Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VALDATAKA nasistasnemma árs 1933markaði upphaf at-burða sem eiga sérenga líka í mannkyns- sögunni og er þar síðasta heims- styrjöld veigamest. Svo skammt er liðið í tíma frá stríðinu að stað- hæfa má að margþættra og víð- tækra áhrifa þess gæti enn í sam- tímaviðburðum, deilum um lönd, völd og auð. Samfara lokum heimsstyrjaldar var bundinn endi á tólf ára valdasetu nasista og ekki leið á löngu þar til byrjað var að skrásetja þá glæpi sem þeir unnu í skjóli hennar. Þrautskipulögð og ófyrirgefanleg tilraun til að út- rýma gyðingum er mönnum vit- anlega efst í huga og hefur helför- inni verið svo vandlega lýst að ekki er ástæða til að endurtaka þá sögu hér í smáatriðum. Einn þáttur hennar hefur þó farið hljóðar en aðrir, alls ekki leg- ið í þagnargildi en skiljanlega staðið í skugganum af sjálfum morðunum; þ.e. hið ótrúlega arð- rán sem gyðingar voru beittir fyrir og eftir dauðann. Sá stuldur á sér tæpast nokkra sögulega hliðstæðu, nema ef vera skyldi ránsferðir Spánverja og Portúgala um lönd frumbyggja í Suður-Ameríku á ár- unum og áratugunum eftir 1492 – en fáar ábyggilegar tölur liggja fyrir um verðmæti þess sem var rænt og ruplað á þeim tíma. Full- víst má raunar telja að auk hins gegndarlausa haturs nasista á gyð- ingum hafi með einangrun þeirra og síðar slátrun vakað fyrir for- ystumönnum Þriðja ríkisins að svipta þá öllum efnahagslegum verðmætum og nýta þau í þágu lands, herafla og þjóðar. Hatrið var ekki eini hvatinn. Þeir eygðu gróðavon í fjöldamorðunum, enda var heildarverðmæti veraldlegra eigna evrópskra gyðinga svo mikið að fáir mælikvarðar ná yfir þau í nútímanum. Þar er ekki verið að tala um milljarða króna heldur þúsundir milljarða – og nasistar ágirntust þetta fé af heilum hug. Margt bendir til að þeir hafi fyrir margt löngu verið búnir að sjá fyr- ir „arðsemina“ af aftökunum. Drápsverksmiðjur fyrir hámarks afköst Skipulögð og markviss útrýming gyðinga hófst snemma árs 1942, eftir að ofurkapp hafði verið lagt á undirbúning hennar frá sumrinu áður. Auk þess hafði mikill fjöldi gyðinga verið myrtur fyrir þann tíma, flestir skotnir auk þess sem fyrstu tilraunir með notkun eitur- efna til drápa (kolsýringi og fleira í þeim dúr) voru gerðar 1941. Mesti fjöldinn, nokkur hundruð þúsund rússneskra og pólskra gyð- inga, var þó myrtur í kjölfar inn- rásar Þjóðverja inn í Sovétríkin sumarið 1941, en þær aftökur fóru ekki fram með eins „skilvirkum“ og vélrænum hætti og síðar varð. Aðallega voru þær framkvæmdar af sérsveitum (Einsatzgruppen) sem fylgdu í kjölfar hersins og skutu íbúa heilu þorpanna vægð- arlaust. Forystumönnum Þriðja ríkisins þótti þessi aðferð vera í senn of hægvirk og kostnaðarsöm. Á fundi sem Reinhard Heydrich, einn æðsti yfirmaður SS á þeim tíma, hélt með fimmtán háttsettum embættismönnum Þriðja ríkisins í bænum Wannsee, skammt frá Berlín, þann 20. janúar 1942, voru markmiðin útskýrð. Heydrich lagði þar áherslu á að verkefnið sem við blasti snerist um, að hans sögn; „lokalausnina (Endlösung) á gyðingavandanum í Evrópu sem er í námunda við ellefu milljónir gyð- inga“. Enginn vafi lék á að hann