Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDIR háum og hrikaleg-um fjöllum Vestfjarðahefur hún alið aldursinn, konan sem situr ámóti mér við borðið. – Orðin nánast „saga Flateyrar“, 96 ára gömul. „Ég fæddist hér þó ekki, ég kom hingað 6 ára gömul eftir að faðir minn fékk slag og dó í ferðalagi,“ segir María Jóhannsdóttir. Faðir hennar séra Jóhann Lúter Sveinbjarnarson var prestur á Hólmum í Reyðarfirði þar sem María fæddist 25. maí 1907. „Ég var næstyngst af fjórum systkinum. Elst var Margrét, þá Torfi og yngstur Björn. Það fyrsta sem ég man var vígsla kirkjunnar á Reyðarfirði, en hún var flutt frá Hólmum. Ég man að við fórum á bát út á Reyðarfjörð. Önnur endurminning mín, sem mér þykir mjög vænt um, er sú að ég kvaddi föður minn, ein barnanna, áð- ur en hann lagði í sína hinstu för. Við krakkarnir vorum úti að leika okkur og ég kallaði til hans kveðjuorð þeg- ar hann reið úr hlaði,“ segir María. Móðir Maríu var Guðrún Torfa- dóttir. Hún var fædd á Flateyri, dóttir Torfa Halldórssonar skip- herra og konu hans Maríu Össurar- dóttur. „Afi minn var Breiðfirðingur. Báð- ar ömmur mínar báru nafnið María. en í ætt pabba hafa margar konur borið þetta nafn og orðið fjörgamlar, þeirra þekktust er líklega María Andrésdóttir sem var systurbarn við pabba og stjúpsystir hans, kannski að ég nái hundrað árunum eins og hún og fleiri Maríurnar við Breiða- fjörðinn,“ segir María og brosir. Hvalveiðiútgerð á Flateyri „Bræður mömmu, Kristján og Ólafur, komu á bát út í skipið sem flutti okkur til Flateyrar, þetta var að morgni hins 7. júlí 1913. Við bjuggum til að byrja með hjá Krist- jáni meðan mamma og systir hennar Ástríður, sem var hjúkrunarkona, voru að láta reisa sér hús á Sólbakka skammt frá húsi sem Kristján bjó í og Hans Ellefsen hvalfangari byggði.“ Verslun hóst á Flateyri 1792, lög- giltur verslunarstaður varð Flateyri 1823, þilskipaútgerð hófst þar um 1820 en Norðmenn stunduðu hval- veiðar frá Flateyri á árunum 1889 til 1901. Vélbátaútgerð hófst þar upp úr 1900, en góð höfn er í Flateyri frá náttúrunnar hendi. Það var Hans Ellefsen sem gerði samning við Torfa Halldórsson 1888 um leigu á vænni landspildu í landi Eyrar, fór síðan og safnaði hlutafé í Noregi og kom svo með hvalveiði- skip sín að Flateyri og hóf þar hval- veiðiútgerð. „Húsið sem Kristján móðurbróðir minn bjó í stóð innan til við íbúðar- hús Ellefsensfjölskyldunnar sem seinna varð svokallaður „ráð- herrabústaður“ og stendur nú við Tjarnargötu í Reykjavík. Í húsi Kristjáns bjó einnig Ásgeir bróðir mömmu og líka María amma mín, sem þá var orðin ekkja. Við fengum nokkuð snemma rafmagn á Sólbakka, Ásgeir Torfason lét leggja leiðslur á milli húsanna, hann bjó þá á Sólbakka og átti mörg og mynd- arleg börn. Afi minn, sem var útgerðarmaður, var lengi vel sterkefnaður en þegar Páll sonur hans fór að „spekulera“, þá eyddist þeim feðgum nokkurt fé. Þetta hef ég m.a. séð minnst á í gömlum bréfum. Þetta var menningarlegt heimili, t.d. var þar baðherbergi með bað- kari, vatnið var hitað í stórum vatns- tanki, tengdum kolaofni. Við fórum alltaf í bað í þessu baðkari. Ég man ýmislegt frá fyrstu dög- um mínum á Flateyri, t.d. að við Torfi bróðir fórum að skoða nýja húsið sem verið var að byggja fyrir okkur. Þetta hús, Litla-býli, var tilbúið litlu eftir komu okkar og stóð á Sólbakka til ársins 1936 að það var flutt niður á Flateyri og heitir þar Ránargata 2, – þú getur séð það héð- an, þar bjó ég mestallan minn aldur,“ segir María og bendir mér á rautt hús sem stendur hinum megin við götuna, skáhallt við kirkjuna. Við horfum stundarkorn á húsið úr gluggum annarrar hæðar hússins Sólborgar við Eyrarveg sem er dval- arheimili aldraðra á Flateyri. Fór í hússtjórnarskóla í Osló Á Sólbakka býr nú sonur Maríu, Einar Oddur Kristjánsson alþingis- maður og kona hans Sigrún Gerða Gísladóttir hjúkrunarfræðingur. Þau eiga þrjú börn. Jóhanna, dóttir Maríu, hefur búið á Flateyri sl. 12 ár. Hún á tvö börn og er dóttir hennar búsett á Flateyri. „Ég var auðvitað mjög glöð þegar Jóhanna flutti hingað aftur, hún hafði lengi búið fyrir sunnan, ætlaði að vera hér vetrartíma en hefur ekki farið síðan,“ segir María. Rauða húsið – Litla-býli hefur langa sögu að segja úr lífi Maríu. Þar ólst hún upp, þaðan fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík og síðar fór hún annan vetur í nám í Noregi. „Á Sólbakka bjó um tíma gamall maður, Ólafur Árnason, sem arf- leiddi mig og systur mína að eigum sínum. Fyrir þá peninga fór ég í hús- mæðraskóla í Noregi,“ segir María. „Fröken Ingibjörg H. Bjarnason var skólasjóri Kvennaskólans, vetur- inn 1923–1924, þegar ég var þar. Hún var kunningjakona mömmu. Hún var formföst og kröfuhörð. Hún stöðvaði mig eitt sinn þegar ég var á leið út úr skólahúsinu með þessum orðum: „Hrædd er ég um að henni móður yðar líkaði ekki að sjá dóttur sína ganga hálfklædda hér um götur bæjarins.