Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 11
                                                                   ! "                          um yfir um farþegafjölda á ein- stökum leiðum og á ólíkum tímum dagsins. Með hliðsjón af þessum upp- lýsingum munum við reyna að útfæra kerfi þar sem framboðið á almenn- ingssamgöngum verður aðlagað eft- irspurninni, þannig að það sjáist ekki mikið af gulum, stórum, tómum vögn- um hringsólandi um allan bæ.“ Ásgeir sagði aðspurður að hluti af þessari endurskipulagningu leiða- kerfisins væri að vera með mismun- andi stóra vagna í ferðum. Hins vegar væri það ekki eins einfalt og sýndist. Á flestum strætisvagnaleiðum væru álagstoppar á hverjum degi og þá dygðu smærri bílarnir ekki. Í öðru lagi væri stærsti rekstrarliður fyr- irtækisins laun og í því sambandi skipti því ekki máli hvort bíllinn væri stór eða lítill. Stórir bílar eyddu vissulega meiri olíu en litlir en það væri ekki afgerandi þáttur í rekstr- inum, auk þess sem litlir bílar væru hlutfallslega dýrari í innkaupum en stórir bílar. Það væri hins vegar alveg ljóst að í nýju leiðarkerfi væri það hluti verkefnisins að skilgreina þörf fyrir stærð bíla og það sé til dæmis líklegast að á þessum fimm stofn- brautarleiðum muni ekki nægja að vera með venjulegar stærðir af bílum, heldur muni ef til vill þurfa liðvagna eða þriggja öxla bíla. Pöntunarþjónusta í skoðun Ásgeir segir að það séu einnig ýms- ir aðrir valkostir í skoðun, eins og það að setja upp pöntunarþjónustu þann- ig að það sé ekki ekið á leiðum sem mjög lítil eftirspurn sé eftir nema þjónustan sé pöntuð fyrirfram. Er- lendis sé þetta víðast kallað „telebus“ eða „teletaxi“ og það mætti hugsa sér samstarf við leigubílafyrirtæki eða leigubílaeigendur í sambandi við þennan þátt. Ásgeir bendir jafnframt á að Strætó bs. reki nú Ferðaþjónustu fatlaðra og hann sjái fyrir sér ýmsa möguleika á því að koma þeirri þjón- ustu betur inn í almennings- samgöngukerfið og nýta betur þann bílaflota sem þar sé fyrir hendi. Þar sé um litla bíla að ræða og þjónustan fari alfarið fram með þeim hætti að hún sé pöntuð fyrirfram. „Aðalatriðið er að hafa til staðar góða þjónustu fyrir allt höfuðborgarsvæðið, en reyna eftir því sem kostur er að halda ekki úti þjónustu nema þörf sé fyrir hana,“ segir hann og bætir við að breytingar á almenningssamgöngum segi mikið um þjóðfélagsþróunina undanfarna áratugi. Farþegum hafi stöðugt fækkað undanfarin 35 ár á sama tíma og byggðin hafi þanist út. Krafan um grunnþjónustu á þessu svæði hafi ekkert minnkað og það liggi fyrir að sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu ætli sér að starf- rækja hana af myndarskap, þótt það sé ekki hluti lögbundins hlutverks þeirra. Auk þess leggi stjórnvöld ýmsar álögur á starfsemina í stað þess að létta undir með henni, en al- menningssamgöngur séu þungur baggi á sveitarfélögunum eins og nú sé málum háttað. Forgangur í umferð Ásgeir segir að samfara nýju leiða- kerfi þurfi að skilgreina forgang í um- ferð fyrir almenningsvagna. Um slík- an forgang sé ekki að ræða nú, en það tíðkist nánast í öllum nágrannalönd- um okkar þar sem hann þekki til. Ná- tengt vinnunni við leiðarkefið nú sé því að skilgreina forgang í umferð. Þar sé um að ræða margvíslega hluti eins og ljósastýrðan forgang á gatna- mótum þannig að almenningsvagnar lendi sem sjaldnast á rauðu ljósi. Einnig sé um að ræða sérstakar beygjuakreinar við gatnamót, sér- akreinar fyrir almenningsvagna á götum og allt upp í lokaðar götur ann- arri umferð heldur en almennings- vögnum. Of snemmt sé um að segja hvað verði ofan á í þessum efnum, en það sé lykilatriði að slíkur forgangur í umferð sé skilgreindur og til staðar til þess að nýja leiðakerfið heppnist vel. Ef menn sjái almenningsvagninn fara fram úr sér á hverjum degi á leið til og frá vinnu og