Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 39 Hjá okkur í Tjaldvagnalandi er mikið úrval af PALOMINO fellihýsum, tjaldvögnum, húsbílum, pallhýsum, tjöldum o.fl. sem þú þarft til þess að geta ferðast á fyrsta farrými um landið. Verið velkomin og kynnið ykkur úrvalið! EY JARSLÓÐ 7 101 REYK JAV ÍK S ÍM I 511 2203 se g l a g e rd i n@seg l a g e rd i n . i s www. se g l a g e rd i n . i s OPIÐ LAUGARDAG 12-16 OG SUNNUDAG 13-17SÉRHANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR FERÐASTU Á FYRSTA FARRÝMI! TEC HJÓLHÝSI Verð kr. 1.749.000 PALOMINO MUSTANG, einn með öllu! Verð kr. 1.480.000 PALOMINO COLT Verð kr. 879.000 PALOMINO YEARLING Verð kr. 1.159.800 PARTÝ OG BRÚÐKAUPSTJALD - TJALDLEIGA TRIGANO Verð kr. 567.800 SUMARBÚSTAÐUR Verð frá kr. 2.990.000 SPORT -Verð kr. 396.900 ÆGIR -Sívinsæli tjaldvagninn PALOMINO FILLY Verð kr. 1.326.800 AFMÆL IS TILBOÐ 499.90 0 1 STK. EFTIR! Andri brotnaði illa við hnéliðinná s.l. ári og hefur hann ekki enn jafnað sig á þeim meiðslum, hann æfir ekkert með Molde-liðinu og það eina sem hann getur gert til þess að halda sér í góðu líkamlegu ástandi er að sitja á þrekhjóli og hjóla. „Ég á nú ekki létt með að hjóla og get aðeins ver- ið í stutta stund í einu og jafnvel gönguferð með hundinn verður þess valdandi að hnéð verður bólgið eftir þann göngutúr,“ sagði Andri í gær en hann hefur fundað und- anfarna daga með forráðamönnum liðsins, læknum og sjúkraþjálfurum um næstu skref. Ekki hægt að gera aðra aðgerð á hnénu „Það er ekki hægt að gera aðra aðgerð á hnénu eins og staðan er, til þess þarf að líða lengri tími. En satt best að segja hef ég ekki hugs- að mikið um næstu skref og þá hvort ferill minn sé á enda. Maður ýtir slíkum hugsunum frá sér og vill reyna áfram en það kemur að því að ég verð að taka ákvörðun í samráði við félagið,“ sagði Andri og viðurkenndi að meiðslin væru hon- um mikið áfall enda hefði hann ver- ið meiddur meira eða minna allan sinn feril. Andri er samningsbundinn Molde út næstu leiktíð en hann kom til liðsins frá Zalsburg í Austurríki í ágúst árið 2001. „Okkur hefur liðið vel hér í Molde þrátt fyrir að þetta sé ekki stærsti bær í heimi en það er leiðinlegt að geta ekki æft og leikið knattspyrnu svo mánuðum skiptir. Við höfum heldur ekki velt því fyrir okkur hvort við séum á heimleið á næstunni og hvort ég verði að láta staðar numið sem at- vinnuknattspyrnumaður – en það ætti að skýrast á næstu vikum,“ sagði Andri sem var á mála hjá Bayern München 1995–1997, KR 1997–2000 þar sem hann skoraði 35 mörk í 48 leikjum, Salzburg í Aust- urríki 2000–2001 og Molde frá árinu 2001. Andri hefur fram til þess leik- ið 7 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk. Ferill Andra gæti verið á enda ANDRI Sigþórsson knattspyrnumaður hjá norska úrvalsdeildarlið- inu Molde segir að útlitið sé ekki bjart hjá honum þessa dagana hvað varðar meiðsli sem hann varð fyrir í fyrra í leik með Molde og nú velti hann því fyrir sér að knattspyrnuferill hans geti verið á enda – þrátt fyrir að hann sé aðeins 26 ára gamall. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Vel getur farið svo að Andri Sigþórsson, leikmaður Molde, hafi leikið sinn síðasta leik í efstu deild knattspyrnunnar.  MIKE Dunleavy var í gær ráðinn þjálfari Los Angeles Clippers í NBA- körfuboltanum. Dunleavy er öllum hnútum kunnugur í Los Angeles- borg því hann þjálfaði Los Angeles Lakers fyrir tæpum áratug.  OLIVER Dacourt er genginn til liðs við Roma frá smaður, var í láni hjá Roma í vetur og eftir að hafa stað- ið sig vel á Ítalíu ákváðu forráðamenn liðsins að greiða jafnvirði rúmra 400 milljóna ísl. króna fyrir kappann.  KNATTSPYRNUMAÐURINN Jesper Blomquist hefur ákveðið að snúa heim til Svíþjóðar og leika með meisturnum, Djurgården. Hátindur ferils Blomquists var árið 1999 þegar kappinn var mikilvægur hlekkur í liði Manchester Uniteds er liðið vann „þrennuna“ einstöku.  SÆNSKI framherjinn hjá Glas- gow Celtic, Henrik Larsson, segir í viðtali við Aftonbladet að hann hafi ekki áhuga á að leika í ensku úrvals- deildinni á næstu leiktíð en hann hef- ur ákveðið að fara frá Celtic næsta vor. Larsson hefur hug á því að leika í tvö til þrjú ár til viðbótar en segir að hitastigið í því landi sem hann muni leika næst í verði að vera að meðaltali hátt og eru þá mestar líkur á því að hann endi á Ítalíu, Spáni eða í Portú- gal.  JÖRN-Uwe Lommel hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Egypta í handknattleik. Lommel, sem er Þjóð- verji og hefur þjálfað nokkur þýsk fé- lög, tekur við þjálfun egypska liðsins af Mohamed El Alfy og Zoran Zivkovich. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.