Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 40
FRÉTTIR 40 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Feministar furða sig á uppsögnum kvenna FEMINISTAFÉLAG Íslands hef- ur sent frá sér ályktun vegna upp- sagnar fréttakvenna á fréttastofu Stöðvar 2. Þar lýsa þeir undrun sinni á því að eingöngu konum skuli vera sagt upp störfum hjá fyrirtæk- inu. Í ályktuninni segir meðal annars: „Það er staðreynd að á samdrátt- artímum virðast konur frekar verða fyrir uppsögnum en karlar en nýj- ustu tölur um atvinnuleysi sýna að atvinnuleysi kvenna hefur aukist á meðan dregið hefur úr atvinnuleysi karla. Það er áhyggjuefni þegar kynjablandaður vinnustaður sem neyðist til að fækka fólki segir ein- göngu upp konum.“ Möguleg áhrif á fréttamat Feministafélagið lýsir einnig yfir áhyggjum sínum af þeim áhrifum sem fækkun kvenna veldur á frétta- mat stöðvarinnar, þar sem staða kynja í fréttaefni er nú þegar mjög skekkt í átt til karla. Vilja að varnarliðið fari MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn VG í Reykjavík um varnarmálin: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Reykjavík fagnar því að horfur virðast á að bandarísk hernaðaryfirvöld sjái ekki lengur tilgang með að hafa menn gráa fyrir járnum á Íslandi og hafi vilja til að kalla hermenn sína héðan á brott. Enda tími til kominn að her- námsliðið haldi héðan eftir um sex áratuga hersetu og hreinsi upp eftir sig þann óþrifnað, svo sem sprengjur, mengandi úrgang og hernaðarmannvirki, sem því hefur fylgt. Að sama skapi er leitt til þess að vita að stjórnmálamenn allra flokka, utan Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs, skuli ganga um torg barmandi sér yfir að her- inn sé á förum og sjái ekki aðrar leiðir færar fyrir vinnuafl á Suð- urnesjum en að þjónusta banda- rískt hernámslið og klæði mál- flutning sinn með þeim fáránlegu rökum að öryggi Íslendinga sé best borgið með hersetu. Viðkom- andi stjórnmálamenn ættu að snúa sér að því brýna verkefni að skapa atvinnutækifæri fyrir það fólk sem mun óhjákvæmilega missa lifi- brauð sitt þegar til þess kemur að bandarískur her fer af landi brott í stað þess að bíða og vona að við verðum um aldur og ævi háð her- mangi. Með því að uppfylla þær skyldur sínar eru hagsmunir Suð- urnesjamanna, jafnt sem annarra Íslendinga, best tryggðir.“ ÝMSUM kvistum hefur skolað á land með ferjum undanfarin ár og hreykinn taldi Þjóðverjinn Günt- er Eisenhardt sig tilheyra þeim hópi. Hann hefur í fjórtán ár mætt hingað á norðurslóðir með félaga sinn, Hanomag AL28, upprunninn í Vestur- Þýskalandi fyrir rúmum 35 árum, en það er marg- endurbættur og haganlega útfærður herbíll, sem öðlast hefur nýtt líf sem húsbíll, eins og skotlúgan hægra megin í farþegarýminu gefur til kynna. Günter, sem er 47 ára vélaverkfræðingur frá Nurnberg, kom fyrst til Íslands 1988, þá á nýleg- um Toyota-húsbíl. „Ég varð oft að láta staðar num- ið við grófa vegi, sem mig langaði mikið til að keyra og vita hvað biði mín,“ sagði Günter en á ferðalagi sínu um landið hitti hann þáverandi eiganda Han- omagsins og þeir urðu ásáttir um að Günter mætti kaupa trukkinn af honum um haustið sem hann og gerði. Vorkenna mér fyrst Hann hreinsaði út úr honum innréttingar og