skóla hljóti það að verða til þess að fólk fari að hugleiða hvort ekki sé hentugra að nota al- menningssamgöngur en einkabílinn. Öflugt almenningssamgöngukerfi sé þjóðhagslega hagkvæmt þótt það sé alveg ljóst að það henti ekki öllum. Sumir þurfi að hafa bíl vegna vinnu sinnar, en fyrir mjög marga dugi öfl- ugt og gott almenningssamgöngu- kerfi mjög vel að því gefnu að með því sé hægt að komast á milli staða með fljótum og auðveldum hætti. Vandinn sé hins vegar sá að margir gefi al- menningssamgöngum ekki tækifæri. „Við viljum með þessu öllu saman lyfta almenningssamgöngum á hærri stall og endurvekja þá virðingu sem þær höfðu hér áður fyrr. Þær eiga ekki bara að vera valkostur þeirra sem eng- an annan valkost eiga. Það er kannski stóra málið í þessu öllu saman.“ Léttlestar tímaspursmál Spurður um möguleikana á spor- bundnum samgöngum á höfuðborg- arsvæðinu segir Ásgeir að þróunin á því sviði sé afskaplega ör og að hans mati sé einungis tímaspursmál hve- nær hluti almenningssamgöngukerf- isins á höfuðborgarsvæðinu verði sporbundin eða að fólksflutningarnir fari að hluta til fram með svoköll- uðum léttlestum. Í því sambandi sé athyglisvert að þær tegundir af borg- arsamfélögum sem séu að taka upp slík kerfi í dag séu borgarsamfélög á stærð við höfuðborgarsvæðið. Það eigi til dæmis við um borgir í Frakk- landi, Þýskalandi, Englandi, Skand- inavíu og Bandaríkjanna. Kostnaður- inn við þessi kerfi fari sífellt lækkandi og þó kostnaðurinn við það að koma upp vögnum og sporum sé mikill þá sé endingartíminn einnig mjög lang- ur í samanburði við önnur samgöngu- tæki eins og langferðabíla. Fram komi í aðalskipulagi Reykjavík- urborgar og svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins að huga eigi að þessum möguleikum á skipulags- tímabilinu, auk þess sem sporbundn- ar samgöngur samrýmist mjög vel nýja leiðakerfinu. Til að mynda megi hugsa sér að einhverjar af stofn- brautunum fimm verði sporbundnar þótt engar fyrirætlanir séu uppi um það að svo komnu. Hins vegar sé ver- ið að huga að þessum möguleikum nú og fyrirhugað að samgöngunefnd Reykjavíkurborgar fari í kynnisferð til nokkurra borga af svipaðri stærð í nágrannalöndunum til að skoða hvernig fyrirkomulagið sé þar og jafnframt kanna hvort þetta sé raun- hæfur valkostur í samgöngumálum hér og þá hvenær. Úr Breiðholti í miðbæ á 8 mín. Ásgeir segir að kosturinn við spor- bundnar samgöngur sé fyrst og fremst sá að með þeim verði fólk mun fljótara í förum en ella. Aðspurður hvort veðurfar hér á landi geti ekki verið hindrun í þessu sambandi segir hann að dæmi séu um slík léttlest- arkerfi í borgum þar sem veðurfar sé svipað og hér. Til dæmis megi hugsa sér hita í sporunum til að koma í veg fyrir að sporin verði ófær sökum snjóa. Talið berst að þeirri miklu breyt- ingu sem orðið hefur á notkun al- menningssamgangna á undanförnum áratugum á sama tíma og höfuðborg- arsvæðið hefur þanist út og hvernig þær breytingar endurspegla þjóð- félagsþróunina á tímabilinu. Ásgeir segir að snemma á sjöunda áratugn- um hafi farþegafjöldi Strætisvagna Reykjavíkur verið í kringum 20 millj- ónir á ári. Á síðasta ári hafi farþega- fjöldi Strætó bs. verið 8,6 milljónir á öllu höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir þá miklu fjölgun íbúa sem orðið hafi. Fyrir fjórum áratugum hafi til dæmis stór hluti Reykvíkinga farið heim til sín í mat í hádeginu og þá hafi verið settir inn aukavagnar til þess að anna eftirspurninni og vaktformennirnir hafi staðið með bauka við afturdyr vagnanna á Lækjartorgi til að flýta fyrir afgreiðslunni. Þá hafi borgin líka verið miklu minni en í dag og því hafi þurft að aka miklu færri kíló- metra en nú. Kostnaður við að halda uppi þjónustunni til dæmis við hverja ferð í dag sé því mörgum sinnum hærri heldur en hann hafi verið hér áður fyrr. Fáir farþegar og dreifð byggð valdi því að Strætó bs. sé að aka um einn kílómetra að meðaltali með hvern farþega, sem sé hlutfall sem sé nánast óþekkt í almennings- samgöngum þar sem hann þekki til í nágrannalöndunum. Eknum kílómetrum fækki „Í þessari leiðakerfishugmynd sem við erum að vinna með gerum við ráð fyrir því að eknum kílómetrum fækki um 10% en ferðamagnið aukist jafn- vel á bilinu 15–20% með bættu skipu- lagi og breyttu kerfi. Það má ekki gleyma því að okkur er ætlað að ná fram aukinni hagkvæmni í reksti.