Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Upplýsingavefur Vegagerðarinnar 80–90 þúsund heimsóknir VEGAGERÐINrekur fjölbreyttanupplýsingavef um samgöngukerfi landsins, þar sem ferðalangar geta sótt margvíslegar upplýs- ingar um vegakerfið, svo sem veður og færð, umferð og margt fleira sem að gagni getur komið. Slóðin er vegagerdin.is Viktor Arnar Ingólfsson er út- gáfustjóri Vegagerðarinn- ar. – Er þessi vefur búinn að vera lengi í smíðum? Hann er búinn að vera uppi í allmörg ár, en þetta útlit sem er á vefnum nú er um það bil þriggja ára gamalt og við erum stöð- ugt að bæta við upplýsing- um. Við leggjum mjög mikla áherslu á ferðaupplýsingar og kortin sem þeim tengjast. Þau eru okkar stóra tromp og flestar heimsóknir eru inn á þann hluta vefjarins. Á þessum árstíma er svo sem ekki mikið að gerast, en á veturna er þetta mjög sterkt verkfæri sem við höfum þarna. Á kortunum eru samtímaupplýsing- ar um veður og færð alls staðar á landinu. Upplýsingarnar eru sótt- ar sjálfvirkt í flestum tilvikum tvisvar á klukkustund til 65 veð- urstöðva, en þar af eru 50 í eigu Vegagerðarinnar. Til viðbótar eru vegmyndavélar á nokkrum erfið- ustu fjallvegum landsins og á myndunum getur fólk séð hvernig veður og færð er á viðkomandi fjallvegum, en myndir eru sóttar einu sinni á hverri klukkustund. – Þessar upplýsingar eru auð- vitað mest notaðar á veturna þeg- ar veður eru válynd? Já, þarna geta okkar menn fylgst með ástandinu á vegunum. Þeir eru auðvitað mjög vanir að lesa úr veðurupplýsingum og geta út frá þeim að verulegu leyti ákvarðað þörf fyrir snjómokstur og annað slíkt og eins hvort það sé ferðaveður yfir höfuð eða ekki. Oft er það einfaldlega veðurhæðin sem ræður því. Sama gildir auð- vitað um ferðalanga, enda er raunin sú að fjöldi heimsókna á vefinn okkar stendur í réttu hlut- falli við vindstyrk og hefur talan yfir sóttar síður farið í 80–90 þús- und á dag þegar mest er. Þá er einnig að finna á vefnum upplýsingar um ástand fjallvega á sumrin og hvenær þeir eru opn- aðir. Við endurskoðum kort um þetta vikulega og smám saman fækkar þeim vegum sem lokaðir eru. Þannig er nú einungis einn fjallvegur lokaður, vegur frá Arn- arvatnsheiði og yfir á Kjalveg. Við erum einnig með kort þar sem fram koma upplýsingar um framkvæmdir á hverju ári. Inn á kortið setjum við upplýsingar um það hvar á landinu er verið að vinna í vegagerð og hvar er verið að leggja bundið slitlag. Tilgreint er hver framkvæmdin er og nán- ari lýsing á henni. Um Fáskrúðs- fjarðargöng stendur til dæmis að þau séu 5,9 km löng og nýbygging vegar sé 8,5 km, auk upplýsinga um fjár- veitingar, verktaka og áætluð verklok. Við erum einmitt að vinna núna í kortinu fyrir Norðurland eystra og það breyt- ist daglega hvað maður skrifar þar fyrir Héðinsfjarðargöngin. – Er á vefnum einnig að finna upplýsingar um hvað margir leggja leið sína um þjóðvegi landsins? Já, við flestar veðurstöðvar eru einfaldir umferðarteljarar og á vefnum sést hve margir hafa farið um veginn síðustu tíu mínútur og uppsafnað frá miðnætti. Við fylgj- umst mjög náið með umferðar- þunga á einstökum vegum og flokkum upplýsingarnar eftir stærð bifreiða. Þessar upplýsing- ar eru grunnurinn í útreikningi á hagkvæmni einstakra vegafram- kvæmda. Það nýjasta í þessum efnum eru upplýsingar á