Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 41 SÍMEONvar hebr-eskt nafnkappans;það merkir „bænheyrsla“. Grísk útgáfa þess var Sím- on. Hann var fiski- maður, ættaður úr Betsaída í Galíleu. Og kvæntur var hann og átti börn, að því er fornar heim- ildir segja. Við upp- haf starfs Jesú bjó hann (að mestu?) í Kapernaum. Hann var bróðir Andrés- ar, en ekki er ljóst hvor þeirra var eldri; trúlega þó sá fyrrnefndi. Þeir bræður voru í út- gerð saman, ásamt „þrumuson- unum“, Jakobi og Jóhannesi. E.t.v. hefur Símon verið læri- sveinn Jóhannesar skírara, áður en hann gekk Kristi á hönd. Símon var „ólærður leikmaður“ á sviði guðfræðinnar, þ.e.a.s. hafði ekki lagt stund á hin gyðinglegu fræði, Móselögin. En hann varð einn af fyrstu lærisveinum Jesú, og Andrés var milligöngumaður um að þeir tveir kynntust. Í Jó- hannesarguðspjalli er frá því augnabliki greint á eftirfarandi máta: Jesús horfði á hann og sagði: „Þú ert Símon Jóhannesson, þú skalt heita Kefas“. Þetta er arameiska, móðurmál þeirra beggja, og þýðir „stein- hella“ eða „klettur“. Á grísku varð það Petros (komið af orðinu petra, sömu merkingar), á latínu Petrus og þaðan komst við- urnefnið svo áfram inn í önnur tungumál. Nafnið kemur fyrir í Land- námu og Sturlungu og í forn- bréfum 14. og 15. aldar, og er einnig þekkt um öll Norðurlönd, á Englandi, í Þýskalandi og víðar – í ýmsum útgáfum. Um síðustu áramót báru 1411 Íslendingar nafnið Pétur sem fyrsta eiginnafn, og 592 sem ann- að. Símon Pétur er fyrirferð- armeiri í guðspjöllunum og Post- ulasögunni en allir hinir læri- sveinanna til samans, og hann er alltaf fyrstur á listunum, þar sem nafna þeirra er getið. Ástæðan gæti einfaldlega verið sú, að hann fór jafnan mikinn, var ákafamað- ur og í fylkingarbrjósti. En hitt kann líka að stuðla að þessu, að talið er að hann sé aðal heim- ildamaður að Markúsarguðspjalli, en það er síðan uppistaða frá- sagna Matteusar og Lúkasar, að því er löngum hefur verið álitið. Pétursbréf í Nýja testamentinu eru við hann kennd. Þessi óheflaði fiskimaður er einkennileg blanda, minnir svolít- ið á Davíð konung, er eina stund- ina hátt uppi í skýjum, en aðra niðri í hyldýpi myrkurs og ang- istar. Og svo kemur allt hitt á milli. En kirkjusagan er til vitnis um það, að Jesús valdi rétt, þegar hann fól Pétri – af öllum mönnum – leiðtogahlutverkið í frumsöfn- uðinum. Nú eru þar innanborðs um tveir milljarðar einstaklinga, þriðjungur jarðarbúa. Um þennan stórbrotna læri- svein mætti rita nánast í það óendanlega, og fleiri bækur hafa raunar verið skrifaðar um hann en nokkurn annan postulanna, eða málverk gerð, en þess er ekki kostur að bæta miklu við hér, rammans vegna. Þó má nefna, að hann varð þeirra fyrstur til að vinna kraftaverk í nafni Jesú. Pétur, stofnandi og fyrsti bisk- up safnaðanna í Antíokkíu og Róm, er sagður hafa verið líflát- inn á Vatíkanhæð í stjórnartíð Nerós keisara (54–68), festur á kross, með höfuðið niður. Var það að beiðni hans sjálfs, því honum fannst hann ekki verður þess að fá að deyja á sama hátt og meist- arinn. Rómversk-kaþólskir menn telja, að Péturskirkjan sé reist á gröf hans. Pétursmessa er 22. febrúar, en fleiri dagar eru honum tileinkaðir, þ.