Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 31
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 31 LANDMÆLINGAR Íslands (LÍ) hafa verið að setja á markað nýtt og endurskoðað Íslandskort í mælikvarða 1:250.000. Þrjú kortblöð eiga að þekja allt landið. Nú í vor kom út kort nr. 2 í þessari röð. Það nefnist Vesturland og Suð- urland. Eftir útkomu þess hef ég oft verið spurður að því hver sé hin raunverulega hæð Heklu. Ástæðan er sú að á hinu nýja korti er hæðartalan 1.450 m á fjallinu, og henni ber ekki saman við hæð- ina á gömlu Íslandskortunum (Herforingjaráðskortunum), Máls og menningarkortunum, né tölu sem ég gaf upp í bók minni um Heklu. Ég verð að svara eins og er að því miður hafi röng hæðartala með einhverjum hætti komist inn á kort LÍ. Frægasta fjall landsins er sýnt um 40 m of lágt. Hæðarmælingin 1994 Þegar ég skrifaði bókina Á Hekluslóðum fyrir Ferðafélag Ís- lands var gerður út sérstakur leið- angur til að fá hæð fjallsins á hreint. Þetta var 11. sept. 1994, Hekla skyldi mæld nákvæmlega með nýjustu tækni. Þetta var gert vegna þess að á nýlegum kortum LÍ hafði birst hæðartalan 1.450 m í stað 1.491 á eldri kortum. Notuð voru fullkomin GPS-staðsetningar- tæki í eigu Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar og einfalt GPS-tæki í eigu Orkustofnunar til saman- burðar. Nákvæmni mælingarinnar er upp á sentimetra. Hæðin reynd- ist vera 1487,96 m yfir sjávarmáli. Með sanngjarnri nálgun mátti því segja að Hátindur Heklu hafi verið 1.488 m y.s. í september 1994. Hekla gaus síðast árið 2000 og kynni að hafa hækkað lítillega þá en raunar má gera ráð fyrir að fjallið hækki og lækki á víxl um fá- eina metra milli gosa. Á síðustu áratugum hefur hæð Heklu líklega verið 1490 +/ – 5 m. Fyrri mælingar Eggert og Bjarni reyndu að meta hæð Heklu í ferðinni frægu árið 1750 þegar þeir gengu fyrstir manna á fjallið. Þeir höfðu engin mælitæki en áætluðu hæðina með samanburði við fjöll sem höfðu verið mæld. Þeir giskuðu á að Hekla risi um 3.000 fet (915 m) yf- ir umhverfið. Næsta athugun og fyrsta raunverulega mælingin var gerð 22 árum síðar, í leiðangri Englendingsins Joseph Banks 1772. Í millitíðinni varð stórgosið 1766–68 og við það hefur fjallið vafalítið hækkað. Þá var notuð kvikasilfursloftvog. Mælingin gaf rúmlega 5.000 fet og mun þar átt við ensk fet yfir sjó (1.524 m). Sveinn Pálsson fékk mjög svipaða hæð í ferð sinni á fjallið 1793. Á 19. öld voru margar mælingar gerðar á hæð Heklu, flestar með loftvog. Slík mæling með loftvog er aldrei mjög nákvæm, 50 m til eða frá myndi teljast ágætt í ein- faldri mælingu á svo háu fjalli sem Hekla er. Meðaltal þeirra fimm loftvogsmælinga sem vitað er um frá 18. og 19. öld er rúmir 1.500 m. Fyrsta hornamæling á hæð Heklu sem vitað er um var gerð í sam- bandi við strandmælingarnar síð- ari, sem stundaðar voru að til- hlutan danskra stjórnvalda á fyrstu áratugum 19. aldar. Mæl- ingin gaf 1.557 m yfir sjó. Tölu- verð skekkja virðist vera í mæling- unni enda vart við öðru að búast. Grunnlínurnar voru allar með ströndum fram og miðanir hafa verið mjög langar. Björn Gunn- laugsson mældi Heklu tvisvar sinnum, fyrst 1834 og svo aftur 1846 til að athuga hvort hæðin hefði breyst