Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 25 M IKIL umræða hefur verið að undanförnu um Héðinsfjarð- argöng. Sú framkvæmd er umdeild í þjóð- félaginu og ljóst að skoðanir um framkvæmdina ganga þvert á flokkspólitískar línur. Niðurstaðan liggur fyrir: Héð- insfjarðargöngin verða grafin, það er tryggt, en opnun þeirra seinkar um eitt ár miðað við fyrri áætlanir. Samkvæmt þeim hug- myndum sem reifaðar voru í kosningabaráttunni og sam- kvæmt útboði Vegagerð- arinnar var ætlunin að ljúka framkvæmdum við Héðins- fjarðargöng árið 2008. Fram- kvæmdatíminn var áætlaður 4 ár og framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2004. Það voru því mikil vonbrigði þegar rík- isstjórnin ákvað á fundi hinn 1. júlí síðastliðinn að taka ekki lægsta tilboði í framkvæmdina. Samkvæmt ákvörðun rík- isstjórnarinnar á umræddum fundi stóð til að bjóða verkið út að nýju árið 2006 og ljúka því á árinu 2010. Viðbrögð íbúa, sveitarstjórna og fé- lagasamtaka á Eyjafjarð- arsvæðinu voru vægast sagt hörð gagnvart þessari ákvörð- un. Flokksfélög stjórnarflokk- anna brugðust einnig hart við og tveir þingmenn Framsókn- arflokksins sem studdu ekki þessa ákvörðun ríkisstjórn- arinnar. Í ljósi þessara hörðu við- bragða og þeirrar andstöðu sem um ákvörðunina ríkti ákvað ríkisstjórnin, á fundi þann 7. júlí, að endurskoða fyrri ákvörðun sína. Þar var ákveðið að flýta útboði gang- anna um eitt ár og stefnt að því að ganga frá samningum á árinu 2005. Verktími ganga- gerðarinnar var einnig styttur úr 1350 dögum í 1100 daga. Jafnframt var ákveðið að fara í ýmsar framkvæmdir sem tengjast jarðgöngunum fram að fyrirhuguðu útboði. Sam- kvæmt þessum áætlunum munu því Héðinsfjarðargöng verða opnuð árið 2009 í stað fyrri áætlana sem miðuðu að því að opna göngin á árinu 2008. Ríkisstjórnin mun einnig gefa út skriflega yfirlýsingu til sveitarstjórna um framkvæmd verksins sem undirstrikar þá áherslu sem ríkisstjórnin hefur gagnvart þessari framkvæmd. Mikilvægt er í þessu samhengi að allri óvissu hefur verið eytt um Héðinsfjarðargöng og í þá framkvæmd verður farið. Það er því dapurlegt að hlusta á 3. þingmann Norð- austurkjördæmis, Kristján L. Möller, tala með þeim hætti sem hann hefur gert að und- anförnu. Hann fer vísvitandi með rangfærslur þegar hann talar um þriggja ára seinkun á verkinu í stað eins árs sem nú er raunin. Frambjóðendur töl- uðu allir um opnun Héðins- fjarða árið 2008 í aðdraganda kosninganna, enda voru þá uppi áætlanir um það í útboði Vegagerðarinnar. Það er því ekki heiðarleg framsetning að tala um þriggja ára frestun á opnun Héðinsfjarðaganga. Í ljósi umræðu um jarðgöng um Héðinsfjörð er nauðsynlegt að hafa í huga að íbúar á Eyja- fjarðarsvæðinu eru u.þ.b. 22.500. Mikill stuðningur er við framkvæmdina hjá sveit- arstjórnum á Eyjafjarðarsvæð- inu (sbr. ályktanir einstakra sveitarfélaga og Eyþings) vegna þess að með Héðins- fjarðargöngum mun Eyjafjarð- arsvæðið styrkjast sem heild og er í raun forsenda viðræðna um samstarf eða sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Göngin eru arðsöm fram- kvæmd, í útreikningum Vega- gerðarinnar er gert ráð fyrir 14,5% arðsemi. Framkvæmdin er því ekki einungis arðbær fyrir íbúa Eyjafjarðarsvæð- isins heldur er framkvæmdin þjóðhagslega hagkvæm. Miklir möguleikar munu skapast með tilkomu Héðins- fjarðarganga. Grundvöllur mun skapast til að starfrækja framhaldsdeild eða jafnvel framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Þannig mun ungt fólk geta stundað sitt fram- haldsnám í sínum heimahögum, slíkt er mikilvægt fyrir byggð- arlögin og gerir það að verkum að sú kynslóð sem vex úr grasi við slík skilyrði tengist sinni heimabyggð sterk- ari böndum heldur en ella. Styrkja þarf Heil- brigðisstofnunina á Siglufirði með