Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 19 skýrast. Luke McShane var einn efstur með sex vinninga og fullt hús, en næstir komu Predrag Nikolic og Nick de Firmian með fimm vinninga. Jóhann, Róbert og Hinrik Danielsen voru með fjóran og hálfan, en stigahæsti maður mótsins Ivan Sokolov með fjóra vinninga ásamt mörgum öðrum og ekki beint sáttur við sinn hlut. Lokadagur mótsins Á lokadegi mótsins hélt Englendingurinn ungi sigurgöngunni áfram í sjöundu um- ferðinni og lagði nú Nikolic að velli. Henrik Danielsen og de Firmian skildu jafnir, Jó- hann vann Robert og Sokolov vann Reginu. Sævar vann Flovin, en Guðfríður og Hol- lendingurinn Frank Wutz skildu jöfn. Hjörtur Jóhannsson sigraði Ingvar, en Grænlendingurinn Hans Christian Dahl sigraði Janus Chemnitz Kleist og var þar með orðinn efstur heimamanna með fjóra vinninga. Luke McShane og Bandaríkjamaðurinn Nick deFirmian tefldu saman í áttundu og næstsíðustu umferð. Þetta var einhver æsi- legasta skák mótsins og tímahrakið algjört og sviptingarnar eftir því. McShane til- kynnti að Nick hefði fallið þegar hann átti sjálfur tvær sekúndur eftir, en gat ekki krafist vinnings því hann átti eftir kónginn einan eftir gegn peði og kóngi deFirmians. Skákin dæmdist því jafntefli og þar með var ljóst að Luke McShane hafði unnið Græn- landsmótið. Þótt Jóhann ynni Sokolov í 58 leikja baráttuskák gat hann einungis náð McShane í vinningum, en gat ekki náð hon- um í stigum, þ.e. samanlögðum vinninga- fjölda andstæðinga. Nú mættust þingfor- setarnir og sömdu um skiptan hlut. Önnur helstu úrslit urðu þau að Nikolic vann Sæv- ar, Tomas Oral vann Henrik Danielsen, Hannes Hlífar vann Stefán og Frank Wuts vann Friðrik Ólafsson, Ingvar Ásbjörnsson vann Ole Lyremark, Sverrir Ásbjörnsson vann Frank Jörgensen og Steinunn Blöndal vann Ingibjörgu Ásbjörnsdóttur. Fyrir lokaumferðina voru Luke McShane með sjö og hálfan, Jóhann með sex og hálfan, en Nikolic, de Firmian og Tomas Oral með sex vinninga. Úrslitin ráðast Kvennabarátta einkenndi lokaumferðina. Þær stöllur Guðfríður Lilja og Regina Pok- orna voru báðar með fimm vinninga og efst- ar meðal kvenna og lentu þær saman, þann- ig að þær tefldu hreina úrslitaskák um hvor þeirra yrði kvennameistari Grænlandsmóts- ins. Guðfríður barðist vel, en Reginu tókst að snúa á hana áður en yfir lauk. Luke McShane vann Tomas Oral, Jóhann vann de Firmian, Nikolic vann Hannes Hlífar, Sæv- ar vann Henrik Danielsen, Stefán vann Friðrik Ólafsson. Hjörtur Jóhannsson vann Espen Andersen meðan systirin Sigurlaug vann Mikael Kofoed. Bæði eru þau börn Jó- hanns Hjartarsonar stórmeistara. Þegar upp var staðið reyndist undrabarn- ið Luke McShane ekki hafa tapað nema hálfum vinningi og sigraði því á mótinu með átta og hálfum vinningi af níu mögulegum. Jóhann Hjartarson náði öðru sæti með sjö og hálfan vinning. Nikolic varð þriðji með sjö. Í 4.–11. sæti með sex vinninga urðu Sokolov, de Firmian, Flovin Þór, Oral, Reg- ina, Róbert, Wuts og Sævar. Í 12.–13. sætu voru Hannes Hlífar og Stefán Kristjánsson. Meðal þeirra sem náðu 14.