Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRÆNLENDINGARkalla Qaqortoq stund-um „græna bæ“Grænlands. Qaqortoqþýðir sá hvíti og mætti því kalla bæinn Hvítanes. Bærinn er afar fallegur og sér- stæður. Litskrúðug húsin teygja sig upp um allar hlíðar frá höfn- inni. Mikill menningarbragur er á Qaqortoq. Bærinn er helsta menntasetur Suður-Grænlands. Þar er að finna verslunarskóla, menntaskóla, iðnskóla og lýðhá- skólann „Sulisartut Höjskoliat“, sem Kaj Lyberth veitir forstöðu, en hann er kvæntur Eddu Björns- dóttur sem ásamt systur sinni Sig- ríði rekur „Restaurant Napparsi- vik“ afar vinalegan veitingastað í gömlu dönsku bindingsverkshúsi frá 19. öld. Skákmótið var minningarmót um Íslandsvininn mikla Daniel Willard Fiske sem kenndi Íslendingum nú- tímaskák á ofanverðri 19. öldinni. Í sama anda vildi skákfélagið Hrók- urinn kynna skákgyðjuna fyrir Grænlendingum, þar eð skák hefur lítið verið stunduð þar til þessa. Til að undirbúa Grænlendingana sem best hélt danski stórmeistarinn Henrik Danielsen 3ja daga skák- námskeið fyrir hátt í 30 manns í Qaqortoq áður en mótið hófst. Hvítabjarnarárásin Eftir tveggja tíma flug frá Reykjavík lenti um 80 manna hóp- ur Hróksfélaga og fylgdarliðs í Narssarssuaq. Siglt var þaðan áleiðis til Qaqortoq á bátunum Sar- angaq og Tikeraaq, sem var sá minni og hraðskreiðari. Sjóferðin tók á fimmtu klukku- stund og skákstemning mikil um borð. Halldór Blöndal og Einar S. Einarsson tefldu nokkrar villtar skákir á tölvu. Þeir Friðrik Ólafs- son, Ivan Sokolov og Luke McShane blönduðu sér í málin og hófst nú rannsókn á nýrri byrjun sem strax var kölluð „Polar Bear Opening“, eða Hvítabjarnarárásin. Á meðan útskýrði Steffen skip- stjóri fyrir Reginu Pokornu hegðun og ferðalög hvítabjarna um landið og fullvissaði hana um að á þessum árstíma héldu þeir sig fjarri mannabyggðum. Rannsóknum á hvítabjarnarafbrigðinu var ekki fulllokið þegar siglt var inn höfnina í Qaqortoq. Á bryggjunni tóku Jon- athan Motzfeldt þingforseti og helstu frammámenn í Qaqortoq á móti Hróksmönnum og fylgdarliði. Urðu miklir fagnaðarfundir, ekki sízt þegar þeir þingforsetar hittust. Haldið var nú til gistingar og flest- um komið fyrir í heimavistum framhaldsskóla bæjarins. Hátíðin sett Hátíðin hófst með ræðuhöldum helstu frammámanna í Qaqortoq og Halldór Blöndal þakkaði frábærar móttökur og óskaði Grænlending- um alls hins besta í skáklífi fram- tíðarinnar. Eftir ræðuhöldin voru skemmtiatriði þar sem fram komu m.a. Barnakór Hróksins undir stjórn hinnar fjölhæfu Arnarak Patriciu Kristiansen og trumbu- dansarinn Jeremias Saaiunuinnaq. Eftir setningarathöfnina var tek- ið til við skákina. 50 skákmenn frá 10 þjóðlöndum hófu taflið í menn- ingarhúsinu í Qaqortoq, sem er skammt frá Lýðháskólanum, þar af 20 Grænlendingar og 20 Íslend- ingar. Í fystu umferð fengu ýmsir miðl- ungs og veikari skákmenn að spreyta sig gegn stórmeisturum. Motzfeldt lenti gegn Sokolov, en Halldór Blöndal gegn Predrag Nikolic. Hinn ungi og efnilegi 10 ára gamli Sverrir Ásbjörnsson lenti gegn Friðrik Ólafssyni. Sverrir mætti til mótsins ásamt systkinum sínum, Ingvari og Ingibjörgu. Engin óvænt úrslit urðu í fyrstu umferð. Í annarri umferð sigraði Jóhann Hjartarson Sævar Bjarna- son og hinn 12 ára gamli Ingvar Ásbjörnsson náði sínum fyrsta vinningi gegn Paul Cohen frá Bandaríkjunum. Bróðir hans, Sverrir, 10 ára, sigraði Bjarke Thorsen frá Grænlandi. Í þriðju umferð voru stórmeist- ararnir farnir að lenda saman; Sokolov vann Danielsen, Jóhann vann Reginu Pokorna en Friðrik Ólafsson tapaði fyrir hinum unga Luke McShane frá Englandi. Guð- fríður Lilja vann Olav Henriksen og Ingvar krækti sér í annan vinn- ing og lagði Kristjón Guðjónsson að velli. Eftir fyrsta daginn og þrjár um- ferðir stóðu leikar þannig að Nikol- ic, Jóhann, McShane, Sokolov og Færeyingurinn