Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ásdís Bjarna-dóttir fæddist á Kirkjubóli í Dýra- firði 30. janúar 1916. Hún andaðist í Sjúkrahúsinu á Ísa- firði 3. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru þau Guðmunda María Guðmundsdóttir og Bjarni M. Guð- mundsson, búendur á Kirkjubóli. Ásdís var yngst fimm al- systkina, hin voru Magnús Jón, Mar- grét, Aðalbjörg og Vésteinn. Þau eru nú öll látin. Eftirlifandi er Knútur, hálfbróðir þeirra, bóndi á Kirkjubóli. Ásdís óx upp á Kirkjubóli, nam við Kvennaskól- ann á Blönduósi veturinn 1936– 1937 og vann einn vetur við fata- saum á Ísafirði. Hún var formað- ur Kvenfélagsins Hugrúnar í Haukadal um árabil. Hinn 21. nóvember 1942 giftist Ásdís Guðmundi Jónssyni, f. 28. febr. 1915, frá Lækjartungu við Þingeyri. Það ár hófu þau búskap á Kirkjubóli í félagi við Knút, hálfbróður Ásdísar. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Bjarni, f. 1943, prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri. Kona hans er Ásdís B. Geir- dal, f. 1944, fulltrúi hjá Hagþj. landb. Börn þeirra eru Ásdís Helga, f. 1969, lektor við LBH. Sonur hennar er Guðmundur Snorri Sigfússon, f. 1991. Þórunn Edda, f. 1972, nemi við LBH, og Sólrún Halla, f. 1978, leik- skólakennari. Eigin- maður hennar er Ís- geir Aron Hauksson, starfsm. við LBH. 2) Gunnar, f. 1948, for- st.maður. hjá Bændasamt. Íslands. Kona hans er Gíslína Lóa Krist- insdóttir, f. 1949, ljósmóðir við Sjúkrahús Akraness. Börn þeirra eru Hekla, f. 1973, sérfr. hjá RHA, sambýlismaður Brynjar Sigurðarson, f. 1973, viðsk.fr. hjá Landsb. Ísl. á Akureyri, þau eiga Atla Teit, f. 2000. Berglind, f. 1979, nemi. og Kolbrún, f. 1981, nemi, sambýlismaður hennar er Óðinn Árnason, f. 1979, nemi. 3) Guðmundur Grétar, f. 1952, bóndi á Kirkjubóli. 4) Sigrún, f. 1956, bóndi á Kirkjubóli. Guðmundur, maður Ásdísar, lést árið 1978. Síðan hélt hún heimili með börnum sínum á Kirkjubóli allt til ársins 2002. Útför Ásdísar verður gerð frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Margt kemur upp í huga okkar systra er við minnumst ömmu okkar sem nú er fallin frá. Mjúku handa hennar þegar hún strauk okkur til að fá í okkur hlýju eftir að við höfðum kannski verið helst til of lengi úti í kuldanum og þylja þá gjarnan á eftir: Ló, ló, mín Lappa, sára ber þú tappa, það veldur því, að konurnar kunna þér ekki að klappa. Og fylgdi því þá gjarnan ljúf stroka um lófann. Við systur dvöldum á Kirkjubóli sumarlangt og tókum þátt í ýmsum verkum, bæði utan sem inn- an dyra. Hugsað var um heimaaln- ingana, kýrnar reknar fram á Stekk og sóttar á kvöldin, ullarlagðar tíndir af túnum og girðingum, rakaðar dreifar og sett í föng til að leggja fyr- ir vélarnar, en þá var gjarnan beðið eftir því að amma kæmi út með hvíta klútinn til að kalla á okkur í kaffi. Þá rekur minnið í heita klatta og heima- gerðu kæfuna sem var algjört lost- æti. Seinnipart dags vorum við gjarn- an sendar út í garð til að taka upp nýjar kartöflur í soðið, gulrætur og margvíslegt kál. Þá var það ekki óal- gengt að við værum sendar upp í teig til að tína ber til að hafa með skyri eða nýjum rjóma sem var þá nýkom- inn úr skilvindunni. Á kvöldin varði amma löngum stundum með okkur. Hún kenndi okkur að hekla bekki í sængurver, prjóna ullarsokka og gera við göt á sokkum, leggja kapal o.m.fl. Fyrir svefninn var ávallt farið með bænir. Við viljum kveðja ömmu með tveimur þeirra sem hún kenndi okk- ur, um leið og við viljum þakka henni fyrir allar góðu stundirnar og allt það sem hún hefur kennt okkur í gegnum tíðina. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Ásdís Helga, Þórunn Edda og Sólrún Halla. Hún amma mín á Kirkjubóli hafði afskaplega mjúkar og hlýjar hendur, bæði lófa og handarbak. Þegar hún strauk mér um vangann, strauk hún fyrst annan vangann með lófanum og svo hinn með handarbakinu. En nú er amma dáin og mjúku hendurnar hennar strjúka mér ekki framar um vangann. En það er svo margt sem ég man um hana ömmu. Ég man þegar amma kom í heim- sókn til okkar og svaf alltaf hjá mér í mínu herbergi og við spjölluðum og spáðum í lífið og tilveruna áður en við sofnuðum. Ég man hvað amma var flink að hekla og hvað hún heklaði mikið og oft úr svo fínu garni að mér fannst það helst minna á tvinna. Ég man að hún skrældi alltaf fyrir mig kartöflurnar og beinhreinsaði fiskinn og stappaði svo saman. Þetta gerði hún þegar ég var átta ára og þetta gerði hún líka þegar ég var 18 ára og þótti ýmsum nóg um. Ég man að ég fékk lánaðan upp- hlutinn hennar og þegar ég kom til hennar og var að máta þá var búning- urinn mjög víður á mig. En þar sem ég ætlaði ekki að nota hann alveg strax þá sagði hún að ég gæti verið dugleg að borða og þá myndi hann passa! Mér fannst nú einfaldara að hafa búninginn bara víðan. Ég man hvað amma kunni margar bænir og marga kapla og hvað hún var óþreytandi að kenna mér. Ég man hvað ömmu þótti vænt um sveitina sína. Ég man hvernig við kvöddumst ævinlega í síma og þannig kveð ég ömmu mína nú: Bless, amma mín, og hafðu það gott. Og ég veit að amma svarar, þar sem hún er núna, eins og hún svaraði mér alltaf: ,,Þakka þér fyrir, elskan mín, og sömuleiðis, vertu blessuð.“ Hekla. Hún elsku amma er dáin. Amma á Kirkjubóli eins og við kölluðum hana alltaf var ótrúlega blíð og góð, með mjúkan faðm og stórt, hlýtt hjarta. Hún var ekta amma. Að prjóna eitt par af lopasokkum á meðan við rák- um kýrnar var ekki mikið mál. Hvað þá að baka endalausar sortir af kök- um eða steikja handa okkur flatkök- ur beint á diskinn eftir ævintýraríkan dag í sveitinni. Minningarnar um ömmu eru mý- margar og sérstaklega þær tengdar spilamennsku. Amma sat oft við eld- húsborðið og lagði kapal en var alltaf til í að spila við okkur og leyfði okkur þá oftast að vinna. Eitt sinn fannst henni nóg um sigurgöngu okkar og hagræddi þá fáeinum spilum sér í hag. Þegar upp komst um „svindlið“ skellihlógum við allar svo tárin láku ÁSDÍS BJARNADÓTTIR ✝ Sveinn PállGunnarsson fæddist í Hallgeirs- eyjarhjáleigu í Land- eyjum 14. mars 1929. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut 7. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Gunnar Vigfússon frá Flögu í Skaftártungu, f. 13. okt. 1902, d. 6. feb. 1980, og María Brynjólfsdóttir frá Syðri-Vatnahjáleigu, f. 2. feb. 1905, d. 16. apríl 1932. Bróðir Sveins er Karl Jóhann, f. 22. des. 1926. Eftir að móðir hans lést flyst Sveinn til afa sins og ömmu, Vig- fúsar Gunnarssonar og Sigríðar Sveinsdóttur á Flögu, sem ólu hann upp. Hinn 26. apríl 1958 kvæntist Sveinn Sigrúnu Gísladóttur, f. 30. mars 1934, frá Melhól í Meðal- landi. Hófu þau búskap á Flögu og bjuggu þar alla sína búskap- artíð. Sveinn og Sigrún eignuðust fimm syni. Þeir eru: 1) Gísli, f. 1. mars 1959, kvæntur Svölu Þórðardóttur, f. 19. júlí 1956, son- ur þeirra er Þorleif- ur Gunnar, f. 9 nóv. 1981. 2) Gunnar Vignir, f. 23. nóv. 1961, sambýliskona Sigurlaug Linda Harðardóttir, f. 14. des. 1962. 3) Sigmar Guðlaugur, f. 17. jan. 1966, kvæntur Margréti Geirsdótt- ur, f. 6. apríl 1966, börn þeirra eru Laufey Sigrún, f. 24. sept. 1989, Ólafur Tryggvi, f. 9. mars 1996, barn Margrétar er Ol- geir Sigurgeirsson, f. 22. okt. 1982. 4) Guðni Már, f. 15 apríl 1968. 