Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Trinket, Halifax og Sava Hill koma í dag. Triton fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Obsha fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids verður spilað í Ölveri á mánu- dögum kl. 13 í júlí. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Ferð í Perl- una verður mánudag- inn 14. júlí kl. 13.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kynn- ingarfundur fimmtu- daginn 17. júlí kl. 10, um ferðaáætlun í or- lofsferðina 10.–15. ágúst til Vestfjarða. Prentuð ferðaáætlun liggur fyrir. Bilj- ardstofan í Hraunseli opnuð kl. 9 á mánudög- um og fimmtudögum, aðra daga vikunnar kl. 13.30. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30. Brúðubíllinn verður á morgun mánudaginn 14. júlí kl. 10 við Fróð- engi og kl. 14 við Frostaskjól. Félag eldri borgara í Kópavogi – FEBK. Ferð að Skógum og byggðarsafni – Vík í Mýrdal – Heiðardal – Reynishverfi og Reyn- isdröngum – Dyrhóla- ey ofl. verður farin fimmtudaginn 17. júlí. Lagt af stað frá Gjá- bakka kl. 8.30 og frá Gullsmára kl. 8.45, ekið að Hellu, að Skógum, Skógarfoss skoðaður, að Byggðasafninu þar sem bíður kaffi. Söfnin tvö að Skógum skoðuð, síðan haldið áleiðis til Dyrhólaeyjar. Ekið upp á eyjuna ef rútu- fært, ekið að Reyn- ishverfi undir Reyn- isfjalli niður á ströndina, skammt frá Reynisdröngum, ekið til Víkur, þorpið skoðað komið við í Víkurskála. Frá Vík verður farið upp í Heiðardal, skoð- aður dalurinn og Heið- arvatnið. Á heimleið- inni verður komið við að Skógum í kjötsúpu og nýbakað brauð. Heimkoma áætluð um kl 21 um kvöldið. Leið- sögumaður Nanna Kaaber. Skráning til kl. 17 miðvikudaginn 16. júlí í félagsmiðstöð- inni Gjábakka. Síma- skráning möguleg í síma 554 3400 (Gjá- bakki) einnig hjá ferða- nefnd FEBK. Bogi s: 554 0233 eða Þráinn s: 554 0999. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Skóverslun Axel Ó. Lárussonar, Vest- mannabraut 23, Vest- mannaeyjum, s. 481 1826 Mosfell sf., Þrúð- vangi 6, Hellu, s. 487 5828 Sólveig Ólafs- dóttir, Verslunin Grund, Flúðum, s. 486 6633 Sjúkrahús Suður- lands og Heilsugæslu- stöð, Árvegi, Selfossi, s. 482 1300 Verslunin Íris, Austurvegi 4, Sel- fossi, s. 482 1468 Blómabúðin hjá Jó- hönnu, Unabakka 4, 815 Þorlákshöfn, s. 483 3794 Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga, fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi. Bókabúð Grindavíkur, Vík- urbraut 62, Grindavík, s. 426 8787 Penninn – Bókabúð Keflavíkur, Sólvallagötu 2, Kefla- vík, s. 421 1102 Ís- landspóstur hf., Hafn- argötu 89, Keflavík, s. 421 5000 Íslandspóstur hf., c/o Kristjana Vil- hjálmsdóttir, Garð- braut 69, Garður, s. 422 7000 Dagmar Árna- dóttir, Skiphóli, Skaga- braut 64, Garður, s. 422 7059. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást í Reykjavík, Hafnarfirði og Sel- tjarnarnesi á Skrif- stofu LHS. Síðumúla 6, Reykjavík, s. 552-5744, fax 562-5744, Hjá Hirti, Bónushúsinu, Suðurströnd 2, Sel- tjarnarnesi, s. 561 4256 Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, s. 565 1630. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Penninn Bókabúð Andrésar, Kirkjubraut 54 Akranesi, s. 431 1855 Dalbrún ehf, Brákarbraut 3, Borg- arnesi, s. 437 1421 Hrannarbúðin, Hrann- arstíg 5, Grundarfirði, s. 438 6725 Verslunin Heimahornið, Borg- arbraut 1, Stykk- ishólmur, s. 438 1110. Minningarkort Sjúkraliðafélags Ís- lands eru send frá skrifstofunni, Grens- ásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9– 17. S. 553-9494. Í dag er sunnudagur 13. júlí, 194. dagur ársins 2003. Mar- grétarmessa, Hundadagar byrja. Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.)     