vefnum um hraða bifreiða á einstökum vegum og bil á milli bíla, en þetta er nýjasta rósin í hnappagat þjón- ustudeildar Vegagerðarinnar sem hefur staðið sig mjög vel í miðlun upplýsinga að þessu leyti. Þarna er um að ræða rauntímaskrán- ingu á hraða bifreiða á einstökum vegum. Bifreiðarnar eru flokkað- ar niður eftir hraða og þannig sést hve margar bifreiðar hafa til dæmis á Hellisheiðinni ekið hrað- ar en á löglegum hámarkshraða og hversu margar undir hámarks- hraða og það flokkað nánar niður. Til að mynda sést hversu margir aka hraðar en á 120 km hámarks- hraða á einstaka vegum. Þá er einnig á sama stað á vefn- um að finna upplýsingar um bil á milli bifreiða og það flokkað niður eftir tíma allt niður í það þegar minna en tvær sekúndur eru á milli bifreiða. Þessi þáttur er mjög mikilvægur hvað umferðar- öryggi snertir, en slysahættan eykst eftir því sem hraðinn er meiri og bilið á milli bifreiðanna styttist. Þannig sést hér á vefnum núna þegar við erum að tala sam- an að minna en tvær sekúndur eru á milli 25 og 30% bifreiða sem eru að fara um Geit- háls. Þarna hafa lög- regla og Umferðar- stofa mjög gott verkfæri til þess að fylgjast með umferðinni stöð- ugt og til að gera þær ráðstafanir sem þurfa þykir. Það er þjónustu- deild Vegagerðarinnar sem sér um þessar síður og hefur útfært tæknina til að fylgjast með þess- um þáttum umferðarinnar og hún hefur staðið sig sérstaklega vel í þessum efnum með góðum stuðn- ingi tölvudeildar. Viktor Arnar Ingólfsson  Viktor Arnar Ingólfsson er fæddur 12. apríl 1955. Hann er útskrifaður tæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands og hefur unnið hjá Vegagerðinni frá fermingu, fyrst í brúarvinnu en síðustu árin sem yfirmaður út- gáfumála hjá Vegagerðinni en undir það fellur meðal annars yf- irumsjón með vef Vegagerð- arinnar. Viktor skrifar glæpa- sögur í frístundum sínum og er vel þekktur sem slíkur. Hann er kvæntur Valgerði Geirsdóttur og eiga þau tvær dætur. Upplýsingar um veður og færð BUNDIÐ slitlag hefur nú verið lagt á sjö kílómetra af 11,3 af Vestfjarða- vegi um Dalafjall og er ætlunin að lagningu þess verði lokið fyrir versl- unarmannahelgi og vegurinn form- lega opnaður um miðjan ágúst. Öðr- um frágangi verður lokið fyrsta september og er það um mánuði fyrr en áætlun gerði ráð fyrir. Arn- arfell ehf. sér um verkið og hefur því miðað vel áfram ekki síst vegna einmuna veðurblíðu á sl. ári. Að sögn Þórs Konráðssonar verk- stjóra Arnarfells hefur aðeins einn dagur fallið úr vinnu vegna veðurs. Verkið hefur tekið þrjú ár en byrjað var á nýja veginum Dalamegin árið 2001 en unnið Borgarfjarðarmegin á síðasta ári og þessu. Vinnubúðir hafa verið á fjallinu allan tímann og mest unnu 34 starfsmenn í einu við verkið. Úthald hefur verið í 10 daga í senn, unnið frá kl. 7–19 og frí í þrjá daga þess á milli, en í fyrra var unn- ið allan sólarhringinn á vöktum. Skiptar skoðanir um nafnið Fram hefur komið í fjölmiðlum að menn eru ekki á eitt sáttir um nafn á nýja veginum en Vegagerðin legg- ur áherslu á að hann skuli heita Vestfjarðavegur um Dalafjall. Leið- in um þennan fjallveg vestur í Dali hefur ávallt verið nefnd Bratta- brekka, en gamla þjóðleiðin milli Borgarfjarðar og Miðdala lá um Bjarnardal og Bröttubrekku. Þegar bílvegur var lagður í Dali á árunum 