á m. 29. júní og 18. nóvember. Einkennistákn hans eru m.a. öf- ugur kross, tveir lyklar eða hani. Myndin, sem þessum pistli fylgir, er eftir Francisco de Goya (1746–1828) og sýnir iðrun Pét- urs. Ég lýk þessu með orðum danska prestsins og rithöfund- arins Kaj Munk (1898–1944), en í einni af hinum þekktu ræðum sín- um í prédikanabókinni, Við Bab- ylons fljót, segir hann þetta um Pétur, í þýðingu Sigurbjörns Ein- arssonar: Frá mínum bæjardyrum séð liggur svona í þessu: Jesús valdi Símon vegna þess, að hann bjó yfir vissum göllum. Það bjó naum- ast nokkurt efni í leiðtoga í fiskimanninum frá Betsaída. Hann var framur … og fljót- huga … Þegar kreppti að, þegar á það reyndi í alvöru, hvort hann ætti þrótt til alls þess, sem hann var kjörinn til, þá reyndist hann tuska. Hann varð frægur í verald- arsögunni sem afneitarinn mikli … Æfina á enda var hann tómur hringlandi … En það er þó eitt atriði, sem vér megum ekki gleyma, er vér tölum um Pétur. Vér skulum brýna það fyrir oss, að eina dyggð átti hann: Far frá mér, ég er syndugur mað- ur. Eða öðru sinni: Hann gekk þá út og grét beisklega. Það var þessi dyggð, auk gall- anna, sem Drottinn byggði á, þegar hann gaf honum það lærisveinsnafn, sem var mest allra. Pétur sigurdur.aegisson@kirkjan.is Lærisveinarnir 12 Guð fer aldrei troðnar slóðir í einu eða neinu og kemur þannig sífellt á óvart. Og mann- þekkjari er hann bestur. Saga Péturs er gott dæmi um allt þetta. Sigurður Ægisson lítur í dag á foringja lærisveinahópsins, hinn svip- mikla bróður Andrésar. HUGVEKJA Fornleifastofnun Ís- lands færir út kvíarnar FORNLEIFASTOFNUN Íslands hefur ákveðið að stofna tvær dóttur- stofnanir á Akureyri og Ísafirði. Aug- lýst hefur verið staða framkvæmda- stjóra Fornleifastofnunar Norðurlands og verkefnastjóra Fornleifastofnunar Vesturlands. Á síðustu misserum hefur stofnun- in haft í undirbúningi að flytja hluta starfseminnar út á landsbyggðina í nokkrum áföngum, enda fer rann- sóknastarfið jafnan að verulegu leyti fram utan höfuðborgarsvæðisins. Verkefnum stofnunarinnar hefur fjölgað síðari ár og fara nú fram um- svifamiklar rannsóknir m.a. í Eyja- firði, Mývatnssveit og á Vestfjörðum. Í sumar verða rúmlega 50 manns við vísindastörf á Norðurlandi á vegum stofunarinnar. Rekstur stórra og flókinna rannsóknaverkefna kallar á töluverða umsýslu og skipulag og er því heppilegt að færa umsjón með framkvæmdum og aðra rekstrar- þætti nær vettvangi. Í fréttatilkynningu segir að það sé stefna Fornleifastofnunar að veita ungu fólki tækifæri til þátttöku í vís- indarannsóknum og skapa ný störf á þeim vettvangi á landsbyggðinni. Verði reynslan af þessu fyrirkomu- lagi góð er ráðgert að koma á fót svipaðri aðstöðu til frambúðar í öðr- um landsfjórðungum. Í ár vinna starfsmenn Fornleifa- stofnunar að fjölmörgum verkefnum víða um land. Alls verða um 70 vís- indamenn og nemendur að störfum yfir sumarmánuði og halda til í 7 bækistöðvum í nágrenni stærstu uppgraftarstaðanna. Helstu rann- sóknir sunnanlands eru uppgröftur í Skálholti og á Þingvöllum. Vestan- lands er unnið í Reykholti, Innri- Hvanney, á Eyri og í Vatnsfirði. Á Norðurlandi standa yfir uppgreftir á Hegranesi, Gáseyri, Núpum, við Sveigakot, á Hrísheimum og Hof- stöðum. Á Austurlandi var fornleifa- uppgröftur í Sómastaðagerði í Reyð- arfirði í vor. Auk uppgrafta er unnið við fornleifaskráningu á Hvalfjarðar- strönd, Ströndum, í Svarfaðardal, Laxárdal og unnið er að sérstakri skráningu valinna minjahópa, s.s. kumla, þingstaða og kirkjuminja í öll- um landshlutum. ÞAÐ ríkti sannkölluð hátíð- arstemning á hinni árlegu Kofa- borgarhátíð á Djúpavogi nú í byrjun júlí. Sú hefð