Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þegar ég var lítill þá fór ég á hverju sumri til fyrirheitna landsins. Ég fór á Flögu. Það var miklu meira æv- intýri en að fara til Kína í dag. Fjarlægðin var bara 250 kílómetrar, en ferðalagið tók álíka langan tíma og að fara til fjarlægra landa eða um sex klukkutíma. Á leiðinni voru engar flugfreyjur, en amma bauð upp á flatkökur með hangikjöti og kóngabrjóstsykur. Þegar komið var niður Hrífunesheiði þá blasti Flaga við. Hvílíkur fögnuður. Ferðalagið hafði margborgað sig. Og það var tekið vel á móti okkur. Allir kysst- ust og föðmuðust og það var boðið í mat eða kaffi. Hundarnir föðmuðu okkur líka og í hænunum heyrðist fagnaðargagg. En ég fór strax og SVEINN PÁLL GUNNARSSON ✝ Sveinn PállGunnarsson fæddist í Hallgeirs- eyjarhjáleigu í Land- eyjum 14. mars 1929. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut 7. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarkirkju 12. júlí. tækifæri gafst út í fjós. Ólýsanlegt. Þetta er sveitin mín og þar bjuggu í efri bænum Sveinn Páll Gunnarsson frændi minn og Sigrún Gísla- dóttir kona hans, ásamt sonum sínum. Fyrstu árin var ég að- eins nokkra daga í einu í sveitinni, en var svo heppinn að fá að vera þrjú heil sumur þegar ég var tíu til tólf ára. Þá voru Sveinn og Sigrún mér eins og bestu foreldrar og fyrir það vil ég þakka. Í minningunni eru þetta ein- hverjir bestu dagar sem ég man eft- ir. Sveinn gat verið ákveðinn, en að eðlisfari var hann ljúfur og glað- lyndur en ekki margmáll. Hann treysti okkur strákunum vel til verka og það var ekki lítils virði. Við vorum kannski ekkert mjög spenntir fyrir að raka dreif, en hins vegar fannst okkur við menn með mönnum þegar við fengum að moka heyi í heyblásarann og ég tala nú ekki um að keyra traktorinn. Að- eins tíu til tólf ára guttar og við fengum að snúa heyinu og gátum orðið bakkað með heyvagninn í rétta átt. Sennilega var þetta nú mesta upplifunin fyrir mig borgar- barnið, en hefur líklega ekki þótt tiltökumál í sveitinni. Á þessum árum átti Sveinn ekki bíl og traktorinn því notaður til að komast á milli staða. Það var ótrú- lega góð tilfinning að standa í trakt- orskerrunni á fljúgandi ferð að því er manni fannst, hvort sem farið var upp í heiði, á kappreiðar út í Meðalland eða í sparifötum á leið út í Hrífunes á 17. júní. Á Flögu hefur alltaf verið ein- staklega heimilislegt og gott að koma. Gestrisni mikil og andrúms- loft allt notalegt og afslappað. Ekki vandamál að búa um rúm fyrir nokkra gesti eða bæta fleirum í mat. Ég minnist þess þó ekki að Sveinn hafi verið mikið fyrir elda- mennsku, held að Sigrún hafi að mestu séð um þá hlið. Hin seinni ár átti Sveinn það þó til, að hætti okk- ar karlmanna, að grilla á útigrillinu þegar gott var veður. Það fór hon- um bara vel. Nú er Sveinn farinn til fyrir- heitna landsins. Hvort það er jafn mikið ævintýri og fyrir lítinn strák að fara á Flögu veit ég ekki ennþá. Ég vil hins vegar með þessum fá- tæklegu orðum þakka Sveini og hans fjölskyldu fyrir mig og bið Guð að blessa hann og Sigrúnu, strák- ana þeirra og fjölskyldu alla. Runólfur Birgir Leifsson. Elsku amma mín, nú ertu horfin héðan á aðra braut. Það eru margir sem hafa örugglega tekið þér opnum örmum í nýj- um heimkynnum og þar hefur afi minn verið fremstur í flokki af öll- um þeim ástvinum sem þar bíða þín. Það eru svo margar minningar sem hrannast upp í huganum á kveðjustund og munu ylja mér um ókomin ár. Engin orð fá því lýst hvað þú varst stórkostleg amma og ég sakna þín mikið. Ég man eftir öllum ferðunum er ANNA ÓLAFSDÓTTIR ✝ Anna Ólafsdóttirfæddist á Siglu- firði 25. október 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 21. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Glerár- kirkju 3. júlí. þú komst til okkar í Þverholtið, en þar bjó fjölskyldan öll bernskuárin mín. Þig munaði ekkert um að labba ofan úr Löngu- mýri og út eftir til okkar, kannski skrappst þú á Eyrina á eftir eða í bæinn. Þú varst dugleg að ganga og hitta fólkið þitt og vinina. Öllum vildir þú rétta hjálparhönd og þín ljúfa og fórnfúsa lund laðaði að sér menn og dýr. Gott var líka að koma til ykkar afa, og alltaf nóg af góðu heimabökuðu brauði. Þú varst dugmikil og myndarleg húsmóðir og heimili þitt bar vott um það. Ég minnist þess þegar farið var í ferðalög og þið afi voruð með, það var svo gaman að hlusta á afa segja frá þeim stöðum sem farið var um, hann var svo fróður um sögu og staði landsins. Og þá var nú auðvitað sungið af hjartans lyst undir þinni stjórn. Eitt sinn fórst þú til Vopnafjarðar með foreldrum mínum að heimsækja Önnu systur sem þar bjó. Var ég þá hjá henni að passa. Við Anna systir, mamma og þú, amma mín, fengum okkur gönguferð um þorpið. Auðvitað var eftir okkur tekið, eins og öðrum nýjum andlitum. Anna var svo spurð að því hvort þetta væri syst- ir hennar og mamma sem með henni voru. Ekki fannst mér þetta neitt sniðugt, en þið mamma hlóg- uð mikið að þessu. Þú, amma mín, hélst þér alltaf svo vel og varst svo glæsileg kona að eftir þér var tekið hvar sem þú fórst. Þú varst dugleg að hjálpa mér að læra ljóð og sung- um við þau saman. Einu sinni tók- uð þið mamma, dóttir mín og þú ykkur til og í staðinn fyrir að tala saman sunguð þið allt sem þið þurftuð að segja. Syngjandi amma varstu oft kölluð af okkur syst- kinunum. Þið afi sunguð með kór Glerárkirkju og höfðuð mikla ánægju af, enda söngelsk bæði. Eftir að ég flutti suður komst þú í heimsóknir meðan heilsa leyfði og svo hittumst við í síðasta sinn í maí síðast liðnum þegar ég kom norð- ur. Þá varst þú orðin mjög veik, amma mín. Guði séu þakkir fyrir allar okkar samverustundir og fyr- ir að gefa mér svo góða og skiln- ingsríka ömmu. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Mömmu minni, bræðrum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég dýpstu samúð mína. Guð geymi þig, elsku amma. Hrönn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÓSU EINARSDÓTTUR, Litlu-Hlíð, Höfðagrund 19, Akranesi. Björg Thomassen, Reynir Ásgeirsson, Marínó Tryggvason, Margrét Magnúsdóttir, Guðni Tryggvason, Hlín Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN DAGBJÖRT SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Fálkagötu 9, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins mánudaginn 14. júlí kl. 15. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Heilaverndar. Guðlaug Rakel Pétursdóttir, Guðjón Agnar Egilsson, Guðbjörn Pétursson, Þórunn Pétursdóttir, Hafdís Rut Pétursdóttir, Grétar Einarsson, Sigurborg Pétursdóttir, Jón Holbergsson, Elsa Svandís Pétursdóttir, Skúli Hauksson, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL ÓLAFSSON bifreiðastjóri, Melgerði 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 14. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Parkinson-félagið. María Guðmundsdóttir, Hilmar Guðmundsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Hrönn Pálsdóttir, Sigrún Pálsdóttir, Ellen Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTJÁN BALDVINSSON símritari frá Hjalteyri, Núpalind 2, Kópavogi, sem lést mánudaginn 7. júlí sl., verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 16. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans er bent á félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga eða heima- hlynningu krabbameinsfélagsins. Magðalena Stefánsdóttir, Esther Sigurðardóttir, Helgi Sigurðsson, Stefán Baldvin Sigurðsson, Anna S. Jóhannesdóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir Rollini, Sigrún Jensey Sigurðardóttir, Kristján Bjarndal Jónsson, Sigurður Sigurðarson, Hildur Sandholt, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og systur, HELGU HULDU GUÐMUNDSDÓTTUR, Snorrabraut 56, Reykjavík. Gísli Magnússon, Ásdís Gísladóttir, Finnbogi Steinarsson, Magnús Gíslason, barnabörn og systkini. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Bræðrabörn, HELGU EYJÓLFSDÓTTUR, Lindargötu 61, Reykjavík, þakka fyrir sýndan hlýhug við andlát og útför hennar. Innilegar þakkir og kveðjur til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærs frænda okkar, DANÍELS DANÍELSSONAR fyrrv. bónda á Hlíðarfæti, Hvalfjarðarstrandarhreppi, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Höfða, Akranesi. Fyrir hönd ættingja, Kristín Halldóra Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.