Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI Stærsta útsalan Opið kl. 10.00 - 18.00 AÐ MESTU leyti er búið að fjár- magna gerð Óvinafagnaðar sem er langdýrasta kvikmyndaverkefni Ís- landssögunnar. Áætlaður fram- leiðslukostnaður er um einn og hálfur milljarður króna. Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri myndarinnar staðfestir þetta en í gær fékk hún vilyrði fyrir styrk að upphæð 75 milljónir króna úr Kvik- myndasjóði. Er það hæsta styrkvil- yrði sem kvikmynd hefur fengið hér á landi. Hjörtur Grétarsson, framleiðslu- fulltrúi Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands, kveðst ánægður með að geta veitt þessa stóru fjárhæð en áætlað er að 880 milljónir króna skili sér til Íslands við gerð myndarinnar, að sögn Hjartar. Það er Íslenska kvikmynda- samsteypan sem framleiðir Óvina- fagnað en myndin byggist á sam- nefndri bók Einars Kárasonar. Fjármögn- un myndar upp á 1,5 milljarða nær lokið  Óvinafagnaður/9 ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra útilokar ekki breytingar á lögum um fæðingar- og for- eldraorlof í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála frá í gær. Nefndin komst að því að umrædd lög feli ekki í sér rétt foreldra til orlofslauna, heldur einungis réttinn til orlofstöku. Nefndin úrskurðaði í kærumáli föður gegn Tryggingastofnun ríkisins en maðurinn hafði kært ákvörðun TR um að reikna ekki orlofslaun vegna áunnins réttar í fæðingarorlofi. Í úrskurði sínum staðfesti úrskurðarnefndin ákvörðun TR um greiðslu til föðurins. Niðurstaðan þvert á álit félagsmálaráðuneytisins Úrskurðurinn er þvert á álit það sem félags- málaráðuneytið hafði áður sett fram þess efnis að Fæðingarorlofssjóði bæri að greiða foreldrum orlofslaun. Kom það álit fram hjá Páli Péturs- syni, fyrrverandi félagsmálaráðherra, í mars sl. í svari sínu vegna fyrirspurnar Jóhönnu Sigurð- ardóttur, þingmanns Samfylkingar. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði úr- skurðinn hafa komið sér „svolítið á óvart“ en að hann hefði búist við að málið færi á hvorn veginn sem væri. „Ég deili ekki við nefndina, enda er það hennar að kveða upp úrskurði,“ segir Árni. „Það er því ekki um önnur úrræði að ræða fyrir kærandann en að vísa málinu til dómstóla ef hann unir ekki niðurstöðunni.“ Ráðherra útilokar ekki breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof „Félagsmálaráðuneytið komst í vor að annarri niðurstöðu en nefndin nú og taldi rétt foreldra til orlofslauna vera fyrir hendi, en menn hefur reyndar löngum greint á um túlkun laga. Hér hefur hins vegar nefndin komist að niðurstöðu og ráðuneytið unir henni.“ Aðspurður hvort hann sem félagsmálaráð- herra muni beita sér fyrir breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem myndu fela í sér skýlausan rétt foreldra til orlofslauna, minn- ir Árni á að Fæðingarorlofssjóður sé fjármagn- aður af tryggingagjaldi sem lagt er á atvinnu- lífið. „Ef aðilar vinnumarkaðarins óska sameiginlega eftir því við mig að lögunum verði breytt, mun ég að sjálfsögðu taka það til skoð- unar í samráði við þá. Ríkið sem vinnuveitandi hefur viðurkennt rétt langflestra opinberra starfsmanna í fæðingarorlofi til orlofslauna, þannig að aðilar vinnumarkaðarins verða að komast að niðurstöðu hvað þá snertir,“ segir Árni Lögin einungis talin fela í sér rétt til orlofstöku  Faðir fær ekki/6 Úrskurðað í máli föður í fæðingarorlofi gegn Tryggingastofnun ríkisins SAMKVÆMT skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunar- innar, OECD, eru hvergi meiri hömlur á beina erlenda fjár- festingu innan OECD en hér á landi. Samkvæmt skýrslunni hafa hömlur á slíka