5) Runólfur Sveinbjörn, f. 4. sept. 1971, sambýliskona Áslaug Hrund Stefánsdóttir, f. 20. júlí 1971, barn þeirra er Dagur Sveinn, f. 7. mars 2001, barn Ás- laugar er Bergdís Rán Jónsdóttir, f. 14. júní 1995. Útför Sveins verður gerð frá Grafarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þar sem gamli malarvegurinn liggur upp af Mýrdalssandi inn í Skaftártungu, hlykkjast hann um kjarrivaxna Hrífunesheiðina. Svo í neðstu beygjunni opnast grösug sveitin vegfarandanum allt í einu, ásamt sýninni austur yfir Eldhraun- ið. Fram undan í kverkinni undir Nónfjalli stendur Flaga. Fallegt bæjarstæði með gljúfrum og grón- um brekkum, nánar innrammað nið- andi Fljótinu og nýslegnum túnum í forgrunni. Hraðskreiðir bílar og ak- vegur úr annarri átt, hagga því ekki að gamli vegurinn er alltaf ekinn af þeirri sem þrátt fyrir breyttar að- stæður, ætlar enn einu sinni að upp- lifa sömu eftirvæntinguna og alltaf áður, þegar komið er fyrir neðstu beygjuna í brekkunni og bærinn að Flögu blasir við. Upp úr miðri síðustu öld þegar Reykjavíkurstelpa er send í sveit, var orðið tvíbýlt á Flögu. Í gamla bænum bjuggu Sveinn og Sigrún með strákana sína sem síðar urðu fimm að tölu. Framan af voru þar einnig hjá þeim í hárri elli hjónin Vigfús og Sigríður, fósturforeldrar Sveins. Þau voru ekki alls ókunn hversdagslegum ógnum óbrúaðra skaftfellskra fljóta. Vigfús var á yngri árum vanur fylgdarmaður yfir vötnin sem tekið höfðu til sín föður Sigríðar, uppeldisson þeirra, og síð- ar son og fósturson þá Svein og Pál sem drukknuðu í apríl 1929. Óskírð- ur sonarsonur hjónanna þá þriggja vikna hlaut nafn þeirra beggja – drengjanna eins og minni þeirra er ætíð orðað, Sveinn Páll. En örlögin eru söm við sig, þriggja ára er hann móðurlaus og þegar kominn til afa og ömmu, í ævilangt fóstur að Flögu. Hvert lífshlaup Sveins hefði ella orðið er ógerlegt um að segja. Hann var bókhneigður og góður upplesari á bundið mál sem laust. Ekki spillti hlýja hans og röddin sterk en þýð, svo umönnunarstörf, afgreiðsla eða önnur þjónusta við fólk hefði örugg- lega hentað honum vel. Ungur og ókvæntur kokkur á báti leigði Sveinn um tíma í húsinu hjá Guðríði föðursystur sinni og séra Birni bónda hennar, á Lynghaga 6 í Reykjavík er þá var í smíðum við gamla Þormóðsstaðaveginn, sem lá ofan við Grímstaðaholtið suður til sjávar. Fyrir smástelpu sem enn gekk í klukku, koti og búðarsokkum var allt að því heilög upphefð að fá að heimsækja hann og skoða grammófóninn góða, tækniundur sem gat tekið í hald tíu 78 snúninga plötur í einu. Síðan flugu þeir niður á snúningsdiskinn hver á eftir öðrum ásamt fleirum, félagarnir Bjössi á mjólkurbílnum, Lukta-Gvendur og Þórður sjóari. Ekki fór sú stutta heldur varhluta af notalegri kímni Sveins sem reynd- ar stríddi henni alla tíð á skellugang- inum og augljósri matarást. Hann átti þá til að herma góðlátlega eftir henni og hnupla jafnvel frá henni uppáhalds matarbitanum sem hún hafði einmitt valið af sérstakri kost- gæfni. Þannig voru skemmtisögurn- ar sagðar, Sveinn lék atburðarásina og hermdi eftir sögupersónunum. Slíkir náttúrutalentar virðast eins og góðir teiknarar, taka eftir ör- smáum atriðum í umhverfi og atferli þeirra sem þeir lýsa, ýkja það örlítið og allt verður svo drepfyndið. Sveinn og Sigrún voru ástvinir og félagar í hartnær hálfa öld. Alveg frá fyrstu búskaparárunum að hann ungur gerði sér einhver erindi utan af túni og inn í bæ, bara til að kyssa konuna sína, og þar til nú að hún sér á eftir honum, allt of fljótt: „Adda, sástu hvað hann er sætur, það er eins og hann brosi til okkar.“ Með sölumennsku dagsins og verðbólgu orðanna þegar hver hælir sjálfum sér í hástert, er það fram- andi skóli og þarfur að hlýða á löt- urhægt skaftfellskt tal þar sem af- dráttur er ekki sérstakt stílbragð, heldur aðeins sjálfsögð og eðlileg leið til að tjá hvað sem er. Sú leið í málfari er samofin öðru hógværu fasi þeirra skaftfellsku, varfærni og nærgætni í öllu. Rétt eins og Lax- ness lýsir svo eftirminnilega í Grikk- landsárinu: „... hjá því fólki sem eitt- hvert fegurst viðmót hefur og sannkurteisast, líklega, í heimi; svo og vandaðast í orðum. ... Þetta fólk er svo kurteist að það tekur aldrei af eða á um neitt, segir aldrei já, því síður nei, og samt þarf enginn að fara í grafgötur um vilja þess.