vildi allar þessar milljónir feigar og það á sem fljótvirkastan hátt. Eins og flestum er kunnugt var gyðingum safnað saman í stærri borgum Evrópu og sömuleiðis dreifðari byggðum sem voru á valdi Þjóðverja og þeir síðan flutt- ir austur á bóginn. Nánar tiltekið til Póllands þar sem reistar höfðu verið verksmiðjur sem höfðu það eitt að markmiði að drepa fólk á skipulagðan og kerfisbundinn hátt, með hámarks afköst í huga (dráps- verksmiðjurnar voru allar í Pól- landi, s.s. Auschwitz, Treblinka, Belsec, Sibibor og Chelmno, og þótt aðrar fangabúðir væru víða, t.d. við Riga, Vilna, Minsk, Kaunas og Lwow, voru þær mun smærri í sniðum og þar voru fangarnir skotnir og/eða þeim þrælað út). Í útrýmingarbúðunum voru gyðing- arnir geymdir og nýttir sem vinnuafl í þágu þýskra framleiðslu- fyrirtækja þangað til þeir voru drepnir, eða á síðari stigum helfar- arinnar sendir rakleiðis á vit feðra sinna án millilendingar í störfum. Oftast var blásýrugasið Cyklon-B frá verksmiðjum Tesch & Staben- ow í Hamborg og Degesch í Dess- au (eftir formúlu sem þróuð hafði verið af I.G. Farben iðnaðarstór- veldinu) notað við slátrunina; frumgerð þess var ögn veikari og hafði upphaflega verið ætluð til að útrýma meindýrum innanhúss. Að gasmorðunum loknum var líkunum dröslað út úr klefunum, þau verðmæti hirt sem enn kunnu að leynast á þeim, og skrokkarnir brenndir síðan til ösku. Þetta var heljarinnar strit sem krafðist mik- illar skipulagningar og gyðingar voru neyddir til að inna verkið af hendi, vildu þeir lifa ögn lengur. Skór og fatnaður voru annaðhvort notaðir á aðra fanga eða brenndir. Gerðar voru tilraunir til að meðal annars mala mannabein og nýta í áburð og breyta fitu manna í sápu (verksmiðja í Danzig sem reyndi þessa framleiðslu notaði svohljóð- andi uppskrift við sápugerð; sex kíló af mannsfitu, tíu lítrar af vatni og tæpt hálft kíló af sóta, soðið saman í 2–3 klukkustundir og síð- an látið kólna). En þær tilraunir reyndust ekki arðbærar og voru því fljótlega gefnar upp á bátinn. Afskorið hár var einnig sótthreins- að, pakkað og sent heim í tonnavís til Þýskalands – gagnsemi þess reyndist mest við að stoppa dýnur. Úr voru yfirfarin og hreinsuð og afhent hermönnum að því búnu – yfirleitt nutu meðlimir flughers, landhers og flota góðs af þessu lík- námi og veittu þeir klukkunum viðtöku þegjandi og hljóðalaust. Heil þjóð var samsek að meira eða minna leyti. En þungamiðjan í þessari „markaðsvæðingu“ morðanna, það sem mestu skipti, var það sem glitraði og glóði. Eftir að kerfis- bundin slátrun hófst leið ekki á löngu þar til að gríðarleg verð- mæti hlóðust upp. Gullsöfnun sem fram fór í skjóli fjöldamorðanna var veigamesti þáttur þessa úr- vinnslukerfis verðmæta og það sem mesta leyndin hvíldi yfir. Max Heiliger stofnar sparireikning Á fundi á skrifstofu Adolfs Eich- manns, SS-Obersturmbannführer, í Berlín þann 4. mars 1942, var völdum mönnum tilkynnt að verð- mætum, gjaldeyri, peningaseðlum og mótaðri mynt, yrði safnað sam- an ásamt gulli, gimsteinum og hvers kyns skartgripum sem hægt væri að finna í fórum gyðinga. Peningarnir færu til Þýska seðla- bankans (Reichsbank), gullhringir og tannfyllingar