Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 49 Sandey Sundaborg 9, 104 Reykjavík, sími 533 3931, fax 588 9833 sandey@simnet.is MAXIM SVITASTOPPARI Pantaðu Fríþjónustu Morgunblaðsins í síma 569 1122, askrift@mbl.is eða á Þjónustan gildir fyrir fjóra daga að lágmarki og hana þarf að panta fyrir kl.16 daginn áður. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 2 10 21 05 /2 00 3 Fáðu Morgunblaðið sent Við sendum blaðið innpakkað og merkt á sumardvalarstaði innanlands. Morgunblaðið bíður þín Við söfnum blaðinu fyrir þig á meðan þú ert í fríi og sendum til þín þegar þú kemur heim aftur. Fríþjónusta Ertu að fa ra í frí? Viltu vinna flugmiða? Á mbl.is geta áskrifendur Morgunblaðsins tekið þátt í léttum spurningaleik um Fríþjónustuna. Heppnir þátttakendur eiga möguleika á að vinna flug fyrir tvo til Prag eða Budapest með Heimsferðum. Taktu þátt! KVIKMYNDIN Ussss erfyrsta kvikmyndaverkEiríks Leifssonar í fullrilengd. Eins og undirtitill- inn „Ekkert sérstaklega rómantísk gamanmynd“ gefur til kynna er hér á ferð mynd með eitursvörtum gálgahúmor. Myndin segir sögu tveggja ungra manna: Rebba sem er þjófóttur iðjuleysingi sem leggur á ráðin um að ræna kaupmanninn á horninu og Sæla sem rekur safnara- verslun og heldur verndarhendi yfir Rebba. Gæska Sæma verður á end- anum til þess að hann flækist inn í flókna atburðarás þar sem morðóð kærasta, spilltar löggur og forhert- ur búðareigandi koma við sögu auk fjölda annarra litríkra aukapersóna. Framleiðslukostnaði við myndina var haldið í lágmarki og meginþorri leikara með litla sem enga reynslu í leiklist en Eiríkur segist telja að þetta sé fyrsta íslenska kvikmyndin sem kemur út skuldlaus. „Þetta er eiginlega vina- og kunningjahópur,“ segir Eiríkur, leikstjóri mynd- arinnar, um hópinn sem að henni stendur. „Annar aðalleikarinn hafði lokið einu ári við LHÍ og hinn starf- að með Leikfélaginu í Keflavík en annars hafði enginn leikaranna komið nálægt leiklist.“ Alltaf langað að leikstýra Eiríkur er með myndinni að láta draum rætast: „Mig hefur alltaf langað til að vera kvikmyndagerð- armaður og vissi að fyrir mig væri rétta leiðin að gera óháða kvik- mynd. Ég ætlaði að gera mynd á filmu fyrir mörgum árum og gróf hugmynd að mynd og lítið handrit varð fyrst til árið 1996. En að taka upp mynd var á þeim tíma alltof dýrt ferli, jafnvel þó að tekið hefði verið upp á 16mm filmu.“ Það var síðan með byltingu í stafrænni upp- töku að færi gafst til að taka mynd- ina upp: „Fyrsta myndin í fullri lengd sem tekin var upp stafrænt leit dagsins ljós og ég fór að skoða þetta betur. Ég lagði hugmyndina fyrir vini mína og kunningja, sem margir hverjir eru að reyna fyrir sér í þessum bransa, og þeim leist öllum ágætlega á að taka þátt.“ Það var á vordögum 2000 að tök- ur við myndina hófust. Eiríkur, sem þá var 25 ára, valdi leikarana í hlut- verkin ekki síst eftir því hversu vel þeirra eigin persónuleiki samræmd- ist sögupersónunni. Hann segist ekki hafa þurft að þjálfa leikarana sérstaklega heldur æfðu þeir aðeins nokkra samlestra. Að sama skapi gaf hann leikurunum visst svigrúm í hlutverkum sínum: „Fyrir mynda- töku skrifaði ég niður öll atriðin og hvernig ég vildi hafa þau. En þegar ég sá hvernig leikararnir unnu úr þessu og ef þeir spunnu eitthvað nýtt við, breytti ég jafnvel uppsetn- ingunni í samræmi við það.