Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður UnnurAndrésdóttir McLaughlin fæddist á Brekku í Þingeyr- arhreppi, V.-Ís., 14. janúar 1919. Hún lést í St. Petersburg í Flórída 12. nóvember 2002. Systir hennar Gíslína Björg Andr- ésdóttir Hunter fæddist á Brekku 13. júlí 1933. Hún lést í Chicago 19. október 1996. Foreldrar þeirra voru Jens Andrés Guðmundsson, f. á Brekku í Þingeyrarhreppi, V.-Ís. 7. nóv. 1892, d. 28. maí 1976 og kona hans Soffía Steinunn Ásgeirsdóttir, f. á Fjallaskaga 18. sept. 1895, d. 19. des. 1968. Systkini þeirra eru Bjarni Sigurður, f. 16. sept. 1917, d. 17. okt. 1978, Ásgerður, f. 7. sept. 1922, d. 1. apríl 1989, Krist- ján Axel, f. 30. ágúst 1924, d. 15. okt. 1994, Guðmundur, f. 9. feb. 1930, og Jón Bald, f. 30. sept. 1937, d. 20. jan. 1994. Sigríður Unnur giftist Mac Mc- Laughlin. Hann er látinn. Þau voru barnlaus. Gíslína Björg gift- ist Jim Hunter 19. apríl 1956. Hann er látinn. Börn þeirra eru Jane, f. 4. nóv. 1956, Jim, f. 21. nóv. 1957, og Kim, f. 25. apríl 1960. Systurnar bjuggu allan sinn bú- skap í Bandaríkjunum, Sigríður Unnur síðustu árin í St. Peters- burg í Flórída og Gíslína Björg í Chicago. Útför þeirra systra var gerð ytra. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Blessuð sé minning þeirra. Auður Hinriksdóttir. SIGRÍÐUR UNNUR ANDRÉSDÓTTIR MCLAUGHLIN OG GÍSLÍNA BJÖRG ANDRÉSDÓTTIR HUNTER ✝ Grjetar Andrés-son fæddist í Berjanesi í A-Eyja- fjöllum 5. mars 1943. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Andrésson, bóndi í Berjanesi, f. 3. ágúst 1901, d. 14. maí 1984, og Marta Guðjónsdóttir hús- freyja, f. 3. ágúst 1912, d. 9. október 1993. Hinn 5. mars 1966 kvæntist Grjetar eftirlifandi eig- inkonu sinni, Halldóru Ragnars- dóttur, f. 2. nóvember 1944 á Læk í Leirársveit, dóttur Ragn- ars Sigurðssonar, f. 1. júlí 1901, d. 2. maí 1958, og Friðbjargar Friðbjarnardóttur, f. 26. janúar 1909, d. 5. júní 1999. Grjetar og Halldóra eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Friðbjörg Sif, f. 20. september 1966, gift Ríkarði Rík- arðssyni, börn þeirra eru Svandís Rún, Grjetar Andri, Alma Dóra og Árni Breki. 2) Margrét Grjet- arsdóttir, f. 7. júní 1969, gift Hrafni Óttarssyni, börn þeirra eru Línhildur Sif og Bergrún Eva. 3) Gestur Andrés Grjetarsson, f. 1. mars 1972, unn- usta Guðbjörg Guð- mundsdóttir, barn- laus. 4) Svanur Karl Grjetarsson, f. 22. nóvember 1973, kvæntur Sigríði Geirsdóttur, börn þeirra eru Thelma Rut og Sævar Karl. Grjetar ólst upp í Berjanesi og bjó þar til 16 ára aldurs, flutti þaðan til Hvolsvallar og vann hjá Graskögglaverksmiðjunni. Fljótlega flutti Grjetar síðan til Reykjavíkur og hefur lengstum unnið við smíðar, bæði járn og tré, en auk þess verið atvinnubíl- stjóri hjá Hreyfli. Hann var eld- smiður að mennt frá Landssmiðj- unni með meistararéttindi í járnsmíðum. Síðustu árin helgaði Grjetar sig myndlistinni og mál- aði einna helst myndir af íslensku landslagi. Til er eftir Grjetar fjöldi málverka sem hanga til sýnis opinberlega sem og í einka- söfnum. Útför Grjetars fór fram í kyrr- þey. ,,Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur í huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Þessi orð Spámannsins hafa leit- að í huga okkar við það hlutskipti að kveðja elsku pabba. Við vitum að allir menn sem fæð- ast í þennan heim munu að endingu deyja. Allt annað er háð happdrætti lífsins. Við erum svo gæfusöm að hafa átt góða foreldra sem umvafið hafa okkur og stutt alla tíð. Við ól- umst upp við mikið ástríki þeirra og samstöðu á heimili sem bauð alla velkomna. Þar var oft gestkvæmt og vinir okkar allir taldir til heim- ilisfólksins. Stundum er talað um barnalán, en foreldralán er í raun- inni það sem leggur grunninn að farsælli lífsgöngu hvers barns. Við njótum þess og erum þakklát fyrir það. Pabbi var okkur öllum svo dýr- mætur. Hann huggaði og hlúði að okkur hverju og einu, þar sem ekki neitt var eftir sér talið. Fölskvalaus áhugi hans og vilji til að taka þátt í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur er okkur ómetanlegur. Nærvera pabba var góð því skemmtilegur var hann, bæði gam- ansamur og hress. Sögumaður var hann mikill og deildi þá oft af rík- um reynslusjóði sínum á þann hátt sem honum var einum lagið. Ung- um sagði hann okkur sögur og æv- intýri, barnabörnin og ófá önnur börn nutu einnig þess hæfileika hans. Pabbi var börnunum okkar góður afi, í senn skemmtilegur fé- lagi og mikill vinur. Hann naut þess mjög að vera með fjölskyldunni sinni. Pabbi kom á ævi sinni mjög miklu í verk. Hann var iðjusamur, en kunni ekki að hlífa sér. Hann átti af þeim sökum við veikindi að stríða sem höfðu dregið úr getu hans, það tók hann og alla fjöl- skylduna sárt. Pabbi var afar næm- ur fyrir fegurð íslenskrar náttúru sem var honum mjög hugleikin og málaði hann af henni margar fagrar myndir. Í þeim mun minningin um pabba lifa. Þó stórt skarð sé höggvið í fjöl- skyldu okkar, mun pabbi eiga sitt pláss í hjörtum okkar um ókomna tíð, þar verður hann alltaf. Minn- ingarnar eru svo margar og dýr- mætar, veganestið svo ríkulegt og hlýjan við hverja hugsun okkar til hans svo góð. Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alföðurskaut. Hljómi svo harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Árla ég aftur rís ungur af beð. Guðs hús á grýttri braut glaður ég hleð.Hver og ein hörmung mín hefur mig, Guð, til þín,Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. (Þýð. M. Joch.) Við biðjum algóðan Guð að styrkja mömmu og okkur öll sem söknum ástvinar svo mikið. Blessuð sé minningin um góðan mann, elsku pabba okkar. Guð geymi þig. Sif, Margrét, Gestur, Svanur og fjölskyldur. GRJETAR ANDRÉSSON AFMÆLIS- og minningargrein- um má skila í tölvupósti (net- fangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höf- undar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Ekki er tek- ið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksenti- metrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.