hefur skapast meðal barnanna í bænum að hefja sumarstarfið hjá Umf. Neista með því að reisa virðulega kofa við íþróttavöllinn. Þegar börnin hafa svo lokið við að byggja kofana, mála þá og snyrta, er bæjarbúum boðið til hátíðar þar sem þeim gefst kostur á að kaupa kakó og kökur gegn vægu verði. Hátíðin heppnaðist sérstaklega vel í ár og meira að segja sólin skein, en hún hefur ekki sést mikið í sumar á Djúpavogi. Í nýju byggðinni má finna kaffihús, pitsustað og fleira sem nauðsynlegt þykir í nútíma- samfélagi. Birna Hallgrímsdóttir hefur séð um að aðstoða börnin við smíðarnar og segir hún þau hafa verið sjálfstæð og dugleg. Mörg þeirra hafi byggt kofa áður og meðal þeirra séu margir efni- legir húsasmíðameistarar. Kofaborgarhátíð á Djúpavogi Djúpavogi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Aron Ingvar Árdísarson og Hilmar Þór Baldursson seldu kakó og kökur í kofanum sem þeir höfðu nýlokið við að byggja. KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Reykjavík afhenti nýverið Kvenna- sögusafni Íslands gögn sín til varð- veislu. Hringurinn var stofnaður ár- ið 1904 og er með elstu starfandi kvenfélögum í borginni. Félagið var stofnað til að rétta þeim hjálparhönd er minna máttu sín í Reykjavík og snemma tóku Hringskonur að starfa að berkla- vörnum. Frá vorinu 1942 unnu fé- lagskonur óslitið að því að í landinu risi fullkominn barnaspítali. Sú draumsýn hefur nú ræst með Barna- spítala Hringsins við Hringbraut í Reykjavík. Björg Einarsdóttir hefur ritað sögu Hringsins er nefnist Hringur- inn í Reykjavík. Stofnaður 1904 – Starfssaga. Gögn þau sem Hringur- inn átti og notuð voru við ritun bók- arinnar hafa nú fengið varanlegan geymslustað í Þjóðarbókhlöðu og verða þar öllum aðgengileg. F.v.: Elísabet G. Hermannsdóttir, formaður útgáfunefndar Hringsins, af- hendir Auði Styrkársdóttur, forstöðumanni Kvennasögusafns Íslands, og Sigrúnu Klöru Hannesdóttur landsbókaverði ritið Hringurinn í Reykjavík ásamt skrá yfir gögn félagsins, sem var stofnað árið 1904. Gögn Hringsins afhent Kvennasögusafni Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 14% í maí GISTINÆTUR á hótelum í maí- mánuði síðastliðnum voru 80 þúsund en voru 70 þúsund í sama mánuði í fyrra. Í öllum landshlutum á sér stað aukning milli ára, en eins og áður var hún mest á Suðurlandi. Þar tvöfald- aðist fjöldi gistinátta og fór úr 5 þús- undum í 10 þúsund. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 14% og á höfuðborgarsvæðinu var aukning um rúm 7%. Á Suðurnesjum, Vest- urlandi og Vestfjörðum fjölgaði gisti- nóttum um tæp 4 þúsund eða 6%, en á Austurlandi stóðu gistinætur nán- ast í stað. Bæði innlendum og erlend- um hótelgestum fjölgaði, gistinótt- um Íslendinga fjölgaði um 24% á milli ára en útlendinga um 14%. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgða- tölur. DVD-mynd- spilarar á 40% heimila ÚTBREIÐSLA myndspilara (DVD) hefur aukist verulega að undan- förnu. Á árinu 2002 voru myndspil- arar eða tölvur með DVD-drifi á rúmlega 40% heimila hér á landi, skv. tölum í nýútkomnu riti Hagstof- unnar, þar sem birtar eru tölulegar upplýsingar um fjölmiðla- og menn- ingarstarfsemi landsmanna. Til samanburðar voru myndspilar- ar á 18,3% heimila árið 2001 og 8,9% heimila árið 2000. Á seinasta ári voru myndbandstæki hins vegar á 91,4% heimila landsmanna skv. bráða- birgðatölum Hagstofunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.