Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR 38 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Bókaveisla Bókaveislunni lýkur í dag. Það gerast varla betri kaupin á eyrinni. Opið frá kl. 10—17. Gvendur dúllari — alltaf góður Fornbókaverslun, Klapparstíg 35 SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 12. júlí. Jepparæktin. Ekið að Skógum og þaðan upp á Fimm- vörðuháls. Brottför frá skrifstofu Útivistar að Laugavegi 178 kl. 10.00. Jepparæktin er opin öllu jeppafólki og þátttaka kostar ekkert. 13. júlí. Jórutindur - Hátind- ur, 425 m. Fararstjóri Jósef Hólmjárn. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð 1900/2300 kr. 16.—20. júlí. Laugavegurinn. Uppselt. 16. júlí. Útivistarræktin. Eyr- arfjall, 476 m. Brottför frá gömlu Toppstöðinni (stóra brúna hús- inu) í Elliðaárdalnum kl. 18.30. Allir eru velkomnir í Útivistar- ræktina - ekkert þátttökugjald. 18.—22. júlí. Hornvík. Uppselt. 18.—23. júlí. Jeppaferð um Fjallabak syðra og nyrðra. Fararstjórar Guðrún Inga Bjarna- dóttir og Ragnheiður Óskars- dóttir. Brottför kl. 19.00 frá skrif- stofu Útivistar. Verð á bíl 7400/ 8400. 21.—25. júlí. Álftavötn - Básar. Aukaferð, örfá sæti laus. Gengið eftir Strútsstígun- um, í Hvanngil og þaðan yfir í Bása á Goðalandi. Fararstjórar Þorbjörg Kolbeinsdóttir og Vign- ir Jónsson. Brottför frá BSÍ kl. 8.30. Ferðir í Bása á Goðalandi og yfir Fimmvörðuháls um hverja helgi í sumar. Uppselt er í ferðir um Sveinstind - Skælinga og Strúts- stíg fram að verslunarmanna- helgi. Nánari upplýsingar á www.utivist.is ATVINNA mbl.is ÞEGAR sænska golfkonan Annika Sörenstam lék á PGA-mótaröðinni gegn karlmönnum á Colonial- mótinu í Texas í maí sl. sagði hún að hún myndi ekki taka þátt fleiri slíkum mótum í framtíðinni en nú hefur henni snúist hugur. Sören- stam segir við sænska dagblaðið Aftonbladet að hún hafi þegið boð um að taka þátt í móti í Singapúr þar sem margir af bestu kylf- ingum heims munu taka þátt en mótið fer fram 12.–14. nóvember nk. Um er að ræða keppni þar sem aðeins fjórir leikmenn taka þátt og verður Tiger Woods á meðal keppenda, S-Afríkumað- urinn Retief Goosen á titil að verja á þessu móti og verður hann að öllum líkindum á meðal þátt- takenda. Forsvarsmenn golfmóts sem fram fer í LaQuinta í Kaliforníu hinn 29.–30. nóvember hafa einnig augastað á Sörenstam en um er að ræða sams konar keppnisfyr- irkomulag og er á mótinu í Singa- púr. Mark O’Meara á titil að verja á mótinu í LaQuinta en Sörenstam segir við USA Today að hún hafi ekki áhuga á því að leika aftur á PGA-mótaröðinni en að hún geti vel hugsað sér að keppa gegn karlmönnum á „sérstökum“ mót- um líkt og í Singapúr og á La- Quinta. Þátttaka Sörenstam á Colonial- mótinu í maí sl. vakti gríðarlega athygli og hafa forsvarsmenn ann- arra golfmóta áttað sig á því að sjónvarpsstöðvar eru tilbúnar að greiða himinháar fjárhæðir fyrir beinar útsendingar frá mótum þar sem Sörenstam leikur gegn karl- mönnum, auk þess sem áhorf- endur flykkjast á mót þar sem sænska golfkonan tekur þátt. Sörenstam er nú einn þekktasti íþróttamaður heims og hefur áhugi manna á mótaröð atvinnu- kvenna aukist til muna. Sörenstam gegn Tiger Woods í Singapúr? Reuters Golfdrottningin Annika Sörenstam hefur ekki gefist upp á því að glíma við karlkylfinga og nú mætir hún Tiger Woods. Eins og áður segir geta íslensk fé-lagslið ráðið til sín eins marga erlenda leikmenn og þau telja sig hafa not fyrir að því gefnu að kostn- aður vegna komu þeirra sé undir launaþaki hvers mánaðar sem er 500 þúsund kr. Skila inn milliuppgjörum Félög skulu skila inn fjárhags- áætlun fyrir upphaf hverrar leiktíð- ar, eigi síðar en 1. okt. ár hvert. Sú áætlun á að endurspegla allan rekst- ur viðkomandi félags fyrir keppnis- tímabilið, september til apríl. Félögunum er skylt að skila inn milliuppgjörum, í lok janúar og í lok maí og að endingu endurskoðað árs- uppgjör fyrir 1. október