Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 21 ÍHERHÚSINU á Siglufirði eruheróp Hjálpræðishersinslöngu þögnuð, en þögul ópmyndlistarinnar leika þar um nýuppgerða veggi. Unnið er hörðum höndum að endurbyggingu hússins og þar mun í framtíðinni verða gesta- vinnustofa íslenskra og erlendra myndlistarmanna. Húsið stendur við Norðurgötu, gegnt Barnaskólanum, og í næsta nágrenni við hús séra Bjarna Þorsteinssonar þjóðlagasafn- ara, en þar er einnig unnið að endur- uppbyggingu í þágu menningarinnar. Í Herhúsinu verður opnuð myndlist- arsýning í dag og sá sem sýnir er Stefán Jóhann Boulter. „Ég sýni 17 olíumálverk sem ég hef verið að vinna að síðustu tvö ár,“ seg- ir Stefán, „málverk af fólki, uppstill- ingar og landslag. Raunar má segja að ég geri allt það sem ekki má ef ég kallaði sjálfan mig myndlistarmann, sem ég er ekki. Ég er handverks- maður og mála Kitsch. Ég er ekki að kópíera náttúruna, heldur fremur að mála hana með ljóðrænu auga.“ Er þetta svipað og þú hefur verið að vinna áður og í samhengi við fyrri verk þín? „Já, þetta er beint framhald af því sem ég hef verið að fást við síðustu tíu árin en handverkið er orðið mun betra og þroskaðra.“ Hvað er Kitsch og hvernig birtist það í myndlistinni? „Í fyrsta lagi er Kitsch ekki mynd- list, það er mjög nauðsynlegt að skilja að í myndlist ríkja mjög strangar reglur en ekki hið mikla frelsi til sköpunar sem sífellt er verið að tala um. En hvað er Kitsch? Kitsch er hið eilífa, hin yndislega klisja um það sem er, var og mun alltaf verða. Kitsch fjallar um manneskjuna, hið unaðs- lega hold. Kitsch er ástfangið par á Esjunni að horfa á sólsetrið yfir Faxaflóa. Kitsch er ánægja og fjallar um það að hafa þrá. Kitsch sér lífið raunsæjum augum en ekki með aug- um kaldhæðninnar. Í Kitsch færðu það sem þú sérð en ekki orðin bak við verkið. Ef Kitsch skapar eitthvað nýtt, þá er það undantekning og til- viljun. Auðvitað reynir kitsch-málari að grípa áhorfandann og það er það sem er erfiðast en jafnframt skemmtilegast. Ég held ég verði að taka það fram vegna misskilnings sem ég hef orðið var við varðandi Kitsch, að Kitsch er ekki uppfinning Odds Nerdrums og get ég bent á skrif eftir Clement Greenberg, Her- man Broch og fleiri því til áréttingar. Verk mín fjalla um kyrrð og þögn Hvernig vinnurðu verk þín – hvert er ferlið frá hugmynd til veruleika? Ég vinn mikið og vinnan er for- senda gæða, ég vinn alltaf eftir lifandi fyrirmyndum en hugmyndir geta komið hvaðan sem er og hvenær sem er. Ég hef það á tilfinningunni að flest minna verka fjalli um kyrrð og þögn á einn eða annan hátt, handverkið er á einhvern hátt hugmyndin, allt er sýnilegt og engin leyndardómur. Þú nefndir norska myndlist- armanninn Odd Nerdrum, sem þú hefur verið í læri hjá og unnið fyrir. Hvernig er samstarfi ykkar háttað? Ég verð að byrja á því að segja hvað það er stórkostlegt að fá að vera lærlingur þessa snillings og mér finnst að Íslendingar mættu vera stoltir af því að fá hann og fjölskyldu til landsins. Auk þess að vera frábær málari er hann mikill heimspekingur og fræðimaður. Það gagnast mér því vel að vera aðstoðarmaður og lær- lingur þessa merka manns. Er það gagnvirkt lærdóms- samband? Já, ég vona það. Hvar staðsetur þú sjálfan þig í ís- lenskri myndlist? Ég er að vinna mjög óhefðbundin verk, enda hef ég sterka trú á ein- staklingnum. Um listhefð okkar má segja, að allir gömlu meistararnir með tölu hafi endað í módernism- anum. Ég tilheyri engum nema sjálf- um mér. Hin svokallaða framsækna samtímalist er þegar nánar er að gáð mjög hefðbundin. Nýlistasafnið er til dæmis sýningarsalur á hefðbundinni myndlist. Það sem ég er að gera er hvorki nýtt né gamalt. 