–25. sæti með fimm vinninga má nefna Hans Christian Dahl og Steffen Lynge, sem náðu bestum árangri Grænlendinga. Í þessum hópi var einnig Guðfríður Lilja, hinn efnilegi Ingvar Ásbjörnsson og Hjörtur Jóhannsson, 15 ára. Friðrik og Áskell Örn Kárason náðu fjórum og hálfum, en meðal þeirra sem náðu fjórum vinningum voru Halldór Blöndal, Steinunn Blöndal, og Sverrir Ás- björnsson, en systir hans Ingibjörg krækti sér í þrjá vinninga. Hin 10 ára gamla Sigurlaug Jóhannsdóttir var síðan í góðum félagsskap Jonathans Motzfeldts með tvo og hálfan vinning. Lokahófið Strax um kvöldið var öllum sem nærri skákmótinu höfðu komið boðið til stór- veislu í íþróttahöllinni. Boðið var upp á glæsilegt hlaðborð með lamba- og hrein- dýrakjöti ásamt meðlæti og drykkjarföng- um. Steffen Lynge, formaður skákklúbbsins í Qaqortoq, gekk í ræðustól og tilkynnti að grænlensku skákfélögin fimm í Qaqort- oq, Nuuk, Narssaq, Aasiat og Maniitsoq hefðu ákveðið að mynda með sér lands- samtök: Skáksamband Grænlands. Hrafn Jökulsson gekk í púltið og þakk- aði öllum sem lagt höfðu hönd á plóginn að gera mót þetta að veruleika og færði hinu nýja Skáksambandi að gjöf öll þau töfl og annan skákbúnað sem Hrókurinn hafði flutt með vegna mótshaldsins auk skákbóka. Hann hét því enn fremur að vinna að nánari samvinnu þjóðanna á skáksviðinu í framtíðinni. Síðan var tekið til við verðlaunaafhend- ingar. Tíu skákmenn hlutu verðlaun og viðurkenningar. Luke McShane hampaði að sjálfsögðu sigurbikarnum sem Árni Höskuldsson gullsmiður lagði til auk gler- listaverks eftir Buuti sem er grænlensk listakona sem var verðlaunagripur frá mótshöldurum, auk peningaverðlauna. Þeir Grænlendingar sem stóðu sig best, þeir Hans Christian Dahl og Steffen Lynge unnu ferð til Reykjavíkur með gistingu á Hotel Nordica. Hófust nú skemmtiatriði. Barnakór Hróksins, skipaður grunnskólabörnum frá Qaqortoq söng, Jeremias trumbudansari kvað sínar frumsömdu vísur, eflaust í miklum skákanda og þjóðdansarar stigu dans í skrautbúningum. Síðan var stiginn dans fram eftir nóttu og stukku þeir félagar Steffen Lynge og Kaj Lyberth á svið með rafmagnsgítara sína og sýndu góða takta með danshljóm- sveitinni. Geysigóð stemning var og gleði mikil í höllinni fram á rauða nótt. Hraðskák og fjöltefli Daginn eftir gleðina miklu var efnt til hraðskákmóts í húsnæði Lýðháskólans. Keppendur voru tuttugu og tveir. Ivan Sokolov fékk nú uppreisn æru og sigraði, en næstir komu Henrik Danielsen, Tomas Orel, Predrag Nikolic og Regina Pokorna. Ingvar Jóhannsson, tæknistjóri mótsins, tók nú þátt og sýndi mikla hörku, en náði þó ekki verðlaunasæti, þrátt fyrir að hafa velgt stórmeisturunum hressilega undir uggum. Luke McShane, sigurvegari Grænlandsmótsins, var nú fjarri góðu gamni og floginn áleiðis til til Esbjerg að keppa á móti þar og gekk vel þegar síðast fréttist. Um kvöldið tefldi Ivan Sokolov fjöltefli á 20 borðum. Ýmsir gerðu góða tilraun til að standa í kappanum, en leikar fóru svo að engum tókst að sigra hann né ná jafn- tefli. Tvískák í Ráðhúsinu Eftir að fundi vestnorrænu þingforset- anna lauk var komið á tvískákkeppni í