Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 20
HEILSA 20 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ÁRLEGUR útimarkaður í Mos- fellsdal með lífrænt ræktað græn- meti og ýmsar afurðir byrjar í dag. Verður hann síðan á hverjum laugardegi fram í september, að sögn aðstandenda. Á boðstólum er meðal annars grænmeti, sem tekið er upp jafnóðum, glænýr silungur og murta úr Þingvallavatni, ný- skornar rósir frá Gísla í Dalsgarði og lífrænar olíur og smyrsl með góðum húsráðum. „Þá verður Diddú á staðnum með eigin pestó- sósur og Solla á Grænum kosti reiðir fram grænmetisrétt og sal- at úr garðinum við harm- onikkuundirleik. Börnin skemmta sér úti í guðsgrænni náttúrunni og hver veit nema hestar frá Laxnesi kíki við,“ segja aðstandendur. Ferskt grænmeti, blóm og silungur eru meðal þess sem fæst á sveitamark- aðnum í Mosskógum. Markaðurinn verður á laugardögum fram í september. Útimarkaðurinn í Mosfellsdal opnaður KONUR virðast eiga erfiðara með að hætta reykingum en karlar því þær nota vindlinga í leit að friðþægingu eða til- finningalegri huggun, að því er segir í netfrétt thisislondon.co.uk. Rannsakendur, hópur atferlisfræðinga við Há- skólann í Minnesota í Bandaríkjunum, hafa komist að því að konur hefja reykingar til þess að bæta sjálfsímynd sína og þeim finnst sem vindlingar hjálpi þeim við að eiga betur við vandamál daglegs lífs. Konur virðast enn fremur vera sólgnari í nikótín en karlar, en þeir hafa tilhneigingu til þess að byrja að reykja í þeim tilgangi að falla betur í hópinn. „Konur eru þannig líklegri en karlar til þess að nota vindlinga til þess að eiga betur við erfiðleika sem steðja að,“ segir Dr. Mustafa al’Absi sem er í forsvari rannsóknarinnar. Rannsóknin fór þannig fram að reykingamenn máttu reykja eins mikið og þá lysti suma daga vikunnar en aðra daga voru reykingar bannaðar. Á því tímabili voru þeir yfirheyrðir um vellíðan sína og gerðar voru rannsóknir á geðheilsu þeirra. Við allar kringumstæður virtust konur vera sólgnari í vindlinga en karlar, jafnvel þá daga sem reykingar voru leyfðar. Öllum þátttakendum rannsóknarinnar gekk verr að höndla tilfinn- ingaleg vandamál þá daga sem þeir máttu ekki reykja. Skapið breyttist jafnframt, meira var um reiði og kvíða meðal fólksins þá daga sem það mátti ekki reykja. Konur eru sólgnari í nikótín en karlar, sam- kvæmt nýrri rannsókn. Konur eiga erfiðara með að hætta reykingum Associated Press ÞRÖNGSÝNI er ekki talin kostur og það þykir ekki eftirsóknarvert að staðna. Til að koma í veg fyrir stöðnun er mikilvægt að tileinka sér víðsýni og takast á við lífið með jákvæðum og opnum huga. Jákvætt og opið hugarfar eykur umburðarlyndi, dregur úr fordómum og hjálpar okkur að halda áfram að þroskast út lífið. Það er ekki farsælt að halda fast í eigin skoðanir hvað sem á dynur. Mun farsælla er að hlusta á aðra í kringum sig með opnum huga og vera tilbúinn að læra af þeim og endurmeta eigin skoðanir þegar það á við. Þeir sem hafa mikla reynslu á einhverju sviði telja oft að þeir geti ekki lært mikið af öðrum. Langskólagengið fólk til dæmis, telur oft að það geti ekki lært mikið af þeim sem eru minna menntaðir en í því er fólgin ákveðin þröngsýni. Það er hægt að læra margt af fólki sem hefur minni menntun en maður sjálfur. Það er til dæmis hægt að læra margt af börnum, þau geta oft á tíðum hjálpað til við að koma auga á það sem mestu máli skiptir í lífinu og kennt öðrum að meta það. Sýn barnanna á heiminum er oft á tíðum skýrari og betri en þeirra sem eldri eru og því mikilvægt að vera opinn fyrir því að læra af þeim. Margir eiga einnig erfitt með að læra af þeim sem standa þeim næstir, foreldrum, maka, systkinum og vinum. Ef við hugsum út í það, þá er þetta fólkið sem í flestum tilfellum þekkir okkur best og því mikilvægt að geta lært af þeim eins og öðrum. Frá þessu fólki getum við lært margt um það hvernig við getum bætt okkur sjálf. Ef við þorum að taka við ábendingum þeirra og líta á þær jákvætt, í stað þess að taka þeim sem aðfinnslum, verðum við betri manneskjur fyrir vikið. Það er mikilvægt að láta ekki stolt eða þrjósku koma í veg fyrir að við lærum meira og höldum áfram að þroskast. Að geta tekið við ábend- ingum frá öðrum, hverjum sem er, ber vott um hugrekki, lítillæti og sjálfsöryggi og veitir okkur tækifæri til að þroskast áfram á einfaldan hátt. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Geðræktar, dora@ged.is. Frá Landlæknisembættinu, Heilsan í brennidepli 3. geðorð: Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir Jákvætt og opið hugarfar eykur umburðarlyndi og dregur úr fordómum KRÓNAN Gildir til 16. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Ali reyktur svínahnakki, sneiðar ............. 844 1.298 844 kr. kg Bautab. nautainnralæri, kryddlegið........ 1.398 1.997 1.398 kr. kg Bautab. nautasteik, kryddlegin.............. 1.130 1.614 1.130 kr. kg Vilko ávaxtasúpa.................................. 139 153 139 kr. pk. Vilko bláberjasúpa ............................... 179 215 179 kr. pk. LB snittubrauð, 4 stk. í pakka ............... 189 229 47 kr. stk. LB snittubrauð, 10 stk. í pakka ............. 269 319 27 kr. stk. Marabou Daim súkkulaði, 3 pk. ............ 99 139 99 kr. pk. Þau mistök voru gerð við vinnslu helgartilboða á neytendasíðu síð- astliðinn fimmtudag að tilboð Krónunnar fyrir þessa viku birtust ekki rétt. Þeirra í stað birtust eldri tilboð, sem fallin eru úr gildi. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Ný vefsíða um salat og grænmeti Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá opnun vefsíðu um salatgerð, mataræði og heilsu. Sverrir Hall- dórsson, Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra og Jón Trausti Snorrason. GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra opnaði í vikunni hollustuvefinn www.salat. is. Ingvar Halldórsson, eigandi Salatbarsins í Faxafeni, er einn aðstandenda vefjarins og segir hann að á vefnum megi meðal annars finna girnilegar grænmetisupp- skriftir. Uppskriftirnar verða allar eftir Ingvar en hann segir að salöt geti verið ótrúlega góð máltíð, hvort sem er ein og sér eða sem meðlæti og yfirleitt taki stutta stund að útbúa þau. Á vefnum verði einnig upplýsingar sem tengjast mataræði og heilsu og munu næringarfræðingar reglulega senda greinar inn á vefinn. Þeir sem skrá sig á póstlista fá svo sendar uppskriftir með stuttu millibili auk þess sem ýmis tilboð verða í gangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.