eftir gosið 1845. Mæl- ingarnar gáfu báðar sömu hæð, 1.489 m y.s. Nákvæmni Björns við landmælingar var við brugðið svo skekkjan í tölum hans ætti ekki að vera mikil. Landmælingamenn danska Herforingjaráðsins fengu lægri tölu er þeir mældu Heklu sumarið 1907. Þeir töldu hana 1.447 m og var sú hæð sýnd á kortum þeirra fram til 1947. Þá gaus Hekla og öllum bar saman um að hún hefði hækkað eftir elds- umbrotin. LÍ mældu hana 1.491 m eftir gos og sýna þá tölu á kortum sínum fram til 1990. Vitað er að Hekla hækkaði einnig nokkuð í gosinu 1980 og margir töldu þá að hún væri komin yfir 1.500 m en áreiðanleg mæling var ekki gerð eftir gosið. Þráðurinn rakinn En hvernig stendur þá á hæðar- tölunni 1.450 á nýjustu kortum LÍ? Mér hefur ekki tekist að fá glöggar upplýsingar um það en eftir að hafa rakið mig frá einni kortaútgáfu til annarrar þykist ég þó sjá hvernig í málinu liggur. Kortadeild Bandaríkjahers (Def- ence Mapping Agency) og Land- mælingar Íslands gáfu út kort- blaðið Vatnafjöll 1:50.000, árið 1990 í DMA-kortaröðinni svoköll- uðu. Hekla er á kortblaðinu og er þar sýnd 1.450 m há. Talan virðist vera tekin af fáséðu Íslandskorti sem bandaríski herinn gaf út 1969 (Joint Operations Graphic (Gro- und), series 1501) þar sem þessi tala birtist í fyrsta sinn. Þetta kort er byggt á kortum sem sami her lét gera af Íslandi öllu á árunum í kring um 1950, svonefndum AMS- kortum í mælikvarða 1:50.000. Á Heklukortinu í þeirri útgáfu er Hekla sýnd eitthvað um 1.450 m há samkvæmt hæðarlínum en eng- in hæðartala er skráð. Hins vegar er þess getið að kortið sé byggt á loftmyndum sem teknar voru að haustlagi 1945 og 1946. Þar með virðist skýringin komin. Hæð Heklu á nýja Íslandskortinu er metin eftir myndum sem teknar voru fyrir eldsumbrotin 1947–8. Hekla hefur gosið fimm sinnum síðan myndirnar voru teknar og háhryggur fjallsins hefur tekið breytingum í hvert sinn. Heklujökull Önnur villa sem varðar Heklu er einnig á Íslandskortinu nýja, á henni er jökulhetta sem hylur toppgíginn og axlirnar út frá hon- um niður í um 1.300 m hæð. Það þarf engan rannsóknarleiðangur til að ganga úr skugga um að þetta er ekki rétt, enginn jökull er á háfjallinu og hefur aldrei verið. Auður fjallskollurinn blasir við öll- um sem ferðast um Suðurland á björtum sumardegi. Í ljós kemur við athugun að sama villa er á öll- um umræddum kortum, sem ættir eiga að rekja til kortastofnunar Bandaríkjahers. Ástæðan er lík- lega sú að Hekla hefur verið hvít í kollinn haustið 1946 er myndirnar af henni voru teknar. Má furðu gegna hversu lífseig þessi skekkja er og slæmt að hún skuli skjóta upp kollinum aftur og aftur. Gömlu danskættuðu Íslandskortin eru hins vegar rétt í þessum atrið- um bæði hvað varðar hæð og jökla á Heklu. Þau sýna smájökla utan í hlíðum hennar en þá vantar á nýja kortinu. Að svo mæltu leyfi ég mér að vona að LÍ lagfæri þau atriði sem ég hef bent á svo að drottning íslenskra eldfjalla fái rétta hæð og ásýnd á næstu kortaútgáfum stofnunarinnar. Ég vil ekki ljúka greininni án þess að nefna það sem vel er gert í þessari kortaútgáfu. Kortið í heild er áferðarfallegt og handhægt í notkun, kortblaðaskiptingin er mun betri en á fyrri Íslands- kortum í þessum