fjárfestingu farið minnkandi í öllum ríkjum OECD frá árinu 1980 til 2000, en bæði árin voru hömlurnar þó mestar hér á landi. Þór Sigfússon framkvæmda- stjóri Verslunarráðs segir að á mörgum sviðum verði næsta skref erlendrar útrásar ís- lenskra fyrirtækja ekki tekið nema opnað verði fyrir fjár- festingar útlendinga hér á landi. Ástæðan sé sú að útrás fyr- irtækja gangi ekki aðeins út á að íslensk fyrirtæki kaupi er- lend, heldur þurfi útlendingar að geta orðið hluthafar í ís- lenskum fyrirtækjum í gegnum samruna. Mestar hömlur á erlenda fjárfestingu  Mestar/12 Bændur víðsvegar um land nýttu sér sólargeislana í gær við heyskap en hann hefur gengið erfiðlega und- anfarnar vikur vegna votviðris og því kærkomið að fá gott veður. Á myndinni er Ólafur Guðbjartsson bóndi á Sjávarhólum að plasta heybagga á túnunum á Árvöll- um á Kjalarnesi. Morgunblaðið/Sverrir HEYSKAPUR hefur gengið erf- iðlega á Suður- og Vesturlandi síð- ustu tvær vikurnar. Gærdagurinn var reyndar víða mjög góður og þeir sem byrjuðu heyskap snemma í júní náðu margir mjög góðum heyjum. Runólfur Sigursveinsson, ráðunautur hjá Búnaðarmiðstöð Suðurlands, segir þetta mun erf- iðara heyskaparsumar en und- anfarin sumur. „Þeim sem voru fyrstir til að hefja slátt gekk mjög vel, en það hefur gengið brösótt núna síðustu tvær vikurnar. Hey hafa verið að hrekjast, ekki síst vegna þess að veðurspáin hefur staðist illa,“ sagði Friðrik Jónsson, ráðunautur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands. Spáð var þurru og góðu veðri síðustu helgina í júní, en sú spá brást algerlega. Friðrik sagði að þá hefðu margir bændur slegið mikið og fengið rigningu í allt saman. Síðan væri búin að vera vætusöm tíð. Friðrik sagði að allmargir kúa- bændur hefðu verið búnir að heyja þegar óþurrkarnir hófust, en sauð- fjárbændur væru almennt seinna á ferðinni. Friðrik sagði að sprettan væri almennt góð og sumstaðar mjög góð. Runólfur Sigursveinsson hefur sömu sögu að segja af Suðurlandi. Mjög erfið heyskapartíð hafi verið síðustu 2–3 vikurnar. Hann sagði að þeir sem byrjuðu fyrst hefðu náð afbragðsgóðum heyjum, en þeir sem hefðu staðið í heyskap síðustu vikurnar hefðu átt í erfiðleikum vegna rigninga. Það fóður sem sett hefði verið í rúllur hefði oftar en ekki verið of blautt. Hann sagði að grös væru farin að spretta úr sér, en við það rýrnar fóðurgildi þeirra. Runólfur tók fram að staðan væri mismunandi milli bæja. Marg- ir, sérstaklega kúabændur, væru búnir með fyrri slátt. Aðrir væru skemmra á veg komnir og hefðu átt erfiða daga eftir að þeir hófu slátt. Heyskapur hefur víða gengið erfiðlega ATVINNULEYSI minnkaði úr 3,6% í 3,2% frá maí til júní. Fjöldi at- vinnuleysisdaga í júní jafngildir því að 5.081 hafi verið atvinnulaus í mán- uðinum að meðaltali. Þetta er fækk- un um 217 frá því í maí, en 43% aukn- ing frá því í júní í fyrra. Í frétt frá Vinnumálastofnun segir að líklegt sé að atvinnuleysi verði minna í júlí en í júní. Það verði lík- lega á bilinu 2,9% til 3,2%. Þá segir að á landsbyggðinni minnki atvinnuleysi um 17% milli mánaða. Atvinnuleysi er nú 2,3% af mannafla á landsbyggðinni en var 3% í maí sl. Atvinnuleysið á lands- byggðinni var 1,6% í júní árið 2002. Atvinnuleysi minnkar alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem um óverulegar breytingar er að ræða. Atvinnuleysið minnkar hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra og Austurlandi. Vinnumála- stofnun segir að sérstök verkefni á vegum svæðisvinnumiðlana séu víða í gangi sem hafi borið þann árangur að margir atvinnulausir hafi fengið vinnu. Atvinnuleysi minnkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.