Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 33
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 33 Banki með betri vexti 40% afsláttur aflántökugjaldi til1. september 2003 Ef þú vilt leggja lokahönd á íbúðina, greiða upp óhagstæð skammtímalán, koma garðinum í stand, laga þakið, fá nýja eldhúsinnréttingu, klára bílskúrinn, endurskipuleggja fjármálin og/eða eitthvað annað, gæti Veðlán nb.is hentað þér. Spurðu fasteignasalann, kynntu þér málið á www.nb.is eða hringdu í síma 550 1800 A B X – 9 0 3 0 4 5 7 • Veðlán nb.is eru til allt að 25 ára • Bera 6,50–9,35% vexti • Lægri vextir fyrir viðskiptavini nb.is • Veðhlutfall allt að 75% af markaðsverði íbúðarhúsnæðis • Lántakendum, sem gerast viðskiptavinir nb.is, býðst yfirdráttarlán á tilboðsvöxtum Útlán eru háð lánshæfismati nb.is og eingöngu er hægt að veðsetja eigin eignir. STUÐLABERG - GLÆSILEGT PARHÚS Erum með í einkasölu þetta fallega, tvílyfta parhús á sérlega ró- legum og barnvænum stað í Setberginu. Húsið er einstaklega glæsilegt að innan, innréttingar af vönduðustu gerð og gólfefni sérlega falleg. Hurðir eru nýjar. Fallegur, afgirtur sólpallur til suð- urs. Í alla staði sérlega falleg eign sem vert er að skoða! Áhvílandi byggingarsjóðslán kr. 4,5 millj. og því hægt að bæta við 8 millj. í húsbréfum. Verð kr. 22,9 millj. Lautasmári 25 Opið hús í dag! Helga og Sigurbjörn munu með ánægju taka á móti gest- um í dag milli kl. 13 til 16 og sýna húseign sína sem er vel staðsett 5 herb. 107,9 fm. enda- íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða blokk. Þvottaherbergi í íbúð. Stórar svalir. Stutt í alla þjónustu, skóla, heilsugæslu, verslun. Verð 14,7 millj. Hlíðasmára 15 Sími 595 9080 Sími 595 9000 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is OPIÐ 9-18 OPIÐ HÚS í dag frá kl. 16-19 LÆKJASMÁRI 54, KÓP. - 1. hæð t.v. Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja íb. (sérhæð) á jarðhæð með sérinn- gangi í fjórbýli á frábærum stað í Smáranum. Stofa með suðurverönd, 3 góð herbergi með skápum, rúmgott eldhús, baðherbergi nýl. flísalagt í hólf og gólf. Góð staðsetning í botnlanga- götu. Stæði í bílskýli. Áhv. um 6 millj. húsbréf. Verð 15,4 millj. Salómon og Margrét bjóða ykkur velkomin. Glæsilegt nýlegt heilsárs sumarhús við Elliðavatn í landi Vatnsenda. Sérlega glæsi- leg 7.500 fm lóð við vatnsbakkann. Stærð lóðarinnar gefur ýmsa möguleika. Húsið er 60,8 fm panelklætt utan sem innan með parketi á gólfum og verönd á tvo vegu. Húsið er vandlega innréttað og skiptist í forstofu, stofu, eldhús, eitt svefnherbergi og baðherbergi. Hitaveita komin í hús. Glæsi- legt útsýni. Einstök eign. Verð 14,2 millj. VATNSENDABLETTUR - VATNSBAKKALÓÐ OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13 TIL 20 Í TILEFNI íslenska safnadagsins í dag verður ókeypis aðgangur að Minjasafni Austurlands en safnið er opið frá 11–17 í dag eins og aðra daga. Á safninu er margt að sjá og má meðal annars nefna víkingakuml, baðstofuna á Brekku, skrautsverð frá 17. öld, íslenskan útsaum, veiði- vopn auk sýningarinnar „Á mörk- um heiðni og kristni“. Í dag verður boðið upp á leiðsögn um rannsóknarsvæðið á Skriðu- klaustri í Fljótsdal, undir stjórn Steinunnar Kristjánsdóttur frá kl. 15–17 og eru allir velkomnir Aðstandendur safnsins hvetja sem flesta til að líta við og kynnast