Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HIN sorglegu afdrif írönsku systranna Ladan og Laleh Bijani á skurðarborðinu í Singapúr í vikunni hafa beint kastljósinu annars vegar að hlutskipti tvíbura sem fæðast samvaxnir og hins vegar hversu áhættusöm læknisaðgerð það er að ætla að aðskilja samvaxna tvíbura. Lík systranna voru flutt til Írans á fimmtudag og voru þær jarðsettar í fæðingarbæ sínum, fátæku þorpi, Firouzabad, sunnarlega í Íran. Lad- an og Laleh, sem voru samvaxnar á höfði, létust báðar á þriðjudag eftir fimmtíu klukkustunda langa skurð- aðgerð og hefur saga þeirra vakið heimsathygli. Margir spyrja hvort nokkurn tíma hefði átt að ráðast í svo áhættusama aðgerð – þetta var í fyrsta skipti sem gerð var tilraun til að aðskilja fullvaxta tvíbura sem samfastir voru á höfði – en aðrir benda á að það var eindreginn vilji systranna að undirgangast aðgerð- ina og fá tækifæri til að lifa eðlilegu lífi. Þær hafi verið ólíkar og dreymt mismunandi drauma um framtíðina. 75% eru kvenkyns Afar sjaldgæft er að tvíburar fæð- ist samvaxnir, talið er að slíkt eigi sér jafnvel aðeins stað í einni af hverjum 200.000 fæðingum. Hin læknisfræðilega skýring þess, að tvíburar fæðast samvaxnir, felst í því að fósturvísir skiptir sér í ein- eggja tvíbura eftir getnað, eins og eðlilegt mætti telja. Af einhverjum orsökum hættir þetta „aðskilnaðar- ferli“ hins vegar við lok annarrar viku meðgöngunnar, fóstrið heldur þó áfram að þroskast og úr verða tvö samvaxin börn (ætíð af sama kyni, enda um eineggja tvíbura að ræða). Flestir samvaxnir tvíburar eru kvenkyns (um það bil 75%) og fyr- irbærið er talsvert algengara í Asíu og Afríku en annars staðar í heim- inum. Tiltölulega margir samvaxnir tvíburar hafa fæðst í Víetnam und- anfarin ár og er kennt um notkun Bandaríkjahers á laufeyðinum „Agent Orange“ í Víetnamsstríðinu á seinni hluta síðustu aldar. Lífslíkur samvaxinna tvíbura eru litlar; um það bil helmingur þeirra er andvana fæddur. Þriðjungur til viðbótar lifir aðeins einn dag. Sé rýnt í gögnin kemur í ljós að undan- farnar fimm aldir hafa tvíburasettin aðeins komist á legg í um 600 til- fella, þ.e. um 1.200 börn. Öðrum tvíburanum fórnað? Miklu máli skiptir hvar tvíburarnir eru samvaxnir þegar farið er að ræða um aðskilnað þeirra. Hafi hvor tvíburanna um sig eigin líffæri eru líkurnar á vel heppnaðri skurðaðgerð mun betri en ef tvíburnarnir deila hjarta, lifur eða öðrum mikilvægum líffærum. Algengast er að tvíburar séu sam- vaxnir á miðhluta búksins, þ.e. í 73% tilfella. Í 23% tilfella er um það að ræða að samvaxnir tvíburar deili neðri hluta búks, þ.e. séu samvaxnir á mjöðmum, fótleggjum eða æxlun- arfærum. Í aðeins 4% tilfella er um það að ræða að tvíburar séu sam- vaxnir á efri hluta búks, þ.e. á höfði. Jafnan er erfitt að leggja mat á hvort rétt sé að ráðast í aðgerð til að aðskilja tvíbura, ekki síst þegar um ungabörn er að ræða. Kemur stundum fyrir að foreldrar og læknar verða í raun að ákveða hvor- um tvíburanna á að „fórna“ til að hinn eigi möguleika á að lifa. Hefur sagnfræðingurinn Alice Dreger, sem sérhæft hefur sig í sögu læknavísindanna, rætt um í þessu sambandi