smíðaði síðan nýjar eftir eigin höfði, hækkaði þak- ið, færði glugga og hurðir auk þess að bæta við eldavél, ísskáp, miðstöð og fleiru. „Margir sem ég hitti vorkenna mér fyrir að þurfa að ferðast um í svona gömlum bíl en þegar þeim er þá boðið inn sjá þeir að hér er allt til staðar,“ sagði Günter sæmi- lega hróðugur og saup af nýlöguðu kaffi enda er eldhúsið afar heimilislegt. Hanomagar voru smíðaðir fram á sjöunda ára- tuginn en þá var fyrirtækið selt til Mercedes og framleiðslu hætt. Í dag eru að sögn Günter um 500 slíkir bílar til í heiminum og hittast eigendur þeirra reglulega í Þýskalandi, auk þess að vera í sam- bandi á veraldarvefnum. Hann segir best við bílinn að hann er einfaldur með afar fábrotinn raf- eindabúnað, bili að vísu eins og gerist en auðvelt sé að gera við. Günter segir ekki spennandi að ferðast á svona bíl í Evrópu, nema á Íslandi og margir fara suður á bóginn. „Einn af hverjum tíu fer norður og þá flestir til Íslands. Það er hægt að fara eitthvað annað en þá er hvergi hægt að nota fjórhjóladrifið. Á meginlandinu eru alvöruvegir en hér er oft eitt- hvað sem tæplega er hægt að kalla vegi. Auðvitað keyrum við ekki utan vega, það er hægt að reyna bílinn á fjölmörgum slóðum og fjallavegum.“ Günter eyðir hér fjórum vikum og keyrir hring um landið, hvort sem er á hringveginum eða um hálendið en alltaf eru nýjar leiðir kannaðar. Hins- vegar sjái veðrið til þess að gömlu leiðirnar breyt- ist oft. Þegar Günter var spurður um hvaða vegi hann hefði keyrt var fátt um svör enda var einfald- ara að spyrja hvaða vegi hann hefði ekki keyrt. Hann hugsaði sig lengi um, rýndi vel í kortin, benti síðan á nokkra og sagði: „Ekki þessa, ég á eftir að keyra þá. Ég gerði reyndar mikil mistök í fyrra þegar ég keypti ný kort. Ég var búinn að keyra flesta vegi á því gamla en á nýju kortunum eru enn fleiri slóðir. Ætli ég verði ekki að halda áfram að koma hingað þangað til ég er búinn með þessi nýju kort og þá verð ég að gæta þess að kaupa ekki enn nýrri. Ég á enn eftir að fara á Hrafntinnusker, stund- um er búið að opna leiðina þangað að vori en þung- ir bílar eiga ekki að fara þar um til að skemma ekki vegina. Tvisvar hef ég ætlað þangað en ekki verið fært svo að ég vil ennþá frekar komast alla leið, stundum eru snjór eða for eða vegir lokaðir. Þess vegna segi ég við fólk að til dæmis á Ítalíu breytist umhverfið ekki neitt en hér megi búast við hverju sem er,“ bætir ferðalangurinn við og segist alltaf sjá eitthvað nýtt. Kom bara til geta merkt við Ísland En hvað rak hann Íslands? „Áður en ég kom til Íslands var ég búinn að ferðast mjög víða og til allra hinna Norður- landanna. Síðasta landið átti að vera Ísland svo að ég gæti merkt við það til að ljúka listanum en það var svo stórkostlegt að vera hér að hingað kem ég aftur og aftur. Ég átti ekki von á að koma svona oft en nú kem ég í fjórtánda skipti,“ mælti Günter hugsandi á svipinn, eflaust að reyna að botna í því sjálfur og bætti síðan við: „Fyrst langaði mig bara að keyra um landið og nú ætla ég að skoða fuglana frekar, þá helst á Vest- fjörðum til að sjá lunda og ég býst við að halda áfram að koma hingað. Hér hitti ég stundum sömu Íslendingana en fleira fólk víðs vegar að úr heim- inum, það kemur