofhitnaði. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Vélinni var flogið án far- þega til Íslands á fimmtudag og kom bilunin í ljós við skoðun flug- virkja eftir heimkomuna. Hitarinn hefur verið fjarlægður og þotan komin í notkun á ný. Þá reyndist ekkert athugavert við aðra Boeing 757-vél félagsins á leið til London, sem snúið var til baka til Keflavíkur í fyrradag eftir um 20 mínútna flug af öryggisástæðum vegna gruns um að annar hreyfill vélarinnar hefði ekki fullt afl. Vélin fór svo í reynsluflug og reyndist þá allt ganga eðlilega. Hitari ofhitnaði Reykur um borð í Flugleiðaþotu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.