Það segir sig auðvitað alveg sjálft og sú krafa er gerð til okkar af hálfu aðild- arsveitarfélaganna, að reyna að hækka hlutfall eigin tekna í heild- arrekstrarkostnaði.“ Hann segir að nú séu um 40% af kostnaði eigin tekjur fyrirtækisins, sem þýði að það sem á vanti eða 60% þurfi að koma í formi framlaga frá eigendum, en það séu um 1.200 millj- ónir króna í ár. Þetta hlutfall sé alls ekki svo slæmt í sjálfu sér og dæmi séu um bæði hærra og lægra hlutfall rekstrarkostnaður í nágrannalönd- unum sem komi frá eigendum. „Það er nánast alltaf um það að ræða að borgað sé með almennings- samgöngum. Ég þekki í það minnsta ekkert dæmi um annað. Menn líta einfaldlega á þetta sem hlut af sam- félagsþjónustunni og eru þar af leið- andi tilbúnir til að borga eitthvað með þjónustunni. Hins vegar er auðvitað æskilegast að hafa þetta hlutfall eins lágt og nokkur kostur er,“ segir Ás- geir. með strætó hjalmar@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 11 S EGJA má að Ás-geir Eiríksson,framkvæmda- stjóri Strætó bs., sé al- inn upp hjá fyrirtæk- inu og forvera þess því faðir hans Eiríkur Ás- geirsson var forstjóri Strætisvagna Reykja- víkur í meira en þrjá áratugi. Ásgeir segir að fyr- irtækið sé nátengt æsku hans og upp- vexti, enda hafi hann unnið þar með námi í gegnum tíðina. Hann hafi tekið meirapróf á sínum tíma og leyst af sem strætóbílstjóri á sumrin og í námsleyfum hér heima og erlendis og sú reynsla hafi meðal ann- ars orðið til þess að á námsárunum í Svíþjóð hafi hann unnið loka- verkefni í rekstrarhagfræði um almenningssamgöngur hjá AB Upp- sala Buss sem sé ígildi Strætó bs. í Uppsölum. Ásgeir segir að áhugi á almenningssamgöngum hafi alltaf blundað með honum og þegar hann hafi séð auglýsingu um starf fram- kvæmdastjóra Strætó bs. hafi honum verið ómögulegt annað en að sækja um. Auglýsingin hafi ekki séð hann í friði og hann sjái ekki eft- ir því að hafa sótt um. Starfið sé mjög áhugavert og hann eigi sér þá hugsjón að koma almenningssamgöngum á þann stall sem þær hafi verið á hér á landi á blómaskeiði SVR á sjöunda áratugnum. Grípur öðru hverju í aksturinn Ásgeir lætur ekki eingöngu sitja við það að halda sig við skrif- borðið heldur grípur alltaf öðru hverju í aksturinn. Hann segir að það sé algerlega ómetanlegt að stíga upp úr framkvæmdastjóra- stólnum og setjast í bílstjórastólinn öðru hverju til að kynnast því sem brennur á starfsmönnum og farþegum hverju sinni. Það komi ekkert í staðinn fyrir það að finna það á eigin skinni hvar skórin kreppir. Þannig eigi hann það til með litlum fyrirvara að segja bíl- stjórum sínum að taka sér hvíld meðan hann taki einn hring eða hann taki heila vakt eins og hann hafi gert á síðustu Þorláksmessu þegar mikið hafi verið að gera. Ásgeir á sér líka sérkennilegt tómstundagaman. Hann stundar allt- af öðru hverju ökuleiðsögn, en auk meiraprófsins er hann með leið- sögumannspróf á tveimur tungumálum. Hann á því til að skella sér hring um Gullfoss og Geysi með erlenda ferðamenn eða nota sum- arfríið til þess að fara lengri ferðir um hálendi Íslands og segist ekki geta hugsað sér að sleppa því með öllu að fara slíkar ferðir, þó starf- ið geri það að verkum að hann geti sinnt ökuleiðsögninni takmarkað. Strætóbílstjóri við stjórnvölinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.