ár hvert. Leikmannasamninga verður að gera við alla leikmenn sem fá greiðslur eða hlunnindi. Félögunum er í sjálfsvald sett hvernig þau skipta greiðslum til leikmanna í hverjum mánuði en heildarupphæðin má ekki fara yfir 500 þúsund kr. í hverjum mánuði. Ekki er heimilt að færa ónýttan „kvóta“ á milli mánaða. Afnot af hús- næði teljast vera 25 þúsund kr., af- not af bíl 15.000 og frítt fæði 20.000 á mánuði. Hanna eigið lukkudýr Launakostnaður við þjálfara mfl. karla er ekki inni í launaþakinu en sé um leikmann og þjálfara að ræða hjá einhverjum liðanna bætast við 50 þúsund á mánuði hjá því félagi. Ekki er heimilt að greiða hærri laun fyrir þjálfun yngri flokka en sem nemur 75.000 og er það gert til þess að koma í veg fyrir „duldar“ greiðslur til leikmanna. Á heimaleikjum liðanna er gerð krafa um leikskrá, að leikmenn verði kynntir, að einn aðili sjái um upplýs- ingaflæði á meðan leikurinn stendur yfir, félögin verða að „hanna“ sitt eigið lukkudýr, halda úti virkri heimasíðu, leika áhorfendavæna tón- list ásamt ýmsum öðrum hlutum. Allt að 100.000 kr. í sekt Brjóti lið af sér gagnvart þessum reglum verða liðin sektuð um allt að 100.000 kr. og geta átt á hættu að missa allt að fjögur stig. Við gróft eða ítrekað brot getur sektin orðið allt að 500.000 kr. og liðum gæti ver- ið vísað frá keppni. Gerist slíkt þá leikur viðkomandi lið í 1. deild á næstu leiktíð en næstneðsta lið deildarinnar tekur sæti þess liðs sem dæmt er úr leik. Stjórn KKÍ mun skipa eftirlits- nefnd sem mun fylgjast grannt með gangi mála og er nefndin skipuð til eins árs í senn. Morgunblaðið/Kristinn Leikmenn Keflvíkinga fögnuðu sjötta meistaratitli félagsins í körfuknattleik karla í vor eftir snarpa úrslitarimmu við nágranna sína úr Grindavík. Launaþak, sektir og betri umgjörð NEFND á vegum Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, hefur skil- að af sér reglugerð sem send hefur verið til allra félaga sem eiga lið í úrvalsdeild karla en á ársþingi KKÍ í Stykkishólmi í vor var sam- þykkt að engar takmarkanir yrðu á hlutgengi leikmanna í deildinni vegna þjóðernis eða ríkisborgararéttar en þess í stað var sett á launaþak sem félögunum er skylt að starfa eftir. Að auki verða gerðar auknar kröfur um innra starf úrvalsdeildarliða, umgjörð leikja, upplýsingaflæði ásamt fleiru. JÓN Arnar Magnússon, Íslands- methafi í tugþraut úr Breiðabliki, keppir á alþjóðlegu tugþraut- armóti í Ratingen í Þýskalandi í dag og á morgun. Þetta er annað tugþrautarmótið sem Jón tekur þátt í sumar en hann hafnaði í þriðja sæti á móti í Götzis í Austurríki í byrjun júní. Jón Arn- ar sagði í samtali við Morgunblaðið að hann reiknaði með að þetta yrði síðasta tugþrautarmótið sem hann tekur þátt í áður en að heimsmeist- aramótinu í París kemur í lok ágúst. Í millitíðinni kemur Jón hingað heim og keppir með fé- lögum sínum í Breiðabliki á Meist- aramóti Íslands og í Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands. „Geri mitt besta“ Jón sagðist hlakka til keppn- innar í Ratingen en þetta er í ann- að sinn sem hann spreytir sig þar. Í fyrra náði hann sinni bestu þraut í fjögur ár í Ratingen, með 8.390 stigum. „Ég er í góðri æfingu og vona það besta.“ Hann vildi þó ekki gefa neitt upp um markmið sín á mótinu. „Ég er orðinn svo sjóaður í þessu að ég ætla að láta það eiga sig að vera með einhverjar yfirlýs- ingar um væntanlegan árangur. Ég stefni bara á að gera mitt besta.“ Einvígi Sebrles og Jóns? Helstu andstæðingar Jóns í þrautinni í Ratingen verða heims- methafinn Roman Sebrle frá Tékk- landi, Ungverjinn Attila Zsivoczky og Þjóðverjarnir Sebastian Knabe og Mike Maczey. Þrefaldur heims- meistari í tugþraut, Tékkinn Tom- ás Dvorák, varð að draga sig út úr mótinu á þriðjudaginn vegna kvefs og hálsbólgu. Það stefnir því í ein- vígi Sebrles og Jóns Arnars í Rat- ingen. Jón Arnar í Ratingen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.