það að markmiði að auka skilvirkni í heilbrigðisþjónustu við utanverðan Eyjafjörð, bættar samgöngur munu einn- ig greiða aðgang Siglfirðinga að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sem er annað há- tæknisjúkrahús landsins. Sam- starf sveitarfélaga á svæðinu mun einnig aukast, t.a.m. í skólamálum og félagsmálum. Mikilvægt er því að sveit- arstjórnir við utanverðan Eyjafjörð haldi áfram þeim viðræðum um samstarf og jafnvel sameiningu sveitarfé- laganna. Það liggur fyrir niðurstaða í málefnum Héðinsfjarðarganga. Sú niðurstaða er ekkert sér- stakt gleðiefni fyrir mig eða aðra íbúa við utanverðan Eyja- fjörð, í ljósi þeirra væntinga sem gefnar voru á vordögum. En mikilvægt er að hafa það í huga að framkvæmdin er tryggð, ein stærsta fram- kvæmd í samgöngumálum á síðari árum. Við, íbúar við ut- anverðan Eyjafjörð, unnum mikinn varnarsigur í þessu máli með endurskoðaðri ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Eins árs seinkun er stað- reyndin í dag og vil ég meina að eitt ár skipti ekki öllu máli í þróun byggðar við Eyjafjörð. Ég hef sannfæringu fyrir því að hagsmunir íbúa við Eyja- fjörð séu best tryggðir með því að standa með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Því er mikilvægt eins og sakir standa að íbúar við utanverðan Eyjafjörð sýni áfram sam- stöðu, endurskoðuð ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýnir hverju samtakamátturinn getur áork- að. Héðins- fjarðargöng- in tryggð Eftir Birki J. Jónsson Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins. ’ Framkvæmdin er þvíekki einungis arðbær fyrir íbúa Eyjafjarð- arsvæðisins heldur er framkvæmdin þjóðhags- lega hagkvæm. ‘ m í samningum við Bandaríkin með m hætti, en að ríkissaksóknari telji bindingu að engu hafandi. ófum skóinn á öfugum fæti ulum gera okkur í hugarlund að Ís- r hefði gerst sekur um sambærilegt gnvart varnarliðsmanni innan öðvarinnar. Hér er ekki um fyllilega legt mál að ræða, þar sem banda- völd hafa í engum tilvikum lögsögu skum borgurum. Eftir sem áður er etja sig í annarra spor. Setjum svo k lögregla hefði hafið sjálfstæða n á málinu, fundið manninn og yf- ann og fengið frá honum játningu. an hefði boðið herlögreglu að yf- manninn og flutt hann í því skyni flavíkurflugvöll. Þegar íslenskir menn hefðu að yfirheyrslu lokinni flytja manninn aftur í varðhald utan æða hefði herlögreglan hneppt rvaralaust í varðhald og neitað að hann. Herlögregla hefði haldið hon- ngrun og neitað íslenskum yfirvöld- angapresti að hitta hann. Ítrek- ðnum íslenskra stjórnvalda um að nn afhentan hefði verið hafnað. Við þurfum ekki mikið ímyndunarafl til að gera okkur í hugarlund þau viðbrögð sem framganga af þessum toga myndi vekja meðal íslenskra stjórnvalda og almennings. Það ætti því engan að undra að Bandaríkja- menn hafi fyrtst við framgöngu íslenskra yf- irvalda í þessu máli. Íslensk lögreglu- yfirvöld undrast nú að varnarliðið hafi ekki svarað með hraði beiðnum um að fá að yf- irheyra fleiri liðsmenn varnarliðsins. Er það nokkurt undrunarefni, ef horft er á málin frá þessum sjónarhóli? Að sjálfsögðu hefur framkoma af þessum toga áhrif á vinaþjóð sem við erum í nánu samstarfi við. Við get- um því snúið við spurningu leiðarahöfund- arins og spurt okkur hvort okkur finnist eft- irsóknarvert að samskipti okkar við Bandaríkjamenn verði í þessum farvegi? Við getum líka spurt okkur hvort fram- ganga okkar í þessu máli hafi verið til þess fallin að leysa mál og halda þeim í farvegi samstarfs og samvinnu frekar en farvegi togstreitu og ágreinings. Við þurfum lausn sem sæmir Mál sem snerta lögsögu og valdmörk ríkja eru alltaf erfið viðureignar. Við hugs- um auðvitað alltaf, þegar reynir á: Af hverju eigum við að víkja? Ástæðurnar eru hins vegar augljósar. Þeir