Jón Steinsson segir ávefriti ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, frelsi.is, að frjáls- hyggjumenn hafi saknað þess sárt að sjá ekki nýjar hugmyndir um einkavæð- ingu og markaðsvæðingu í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þó ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar eigi mikið lof skilið fyrir mikla einka- væðingu undanfarinn áratug þá hafi ríkið, því miður, ekki dregið alls staðar úr umsvifum sín- um. „Í framleiðslu, dreif- ingu og sölu á raforku eru ríkisfyrirtæki enn fyrirferðarmikil. Það var lengi vel stefna rík- isstjórna Davíðs Odds- sonar að markaðsvæða þennan geira hagkerf- isins. Við endurnýjun stjórnarsamstarfsins nú í vor var hins vegar ekki lengur minnst á þetta sem stefnu stjórn- arinnar.“     Jón segir þetta gerast ásvipuðum tíma og rík- isfyrirtækið Lands- virkjun taki fyrir hönd skattborgaranna ákvörð- un um að ráðast í risavax- ið verkefni fyrir al- mannafé. „Það er auðvitað grundvall- arsjónarmið innan frjáls- hyggjunnar að fólki sé sjálfu betur treystandi til þess að eyða sínu fé en stjórnmálamönnum. Það er því svartur blettur á starfi ríkisstjórnarinnar að hafa ekki einkavætt Landvirkjun áður en ákvarðanir um Kára- hnjúkavirkjun voru tekn- ar. Það hefði verið mun eðlilegra að einkafyr- irtæki með arðsemissjón- armið að leiðarljósi hefði samið við hin erlendu ál- fyrirtæki. Eins og staðan er í dag er raforkugeir- inn stór, sósíalísk eyja í hagkerfi sem að mörgu öðru leyti er á leið í rétta átt.“     Þorsteinn Siglaugssonhagfræðingur hefur bent á í greinarskrifum sínum, m.a. í Morg- unblaðinu, að sú rík- isrekna atvinnustefna sem birtist með gerð Kárahnjúkavirkjunar sé ekki eftirsóknaverð. „Hún hefur alls staðar leitt til efnahagslegra hörmunga. Það skýtur því nokkuð skökku við, að eini flokkurinn sem varað hefur við þessari hættu skuli vera Vinstri grænir, flokkur sem meðal ann- ars hefur harða sósíalista innanborðs.“ En Jón Steinsson gefur ekki upp alla von í sínum pistli og segir að for- ystumenn ríkisstjórn- arinnar hafi sagt að ekki sé nauðsynlegt að allt sem ríkisstjórnin ætli að gera sé útlistað nákvæm- lega í stjórnarsáttmál- anum. „Frjálshyggju- menn halda því í vonina að núverandi ríkisstjórn kynni á næstu misserum ný áform um einkavæð- ingu og markaðsvæðingu. Vonandi verður markaðs- væðing raforkugeirans og einkavæðing Lands- virkjunar hluti af slíkum hugmyndum.“ STAKSTEINAR Raforkugeirinn stór, sósíalísk eyja Víkverji skrifar... KEPPNI í efstu deild karla íknattspyrnu, Landsbankadeild, er hálfnuð um þessar mundir. Mörg- um að óvörum er Þróttur, undir stjórn hins sjóaða þjálfara Ásgeirs Elíasonar, í efsta sæti og er það verðskuldað að mati Víkverja. Læri- sveinar Ásgeirs hafa leikið jafnbestu knattspyrnuna til þessa og um leið náð að skemmta sjálfum sér og áhorfendum sínum. Leikgleðin skín úr andlitum leikmanna og vaskleg framganga Björgólfs Takefusa, markahæsta manns deildarinnar, hefur orðið enn frekar til að beina kastljósinu að Þrótti. Framganga leikmanna Þróttar sýnir að ekki er nauðsynlegt að vera með dýra út- gerð til þess að fiska. x x x FYRIR ári var staða Þróttara ólíktlakari. Þeir voru í fimmta sæti næstefstu deildar, með 11 stig þegar deildarkeppnin var hálfnuð. Ekkert benti til þess að liðið væri á uppleið og kurr var á meðal marga stuðn- ingsmanna sem þótti liðið hvorki leika skemmtilega né árangursríka knattspyrnu. Þegar leið fram á sum- arið bitu leikmenn hins vegar í skjaldarrendur, unnu þeir 22 stig í síðari níu leikjunum og tókst að tryggja sér þátttökurétt í efstu deild eftir mikið kapphlaup við Stjörnuna á lokasprettinum. x x x EKKI viðuðu Þróttarar að sérmörgum eða dýrum leikmönnum fyrir keppnistímabilið og segja má að það lið sem er nú í efsta sæti sé að mestu skipað sömu leikmönnum og voru í basli í næstefstu deild fyrir réttu ári. Þetta er athyglisverð stað- reynd sem menn mega hafa í huga að mati Víkverja. Hvort Þrótti tekst að vinna Ís- landsmeistaratitilinn er hins vegar ennþá alltof snemmt að velta fyrir sér. Mikið er eftir af Íslandsmótinu og eins og Þróttarar þekkja vel af reynslu síðasta árs þá geta veður skipast skjótt í lofti í veröld knatt- spyrnunnar eins og annars staðar. x x x FRAMMISTAÐA Grindvíkingaupp á síðkastið hefur einnig ver- ið athyglisverð. Grindavíkurliðið hefur unnið fjóra leiki