Ráðhúsinu í Qaqortoq. Þátttakendur voru samtals átta, skákmeistarar og stjórn- málamenn. Tvískákin var þannig að fjögur lið tefldu, tveir keppendur í hverju liði, einn stjórnmálamaður og einn stórmeist- ari í hverju liði. Liðsmenn leika síðan til skiptis og mega ekki hafa samráð sín á milli. Friðrik Ólafsson tefldi með Halldóri Blöndal, slóvakíska skákdrottningin Reg- ina Pokorkna tefldi með Össuri Skarphéð- inssyni, Ivan Sokolov með Jonathan Motz- feldt og Flovin Þór Næs með færeyska lögþingsmanninum Edmund Joensen. Í fyrstu umferð unnu Jonathan og Sokolov Færeyingana, meðan Halldór og Friðrik unnu Reginu og Össur. Í annarri umferð unnu Halldór og Friðrik Ivan og Motz- feldt, meðan Regina og Össur unnu Fær- eyingana. Friðrik og Halldór voru því sig- urvegarar tvískákmótsins, þar sem þeir unnu báðar sínar skákir. Skákmót þetta vakti mikla kátínu meðal keppenda og allra viðstaddra. Með þessari skemmtilegu uppákomu lauk skákhátíðinni miklu í Qaqortoq, sem allir voru sammála um að hefði verið ein- staklega vel heppnuð og sérlega ánægju- leg og mannbætandi lífsreynsla fyrir alla sem að henni komu. STEFFEN Lynge, formaður Skákklúbbs Qaqort- oq og forseti Skáksambands Grænlands, er 41 árs gamall lögreglumaður og býr í Qaqortoq ásamt konu sinni Rittu Sarkov og börnum þeirra, Connie, 17 ára, Paul, 11 ára og Natöshu, 6 ára. Börnin hafa öll verið alin upp við tafl- mennsku á heimilinu og Hans Jörgen unnusti Connie er þar engin undantekning. „Fyrir um tíu árum, þegar ég starfaði sem lögreglumaður í Nuuk, fór einn vinnufélaga minna að koma með tafl með sér í vinnuna til að stytta stundirnar þegar lítið var að gera á vöktunum,“ segir Steffen Lynge. „Ég fékk strax áhuga á skákinni og þegar ég var búinn að læra að tefla heillaðist ég svo að skákin varð helsta áhugamál mitt upp frá því. Þá var ekki til skák- klúbbur í Nuuk en hann var stofnaður nokkrum árum seinna. Á síðasta ári ákváðum við að flytja til Qaqortoq, þar sem kona mín ólst upp. Þegar ég var sjálfur búinn að læra að tefla fór ég kenna konunni og börnunum. Þau fylltust strax áhuga, og segja má teflt hafi verið dag- lega á heimilinu síðan. Ég tel skákiðkun mjög góða fyrir heimilislífið, þetta þroskar börnin og skerpir hugsun þeirra. Ég hef til dæmis tekið eftir því að þegar dóttir okkar Connie er dugleg við skákina, þá kemur hún einnig heim með betri einkunnir, en hún stundar nám við menntaskólann hér.“ Í marzmánuði síðastliðnum stofnuðu Steffen og nokkrir félagar hans skákklúbbinn í Qaqort- oq og eru nú í honum um 30 manns og þar af um tíu ungmenni. „Við ákváðum strax að taka ekki félagsgjöld af félögum undir 21. árs aldri svo við gætum betur náð til æskunnar, því ég tel að fátt geti verið jafnheppileg tómstundaiðja fyrir ungmenni og skákin. Eitt af því góða við skákina er að það kostar ekkert að stunda hana, það þarf ekki að kaupa græjur og tól eins og fyrir mörg önnur áhugamál. Krakkarnir geta bara komið eins og þeir eru klæddir inn á skák- æfingar hjá okkur og það kostar ekkert.