“ Hann tók þó leikarana engum vett- lingatökum: „Tökutími var mjög misjafn en ef þurfti á því að halda til að ná fram rétta augnablikinu, gat hver atriðisbútur farið upp í 20 eða 30 tökur.“ Unnin að mestu um kvöld og helgar Þar sem myndin var unnin í sjálf- boðavinnu fór mest af upptökum fram um helgar og á kvöldin og var helsti vandinn þá oft að ná hópnum saman á einn stað. Það tókst að ljúka meginþorra upptakna á sex vikum: „Fyrstu sex vikurnar voru allir þvílíkt spenntir og þótti af- skaplega gaman. Þá var innan við fimmtungur myndarinnar eftir en það tók álíka langan tíma að klára þann litla hluta sem eftir var því dampurinn var dottinn niður og fólk farið að setja sig í vetrarstellingar. Síðan fór ég að lenda í alls kyns vandræðum þegar fólk fór að skipta um klippingu og jafnvel snoða sig!“ Eftir upptökuævintýrið var Eirík- ur orðinn staurblankur og urðu það örlög myndarinnar að fara ofan í skúffu í rúmlega ár þar til hann hitti Vigdísi Gígju Ingimundardóttur og Eyjólf Snædal Aðalsteinsson sem tóku að sér klippingu myndarinnar, grafíska vinnu og litgreiningu. Vinnsla myndarinnar tók því nokkuð langan tíma, og aðalleik- arinn, sem var að hefja nám við leik- listarskólann þegar myndin var tek- in upp er nú að útskrifast. Afraksturinn er þó mynd sem var að sama skapi ákaflega ódýr í fram- leiðslu: „Þegar maður er að gera svona mynd þá heldur maður kostn- aði í lágmarki meðal annars með því að hafa fáa tökustaði og leikara.“ Án þess að láta það bitna um of á gæðum var tækjabúnaður skorinn við nögl og mikið af þeim blóðs- úthellingum og líkamsmeiðslum sem í myndinni sjást – og enginn skortur er á – gerð með hyggjuviti og útsjónarsemi auk þess að förð- unarmeistarinn Stefán Jörgen bauð fram krafta sína. Svart háð til að skemmta „Sagan er hönnuð til að skemmta fólki sem fellur fyrir þessari gerð af húmor. Þetta er nokkuð í svartari kantinum,“ segir Eiríkur en kveðst í sjálfu sér ekki vera með neinar vís- anir eða djúpar listrænar meiningar þótt honum þyki myndin að bygg- ingu til og efnislega hugsanlega minna á Pulp Fiction eða Lock Stock and Two Smoking Barrels: „Ég er ekki endilega að reyna að sýna góðu gæjana heldur er þetta kannski saga af fólki sem í raun er ekkert svo gott.“ Myndin er prýdd miklu úrvali ís- lenskrar tónlistar en margar af fremri jaðartónlistarhljómsveitum ljá myndinni lög sín. Þar má nefna Kuai, Andlát, Elexír, Rúnk og fleiri. Framleiðendur Ussss eru Eiríkur Tryggvason og Tryggvi Þór Reyn- isson sem einnig aðstoðaði við upp- tökur. Vigdís Gígja Ingimund- ardóttir og Eyjólfur Snædal Aðalsteinsson sáu um klippingu og tónlistarval en aðalleikarar eru Davíð Guðbrandsson sem Rebbi, Jón Marínó sem Sæli, Sirrý Jónsdóttir sem kærastan Kollý, Felix Eyjólfs- son sem búðarmaðurinn, Þorsteinn Viðarsson sem litla löggan og Bald- ur Bragason sem stóra löggan. Nýjasta viðbótin við íslenska kvikmyndaflóru gerir út á kaldhæðni Ný íslensk kvikmynd, Ussss, í leikstjórn Eiríks Leifssonar verður frumsýnd um næstu helgi. Ásgeir Ingvarsson átti spjall við Eirík um þessa frumraun hans í kvikmyndagerð. Morgunblaðið/Jim Smart Eiríkur Leifsson, leikstjóri Ussss: „Saga af fólki sem er ekkert svo gott.“ Aðalleikarar Ussss: Jón Marínó sem Sæli og Davíð Guðbrandsson sem Rebbi uppgötva undarlegan hlut í skottinu. Sýningar á Ussss hefjast í Háskólabíói í næstu viku. asgeiri@mbl.is Blóði drifinn gálgahúmor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.