að skurðlæknar hafi æ meiri tilhneigingu „til að reyna aðskilnað sama hvað það kostar“. „Margir samvaxnir tvíbur- Ekki algengt að tvíburar fæðist samvaxnir – gerist aðeins í einni af hverjum 200.000 fæðingum Um helmingur er andvana fæddur Reuters Írönsku tvíburasysturnar Ladan og Laleh Bijani sem létust í vikunni. Reuters Læknir heldur á samvöxnum tví- burum á spítala í San Juan í Arg- entínu sem fæddust 22. júní sl. Reuters Jamuna KC, önnur tvíburasystra sem aðskildar voru í Nepal er þær voru ellefu mánaða gamlar, ásamt afa sínum, Arjun Shrestha. Jam- una og systir hennar eru nú þriggja ára gamlar og dafna vel. Kínverska bílstjóranum hrýs hug- ur við því að þurfa að vera iðjulaus í allt að ár. „Það er ekki aðeins vegna fjárhagsins sem ég tel að þetta geti ekki gengið upp. Áður en ég veiktist voru laun okkar hjónanna samtals um 29.000 krónur á mánuði og það nægði til að ná endum saman. Stund- um fékk konan mín launauppbót þeg- ar salan í versluninni hennar var sér- lega mikil. Og stundum fékk ég meira þjórfé frá ferðamönnunum, þannig að við fengum oft um 35.000 krónur á mánuði. Núna þurfum við að komast af með laun konunnar minnar sem geta verið um 11.000 krónur á mán- uði. Þetta nægir okkur núna í byrjun vegna þess að við eigum sparifé. En ég veit ekki hvað við gerum þegar það er uppurið,“ segir Jia Weimin. Kínverskar fjölskyldur eru mjög samheldnar og hjálpast að þegar á móti blæs. Jia Weimin getur þó ekki vænst mikillar hjálpar við þessar að- stæður því að móðir hans, sem er 58 ára, er á eftirlaunum og hefur misst manninn sinn og föðurbróðir hans, sem lést af völdum HABL, lét eftir sig ekkju. Og fjölskyldan á fyrst og fremst skyldum að gegna við þessar tvær konur. Missti af betra starfi Fjölskyldan er auk þess ekki mjög stór. Jia Weimin á aðeins einn bróð- ur, sem er þrítugur lögreglumaður, kvæntur og á fimm ára dóttur. hann smitast og hvort hægt sé að lækna hann. Það eina sem menn vita er að styrkja þarf varnir líkamans þar til einkennin hverfa. Sjúklingarnir eru útskrifaðir í trausti þess að HABL-veiran sé dauð þegar einkennin hafa horfið. Engin vissa er fyrir því að sjúkdómurinn taki sig ekki upp aftur eða að hann berist ekki með einhverjum hætti milli manna áfram. „Það er þó ekki vegna þess að læknarnir telji að ég sé smitberi að þeir segja að ég megi ekki byrja að vinna aftur fyrr en eftir hálft ár eða ár. Það er vegna þess að líkaminn er svo máttvana og veikur eftir sjúk- dóminn og alla lyfjagjöfina að þeir telja að það sé mér sjálfum fyrir bestu að vinna ekki.“ skammtana smám saman. Og þar sem vitað var að sterku lyfin, sem hann hafði tekið þá 50 daga sem hann var á Xiong Ke-sjúkrahúsinu, höfðu skaðað lifrina og nýrun átti hann að fara til læknis eftir eingrunina og gangast undir meðferð við þessum meinum. Engin kynmök í hálft ár Jia Weimin fékk einnig munnleg fyrirmæli frá læknunum um að hann mætti ekki byrja aftur að vinna fyrr en í fyrsta lagi hálfu ári og hugsan- lega ári eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Og hann mætti ekki hafa kynmök við konu sína í minnst hálft ár. Lítið er vitað um hvernig HABL- sjúkdómurinn kemur upp, hvernig lagður