200 ára uppfinning Ertu sáttur við myndlistarumræð- una hér heima? Mér finnst alveg vanta umræðu um eðli og uppruna myndlistar, stað- reyndin er bara sú að myndlistin eins og við þekkjum hana í dag er ekki nema um 200 ára gömul uppfinning. Nánast allt sem gert var fyrir þann tíma, var handverk með tilgang og hafði með manneskjuna og holdið að gera. Prófessor við Listaháskólann hélt því fram, að myndlist hefði þróast í beinni línu frá steinöld til dagsins í dag og allt það sem passaði ekki inn í þá þróun væri afturhvarf og nostalgía. Sá maður hefur líklega aldrei heyrt um Endurreisnina. Ef sú fullyrðing hans væri sönn, þá ætti Leonardo da Vinci að hafa málað mjög naíf verk. Sá fjöldi snillinga sem kom fram á sjónarsviðið á þeim tíma sótti í Grísk-Rómversk gildi sem voru í hrópandi andstöðu við hina svoköll- uðu „eðlilegu“ þróun. Ég furða mig oft á því hve myndlistarspekúlantar eru fljótir að afskrifa alla þá sem ekki fylgja hópnum, fólk spyr af hverju ertu að mála svona raunsætt? Við höfum tölvur, myndavélar og fleira, en ég hef ekki enn fundið þá vél sem getur gert það sem ég geri, þær eru einfaldlega ekki nógu „góðar“. Það var ekki alls fyrir löngu að hópur þýskra listfræðinga komst að þeirri niðurstöðu að það að búa yfir hæfi- leikum væri elítu-hugtak. Sannleik- urinn er sá að það er ekki til neinn mælikvarði á gæði í samtímalist, allt er afstætt, þú veist oft á tíðum ekki hvort verk er gott eða slæmt, því „þú átt ekki að skilja heldur trúa“ sagði frægur íslenskur myndlistarmaður. Það er að segja, almenningur á að upplifa myndlist með eyrunum en ekki augunum, ef svo má að orði kom- ast. Þegar fjallað er um það sem kall- að er „framúrskarandi myndlist“ skiptir meira máli það sem sagt er en það sem sjá má með augunum. Þessu er öfugt farið í Kitsch annaðhvort lík- ar þér eða ekki, punktur! Myndlist er trúarbrögð, menn fara á messur í Feneyjum og Kassel, menn tala um sigur andans yfir efninu og ég spyr, er það heilagur andi? Þessar púrit- önsku, trúarlegu tilvísanir eiga rætur að rekja til þýska heimspekingsins Immanuel Kant, sem er einn af feðr- um hugmyndafræði nútímalistar. Verk hans eru full af mannfyrirlitn- ingu og hann er óumdeilanlega einn af upphafsmönnum hugmyndarinnar um „listina, listarinnar vegna“. Sýning Stefáns Jóhanns Boulters í Herhúsinu á Siglufirði stendur til 4. ágúst. Stefán Jóhann Boulter með sýningu í Herhúsinu á Siglufirði Kitsch fjallar um mann- eskjuna, hið unaðslega hold Stefán Jóhann Boulter: Sjálfsmynd með rjúpu, 2003. begga@mbl.is „LOOK out for my Love, it’s in your neighbourhood“ nefnist sýning Hrafnhildar Halldórsdóttur sem opnuð verður í Galleríi Hlemmi kl. 16 í dag. Þetta er fyrsta einkasýn- ing Hrafnhildar hér á landi, en hún er búsett í Glasgow. Hún útskrif- aðist frá School of Art í Glasgow árið 2001. „Sýningin samanstendur mest- megnis af verkum á pappír unnum út frá áhuga á vinnuferli sem ein- faldri myndlíkingu fyrir það hvern- ig við semjum okkur í augnablikinu leið í gegnum lífið. Efnislegu við- brögðin byggjast á andstæðum og á milli þeirra liggur sjálfur gjörning- urinn og sýnir okkur hvað gerist þegar við tökum ákvarðanir um hvað á að gera og hvert á að fara næst, um spuna og um að sætta sig við þau mistök sem hann inniber,“ segir í fréttatilkyningu. Hrafnhildur hefur sýnt víða und- anfarin ár m.a. í Glasgow, Dublin, Kaupmannahöfn og Helsinki. Framundan er tveggja manna sýn- ing í Changing Room, Stirling, Skotlandi. Sýningin stendur til 3. ágúst með styrk frá Breska sendiráðinu. Galleríið er opið frá fimmtudegi til sunnudags. Verk eftir Hrafnhildi. Gjörningur í andstæðum NÚ standa yfir tvær sýningar í Listaskólanum í Vestmannaeyjum. Tilefnið eru hátíðarhöld vegna þess að 30 ár eru liðin frá goslokum á Heimaey. Sýnendur eru Freyja Ön- undardóttir og Rósanna Ingólfsdótt- ir, báðar uppaldar í Eyjum. Freyja vinnur huglæg olíumál- verk, Eyjastemningar, þar sem form og litir Eyjanna eru ráðandi. Eyj- arnar eins og hún sér þær og Eyjar eins og hún man þær. Rósanna vinn- ur úr efni sem hún safnaði í Eyjum. Myndir úr Klettshelli og lagið „Út í Ystakletti, út í Ystakletti, álfkonan býr“ eru kveikjan að leirverkum þar sem hún notar „screenteknik“ til að þrykkja myndir á leirinn. Rósanna er einnig með listaverk sem er brennt í aðferð sem kallað er raku. Sýningunum lýkur á morgun. Listsýningar í til- efni gosafmælis SÝNING á verkum bandarísku listakonunnar Barböru Cooper verður opnuð í Hafnarborg kl. 15 í dag. Barbara Cooper er menntuð í Cranbrook Academy of Art og Cleveland Institute of Art. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýn- ingum víðsvegar um Bandaríkin. Á sýningunni nú sýnir Barbara stórar teikningar en listakonan finnur efniviðinn og fær hug- myndirnar að verkum sínum í náttúrunni. Hún skoðar og herm- ir eftir byggingarferlinu í lífrík- inu í kringum sig, bæði í teikn- ingum sínum og með því að byggja lífræna skúlptúra úr spæni. Hún vinnur þó úr þessum hugmyndum á sinn eigin hátt og sjálf segir listakonan m.a.: „Í náttúrunni vaxa hlutir, umvefja fyrirstöður og gróa yfir troðn- inga.Vöxtur þeirra verður and- svar við því áreiti sem þeir verða fyrir. Ég laðast að þeim misfell- um, áverkum og hnökrum sem móta gróðurinn þegar hann vex í kringum og yfir hindranirnar.“ Sunnudaginn 20. júlí kl. 14 mun Barbara halda fyrirlestur og ræða um verk sín í tengslum við sýninguna í Hafnarborg. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga, frá kl. 11–17. Sýningunum lýkur 28. júlí. Stórar nátt- úruteikningar „Push“ eftir Barböru Cooper. STARFSEMI Gallerís Dvergs, sem er í kjallara Grundarstígs 12, hófst sl. sumar en lá niðri yfir vetrartím- ann. Á laugardag kl. 17 verður fyrsta opnun sumarsins á myndlistarsýn- ingu Hugins Thórs Arasonar sem hann nefnir Hundraðshlutar. Huginn Thór stundaði nám frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1998–1999 og Listaháskóla Ís- lands, skúlptúrdeild 1999–2002. Gallerí Dvergur verður rekið til 6. október en aðrir sýnendur sumars- ins verða: Geirþrúður Finnbogadótt- ir, Hjörvar Claus, Hugo Nielsen, Pétur Már Gunnarsson og Elín Hansdóttir. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 17–19 til 27. júlí. Hundraðshlutar í Galleríi Dverg FORNLEIFARANNSÓKNUM í Skálholti fer senn að ljúka og mun Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur og einn af verkefnastjórum fornleifa- uppgraftar í Skálholti, veita gestum í Skálholti leiðsögn um rannsóknar- svæðið kl. 13.30 á sunnudag. Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir frá því í maí og hafa að meðaltali um 10 fornleifafræðingar verið að störfum í Skálholti í sumar. Grafnar hafa verið fram leifar; skóli, svefn- stofa skólapilta og ýmis herbergi tengd biskupssetrinu. Minjarnar eru flestar frá 18. öld, en á einstaka stað er komið niður á eldri minjar. Leiðsögn um upp- graftarsvæðið AÐRIR tónleikar Sumartónleika í Akureyrarkirkju verða á sunnudag kl. 17. Þá munu þau Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth hörpuleikari leika og syngja bland- aða efnisskrá með nýju og gömlu efni. Páll Óskar & Monika hófu sam- starf fyrir tæpum tveimur árum og hafa gefið út geislaplötuna „Ef ég sofna ekki í nótt“ og væntanlegur er annar geisladiskur þeirra fyrir þessi jól. Tónleikar í Reykjahlíðarkirkju Páll Óskar og Monika halda einnig tónleika í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Páll Óskar og Mon- ika á Norðurlandi SAMSÝNINGIN Jauðhildur verður opnuð í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39 kl. 15 í dag, laugardag. Að henni standa Jóhannes Dagsson, Auður Sturludóttir og Ragnhildur Magnús- dóttir en þau eru öll starfandi mynd- listarmenn, búsettir á höfuðborgar- svæðinu. Þau eiga bæði samsýningar og einkasýningar að baki víða um land og erlendis. Sýningin fjallar um það hvernig hið almenna verður einstakt þegar brotum úr daglega lífinu er ljáður tími myndlistarinnar. Forsendan er ekki myndræn skynjun heldur tengsl við raunverulega hluti. Sýningin stendur til 3. ágúst. Gall- erí Skuggi er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 13–18. Hið almenna verður einstakt í Skugga GUNNAR Ingibergur Guðjónsson- ar opnar sýningu á olíumálverkum í Listasafni Borgarness kl. 15 í dag, laugardag. Sýningin, sem ber heitið Málað fyrir Hallstein, er helguð minningu Hallsteins Sveinssonar sem rammaði inn myndir fyrir marga listamenn og safnaði þá jafn- framt miklu af íslenskri myndlist. Listasafn Borgarness var stofnað fyrir rúmum 30 árum með málverka- gjöf Hallsteins. Sýningin er opin virka daga kl. 13– 18 en til 20 á þriðjudögum og fimmtudögum. Sýningunni lýkur 13. ágúst. Málað fyrir Hallstein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.