Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 B 3 og til eru ýmsar þjóðsögur þar sem uglur eru í aðalhlutverki sem visku- vitar. Ein gömul þjóðsaga gerist á Íslandi fyrir tíma manna. Þá var náttúran ósnortin og lögmál hennar við lýði í einu og öllu. En það átti eftir að breytast. Mennirnir komu á bátum sínum og skipum og þeir höfðu ekki kynnst öðru eins. Hér var hægt að ganga að fugli á hreiðrum, taka fuglinn og eggin með. Fuglarnir þekktu ekki manninn og óttuðust hann ekki, en það átti líka eftir að breytast. Þó gekk svona um hríð þar til að stór skörð voru höggvin í fuglabyggðir og margar tegundir fugla áttu alvarlega um sárt að binda eftir samskiptin við nýju teg- undina. Var svo komið að fuglarnir kölluðu eftir fuglaþingi. Eins og æv- inlega fyrr og síðar, var gamli örn- inn konungur fuglanna, svo aldur- hniginn og skorpinn að hann nennti varla að standa í þessu. En þegnar hans linntu ekki látunum og á end- anum skyldi blásið til þings. Örninn sendi sendiboða sína um gervallt landið, smyrlar og kjóar sáu um það, óhræddir og hraðfleygir. Fálk- inn var hins vegar sendur inn í hraunið á hálendinu til að boða gömlu snæugluna. Fálkinn var sá eini sem óttaðist ekki ugluna. Voru allir fuglar lýstir friðhelgir í tvo sól- arhringa á meðan á þinginu stóð. Mæting var frábær og meira að segja geirfuglarnir skiluðu sér, enda var þingið haldið nærri sjó af tillitssemi við þá. Á þingstað sat örninn á hæsta kletti og fálkinn honum á hægri hönd. Vinstra megin sat snæuglan og virtist dotta í sólskininu. Örninn lyfti vængjum sínum, lýsti þingið sett og reifaði kvartanir þær sem honum höfðu borist. Fór þá allt af límingunum er fuglarnir geltu, kvökuðu og skræktu hver í kapp við annan og ótrúlega margir höfðu slæma sögu að segja. Þegar örninn hafði komið á nokkurri ró, m.a. með því að hóta að siga smyrlunum á þingheim, leitaði hann eftir tillögum um hvað skyldi til bragðs taka. Voru afar margir fuglanna á því að réttast væri að hverfa burt af land- inu. Láta mannskepnuna um skerið og finna nýjar ósnortnar lendur. Snæuglan virtist ekki taka eftir neinu, dottaði bara á kletti sínum, en er örninn sneri sér til hennar og bað um ráð, galopnaði hún gular glyrnurnar og hvessti augum á örn- inn og síðan yfir þingheim. Hún hugsaði sig um nokkra stund og það mátti heyra saumnál detta. Loks sagði uglan, „Ég sé fram í aldar- heim. Ég veit að sá dagur mun koma að mennirnir munu með lög- um semja frið við náttúruna og friða alla fugla. Þetta mun gerast í framtíðinni. Þið getið gert það sem þið viljið, en ég fer hvergi.“ Það var og. Þrátt fyrir nagandi óvissuna í orðum uglunnar, m.a. hvað varðaði tímasetningar, þá treystu fuglarnir á visku og fram- sýni hennar. Hitt er svo annað mál, að hvort sem hún á eftir að reynast sannspá eður ei, þá hefur spáin ekki gengið eftir. Morgunblaðið/Golli Leitað var með sterkum sjónauka að snæuglunni og hver blettur skimaður. Víða standa litlir hólar og strýtur upp úr sléttunni og þar var leitað ummerkja um uglur og aðra fugla. ’ Ég sé fram í aldar-heim. Ég veit að sá dagur mun koma að mennirnir munu með lögum semja frið við náttúruna og friða alla fugla. Þetta mun gerast í framtíð- inni. Þið getið gert það sem þið viljið, en ég fer hvergi. ‘ gudm@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.