framsýnu menn sem stóðu að gerð varnarsamningsins árið 1951 tókust á hendur fyrir Íslands hönd skuld- bindingar sem eru í samræmi við þær skuldbindingar sem bandalagsþjóðir okkar hafa gengist undir varðandi réttarstöðu bandarísks varnarliðs í þeim löndum. Það er algerlega ljóst að Bandaríkin munu ekki sætta sig við að önnur viðmið og aðrar reglur gildi um varnarlið þeirra hér á landi en gilt hafa í rúma hálfa öld og gilda með áþekkum hætti í öðrum bandalagsríkjum. Ef við munum ekki geta uppfyllt samnings- skuldbindingar okkar við Bandaríkin er algerlega ljóst af atburðarás síðustu daga að Bandaríkin munu taka það mál upp sem alvarlegt úrlausnarefni í samskiptum ríkjanna. Við getum rætt það hvort við viljum hafa hér varnarlið. Á því geta menn haft margvíslegar skoðanir. Við eigum hins vegar ekki að láta ástæðulausa laga- tæknilega togstreitu leiða okkur út í stórpólitísk vandamál. í varnarsamstarfi Morgunblaðið/Þorkell Höfundur er lögmaður og fyrrverandi fulltrúi í fastanefnd NATO. þróun við sgjafa sem keptical rinn Bjørn arstofnun ss að fisk- aði þessar st þá hljóti allar viðvar- og sérfræð- na að aukn- eiminum á ktu veiði- ig að aflatöl- irleitt) þótt r mikil il hætta aflega eng- af veið- botnvarpa – . Af þeim með þess- a eða aðrar m fiskeldi, gæti ef til vill vegið á móti hnignun fiskstofnanna. Hafa ber þó í huga að þessi starfsemi skiptist í tvo ólíka flokka. Önnur starfsemin felst í því að rækta skeljar eða skel- dýr, svo sem ostrur og kræklinga, eða ferskvatnsfiska eins og vatnakarpa. Slík ræktun er háð plöntum (svif- jurtum og stundum er bætt við landbúnaðarauka- afurðum) til að auka nettó fiskmetisframboðið fyrir neytendur. Þar sem þessi tegund ræktunar fer einkum fram í þróunarlöndum (aðallega í Kína en einnig löndum eins og Filippseyjum og Bangladesh) sér hún fólki fyrir ódýru dýraprótíni í löndum þar sem þess er mikil þörf. Hin starfsemin snýst um eldi ránfisks eins og lax, vartara eða villts túnfisks. Lax, vartari og túnfiskur lifa á fiskum; í vistfræðilegum skilningi eru þeir úlfar og ljón hafsins. Þegar þeir eru aðeins aldir á jurtafóðri, svo sem sojamjöli, vaxa laxar hægt og útlit og bragð þeirra minn- ir að lokum á tófú. Það er algerlega tilgangslaust að reyna að ala túnfisk á öðru en fiskum. Eftir því sem slíkt fiskeldi eykst minnkar framboðið á ódýrum fiski eins og sardínum, síld, makríl og ansjós- um fyrir neytendur. Ránfiskeldi eykur þrýstinginn á villtu stofnana. Þetta hefur orðið til þess að þróuðu rík- in – þar sem slíkt fiskeldi er einkum stundað – hafa aukið innflutninginn á mjöli sem unnið er úr fiski í þró- unarlöndunum. Ein af ástæðum þess að fiskeldisfyrirtækin komast upp með þetta er að almenningur heldur að hvers kon- ar fiskeldi auki fiskmetisframboðið í heiminum. Það er einfaldlega ekki rétt. Ekki er of seint að bjarga fiskstofnunum en það verður ekki hægt nema breytingar verði á sjávarútvegi heimsins, þannig að ekki verði lengur litið á hann sem uppsprettu síaukins framboðs á fiski til að vega á móti sífelldri mannfjölgun, heldur sem atvinnugrein er sér heimsbyggðinni fyrir hollri viðbót við aðra fæðu, eink- um kornmeti. Eftir þessar breytingar verður sjávar- útvegurinn minni í sniðum og byggist á fiski sem fer út fyrir friðlýst og vernduð hafsvæði, sem við þurfum að stefna að til að sjávarvistkerfin og fiskstofnarnir geti dafnað, þannig að hafið verði aftur að nægtabrunni sem fiskarnir geta deilt með okkur. na heimsins ’ Almenningur heldur að hverskonar fiskeldi auki fiskmetisfram- boðið í heiminum. Það er einfald- lega ekki rétt. ‘ Daniel Pauly er prófessor í fiskifræði við háskólann í Bresku Kólumbíu í Kanada og hefur rannsakað áhrif fisk- veiða á sjávarvistkerfin í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.