“ Unga fólkið fær skákverkefni og skákþrautir með sér heim til að leysa fyrir næsta tíma. Klúbburinn á ágætt safn skákbóka sem skák- félagið Hrókurinn og tímaritið News in Chess gáfu. „Þessi mikla skákhátíð hér í Qaqortoq hef- ur verið mikið ævintýri fyrir okkur skák- áhugamenn og ég bind miklar vonir við að hún leiði til aukins áhuga og fjölgunar í skák- klúbbnum okkar. Ennfremur tel ég að skákmótið hafi verið mesti íþróttaviðburður að á Grænlandi fyrr og síðar. Aldrei hafa komið saman í Græn- landi svo margir heimsklassamenn til að keppa í nokkurri íþrótt. Nú má með sanni segja að ný íþróttagrein hafi bætst við þjóðlíf hér á Grænlandi. Þátt- ur Hróksins og einkum þó Hrafns Jök- ulssonar að koma þessu á hefur verið alveg ómetanlegur og eins hafa margir komið að mótinu sem ekki eru sjálfir skákmenn, en hafa mikinn skilning á hvað skákiðkun getur haft bætandi áhrif á mannlíf hér á Grænlandi. Þar vil ég helst nefna Benedikte Thor- steinsson og Kaj Lyberth, skólastjóra Lýðháskólans hér í bænum. Þeir Kaj og Hrafn virðast vera haldnir óþrjótandi orku, svo erfitt getur verið að fylgja þeim eftir stundum.“ Steffen segir að þegar þeim í skák- klúbbnum fannst þeir komnir á rétta leið í Qaqortoq fóru þeir að hafa sam- band við skákklúbbana í Nuuk og Narssaq, Maniitoq og Aasiaat og úr varð í samvinnu við skákklúbbinn Hrók- inn á Íslandi að stofna skáksamband Grænlands í því skyni að efla skáklistina í landinu öllu. Mitt fyrsta verkefni sem forseti verður að hafa samband við alla helstu bæi á Grænlandi og kanna grundvöll fyrir stofnun skákklúbba þar. Við munum byrja á að styrkja hið ný- stofnaða samband með því að stofna klúbba í sem flestum bæjum. Auk þess verðum við að þjálfa upp hóp manna til að sjá um móts- hald og dómgæslu en Hróksmenn munu verða okkur innan handar að efla þann þátt í skáklífi okkar. Þegar við höfum náð þeim áfanga að stofna um það bil tíu klúbba í helstu bæjum Grænlands, verður næst á dagskrá að efna til Grænlandsmeistaramóts. Í framhaldi af því verður komið á skákstigakerfi Grænlands. Ég tel mikilvægt að koma á skákstigakerfi svo menn sjái hvar þeir standi og geti stefnt mark- visst að framförum. Fljótlega munum við sækja um inngöngu í FIDE, Alþjóðaskáksambandið. Vonandi gæti það orðið einhvern tímann á næsta ári, nógu tíman- lega til að við getum tekið þátt í ólympíu- skákmótinu í Minorca árið 2004 svo að þátt- takendur okkar þar geti fengið alþjóðleg skákstig. Ég er mjög bjartsýnn á að okkur takist allt þetta og ef þessi draumur minn rætist um framvindu skáklífsins hér er ég viss um Græn- land verður mun grænna land að búa í, ef ég má svo að orði komast.“ Morgunblaðið/Ómar Skákfjölskyldan á heimili sínu. Frá vinstri: Paul, 11 ára, Ritta Sarkov, Natasha, 6 ára, Steffen Lynge, Connie, 17 ára, og unnusti hennar Hans Jörgen, 19 ára. Allt heimilisfólkið teflir skák. Mesti íþróttavið- burður á Grænlandi Steffen Lynge er nýskipaður forseti grænlenska skáksambandsins. Hann er lögreglumaður að aðalstarfi og fæst einnig við tónlist. Qaqortoq er stundum kallað „græni bær“ Grænlands. Þar eru helstu skólar Suður-Grænlands. omar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.