Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 44
ROKKSVEITIN Ensími hefur verið starfandi síðan 1996 og á að baki þrjár plötur. Síðasta plata, samnefnd sveitinni, kom út fyrir síðustu jól og það sem af er ári hefur sveitin spilað slitrótt en fór engu að síður í farsæla ferð til Texas, til spilamennsku á hinni virtu tónlist- arhátíð South by Southwest (SXSW). Um það leyti sagði trymbillinn Jón Örn Arnarson skilið við sveitina, en hann var einn af stofn- meðlimum. Ensími er sigld sveit og lét engan veginn deigan síga við þetta og síðasta laug- ardag var nýr trommari, Arnar Gíslason, kynntur til sögunnar á tónleikum á Grand Rokk. Arnar hefur getið sér orðs með sveitum eins og Stolíu, Súrefni, Bang Gang og Dr. Spock þar sem með honum leika einmitt nokkrir meðlimir Ensími. Önnur tiltölulega ný viðbót er þúsundþjalasmiðurinn Kristinn Gunnar Blöndal (KGB) sem leikur á hljóm- borð. Hann hefur verið í sveitum eins og Botn- leðju, Sisona, Ó. Jónsson & Grjóni, Emmet, Múldýrinu og hinni ensku Starlover. „Kristinn Gunnar kom inn fyrir Airwaves síðasta haust,“ útskýrir Franz Gunnarsson, gítarleikari og söngvari. „Núna loksins er þetta orðið fullskipað á ný.“ Franz samþykkir að þetta séu ákveðin kafla- skil í sögu sveitarinnar. „Það má segja að það sé komin ný stemning í hópinn. Tveir menn eru ferskir og á tónleikunum var t.d. mikil spila- gleði og stuð. Það mun væntanlega skila sér í komandi tónlistarsköpun.“ Franz segist glaður með það hvað þetta sé að smella vel saman. „Við vorum ekki alveg vissir um hvað við áttum að gera þegar Jonni hætti. En þá kom Addi (Arnar) frá Spáni og passaði strax vel í hópinn. Jonni er enn fremur mjög sáttur við arftakann þannig að þetta gengur allt saman upp – líkt og í góðu pókerspili!“ Þessa dagana eru þeir félagar að spá í nýtt efni en þó er ekkert búið að negla niður með næstu plötu. Núna er í gangi undirbúningur fyrir G!Festivalið sem haldið verður í Götu, Færeyjum helgina 18.–20. júlí en þar mun Ensími leika ásamt Úlpu og fleiri listamönn- um frá Norðurlöndum. Þess utan segir Franz að menn séu komnir í mikinn spilagír og hafi nú fullan hug á að fara að bæta upp fyrir lá- deyðu síðustu mánaða. Ensími komin í fluggír Nýtt blóð, nýr kafli www.ensimi.is Hrafn Thoroddsen, söngvari og gítarleikari, og nýi trommarinn Arnar Gíslason, sem trommaði sig inn í Ensími með látum. Morgunblaðið/Árni Torfason 44 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4 og 8. Sýnd kl. 4, 7 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Bi.14.Sýnd kl. 4, 8 og 10. B.i. 12 With english subtitles Sýnd kl. 6. Ensk. texti. Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I  X - IÐ  DV Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. YFIR 42.000 GESTIR! Sýnd kl. 4.  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" ÓHT Rás 2 KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8.  X - IÐ  DV Í frábærri rómantískri gamanmynd. Þegar tveir ólíkir einstaklingar verða strandaglópar á flugvelli, getur allt gerst. THE BATTLE OF THE SEXES JUST GOT SEXIER Í i í i i lí i i li l l lli ll Í BYRJUN tíunda áratugarins þótti Jane’s Addiction, leidd af hinum ofursjarmerandi Perry Farrell, vera fremst á meðal jafningja hvað framsækið rokk varðaði. Meistaraverk sveitarinnar, Ritual de lo Habitual, kom út 1990 en síðan – ekkert. Þar til í þessum mán- uði að þrettán ára þögn verður rofin með út- gáfu plötunnar Strays. Sveitin verður aðalnúmerið á Lollapalooza- túrnum en það voru einmitt Farell og félagar sem stofnsettu þetta vinsæla tónlistar-/ hringleikahús á sínum tíma. Lagið „Just Be- cause“ er þegar farið að óma í útvörpum um heim allan en Strays kemur út 22. júlí. Dave Navarro gítarleikari segir að sveitin hafi ákveðið að taka upp nýtt efni þegar það var á sérstöku endurkomutónleikaferðalagi árið 2001. Fram að því höfðu meðlimir garfað í hinu og þessu, Navarro hafði leikið með Red Hot Chili Peppers og gefið út sólóplötu og Farrell stofnaði Porno for Pyros ásamt því að gefa út sólóplötu. Jane’s Addiction verða á ferð og flugi út þetta árið. Viðbrögð við þessari endurreisn hafa verið sterk og yfirmenn útgáfu sveit- arinnar, Capitol, segja að það hafi komið þeim í opna skjöldu hversu marga haðrkjarnaaðdá- endur sveitin á. Bæði Farrell og Navarro taka enn fremur skýrt fram að Strays sé bara byrj- unin. „Það er gott að vera kominn heim aftur,“ segir Farrell. „Þetta er ekkert endurkomu- flipp. Sveitin er einfaldlega komin í gang aft- ur.“ Jane’s Addiction snýr aftur Ný breiðskífa á leiðinni Farrell er kominn heim! Í KVÖLD og annað kvöld heldur bandaríska þungarokksveitin Mastodon tónleika hér á landi ásamt nokkrum íslenskum sveitum. Mastodon hefur að undanförnu getið sér góðs orðs í hinum framsækna geira harðrar rokk- tónlistar og sagði MTV-sjónvarpsstöðin m.a. að hún minnti helst á bragðgóða blöndu af Metall- ica og Rush. Mastodon gefur út á hinu virta harðkjarna/þungarokksmerki Relapse en tveir meðlima voru áður í sveitinni Today is the Day. Stuttskífan Lifesblood kom út í hitteðfyrra og fyrsta breiðskífan, Remission, kom út í fyrra. Skífan sú hefur verið hlaðin lofi, þykir þroskuð og framsækin og stíllinn bæði fjölbreyttur og sérstakur. Sænska sveitin The Haunted Masto- don fékk Mastodon til að hita upp fyrir sig í kjölfarið á Evróputúr. Sló sveitin þar í gegn og er nú á leið til Evrópu á nýjan leik þar sem þeir eru aðalbandið. Jafnframt hafa Mastodon leik- ið með þungavigtarböndum eins og Queens of the Stone Age, Morbid Angel, Cannibal Corpse og Hatebreed. Fyrri tónleikarnir fara fram í kvöld á Grand Rokk. Húsið verður opnað kl. 22.00 og er að- gangseyrir 1.200 kr. Einnig leika Brain Police og Dark Harvest. Síðari tónleikarnir fara fram á morgun á Gauki á Stöng. Húsið opnað 19.30, miðaverð 1.200 kr. og aldurstakmark ekkert. Einnig leika Forgarður Helvítis, Changer og Brutal. Bandaríska þungarokksveitin Mastodon er stödd á Íslandi Alvörurokk Mastodon sýnir enga miskunn um helgina! www.relapse.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.