1929–1932 var farin önnur leið og byggðar brýr yfir Bjarnardalsá og Miðdalsgil. Nafn Bröttubrekku var þrátt fyrir það oftast notað áfram yfir nýju leiðina og hefur haldist þessi rúm 70 ár. Nýi vegurinn ligg- ur um Miðdal og Merkjahrygg á sömu slóðum og sá eldri. Í Norður- árdal mætir hann hringveginum við sömu vegamót en sveigir vestan við bæinn Dalsmynni. Hann er í svip- aðri hæð, hæst um 403 m.y.s með breiðari og beinni veglínu. Lengsta steypta ræsi landsins Ekki er um neina styttingu á vegalengd að ræða, en gamli veg- urinn var bæði brattur og krókóttur malarvegur. Á honum voru þrjár mjóar brýr með slæmri aðkomu. Á nýju leiðinni hverfa S-beygjurnar sem einkenndu leiðina bæði sunnan og norðan megin og engar brýr eru lengur, því ræsi hafa verið sett yfir ár og gil. Yfir Bjarnardalsá hefur verið settur 5 m hár og 64 m langur stál- steyptur stokkur sem fyllt hefur að hluta til verið að, en þar innan í er 101 m steyptur hólkur sem er 5 m þvermál. Það mun vera lengsta steypta ræsi hérlendis. Þór verk- stjóri segir að þetta sé nýjung í vegagerð og sé sama tækni og notuð var við gerð snjóflóðavarnargarðs- ins í Neskaupstað, sem Arnarfell hannaði. Gömlu brýrnar yfir fjallið hafa verið eyðilagðar nema gamla brúin yfir Miðdalsgilið og vilja sum- ir varðveita hana til minningar um brúargerð fyrri tíma. Ljóst er að vegurinn er mikil samgöngubót og verður vetrarfærð mun auðveldari yfir fjallið. Þór seg- ir að sér finnist hönnun vegarins sérstaklega góð og falli vel að lands- laginu. Arnarfell pakkar saman vinnubúðunum í september að verki loknu og heldur á vit nýrra verk- efna. Bundið slitlag komið á 7 km af 11,3 km vegi um Dalafjall Morgunblaðið/Guðrún Vala Nýi vegurinn yfir Bröttubrekku (Dalafjall) er mikil samgöngubót og verður tekinn í notkun á næstunni. Framkvæmdir mán- uði á undan áætlun Margir vilja varðveita gömlu brúna yfir Miðdalsgilið til minningar um brú- argerð fyrri tíma, en steypt ræsi leysir brúna af hólmi. Þór Konráðsson, verkstjóri hjá Arnarfelli, er mjög ánægður með hvað framkvæmdir við veginn gengu vel. Hann þakkar það ekki síst góðri tíð. Borgarnesi. Morgunblaðið. HAFIST verður handa við upp- setningu á neyðartalstöðvum í skálum Ferðafélags Íslands á næstu dögum á vegum Slysavarna- félagsins Landsbjargar og Ferða- félagsins. Settar verða upp 10 neyðartalstöðvar í skálum Ferða- félagsins á gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur, Laugaveginum svokallaða, og á fleiri stöðum þar sem fjöldi ferða- manna fer um allt árið. Talstöðv- arnar eru stilltar á rás 16, neyð- arrás, en hlustvarsla á rásinni er á strandstöðvum Landsímans ásamt því að skip og bátar nota rásina í neyðartilfellum. Á þeim stöðum þar sem rásin nær ekki sambandi við strandstöðvar verða stöðv- arnar stilltar inn á fjarskiptaend- urvarpa björgunarsveitanna þann- ig að samband næst til byggða. Ráðist er í verkefnið til að auka öryggi ferðafólks en dæmi eru um að björgunarsveitir hafi leitað að ferðafólki sem komist hefur í skála Ferðafélagsins en ekki haft með- ferðis nein fjarskiptatæki til að láta vita af sér með. Hefðu tal- stöðvarnar verið til staðar í skál- unum hefði verið unnt að komast hjá umfangsmiklum leitaraðgerð- um. Neyðartalstöðvar settar í skála Ferðafélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.