þar inn vegna flogaveikikasts. Á sömu deild var sjúklingur með há- an hita, sem reyndist vera með HABL, og hann smitaði aðra sjúk- linga, fólk sem heimsótti þá, hjúkr- unarfræðinga og lækna. Á meðal þeirra sem smituðust var Jia Weimin og fjórir ættingjar hans. Tveimur dögum síðar fékk rútubíl- stjórinn háan hita og flensueinkenni og um kvöldið fór hann á næsta sjúkrahús, Kínversk-japanska vin- áttusjúkrahúsið, þar sem hann var lagður inn. Á sjúkrahúsinu voru margir með sömu einkenni og lækn- arnir vissu af nokkrum öðrum sjúkrahúsum þar sem svipuð tilfelli höfðu komið upp. 19. apríl komust læknarnir að raun um að Jia Weimin hafði fengið HABL-sjúkdóminn sem hafði herjað í nokkra mánuði á hér- aðið Guandong í Suður-Kína og Hong Kong. Þeir ákváðu því að flytja Jia Weimin strax með sjúkrabíl á sér- stakt lungnasjúkrahús, Xiong Ke. Þar var hann í meðferð við sjúk- dómnum til 9. júní þegar læknarnir sendu hann heim. Þeir gáfu honum sex skrifleg fyrirmæli þegar þeir út- skrifuðu hann: Fyrsta hálfa mánuðinn átti hann að halda kyrru fyrir heima hjá sér og vera í einangrun. Eftir þessa fjórtán daga átti hann að gangast undir rannsókn á sjúkrahúsinu. Á hverjum degi átti hann að mæla hitann og skrá hann. Hann átti að borða „hollan“ mat og taka inn nokkur lyf en minnka JIA Weimin, 33 ára kínverskurrútubílstjóri, er reiður yfirHABL, heilkennum alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu, sjúk- dómnum sem kom skyndilega upp í Kína og breiddist út til margra ann- arra landa í vor. „Ég hata HABL,“ segir hann, en veit ekki að hverju reiðin ætti að beinast. Hún gæti beinst að Alþýðusjúkrahúsinu í kín- versku höfuðborginni, Peking, þar sem hann og nokkrir ættingjar hans smituðust af sjúkdómnum. „Ég vil ekki segja að ég hati sjúkrahúsið, en ég óska þess að ég hefði aldrei stigið þangað fæti. Jú, ég er reiður yfir því að fólk skuli hafa smitast af banvænum sjúkdómi á sjúkrahúsi,“ segir Jia Weimin. Reiðin er skiljanleg. Faðir og föð- urbróðir Jia Weimins smituðust einn- ig af sjúkdómnum og dóu. Annar frændi og frænka hans, sem smituð- ust sama dag og á sama stað, lifðu af sjúkdóminn. Jia Weimin var milli heims og helju í nokkra daga en sigraðist að lokum á sjúkdómnum. En þótt læknarnir hafi sent hann heim eftir 53 daga sjúkra- hússlegu og baráttu við sjúkdóminn hefur hann ekki fengið aftur heils- una. Læknarnir sögðu honum að hann gæti búist við því að minnst hálft ár og ef til vill eitt ár liði þar til hann gæti lifað aftur eðlilegu lífi. Jia Weimin og fjölskylda hans fóru á sjúkrahúsið 14. apríl til að heim- sækja föðurbróður hans sem var Lifði af bráðalungnabólguna Eftir 53 daga legu á sjúkrahúsi var 33 ára Kínverji sendur heim og honum sagt að liðið gæti allt að ár þar til hann gæti lifað eðlilegu lífi. Niels Peter Arskog ræddi við kínverskan bílstjóra sem lifði HABL-sjúkdóminn af. Morgunblaðið/Niels Peter Arskog Kínverski rútubílstjórinn, Jia Weimin, sem lifði af HABL og kveðst staðráðinn í því að sigrast á eftirköstum sjúkdómsins. ’ Ég er reiður yfirþví að fólk skuli hafa smitast af banvæn- um sjúkdómi á sjúkrahúsi. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.