“ Ég hafði ekki sett á mig hanska áður en ég fór út. Það var svo haustið 1927 sem ég fór til Osló með norsku skipi. Ferð- inni var heitið í Nordstrand Husmor- skole við Oslóarfjörð. Þarna var heimavist og miðaðist námið við að búa ungar stúlkur undir stjórnun heimilis auk þess að mennta þær í víðari skilningi. Handskrifaða mat- reiðslubókin mín þaðan er enn tekin fram þegar mikið stendur til, rétt- irnir í henni eru ekkert slor,“ segir María. Lærði snemma á píanó „Í Osló kynntist ég frú Idu Ell- efsen, ekkju Hans Ellefsen, hvala- fangara á Sólbakka og systrum hennar, þeim Laura Schulz og frú Grönn. Allar höfðu þær verið vinkon- ur mömmu bæði á Flateyri og meðan hún stundaði handavinnukennara- nám í Noregi. Laura var listmálari og á ég myndir eftir hana. Hún gift- ist ekki en grunur lék á að hún hefði átt í sambandi við Kristján Torfason frænda minn, sem ekki gekk upp. Þetta má sjá m.a. í gömlum bréfum frá því þau voru ung. Laura bauð mér á rússneska ballettsýningu í Noregi. Þar dansaði sjálf Pavlova sólódans. Ég man sérstaklega eftir dansi við tónlist eftir Chopin. Ég tók píanótíma í skólanum en ég hafði lært á píanó hjá mömmu. Mér fannst strax mjög gaman að spila og það gekk furðulega vel að útvega nótur að skemmtilegum lögum. Mömmu og systur hennar var gefið píanó 1885. Seinna var í ég í píanó- tímum hjá Margréti systur minni. Hún lærði píanóleik hjá Haraldi Sig- urðssyni í Kaupmannahöfn þegar hún var ritari Kristjáns Torfasonar þar ytra. Ég byrjaði nokkuð ung að spila undir söng á skemmtunum á Flat- eyri. Ég var líka dálítið viðriðin sönginn í kirkjunni og lék oft undir hjá ýmsum söngvurum, bæði að- komusöngvurum og heimamönnum. Snorri Sigfússon, sem var skóla- stjóri og kórstjóri hér, var mikill og góður söngmaður, ég lék oft undir þegar hann söng. Ég spilaði líka á orgel og reyndi að æfa kirkjukórinn. Fyrst spilaði ég við fermingar í Holti og í gamla skólanum á Flateyri, þar sem guðsþjónustur voru haldnar áð- ur en Flateyrarkirkja var byggð 1936. Fyrir því átaki stóð Kvenfélag- ið. Ég var formaður þess langan tíma en þá var margt búið að drífa á daga mína sem rétt er að koma að áður en lengra er haldið.“ Stríðsárin voru hryllilegur tími Víkur nú sögunni til þess tíma þegar María, ung og falleg stúlka, kom heim til Flateyrar aftur eftir námið í Noregi. Hún átti þar ýmsum vinum að fagna, m.a. átti hún tvær vinkonur frá æskuárum sem voru nánar vinkonur hennar alla ævi þeirra. Önnur var Svava Sveinsdótt- ir frá Hvilft sem gift var Magnúsi Kristjánssyni, hin var Elínborg syst- ir Magnúsar. „Við Svava, Sveinn bróðir hennar og fleiri vorum oft samferða í skól- ann, það voru stundum erfiðar ferðir þegar mikill snjór var og vont veð- ur,“ segir María. Hún hafði líka lengi þekkt ungan og myndarlegan mann á Flateyri, Kristján Ebenezerson. „Raunar hafði ég fyrst meiri sam- skipti við Sturlu bróður hans og Kristínu systur þeirra, við spiluðum nefnilega mikið saman brids. Ég lærði að spila strax sem krakki, það var mikið spilað á Flateyri, það var ekki svo mikið við að vera, það var ekki einu sinni komið útvarp þegar ég var að alast upp. Kristján, sem ég giftist, var tíu árum eldri en ég, sjó- maður og því sjaldan heima. Það dró þó saman með okkur og við gengum í hjónaband í Reykjavík árið 1938. Hann var þá orðinn skipstjóri – hann var duglegur sjómaður. Hann var sonur Ebenezers Sturlusonar skip- Heiðarleikinn mikilvægur Flateyri í Önundarfirði var löngum mikill útgerðar- staður, ekki síst í upphafi síðustu aldar. Umsvif voru þar mikil. María Jóhanns- dóttir, fyrrum símstöðvar- stjóri á Flateyri, man þá tíma þegar uppgangur var í plássinu. Hún segir Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá liðinni tíð, en hún hefur búið í 90 ár á Flateyri. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugs María Jóhannsdóttir segir lestur hafa verið sér mikil afþreying allt fram á síðustu ár er hún fór að sinna handavinnu meira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.