Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 43 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Hálendismiðstöðin Hrauneyjum. Hótel og veitingastaður með mikla sér- stöðu. Rekstrarleiga með kauprétti kemur til greina fyrir vandað fólk.  Stór og þekkt brúðarkjólaleiga með ágæta afkomu. Miklir möguleikar.  Glæsileg snyrtivöruverslun í miðbænum.  Vörubílaverkstæði með föst viðskipti. Auðveld kaup.  Söluturn og videóleiga í Hafnarfirði, tilvalið sem fyrsta fyrirtækið. Verð 4,5 m. kr.  Mjög vinsæll næturklúbbur í miðbænum, tryggur kúnnahópur.  Rótgróinn lítill matsölustaður í Hafnarfirði. Mjög gott fyrirtæki fyrir kokk eða fólk sem kann að elda góðan heimilismat.  Framleiðslubakarí í Hafnafirði með eða án verslunar.Tilvalið fyrir bakara sem langar í eigin rekstur.  Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður. Eigið húsnæði.  Glæsileg myndbandasjoppa í Vesturbænum með langa og góða rek- strarsögu. 60 m. kr. ársvelta. Möguleiki á grilli og ísbúð.  Þekkt dömuverslun með náttföt og sundfatnað. Eigin innflutningur. Auð- veld kaup.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Lítið en efnilegt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í málmiðnaði. Velta síðasta árs 40 m. kr. og stefnir í tvöföldun á þessu ári.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með myndbandaleigu. Gott tækifæri fyr- ir samhenta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Hjólbarðaverkstæði og bifreiðaverkstæði, vel tækjum búið.  Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með kælitæki o.fl. Góður rekstur og miklir möguleikar. Tilvalið fyrir vélstjóra.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. Rekstrarleiga möguleg.  Stórt arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði.  Rótgróið framleiðslufyrirtæki með ljósabúnað, einnig einhvern innflutn- ing, upplagt sem sameiningardæmi. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658                                                          ! ""#        $ % %   %     &     $  &   $  '  % %  $   ()       $     * +*   )     & ,)  %% -.% - /     + *     %             0   % -*  1    & $$ $2334  5 "6 0 7    %     %   +   %  -  %        0  %   +  % 8 %     '     %%  '             9 :; 6   --       +  %      /      % %    %%  %     %'      '    %      $          ! $ + < %   $    (=+   9 :;  6   > ! $?: @   0 )A   &   .     ! $?: B6 C (C 7D,  , 7,  E ! $: * $F  +%$    (/ %$   > ! $: *  F  +%$     $  : *$F  +%$ '      G , 67 ,H/?   *  : * /              * *%      5       +    $  =   --I    %             $  (;;;   $ $233".## ÞEIM fækkar nú með hverju ári Reykvíkingum, sem muna eftir gönguleið í höfuðborginni, er nefnd var „rúntur“. Á fyrri áratugum lið- innar aldar var enginn í vafa um hvað við væri átt ef ungt fólk sagði í sinn hóp: „Við sjáumst á Rúntinum í kvöld.“ Þetta var áður en bílar út- rýmdu fótgönguliðum og breyttu lífsháttum úr „ævintýri á gönguför“ í ástaratlot í aftursæti bifreiða og stöðugan hringakstur bílaflota um miðbæ Reykjavíkur með tilheyrandi flauti og vélagný. Nokkrir bæjarbúar, sem muna þessa löngu liðnu tíð, hafa rætt um það undanfarið hvort ekki væri kom- inn tími til þess að minnast fornra frægðardaga og hittast af tvennu til- efni. Til þess að rifja upp minningar um kvöldstundir þegar ungt fólk gekk hring eftir hring um miðbæ Reykjavíkur í leit að kunningjum, eða til þess að stofna til nýrra kynna. Síðan var e.t.v. leitað athvarfs á ein- hverjum veitingastað. Þá voru Hótel Ísland og Hótel Borg vistlegir sam- komustaðir. Hótel Ísland löngu horf- ið, en Hótel Borg enn á sínum stað með sinn gyllta sal, þar sem frægar hljómsveitir léku og auralitlir ung- lingar létu sér nægja kaffisopa eða gosdrykk meðan hljómsveitarmenn á palli léku seiðandi dægurlög gest- um til yndis og ánægju. Í dag, sunnudag, klukkan 15, er fyrirhugað að stofna til samtaka í Gyllta salnum á Hótel Borg, gengið inn um aðaldyr, sem nefnd yrðu Reykjavíkurrúnturinn. Þeim er ætl- að að efna til samfunda öðru hverju og safna gögnum, ljósmyndum og öðru, sem vekur minningar um þessa liðnu tíð. Jafnframt að skrá ör- nefni sem varðveita fróðleik um mannlíf og athafnir í sögu höfuðstað- arins. Allmargir aldraðir bæjarbúar hafa þegar lýst áhuga sínum á þátt- töku. PÉTUR PÉTURSSON, þulur Garðastræti 9, Reykjavík. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson Myndin sýnir fólk á gangi í Austurstræti. Þarna sést aðeins ein bifreið og ekur hún í austurátt, gagnstætt því sem nú er. Reykjavíkurrúnturinn Frá Pétri Péturssyni: ÉG vil byrja á að þakka Eiríki fyrir jákvæða umfjöllun, vegna þess að við lækkuðum fiskinn okkar í Sval- barða. Það hlýtur að vera jákvætt hverjum kaupmanni þegar keppi- nauturinn gagnrýnir að aðrir vilji koma til móts við neytendur í lækk- uðu vöruverði. Ég gaf blaðamanni Morgunblaðsins aðeins upp okkar verð og var það hans val hvar hann bæri niður með samanburðinn. Það var svo kannski líklegt að hann bæri niður í gagnabanka þess sem auglýsir sig mest. Eiríkur segir í fyrirsögn: „Ekki hægt að bera sam- an línuýsu og smáýsu.“ Ég er búinn að vera þónokkuð til sjós og hef gert út smáa og stóra línubáta. Ég hef ekki vitað til þess enn að ekki sé hægt að fá allar stærðir af ýsu á línu. Þeir hljóta að veiða í annarri lögsögu en þeirri sem íslensku bát- arnir sem Eiríkur kaupir stóru ýs- una sína af, en svo lengi lærir sem lifir. Ég ætla ekki að fara út í neina útreikninga við Eirík, en þó ég sé ekki mikill stærðfræðingur get ég ekki fengið það inn í kollinn á mér að gera stóru ýsuna hans að tveggja kílóa ýsu sem svo fer til fiskbúð- anna, hún fer nær öll í flug. Þó er aldrei að vita þeir fundu upp „plankastrekkjara“ hjá BYKO. Það getur verið að búið sé að finna upp ýsustrekkjara. Það er víst hægt að finna allt á netinu. Á síðasta ári fóru nokkrir fisk- salar (landsliðið) í auglýsingaher- ferð og átti að auka fiskneyslu svo um munaði. Gagnrýni var helst beint að kjúklingum og gerður sam- anburður við þá. Ég held að sú her- ferð hafi engu skilað því það gleymdist að gagnrýna það að fisk- verðið væri einfaldlega of hátt. Það eina sem út úr þeirri herferð kom var það að kjúklingabændur urðu trúlega nokkru vísari um beina- byggingu afurðarinnar. Útreikning- ar voru gerðir á hlutfalli beina og kjöts. Samanburður um hollustu fæðutegundanna gleymdist að mestu. Við vorum meðal þrettán aðila sem buðu í fisksölu til Barnaheimila borgarinnar og félagsþjónustunnar og grunnskólanna. Tilboðin voru opnuð 20. febrúar og var loks verið að úthluta í síðustu viku að því er mér er sagt. Sá aðili sem fékk fé- lagsþjónustupakkann var með verð upp á 555 kr pr kg, roðl./ beinl. ýsa + 14% vaskur eða samtals 633 kr. Í því tilboði var miðað við ýsu í stærðunum 1,2–1,4 og 1,4–1,6 og stærri (ekki minni). Vonandi ætlar sá aðili ekki að borga svo mikið með viðskiptunum. Nema hann ætli lítil- lega að rétta af halla Borgarsjóðs. (Þess má geta að við vorum 5 kr. lægri í sama pakka. Úthlutunin er kapítuli út af fyrir sig og verður ekki rædd nú.) Við höfum metnað til að bjóða góðan fisk segir Eiríkur. Ég segi skárra væri nú annað og óska ég honum til hamingju með það. Við höfum einfaldlega líka metnað og vitum hvað er góður fiskur og hvað ekki. Ég og verkstjóri minn, sem reyndar var um árabil gæðaeftirlits- maður hjá SH, höfum saman yfir 80 ára reynslu í fiski, enda erum við að verða löggiltir ellismellir. Ég vil svo að endingu bjóða Eiríki úrvals fisk- flök á 590 kr. kílóið. Þá getur hann sett upp hálstauið og beðið eftir að við förum á hausinn, eins og hann virtist óska. Við verðum þá vonandi búnir að kenna einhverjum þeim að borða fisk aftur, sem var hættur því vegna þess að verðið var einfaldlega of hátt. Ég vil að endingu þakka þér þær góðu undirtektir sem við fengum við fiskverðlækkuninni okkar, og býð Reykvíkinga, Hafnfirðinga og aðra velkomna. Með slorkveðju til Eiríks. P.s. Ekki skrifa aftur, það er svo mikið að gera við að flaka. INGVAR ÞÓR GUNNARSSON, fiskbúðinni Svalbarða. Svar til Eiríks Auðunssonar í Vör Frá Ingvari Þór Gunnarssyni: Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.