Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 15
umhverfislegra og verður tilbúin lík- lega nú um jól. Fyrstu tölur sýna að Bandaríkjamenn hafa farið niðurávið í öllum víddum nema þeirri fé- lagslegu.“ Andstaða Bandaríkjastjórnar við Kyoto-samkomulagið hefur verið mikið til umræðu. Hvernig horfir það mál við þér? Heldurðu að Kyoto-sam- komulagið verði einhvern tímann samþykkt í Bandaríkjunum? Eða er Kyoto hugsanlega meingölluð sam- suða sem er pólitískt óframkvæman- leg? „Auðvitað er Kyoto-samkomulagið ekki fullkomið. Það er þó ákaflega mikilvægt þar sem það er fyrsta skref innan samfélags þjóðanna til að sporna við þessu mikla alþjóðlega vandamáli. Hins vegar er ljóst að Kyoto verður seint samþykkt á Bandaríkjaþingi. Í dag hafa engar alríkisreglugerðir verið settar í Bandaríkjunum um að draga úr útblæstri koltvísýrings sem aðallega kemur frá bruna á jarðefna- eldsneyti svo sem kolum. Það er ljóst að allt sem snýr að út- blæstri gróðurhúsalofttegunda, og þá aðallega koltvísýrings, er pólítískt mjög viðkvæmt í Bandaríkjunum. Ástæðan sem forsetinn sjálfur, George W. Bush, gefur fyrir and- stöðu sinni við Kyoto er sú að vísindin sem liggja að baki fullyrðingum um loftslagsbreytingar séu ófullnægj- andi. Það er: Við vitum ekki hvað mun gerast og því er skynsamlegt að bíða þar til við höfum öðlast dýpri skilning á því. Einnig er hann ósáttur við að þróunarríki þurfi ekki að lúta sömu reglum sem mun að hans mati hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir sam- keppnishæfni Bandaríkjanna. Hins vegar ef við skoðum nánar það sem hefur átt sér stað innan þingsins sést greinilega að forsetinn var tilbúinn að skrifa undir reglugerð sem hefði takmarkað útblástur margra mengunartegunda sem fylgja rafmagnsframleiðslu og þar á meðal koltvísýrings. Bandaríkin fara eigin leiðir Þetta var þó ekki innan ramma Kyoto, enda munu Bandaríkjamenn fara sínar eigin leiðir í þessu máli. Þetta frumvarp var mjög framsækið og hefði aukið gífurlega skilvirkni mengunarstjórnar í Bandaríkjunum. En þegar ákveðnir þingmenn frá ríkj- um þar sem kolavinnsla er mikilvæg fengu pata af þessum stuðningi for- setans við frumvarpið hótuðu þeir honum að láta af stuðningi við skatta- tillögur hans ef hann styddi tillögur er drægju úr útblæstri koltvísýrings. Innan 24 stunda lýsti forsetinn því yf- ir að hann myndi aldrei samþykkja frumvarp sem innihéldi útblásturs- takmarkanir á koltvísýringi. Það má því segja að skammsýni nokkurra þingmanna, auk mikilla áhrifa hags- munaaðila í olíu-, gas- og kolaiðnaði, hafi bundið hendur forsetans í þessu máli.“ Hvernig er með almenningsálitið í Bandaríkjunum í þessu máli að þínu mati? Er enginn þrýstingur af hálfu kjósenda? „Almenningsálitið í Bandaríkjun- um í þessu máli og í umhverfismálum almennt er margbreytilegt enda eru Bandaríkin stórt land sem erfitt er að alhæfa um og á það ekki síst við um almenningsálitið. Það er mikil um- hverfisvakning á austurströndinni mið- og norðanverðri sem og á vest- urströndinni. Það verður þó erfitt að fá Bandaríkjamenn til að draga úr orkuneyslu sinni sem byggist aðal- lega á mjög ódýru jarðefnaeldsneyti. Bandaríkjastjórn hyggst veita miklu fjármagni til rannsókna á hreinni orkugjöfum svo sem vetni. Til dæmis verður 1,7 milljörðum dollara varið til vetnisrannsókna næstu 5 árin. Einnig eru veittar skattaívilnanir til handa þeim sem t.d. fjárfesta í vindorku eða kaupa orkunýtnari þvottavélar.“ Mikill áhugi á vetni Þú nefnir vetni. Er vilji fyrir því að reyna að nýta vetni sem orkugjafa í Bandaríkjunum? „Það er mikil stemmning fyrir vetni en aðaláherslan í dag er á fram- leiðslu vetnis úr jarðefnaeldsneyti en ekki vatni eins og hér á landi. Það er athyglisvert með vetnisumræðuna í Bandaríkjunum að allir hafa áhuga á henni og eru reiðubúnir til þátttöku. Til dæmis sjá jafnt kolaiðnaðurinn og kjarnorkuiðnaðurinn, sem framleiða saman mikinn hluta rafmagns í Bandaríkjunum, vetnið sem þeirra haldreipi í framtíðinni. Almenningur er sömuleiðis spennt- ur og þó nokkuð hefur verið fjallað um þessi mál í fjölmiðlum. Auðvitað er til fólk sem heldur því fram að vetni muni aldrei ganga upp sem orkugjafi framtíðar. Það vekur hins vegar athygli að þær raddir eru ekki háværar.