íslenskri arfleið. Ókeypis á minjasafn Austurlands ENN er tekist á um hvort þeir starfsmenn Ístaks sem vinna við Fá- skrúðsfjarðargöng megi vinna á sunnudögum. Afl, starfsgreinafélag Austurlands og Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar hafa undanfarna daga haldið fundi með starfsmönnum Ís- taks og vilja setja yfirvinnubann á mennina ef ekki verða gerðir sér- stakir kjarasamningar um ganga- gerðina, svo sem var til dæmis um Hvalfjarðargöng. Engir kjarasamn- ingar munu hafa verið gerðir vegna vinnu við Fáskrúðsfjarðargöng og þaðan af síður um tilfærslu vikulegs frídags. Ístaksmenn munu ekki vinna við jarðgangagerðina í dag, sunnudag. Ístak vísar á Samtök atvinnulífs- ins vegna samningagerðar, en stétt- arfélög eystra hafa reynt að fá fyr- irtækið til að gera samninga síðan í apríl í ár. Þrír fundir hafa verið haldnir með Samtökum atvinnulífs- ins, en ekki borið árangur. Jón Ingi Kristjánsson, formaður Afls, segir málið í vinnslu. „Okkur hjá stéttarfélögunum finnst dæma- laust að ekki hafi verið gerður samn- ingur í upphafi verks,“ segir Jón Ingi, „en þeir segja annað hjá Sam- tökum atvinnulífsins, þangað sem Ís- tak vísaði málinu. Þetta er þannig verk að okkur finnst nauðsynlegt að sett sé fram með hvaða hætti menn ætla að vinna og hvernig farið er með frestun á vikulegum frídegi, hver launakjör eru og samið verði um hluti eins tryggingamál, öryggismál, umhverfisþætti og hvernig greiða á ferðir.“ Samkvæmt upplýsingum Jóns Inga láta starfsmenn Ístaks vel af því að vinna hjá fyrirtækinu og segja aðbúnað á allan hátt góðan. Hins vegar vilji þeir sinn rétt og séu jafn- vel tilbúnir til að neita að vinna yfir- vinnu þangað til þeir fái samning. Á vegum Ístaks vinna þrír hópar á tví- skiptum vöktum og eru fjórir til sjö manns á vakt. „Við munum kanna hvort mögu- leiki er á yfirvinnubanni ef ekki nást samningar á næstu dögum,“ segir Jón Ingi. „Þriðji möguleikinn í stöð- unni er að starfsmennirnir neiti að vinna yfirvinnu.“ Aðspurður um hvort þeir eigi þá ekki uppsagnir á hættu segir Jón Ingi að til þess gæti komið. „En ég veit ekki hvar Ístak ætti að hlaupa til og fá menn í jarð- gangagerð.“ A föstudag höfðu stéttarfélögin ekki sett neinn tímaramma á samn- ingagerð, áður en yfirvinnubann kynni að verða sett á. „Við höfum ekki sett nein tímamörk en viljum að þetta sé unnið hratt og vel,“ sagði formaður Afls að lyktum. Samtök at- vinnulífsins munu funda með Afli og Verkalýðsfélagi Reyðarfjarðar á mánudag. Yfirvinnubann hugs- anlegt við Fáskrúðs- fjarðargöng Egilsstöðum. Morgunblaðið. ÚT ER kominn bæklingur með upp- lýsingum um 24 söfn og setur á Austurlandi. Bækl- ingurinn er bæði á ís- lensku og ensku og sýnir vel fjölbreytn- ina í safnaflóru á Austurlandi. Bæklingurinn er unninn að frumkvæði Menningarráðs Aust- urlands, í samvinnu við Markaðsstofu Austurlands og söfn- in sjálf. Hann er af- rakstur samstarfs- verkefnis safna allt frá Skaftafelli í Öræf- um til Vopnafjarðar. Markmiðið með útgáfu þessa bæklings er fyrst og fremst að gefa ferðamönnum og öðrum sýn yfir söfn og setur á Austurlandi og veita almennar upplýsingar um þau. Bæklingurinn auðveldar einnig safnafólki á Austurlandi að miðla upplýsingum um söfn í fjórð- ungnum. Söfn og setur á Austurlandi Egilsstöðum. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.