mælikvarða, upp- lýsingum um ferðamannaþjónustu, bensínstöðvar, sundlaugar, sælu- hús o.fl. hefur verið aukið á kortið sem er til mikilla hagsbóta fyrir þá sem ferðast um landið. Óná- kvæmni gætir þó víða, t.d. eru ár og vötn sums staðar sýnd með sér- kennilegum hætti svo ekki verður betur séð en mikil stöðuvötn séu hér og þar um landið þar sem eng- in slík vötn eru í raun (t.d. í Þjórs- árverum). Þetta vona ég að verði lagað í næstu prentun kortsins um leið og Hekla verður færð til rétt- ari vegar. Hæð Heklu Eftir Árna Hjartarson Höfundur er jarðfræðingur á ÍSOR, og er sérfróður um Heklu og rann- sóknarsögu hennar. Stórglæsilegur nýlegur 55 fm sumarbústaður/heilsárshús Stórglæsilegur nýlegur 55 fm sumarbústaður/heilsárshús. Þrjú svefnherbergi. Heitt vatn, heitur pottur, rafmagn, stór verönd og góð grillaðstaða. Frábær sumarparadís!! Stór 6.200 fm eignarlóð fylgir. Já, hér fá grænir fingur aldeilis notið sín við spennandi trjá- rækt. Opið hús laugardaginn 12. júlí og sunnudaginn 13. júlí frá kl. 10-18. Bústaðurinn er staðsettur á hinu frábæra sumarhúsasvæði Bjark- arborgum sem er skammt frá Minni-Borg. Til þess að fá nákvæma leiðarlýsingu hringdu þá í Hörð í s. 694-4846 sem verður á staðn- um alla helgina. Verðið er sanngjarnt 8,7 milljónir. Hlíðarsmára 15 Sími 595 9080 Sími 595 9000 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Sumarhús - Fljótshlíð Mjög vel staðsett sumarhús í sann- kallaðri náttúruparadís á eignarlandi í Múlakoti í Fljótshlíð. Húsið er um 40 fm, hitað upp með arni og gas- hitara. Stór pallur er umhverfis húsið á 3 vegu. Mikill gróður er umhverfis bústaðinn og á landinu öllu. Foss í landinu og flugvöllur í nánd. Mjög spennandi eign. Tilboð óskast. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Nýtt á skrá: Til sölu/leigu samtals 1.000 fm tveir eignahlutar 706 fm á tveimur hæðum, innréttaðir sem aðgerða- og læknastofur. Einnig 294 fm á annarri hæð, innréttaðir fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur. Mjög góð staðsetning, mjög góð aðkoma. Mögulegur byggingarréttur. Verð tilboð. ÁLFTAMÝRI/TIL SÖLU/LEIGU Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Gott 224 fm einbýlishús á einni hæð með góðum tvöföldum bílskúr. Húsið stendur í verðlaunabotnlanga í útjaðri byggðar. Stór arinstofa með mikilli lofthæð. Gott sjón- varpshol með útgangi á stóra sólverönd. Fimm svefnherbergi skv. teikningu (fjögur í dag). Innangengt í bílskúr með ca. 25 fm. millilofti. Verð 35,8 millj. Opið hús milli kl. 14 og 16. Magnús sýnir 865 2310 Opið hús í dag - Nesbali 48 73 fm skemmtileg 4ra herbergja risíbúð. Íbúðin skiptist í 3 herbergi, rúmgóða stofu með stórum gluggum, eldhús, baðherbergi með nýlegum tækjum og ris. Húsið nýlega málað að utan. Nýjar lagnir. Verð 10,5 millj. Opið hús milli kl. 14 og 16. Kristján sýnir 694 3622 Opið hús í dag - Langholtsvegur 132 116,8 fm mjög góð 4ra herb íbúð ásamt stóru stæði í bílageymslu. Íbúð skiptist í þrjú svenherb, stóra stofu, eldhús, bað- herb, þvottahús. 14,5 fm herb. í kjallara til- heyrir íbúð, kjörið til útleigu. Verð 13,9 millj. Opið hús milli kl. 16 og 18. Kristján sýnir 694 3622 Opið hús í dag - Flúðasel 14 Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.