“ En slíku verður að venjast og það lærist smám saman að „ætli þ-a-ð verði nú?“ þýðir nei, það kemur ekki til greina!, þegar „ætli þ-a-ð verði ekki að vera?“ þýðir eitthvað í áttina að já, það er allt í lagi þú mátt fara strax, drífðu þig bara! Eða með orð- um Laxness: „Fyrir ókunnuga er vandinn ekki sá að heyra hvað mað- urinn lætur útúr sér, heldur skilja hvaða bannhelgi hann er að varast með þögn.“ Afdráttur í orðum og æði Sveins á Flögu birtist einnig og ekki síður í þeim eiginleika hans að leggja alltaf gott til málanna. Slá heldur á ef á einhvern var hallað, finna eðlilegar skýringar á hegðun annarra, leita lausna og tala mál til friðar. Sá hrollkaldi veruleiki að fullorðn- ir misbjóði börnum þarf áfram at- hygli, opna umræðu og aðra umfjöll- un. En hremmingarnar mega ekki heltaka huga af slíku offorsi að úr verði fár þar sem börn og ungmenni skelfast svo ástúð, nánd og snert- ingu, að fólk viti ekki lengur hvernig það á að haga sér og hættir að þora að leika við þau, hampa þeim, knúsa og kjassa. Samhliða – til mótvægis, fyrimyndar og leiðbeininga, er brýnt að benda á þá barngóðu menn sem þekkja muninn á réttu og röngu og vita sem er að ekkert barn þrífst á endalausum reglum, boðum og bönnum, en þora, kunna og geta sýnt eðlilegt ástríki sitt, alúð og um- hyggju. Sveinn var einn þeirra. Það er gæfa hvers barns og gott vega- nesti að hafa kynnst og notið sam- vista við jafn blíðan og barngóðan mann og Svein á Flögu – frænda minn, og fóstra til fimm sumra. Megi niðjar hans erfa þá góðu kosti. Guðríður Adda Ragnarsdóttir. „Herforinginn.“ Af hverju frændi minn fékk þetta viðurnefni hjá okk- ur krakkaskaranum á Flögu man ég ekki en líklega hefur stundum þurft að hækka róminn þegar verið var að bralla eitthvað miður æskilegt. Mér fannst hann enn vera herforinginn þegar hann nú fyrr í sumar mætti með fyrstu mönnum til að fagna með okkur og skoða nýja bústaðinn okk- ar, galvaskur. Þótt ekki færi fram hjá neinum að veikur væri kom hann með Sigrúnu sinni og færði okkur fallega gjöf og góðar óskir. Ég hef sagt börnunum mínum frá ljúfum stundum sem ég átti með Sveini og fjölskyldu hans á aðfanga- dagskvöldum í bernsku, með sjálfri mér var ég búin að hugsa til þess að á næstu jólum yrðum við loks í sveit- inni og átti ég mér þann draum að fá að heimsækja þau hjónin og upplifa aftur þessa ljúfu stund að hitta Svein hressan og kátan í jólaskapi eins og við sögðum gjarnan. Þær stundir verða nú ekki samar en minningin lifir áfram og yljar um ókomna tíð. Elsku Sigrún, missir þinn er mestur að sjá á bak góðum vini og eiginmanni, mér verður oft hugsað til ykkar hvernig þið báruð virðingu hvort fyrir öðru og töluðuð fallega hvort um annað. Sveinn hefði ekki getað átt betri að en þig, ekkert var of gott fyrir hann og aðdáunarvert að sjá hvernig þú hugsaðir um hann nú síðustu mánuðina sem hann lifði. Að lokum þökkum við Sveini fyrir samfylgdina og kærleikann sem hann ávallt sýndi okkur og sendum fjölskyldunni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jóna Gísladóttir og fjölskylda. SVEINN PÁLL GUNNARSSON  Fleiri minningargreinar um Svein Pál Gunnarsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sonur okkar, faðir minn, bróðir okkar og vinur, RAGNAR JAKOBSSON, Trönuhjalla 23, Kópavogi, sem lést laugardaginn 5. júlí, verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu mánudaginn 14. júlí kl. 13.30. Gerður Karlsdóttir, Jakob Ragnarsson, Aníta Rut Ragnarsdóttir, Jóhanna Jakobsdóttir, Hjalti Jakobsson, Hrefna Jóhannesdóttir, Eva Rut Eyjólfsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.