í röð og er í þriðja sæti efstu deildar karla. Ekki er langt síðan liðið virtist heillum horfið og lítt til afreka fallið í neðsta sæti. Þegar sem verst gekk hjá Grindvíkingum töldu margir spark- spekingar að eina leið Grindvíkinga inn á beinu brautina væri að segja upp Bjarna Jóhannssyni þjálfara. En líkt og hjá Þrótti, þegar Ásgeir þótti valtur í sessi í fyrra, þá ákváðu stjórnarmenn Grindavíkur að standa þétt við bak Bjarna í stað þess að fara þá leið sem oft hefur verið valinn með á tíðum litlum ár- angri, þ.e. að segja þjálfaranum upp. Staðfesta stjórnarmanna Þróttar í fyrra og Grindvíkinga nú er stjórn- endum íþróttafélaga í landinu til eft- irbreytni að mati Víkverja. Morgunblaðið/Kristinn Engin hugsunarvilla Í VELVAKANDA á fimmtudag gerir Kjartan Eggertsson að umtalsefni ummæli sem mér voru eignuð í frétt Morgunblaðs- ins. 5. júlí sl. um farangur flugfarþega. Kjartan segir ummælin lýsa hugsunar- villu ef rétt séu höfð eftir. Ég er sammála því, enda voru umælin tekin úr sam- hengi. Í samtalinu við blaðamann Morgunblaðs- ins vegna fréttarinnar spurði hann út í lög og reglugerðir um farangurs- flutning og ég veitti honum þær upplýsingar. Þjónusta snýst hinsveg- ar ekki um reglugerðar- ákvæði, réttindi eða skyld- ur. Icelandair og Kjartan eru hjartanlega sammála. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Nýjar ofsóknir á kisum FYRIR nokkrum árum áttu borgarfulltrúar í Reykjavík þátt í því að kis- ur voru ofsóttar og veiddar í búr. Sumar kisur dóu úr hræðslu en þær sem lifðu voru fluttar í Kattholt. Á sama tíma áttu borgar- fulltrúar Vinstri grænna þátt í því að öldruð kona var svipt leyfi til þess að hafa smáhvolp hjá sér. Maður sem átti heima í sama húsi myrti dýrið. Ég fordæmi meindýraeyði og fulltrúa Vinstri grænna og vona að þeir heyri ekki í litlu börnunum sem gráta kisur sínar. Þetta er mann- vonska og ekkert annað. Vilhjálmur Sigurðsson, Njálsgata 48a. Tapað/fundið Gráblár sími tapaðist GSM-sími sonar míns týnd- ist á svæðinu frá verslun Á. Guðmundssonar í Bæjar- lind að verslunarmiðstöð- inni Smáralind. Þarna var vinnuskólinn að störfum þriðjudaginn 8. júlí sl. og trúlega hefur síminn dottið úr bakpoka piltsins. Þetta er Nokia 3310, blágrár að lit. Biðjum við skilvísan finnanda að hafa samband í síma 898 4015. Sími fannst BLÁR og svartur Ericson- sími fannst á skólalóð Langholtsskóla. Ekkert símkort var í honum. Upp- lýsingar í síma 692 6793. Dýrahald Gulur páfagaukur í Garðabæ GULUR páfagaukur fannst í Garðabænum 9. júlí sl. Upplýsingar eru veittar í síma 895 8610. Fress í óskilum 3–4 mánaða lítill fress fannst á bílastæðinu við Mógilsá undir Esju þriðju- dagskvöldið 8.7. Hann var hvorki eyrnamerktur né með ól og er hvítur með dökkgrábröndótt bak, hettu og skott, heimilisvan- ur, blíður og malar mikið. Upplýsingar í síma 895 6069 eða 588 6924. Hafnarfjörður – Álftanes LÆÐAN Birta hefur verið týnd frá 1. júlí sl. Birta býr í Álftanesi og því er fólk í Hafnarfirði og Álftanesi beðið að hafa augun hjá sér. Hún er 7 mánaða gömul og eyrnamerkt. Birta bar bleika ól sem á var ritað heimilisfang hennar, Hólmatún 12. Þeir sem hafa orðið varir við Birtu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 555 4409 eða 695 9442. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT 1 tilgerðarlegt, 8 litum, 9 veturgömul kind, 10 nöld- ur, 11 gabba, 13 þolið, 15 týndist, 18 missa fót- anna, 21 meis, 22 digra, 23 nytjalönd, 24 málvenju. LÓÐRÉTT 2 styrkir, 3 stynja, 4 bein- pípu, 5 samsulli, 6 hneisa, 7 afturkerrt, 12 magur, 14 málmur, 15 sjó, 16 bar- daganum, 17 fáni, 18 fljótt, 19 dáð, 20 forar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hefta, 4 þófna, 7 frísk, 8 ölkær, 9 aft, 11 aðan, 13 eirð, 14 áfall, 15 flár, 17 lekt, 20 oki, 22 lemur, 23 líran, 24 surga, 25 tanna. Lóðrétt: 1 hefja, 2 flíka, 3 aska, 4 þjöl, 5 fíkni, 6 afræð, 10 flakk, 12 nár, 13 ell, 15 fells, 16 álmur, 18 eyrin, 19 tinna, 20 orka, 21 illt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.