hingað á hverju ári og maður hef- ur samband við það áður en haldið er til Íslands. Þegar ég rekst á Íslendinga erlendis eða heyri þá tala fer ég til að vita hvort ég þekki einhvern þeirra,“ sagði Günter og af þessu má ætla að hann hafi þó tekið upp einhverja siði héðan. Hann hefur sett upp heimasíðu – www.islandhanomag.de – þar sem sjá má mörg hundruð myndir og dagbók úr ferðunum fjórtán. Þjóðverjinn Günter Eisenhardt í fjórtánda sinn á Íslandi Herbíllinn varð að húsbíl Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Günter varð strax svo hrifinn af landinu að hann málaði bílinn eins og ís- lenska fánann. Fljótlega lenti hann í vandræðum því fólk kom til hans og vildi fá plástur, sárabindi eða aðra aðhlynningu því það taldi bílinn vera frá Rauða krossinum. Hann breytti því útliti bílsins og hefur að mestu fengið frið síðan. Ferðalangurinn heldur dagbók yfir allar sínar ferðir og tekur einnig ljós- myndir – allt fer það á heimasíðu hans. Eins og sjá má hefur hann komið sér haganlega fyrir í vagninum, á veggjum eru myndir af landinu, bílnum á öræfavegi og nokkrar af lunda sem er Günter afar hugleikinn enda er ferð- in í ár tileinkuð þeim fugli. Það fer ekki mikið fyrir prjáli í aðstöðu öku- manns. Engin ónauðsynleg raftæki eru í bílnum enda segir Günter auðvelt að gera við ef bilar. Günter hefur tekið margar myndir á ferðum sín- um. Hér er hann á vegarslóða á Vestfjörðum en sá vegur er bara opinn þegar fjarar. SVONEFNT Lagarfossródeó fór fram nýlega og er það í þriðja sinn sem mótið er haldið við Lagarfoss- virkjun. Mótshaldarar voru Gunn- laugur Magnússon og Kaj- akklúbburinn. Keppnisgreinar voru að þessu sinni tvær, annars vegar „ródeó- ið“sjálft og hins vegar ný keppn- isgrein sem kölluð er Extreme Riv- er Race, eða fífldirfsku-straum- vatns-kappróður eins og kajak- menn kalla greinina, og fór keppnin fram á Eyvindará. Sigurvegari var Jón Heiðar Andrésson, annar Aðalsteinn Mull- er og þriðji var Erlendur Magn- ússon. Ródeóið hófst svo á laugardags- morgun og stóð í rúma þrjá tíma. Þar hafði sigur Anup Gurung frá Nepal, annar var Jonathan Pies Smith, Bretlandi og þriðji Kristján Sveinsson. Lokahóf var haldið á Hótel Hér- aði og héldu menn heim í helg- arlok eftir heldur vætusama daga af legi og úr lofti. Mótið við Lagarfossvirkjun er talið spennandi í alþjóðlegu sam- hengi vegna aðstæðna. Fjórum af fimm lokum virkjunarinnar er lok- að og sú fimmta stillt af uns næst góð alda, sem menn geta siglt eins og stóra úthafsöldu. Eru stíflur víða um heim nýttar þannig af siglingafólki. Gunnlaugur Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið að stöð- ugt væri unnið að markaðs- setningu mótsins erlendis og yrði það haldið aftur að ári. Hann sagði mótið hafa tekist vel að þessu sinni og að hin nýja keppnisgrein hefði verið góð innspýting í mótshaldið. Til leiks komu bæði íslenskir og erlendir siglingamenn og voru þátttakendur um 50 talsins. Lagarfosskeppni kajakmanna haldin í þriðja sinn Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jonathan Pies Smith frá Bretlandseyjum berst hér við ölduna í keppni sem haldin var við Lagarfossvirkjun nýlega. Stíflur til margs brúklegar Egilsstöðum. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.