“ Það má færa fyrir því rök að aukin áhersla á umhverfisvernd, minnkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda og breyting á orkunotkun geti orðið til að draga úr hagvexti og velmegun. Ógnar þetta ekki hinum „bandaríska lífsstíl“? „Eftir því sem Bandaríkjamenn draga það lengur að gera eitthvað í málinu verða afleiðingarnar alvar- legri og kostnaðurinn meiri. Til lengri tíma litið gæti það hins vegar reynst kostnaðarsamara að bíða þar til allt er í óefni komið. Að mínu mati er hreint brjálæði að ætla að bíða og sjá til. Við höfum skyldum að gegna gagnvart börnum okkar og öðrum líf- verum og verðum að gera það sem í okkar valdi stendur til að hægja á út- blæstri gróðurhúsalofttegunda. Í Bandaríkjunum er óhemju orkusóun og rannsóknir hafa sýnt að með einföldum aðgerðum sem ýta undir fjárfestingar almennings og fyrirtækja í skilvirkari tækni og hreinum orkugjöfum megi auðveld- lega minnka þau umhverfisáhrif sem tengjast orku. Slík fjárfesting mun skila sér margfalt þegar til lengri tíma er litið. Svo til að svara spurn- ingu þinni ógnar þetta alls ekki hinum bandaríska lífsstíl eða „the American Way of Life“ ef rétt er að málum stað- ið. Hins vegar verður að hafa í huga hvort hreinn hagvöxtur eins og hann er mældur í dag, þar sem tekið er mið af aukinni þjóðarframleiðslu, sé það sem við viljum óháð kostnaði. Við verðum að skilja að þjóðarframleiðsla mælir einungis þá hluti og þá þjón- ustu sem framleidd er fyrir markað- inn en hefur lítið með lífshamingju að gera. Það er því ekki hægt að nota hana sem vísitölu varðandi sjálfbæra þróun og hún er ekki mælikvarði á auð þjóðarinnar.“ Tækifærin endalaus á Íslandi Hvað með Ísland? Telur þú að Ís- lendingar geti staðið við skuldbind- ingar sínar? „Ég verð nú að játa að ég þjáist af bjartsýni í þessum efnum. Ég trúi því að við – eins og aðrir – getum auð- veldlega minnkað útblástur gróður- húsalofttegunda með skilvirkari notkun á orku. Þetta helst í hendur við tækniframfarir og aukna notkun á hreinum orkuauðlindum. Á Íslandi eru tækifærin endalaus og alls ekki bundin við vatnsföll ein- vörðungu. Ég fyllist ávallt stolti er ég byrja að ræða um Ísland í námskeið- unum mínum, s.s. notkun á jarð- varma og ótrúlega möguleika varð- andi notkun á vetni. Íslendingar geta hins vegar lagt ýmislegt af mörkum á meðan beðið er eftir því að tilraunir með vetni fari að skila árangri. Við getum fjárfest í orkusparandi tækni og notað blend- ingsbíla (hybrids) og annað í þeim dúr. Íslensk stjórnvöld geta ýtt undir slíka þróun með því að lækka tolla og verðlauna þá sem skara fram úr þeg- ar kemur að hagkvæmari orkunýt- ingu. Við Íslendingar erum mjög rík þjóð hvað varðar mannauð og náttúruauð- lindir og gætum auðveldlega orðið leiðandi á sviði umhverfisstjórnunar og orku- og auðlindastjórnunar. Við gætum orðið brautryðjendur í að nýta hreina orku og á sama tíma verndað landið okkar sem í framtíð- inni gæti orðið okkar helsta útflutn- ingsafurð. Hið hreina óspillta Ísland.“ sts@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 15 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 17 36 07 /2 00 3 á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia í 2 vikur, 3. jan. e›a 6. mars me› Úrvalsfólks bókunarafslætti. 68.630 kr.* Ver›dæmi: * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. 10.0001) kr. bókunarafsláttur í allar fer›ir frá 9. des. 15.0001) kr. bókunarafsláttur fyrir Úrvalsfólk í fer›irnar 3. jan. e›a 6. mars 2004. Morgunflug me› Icelandair á laugardögum 1) Gildir ekki ef keypt er flugsæti án gistingar né á íbú›ahótelunum Barbacan Sol og Carolina. 350 manns hafa nú flegar tryggt sér fer› me› bókunarafslætti. Nú eiga 100 í vi›bót kost á fer› me› slíkum afslætti sé bóka› og sta›fest fyrir 8. ágúst n.k. Vinsælustu gistista›irnir a› seljast upp! Bóka›u strax! - og trygg›u flér gistingu á uppáhalds gistista› flínum, á me›an enn eru til laus sæti. fia› borgar sig EKKI a› bí›a!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.