Flovin Þór Næs voru með fullt hús stiga. Næstur kom Stefán Kristjánsson með tvo og hálfan vinning. Ingvar Ás- björnsson og Halldór Blöndal höfðu krækt sér í tvo vinninga. Majorkaveður Á öðrum keppnisdegi var brak- andi sól og allheitt í veðri. Hvergi var skýhnoðra að sjá þótt vel væri leitað. Flugurnar áttu það til að hrekkja suma keppendur þegar þeir fóru út að kæla sig milli um- ferða. Flugnanetin seldust eins og heitar lummur. Áfram var haldið og þau stórtíðindi gerðust í fjórðu umferðinni að hinn 19 ára gamli Luke McShane lagði stigahæsta mann mótsins Ivan Sokolov, en hin níu ára gamla Ingibjörg Ásbjörns- dóttir landaði vinningi gegn Peter Carlo Gudmundsen. Eftir umferð- ina voru eftir tveir keppendur með fullt hús, þeir Luke McShane og Flovin Þór Næs, næststigahæsti maður Færeyja, sem reyndar er ís- lenskur í móðurættina og talar ís- lensku ágætlega. Í fimmtu umferð- inni lentu saman efstu menn mótsins, en okkar maður Flovin Þór fór halloka fyrir undrabarninu frá Englandi. Bosníumennirnir Nikolic og Sokolov semja um skipt- an hlut, en Jóhann Hjartarson vann Hannes Hlífar og er þar með farinn að blanda sér í toppbarátt- una. Halldór Blöndal sýnir mikið keppnisskap og leggur Kristjón Guðjónsson að velli. Hinn ungi og efnilegi Ingvar Ásbjörnsson sigraði Steffen Lynge á meðan bróðirinn Sverrir lagði Kristian Isaksen. Íslenska vonin Fyrir sjöttu umferðina voru Ís- lendingar allvongóðir, Jóhann ekki nema hálfum vinningi á eftir undrabarninu frá Englandi og virt- ist til alls líklegur. Jóhann hafði hvítt gegn McShane sem beitti fyr- ir sig Sikileyjarvörn. Staðan var vænleg hjá Jóhanni og eftir 18. leik átti hann eftir tæpar 19 mínútur, en McShane tæpar níu. Þótti nú sýnt að okkar maður Jóhann væri líklegur til að leggja undrabarnið, enda undrabarn sjálfur löngu áður en hann gerðist virtur lögfræðing- ur. Eftir flókna stöðubaráttu varð Jóhann þó að játa sig sigraðan með nægan tíma en gjörtapaða stöðu þegar McShane átti 19 sekúndur eftir. Þar fauk möguleikinn á ís- lenskum sigri út um gluggann. Sævar náði jöfnu gegn Sokolov, Henrik Danielsen sigraði Stefán Kristjánsson og Friðrik tapaði fyr- ir Róberti Harðarsyni. Æsilegasta skák umferðarinnar var þó viður- eign Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur og Halldórs Blöndal þar sem bæði höfðu kóng og hrók en Lilja var peði yfir. Barðist hún grimmt við að vekja upp drottningu í miklu tímahraki, en Halldór margbauð jafntefli, sem Lilja þáði þegar hún átti eina sekúndu eftir. Höfðu menn á orði að frammistaða Hall- dórs myndi tryggja honum sæti á þingi næsta kjörtímabil. Að loknum öðrum keppnisdegi og sex umferð- um voru línur teknar nokkuð að í Qaqortoq Atskákmótið Greenland Open 2003, eða Grænlandsmótið, var haldið í Qaqortoq (Julianehåb) í Suður-Grænlandi 28.–30. júní sl. Ómar Óskarsson fylgdist með innrás Hróka, riddara og peða á Suður-Grænlandi. Í lokahófinu sýndu Kaj Lyberth, Arnarak Patricia Kristiansen og fleiri grænlenskan dans. Luke McShane fagnar sigri. Morgunblaðið/Ómar Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins og helsti hvatamaður að mótinu, leikur fyrsta leik Grænlandsmótsins í skák þeirra Jonathans Motzfeldts og stórmeistarans Ivans Sokolov. Einar S. Einarsson skákdómari fylgist með. Mosquito Open Skákstemmningin var orðin svo mikil meðal sumra áhorfenda að út- rás var óhjákvæmileg. Dirk Jan ten Geuzendam ritstjóri New in Chess Magazine og Hrafn okkar forseti Hróksins báru borð og tafl út á hlað menningarhússins og hófu skák- einvígið „Mosquito Open“ (Opna mýskákmótið) úti undir brakandi grænlandssólinni varðir flugnanetum. Keppendur komu sér saman um að birta ekki stöðuna fyrr en eftir seinni hluta einvígisins, sem enn hefur ekki verið ákveðið hvar haldið verður. Skák og mát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.