myndu vera brædd upp í stangir og þær send- ar til Sviss í skiptum fyrir önnur verðmæti eða til geymslu. Himml- er, æðsti yfirmaður Gestapo, og dr. Funk, sem hafði gegnt embætti seðlabankastjóra og efnahagsráð- herra, gerðu með sér leynilegt samkomulag um að þessir fjár- munir yrðu lagðir inn á reikning SS í Þýska seðlabankanum undir dulnefninu „Max Heiliger“. Nafn sem gat bæði þýtt sérlega skrýt- inn náungi eða einhver sérstaklega heilagur, jafnvel dýrlingur. Senni- lega var þetta nafnaval dæmi um sjúklega gamansemi Himmler. Ákveðið hlutfall verðmæta var þó lagt inn á leynilega reikninga sem fjármagna skyldu aðgerðir sem ekki máttu vitnast eða greiða kostnað við „myrkraverk“ önnur. Yfirmenn eðalmálmadeildar Þýska seðlabankans veittu því innan skamms athygli að ekkert lát varð á stórum sendingum frá Auschwitz og Lublin í Póllandi, þar sem pískrað var um að útrýmingarbúð- ir stæðu. Oswald Pohl, yfirmaður hag- deildar SS, stýrði þessari fram- kvæmd. Hann fullyrti við réttar- höldin í Nürnberg, að dr. Funk og aðrir stjórnendur seðlabankans, hefðu vitað til hlítar hvaðan þessi auðlegð kom og með hvaða ógeð- fellda hætti hún var fengin. Strax árið 1942 var Þýski seðlabankinn sneisafullur af verðmætum sem höfðu verið tekin af gyðingum og sett inn á reikninga Max Heiliger; gjaldeyrir, þýsk mörk, mótuð mynt, gull, demantar, gimsteinar, skartgripir og auðvitað allt tann- gullið. Tíunda gullsendingin sem þeir tóku við frá útrýmingarbúð- um, í nóvember 1943, innihélt tanngull og hlutfall þess jókst stöðugt í sendingunum. Að lokum varð það svo óhemju mikið að meira að segja bankamönnunum iðjusömu blöskraði. En stjórnend- ur bankans voru vitaskuld starfi sínu vaxnir og hófust tafarlaust handa við að breyta þessum viða- miklu fjársjóðum í meðfærilegt reiðufé. Í því skyni komu þeir á fót flóknu kerfi innan landamæra Þýskalands þar sem ótal kaup- sýslumenn og veðlánarar komu við sögu. Í ársbyrjun 1944 voru sumar þessara miðstöðva einnig yfirfull- ar. Þar vissu menn sömuleiðis mætavel hvað var á seyði, einn þeirra tilkynnti til dæmis forráða- mönnum seðlabankans að hann „gæti ekki tekið við meira af stoln- um fjármunum“. Fjársjóður sem fyllir námu Milljarðar hlóðust því upp í ótal illa lýstum skúmaskotum kerfisins; gullni dýrlingurinn fór huldu höfði. Þegar hyllti undir hrun Þriðja rík- isins var síðan gerð örvæntingar- full tilraun til að koma þessum fjármunum undan. Öllum úrræðum Blóðpeningar „Gyllta dýrlingsins“ Fulltrúar bandaríska hersins og starfsmenn Reichsbank reyna að skrá og meta brot af sekkjum með gullstöngum, gullpeningum og öðru samsvarandi góssi. Um þessar mundir eru liðin 70 ár frá því að nasistar komust til valda í Þýskalandi. Áætlað hefur verið að á tólf ára valda- tímabili þeirra hafi þeir rænt andvirði tæpra ellefu þúsund milljarða króna frá gyðingum í Evrópu, eða sem samsvarar þreföldu verðmæti allra húseigna hérlendis og innbús þeirra. Hvorki ránsfengurinn né skipulagning þjófnaðarins eiga sér hliðstæðu í veraldarsögunni. Sindri Freysson rifjar hér upp hvernig Þriðja ríkið meðhöndlaði blóði drifið góssið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.